Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Blaðsíða 17
DV. FIMMTUDAGUR18. NOVEMBER1982. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Lyfjanotkun meðal íþróttamanna: Fáránlegt að fordæma eina íþróttagrein 2542—4093 hringdi: Vegna hinnar miklu athygli, sem lyfjaneysla „lyftingamanns” hefur vakiö, vil ég benda á aö lyf eru og hafa verið notuð víðar í íþróttum hérlendis en í lyftingum. Fyrir nokkru var t.d. birt viðtal við tvo knattspymumenn sem leika er- lendis. Kom þar fram að þeim voru gefin lyf til þess að þyngja þá því þjálfaranum þótti þeir vera of léttir. Erlendir íþróttamenn, og á ég sér- staklega viö atvinnumenn, nota þessi lyf í ríkum mæli. Arið 1972 var haft eftir J.P.O ’Shea, lífeðlisfræðingi og meölimi bandarísku ólympíunefndar- innar, að ef þeim værí tilkynnt að þeir mættu ekki velja íþróttamenn sem tækju eða hefðu tekiö hormónalyf þá yrði ógerningur aö skipa lið. Lyf af þessu tagi þykja engin nýlunda nema meðal almennings hér á landi. Mér finnst því vera fáránlegt að fordæma eina íþróttagrein eða einn mann. Geir Haarde formaður Sam- bands ungra s jálfstæðismanna. GEIR HAARDE RÉnUR MAÐUR Á RÉnUM STAÐ — segir lesandi 3312-1709 skrifar. Fyrir skömmu heyrði ég í útvarpinu þátt sem nefndur var Stjórnleysi. Tvennt vakti athygli mína varðandi þáttinn. Annað var hvað þátturinn var skemmti- legur þrátt fyrir tiltölulega þurrt efni og hitt var viðtal við Geir Haarde, formann Sambands ungra sjálfstæðismanna. Eg hef ekki heyrt mikið um manninn né í honum áður en ég er mjög ánægö með það sem hann hafði til málanna að leggja. Nú sé ég í blööunum að Geir er í framboði til prófkjörs fyrir næstu alþingiskosningar og ekki dró úr ánægjunni við það. Það sem mér finnst hafa verið mikill löstur á þingliöi Sjálfstæöisflokksins er þaö að nú um alllangt skeiö hefur ekki verið um sannfærandi málefna- flutning að ræða. Miðað við óbreytt ástand sé ég ekki hvemig Sjálfstæðisflokkurinn getur áorkaö miklu með þingflokkinn málefnalega lífvana. Fáir deila um að nú þurfi að koma til nýtt blóð og ég álít að Geir Haarde sé réttur maður á réttum stað. — eða einn mann Einnig langar mig til þess að gera athugasemd við þessi orð: „Mikill skortur á vitneskju um hegðun hor- móna háir læknummjög.” Margir ábyrgir aöilar hafa gefið út samtals fjölda bóka um þetta efni. Meðal þeirra er James E. Wright lifeðlisfræðingur. Sú bók grundvallast annars vegar á niðurstöðum áralangra rannsókna hans á lyfjum og notkun þeirra og hins vegar á viðtölum við iþróttamenn á heimsmæiikvarða um notkun þeirra á og reynslu af lyfjum. Því finnst mér tilgreind setning falla um sjálfa sig. „Eríendir iþróttamenn, og á ég sér- staklega við atvinnumenn, nota þessi lyf í ríkum mæli” — segir 2542—4093 vegna nýlegra skrifa um notkun hor- mónalyfja. ipili® ■ ■ ; <'<>v\0 . "______________________:• :•■> . . Att n Tolvuvol ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.