Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Side 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR 6. OKT0BER1982. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL „Mér finnst ég vera ákaflega Ijúf’ — litið inn á jassbaliettskóla Báru Það eru fáir piltar sem stunda jassbaiiett — alltof fáir, segir Bára, þvi það er ekki hægt að setja upp sýningar án þess að hafa karlmennina með. «c „Teygja fingurna, ekki brjóta línuna. Halla höföinu aftur á bak. Allar á stöng í þétta röð.” Bára Magnúsdóttir leiöbeindi nemendum sinum mjúkri en ákveðinni röddu. Andlit ungu stúlknanna voru glóöheit og stirndi á þær eftir langa og haröa æfingu. Þær voru þreyttar og sælar meðsig. Bára beitti sér kannski ekki svo mjög í þetta sinn, hún heldur svolítið aftur af sér um þessar mundir vegna bogmannsins litla sem blundar und- ir belti hennar og undirbýr komu sína í heiminn. Hún er fríö kona sýnum og þaö stafar frá henni þessum sterka ljóma sem umleikur skapandi listamenn. Návist hennar myndar andrúm ögunar og listrænn- ar alvöru. „Þegar ég fór utan til náms í klass- ískum ballett þekkti ég ekkert inn á jassballett,” segir Bára, ,,ég vissi varla aö hann væri til. En ég upp- götvaöi fljótt aö þetta var listform sem hentaði mér. Einstaklingurinn fær meira svigrúm til persónulegrar túlkunar í jassballett og þar er al- gengt aö dansar séu samdir meö sér- staka dansara í huga. Og ég fékk Listir og líkamsrækt — spjallað við Rósu Ingólfsdóttur Jassballett er listgrein sem gerir ströngustu kröfur á hendiu- nemendunum. Það hafa ekki allir tíma til að leggja það á sig sem þarf, þótt áhuginn sé fyrir hendi. Margir fara þann milliveg að æfa leikfimi með tónlist undir og finnst það veita sér meiri ánægju og árangur en önnur þjálfun. Ein þeirra er Rósa Ingólfsdóttir. .,Ég hef iökaö likamsrækt frá því aö ég var barn og ég get bara ekki ööruvísi verið,” segir Rósa. „Líkamsræktin glæðir meö mér atorku og hugmyndaflug og hún er löngu oröin mér lífsnauösyn. Mér finnst ég veröa alveg ómöguleg og slævast ef ég hreyfi mig ekki. Ég er þannig gerö að ég verö alltaf aö vera i músík, alltaf á hreyfingu, alltaf aö glíma viö eitthvað. Fyrir mér rennur allt saman í eina víðfeöma heild: myndlist, sönglist, leiklist og hreyf- ingar, og ég leitast við að tengja þetta saman í starfi minu. Eg held aö Grikkir hafi skiliö þetta miklu betur en nútímamennimir. Þeir eru frum- kvöðlar fo.rmsins í myndlist og leik- list, og grísk-ortodoxa kirkjan byggir sínar trúarathafnir mikið á hreyfingum. Þjóðirnar eiga svo misjafnlega auöuga hefð í dansi til dæmis og þar finnst mér Grikkirnir alveg skara fram úr. Forn-Grikkir Jassballettnemendur á strangri æfingu. Lengst til vinstri er Karólína Porter, 15 ára gömul. Hún kvaðst hafa stundað jassballett á þriðja ár og ætla að gera það sem lengst, því það væri svo gaman að dansa. Hún segist mæla með jassballett fyrir alla sem vilja fá skemmtilega hreyfingu, jafnt pilta sem stúlkur. „Það koma svo fáir strákar, "segir hún, „en það er bara af þvi að þeir eru svo feimnir — þá dauðlangar." „Einstaklingurinn fær meira svigrúm til persónulegrar túlkunar i jass- ballett"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.