Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Blaðsíða 2
DV. FIMMTUDAGUR18. NOVEMBER1982.
KULDASKOR
DÖMUGERÐIR
PÓSTSENDUM
UTIUF
Unisex
Teg. 503, kr. 598
„Bestaðmæla blóð-
þrýsting sem oftast”
— segir íslenskur læknir, Jóhann Sigurðsson, sem
skrifað hefur doktorsrif gerð um málið í Svíþjóð
Frá Aðalsteini Ingólfssyni, Sviþjóð:
„Læknar eiga að mæla blóðþrýsting
fólks við öll möguleg tækifæri. Þannig
má fylgjast mun betur með heilsu þess
og fyrirbyggja krankleika á frum-
stigi.”
Þetta segir íslenskur læknir, Jóhann
Sigurðsson, í doktorsritgerð sem hann
hefur skrifaö um háan blóðþrýsting
kvenna í Gautaborg.
Blöð í Svíþjóð hafa minnst stuttlega
á þessa ritgerð dr. Jóhanns. Rannsókn-
ir hans ná yfir 1500 konur á aldrinum
38—60 ára sem voru undir læknishendi
á árunum 1968—’69 og fólust þær aðal-
lega í endurskoðun á ástandi þeirra nú,
12 árum síðar.
Samkvæmt bandarískum rannsókn-
um hefur komið í ljós aö sé ekkert að
gert deyja konur á þessum aldri venju-
lega 10—15 árum eftir að hár blóð-
þrýstingur hefur mælst hjá þeim í
fyrsta sinn. En þær konur í Gautaborg
sem þjáðust af of háum blóðþrýstingi
fyrir 12 árum og féllust á aö breyta
mataræði sínu og lifnaðarháttum og
koma reglulega til skoðunar eru enn
við góða heilsu, að sögn dr. Jóhanns.
Hann telur einnig sannað að þau lyf
sem konurnar hafi fengiö á þessum
tíma til að draga úr blóðþrýstingi hafi
ekki haft neinar alvarlegar auka-
verkanir. En hann ítrekar að háan
blóðþrýsting sé aldrei hægt að lasjoia
fullkomlega og fólk með slíkan kvilla
verði að vera á lyfjum og fylgjast náið
með eigin heilsu alla ævi.
AI, Lundi.
Sláf run á Selfossi:
Tæplega 38 þúsund
kindum slátrað
— Sunnlendingar kaupa mikið slátur af ótta við
langa stjórnarkreppu
Slátrað var 37.775 kindum á þessu
hausti hjá Sláturfélagi Suöurlands á
Seifossi, að sögn Halldórs Guðmunds-
sonar sláturhússtjóra. Meðalvigt
lamba var 13.340 kíló. Um 115 manns
unnu viö slátrunina.
Fólk keypti óvenjulega mikið af
slátrum í haust. Er greinilegt aö það
vill hafa matarbirgðir heima hjá sér ef
til vetrarkosninga kemur því allir
reikna með að langan tíma taki að
mynda ríkisstjórn. Svo ábyrgðariaus
er stjómarandstaðan og hefur verið
síðastliðin tæp 3 ár. Hún hefur verið
mikil svipa á sinn eigin skrokk.
Regina, Selfossi/JBH
L4GERINN
SMIÐJUVEGI54
SÍMI79900
SEIMDUM í
PÓSTKRÖFU