Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Blaðsíða 14
14
DV. FIMMTUDAGUR18. NOVEMBER1982.
Menning Menning Menning Menning
ÞUNGI, FÆÐING, KÚKUR
Egill Egilsson:
PABBADRENGIR
Skáldsaga
Almenna bókafólagið 1982
Vafalaust þekkja margir sjálfa sig
í sporum foreldranna í Pabbadrengj-
um Egils Egilssonar enda fjallar
skáldsagan um „nútímafólk — hjón
sem eignast böm” eins og segir á
bókarkápu. Söguefniö sækir höfund-
ur í veruleika ósköp margra nú á
dögum sem áöur fyrr: geöbrigöaríka
meögöngu ungra hjóna, fæðingar-
basl og fyrstu vikurnar þar á eftir.
Þessari atburöarás fylgir höfundur
trúlega og tilgreinir samviskusam-
lega þau fjölmörgu vandamál sem
upp koma, s.s. peningaáföll og til-
finningahnykki ýmiskonar. Lesand-
inn er leiddur í sannleika um fóstur á
ýmsum stigum, nauösynjar koma-
barna, svefnlausar nætur foreldra,
óþrif á heimili í kjölfar fjölgunar,
kosti fæðingarorlofs og þýðingu
heimilishjálpar, og svo mætti lengi
telja. Kjarni atburöarásarinnar er
náttúrlega fæöingin sjálf meö leka,
saumi og tilheyrandi sem höfundur-
inn lýsir af stakri kostgæfni í löngu
máli. Einnig er lesandi fræddur um
kornabamskúk sem breytist úr lím-
kenndri tjöru í spínatjafning, svo úr
óblönduðu remúlaði í ræpu „sem
breiðist út eins og gul sólarolía”
(117). Þessi skýrsla er auðvitaö
góöra gjalda verð því eins og viö vil-
um getur kúkur oröiö að stórfelldu
félagslegu vandamáli — upplagt viö-
fangsefni fyrir framsækinn raun-
sæishöfund sem sett hefur sér aö lýsa
lífinu á „raunsannan” hátt.
Auðvitaö er þaö enginn mælikvaröi
á gæöi þessa verks aö viö þekkjum
fyrirmyndirnar úr daglega lífinu.
Skáldskapur er annað (og meira) en
frétt eöa greinargerö af rás viö-
buröa. Vissulega eru vandamál
hversdagsins kjöriö yrkisefni skáld-
skapar, en þegar höfundur gerir
eftirlíkingu þeirra aö markmiöi sínu
er hann kominn í ógöngur. Einmitt
þaö þykir mér hafa hent Egil. Verk
hans er lítiö annaö en skýrsla og verö-
ur fremur kennt viö blaðamennsku
en skáldskap. Að vísu reynir hann aö
lýsa hugarástandi foreldranna, gleöi
þeirra og áhyggjum, stolti og kvíöa.
En túlkun tilfinninga og persóna rist-
ir hvergi djúpt og er aukaatriði innan
verksins. Þaö er leitt því aö lýsing
foreldranna virðist gefa ýmsa mögu-
leika sem eru illa nýttir.
„Nýraunsæið" í
íslenskum bókmenntum
Egill fellur aö mínum dómi í sömu
gryfju og margir aðrir sem reynt
hafa aö endurvekja raunsæið í bók-
menntum en gleymt því aö skáld-
skapurinn krefst listrænnar um-
sköpunar, aö sjálfstæö og einkaleg
túlkun er lifsskilyröi hans. Fyrir
nokkrum árum upphófu ungir hug-
sjónamenn meöal rithöfunda baráttu
fyrir aö brúa gjána sem löngum hef-
ur skilið að bókmenntir og almenn-
ing. Þetta var viröingarverö tilraun
til aö víkka út landamæri skáldskap-
arins. Verst var aö þessir rithöfund-
ar misstu sjónar af upphafi sínu og
týndu sjálfum sér utan landamær-
anna. Tímamótaverkin uröu flest
hver að flötum og hráum greinar-
geröum í blaðamennskustíl sem ekki
áttu fremur skylt við „raunveru-
leika” en ljóö Einars Benediktssonar
— raunar miklu síöur.
Pabbadrengir eru gott dæmi um
þetta afhroð „ný-raunsæisins”:
kiisjubundiö málfar, ófrumleg hugs-
un, ofnotuð frásagnartækni. Egill
fjallar um efni í tísku: bamsfæðingu
og erilinn á undan og eftir. Vissulega
er það forvitnilegur efniviöur en hon-
um tekst ekki aö ummynda hann í
skáldskap nema aö mjög takmörk-
uðu leyti. Lýsing hans á veruleikan-
um er hrá og persónusköpun frum-
stæð. Atburöaskýrslan varpar litlu
ljósi á mannlífiö þótt hún bendi á
ýmis ytri einkenni.
Tveir heimar:
heimili og
fæðingardeild
I sögu Egils mætast heimar
heimilis og fæðingardeildar. Lýsing
þeirra felur í sér drög aö ádeilu á
tækniyæöingu og ofskipulagningu nú-
tímalifs. Höfundi skal sagt það til
hróss aö hann forðast prédikun en
Bókmenntir
Matthías Viðar
Sæmundsson
lætur atburöi tala sínu máli. Hann
sýnir okkur hvernig nútímasamfélag
hefur vélvætt mannlega náttúru:
getnaöur er skipulagöur fyrirfram
og fæöingarstofnanir einna líkastar
gasveitum meö mælum, slöngum,
sogdælu og grímum:
„Konan liggur meö hríöarbeltið
um sig miðja, rafleiöslur inn bak-
dyramegin, leiðslur í æö og gasgrímu
framundan vitunum tilbúna til
notkunar. Var einhver aö minnast á
fiktFrankensteins?” (72)
öndvert þessum ópersónulega
heimi er heimilið þar sem fjölskyld-
an lifir næsta einangruö frá veröld-
inni fyrir utan. Að vísu skjóta fjár-
hagsvandamál upp kollinum en þaö
er eins og tilveran safnist í samband
foreldris og barns: faðir og hvít-
voðungurverðaeitt:
„Hann sker aftan af fortíðinni fyrir
stundu og heggur framan af framtíð-
inni þar sem nútíöin verður stödd eft-
ir stundu. Það er hagnýt afstaöa til
tilverunnar. Hugurinn flæmist ekki
víðarenþörferá.” (142)
Veröldin meö öllum sínum kröfum
og skyldum gleymist í heimi þar sem
nauöþurftir komabarnsins skipta
meginmáli. Kannski er þetta raun-
sönn frásögn — en munum aö skyld-
an kallar úr tveimur áttum í senn við
þessar aöstæður. Andstæðar kröfur
samfélagsins og hvítvoðungs hljóta
aö skapa tvítog í huga foreldrisins.
Hvorugu verður ýtt til hliöar. Djúp-
tækari lýsing á þeirri togstreitu heföi
gefiö sögunni meira gildi að mínum
dómi.
En höfundur hættir sér ekki út í
neinar flækjur. Heimur hans er
ósköp einfaldur, frásögnin öll á yfir-
boröinu. „Heimspeki” verksins má
oröa með þremur staöhæfingum: a)
„þaö er sitthvað kúkur og kúkur”
(116); b) gleöjumst yfir heilbrigöum
afkvæmum okkar og vorkennum
þeim sem eiga vanheil böm; c) for-
eldrar eiga böm sem seinna verða
foreldrar sem svo tengist því aö fom-
leifafræðingar framtíðarinnar veröa
sérfræðingar í nútimanum (sjá 103).
Þessar merku ályktanir eru ósköp
jákvæðar og svo sem ekkert meiri
lágkúra en íslenskur skáldsagnales-
andi hefur vanist í gegnum tíöina.
Stíll Pabbadrengja er einfaldur en
ekki hnökralaus. Höfundur teygir úr
söguefninu meö ýmiskonar líkingum
og hliöstæðum sem oft hitta í mark
en stundum miður:
„Er allt þetta fólk sprottið út úr
veggjum ganganna á svotil mann-
auöu sjúkrahúsinu? Hver og einn
raðar sér í sitt rúm eins og eigi að
róa lífróöur. Fólkið er eins og í vatni,
og engin sundgleraugu til aö sjá þaö
meö.” (77).
Þetta er eitt dæmi af mörgum um
illa nýtta líkingu. Höfundur skellir
saman tveimur hliðstæöum á klaufa-
legan hátt og gefur sér ekki tíma til
aö vinna úr þeim. Afleiðingin er lík-
ing út í hött. Fleiri dæmi um hroö-
virkni í stíl mætti nefna. Þó þykir
mér ófrumleikinn verri á stundum,
til dæmis þegar kvenlíkama er líkt
viö kókflösku á hvolfi (22). Er ekki
hlutverk líkinga aö varpa nýstárlegu
ljósi á efnið? Ofnotaöar klisjur á
borð við þessa þyngja aðeins frá-
sögnina.
Góð f rásagnar-
gáfa, en...
En Agli tekst þó víða vel upp sem
sýnir aö hann býr yfir góöri frásagn-
argáfu sem lítið þarf til aö fái aö
njóta sín. Sem dæmi um þaö birti ég
hér tvo kafla úr sögunni. Báöir fjalla
um hvítvoöungana og fyrstu stundir
þeirra í veröldinni:
„Augun eru galopin, kyrr og dökk
eins og vötn sem vindur hefur ekki
náö aö ýfa, og fiskur hefur aldrei
vakaö í. Þau hvika ekki undan eins
og augu fulloröinna gera oft, en eru
fest á því sem þeir sjá, likt og þau
ætli að taka þaö til sín. Þaö er engu
líkara en þetta nýja skilningarvit
komi svo flatt upp á þá, að allt annaö
gleymist. „Ég er þaö sem ég sé,”
segir annar. ,,Eg sé, þessvegna er ég
til,” bætir hinn viö. /--/ En sjá!
Þaö er eins og þessar mannverur
gera í fyrsta sinn. Frá þeirri stundu
fer sjóninni aftur en ekki fram.”
(83-84).
„Lak og fótur eru jafnnákomin
þeim sem hefur ekki lærst aö fótur-
inn segir sjaldnar skiliö viö hann en
lakið. Þaö hefur ekki lærst heldur aö
þaö sem gengur yfir fótinn gengur
yfir sjálfan hann líka. Nærri og f jarri
voru í upphafi eitt og hiö sama.
Seinna skiljast þau hvort frá ööru.
Skilin á milli eru seilingu undan.
Fjarri er þaö sem næst ekki til.
Nærrierþaösemnæsttil.” (139).
Pabbadrengir auka ekki hróöur
Egils Egilssonar sem skáldsagna-
höfundar. Þeir bera merki þess aö
hann er kominn á ákveöinn leiðar-
enda í sagnaritun sinni og þarf að
taka sjálfan sig til endurskoðunar
áður en lengra er haldiö, vilji hann
ekki daga uppi. Það á hann sam-
merkt með ýmsum öörum rithöfund-
um samtíðarinnar. Vissulega kvaö
við nýjan tón meö „nýraunsæi” höf-
unda á borö viö Véstein Lúðvíksson,
Pétur Gunnarsson og Guölaug Ara-
son. En sá tónn er löngu orðinn falsk-
ur. Við þurfum ekki lengur dagblaöa-
raunsæi heldur skapandi afstööu til
tungumáls og skáldskapar.
Egill Egilsson: Fremur skýrsla en skáldskapur.
GÍTARGOTT
Hóskólatónleikar í Norrœna húsinu 10, nóvem-
ber.
Hytjandi: Pótur Jónasson, grtarleikari.
Efnisskró: Luys de Narvóes: Tilbrigði við
„Guórdamo las vacas" , Johann Sebastian
Bach: Lútusvfta nr. 1, Heitor Villa-Lobos:
Etýður nr. 8 og 7, Foderico Moreno Torroba:
Arada og Madronos, úr Suite Castollana.
Aðrir gítartónleikar á vetrinum
undir hatti Tónleikanefndar
háskólans fóru fram í hádeginu á
miövikudag eins og reglan segir til
um. Nálægö tónleika tveggja svo
ólíkra gítarleikara finnst mér tæpast
réttlætanleg, þótt vitaskuld sé
„Áræði í leik Péturs hefur vaxið án
þess aö nokkurs hafi hann misst af
þokka sínum eða tónfegurð”skrifar
Eyjólfur Melsted.
gaman aö fá aö hlýöa á góöan gítar-
leik í hádeginu þar vestur frá.
Hvort nálægð tónleikanna hefur
haft minnstu áhrif á efnisval
gítarleikaranna tveggja hef ég ekki
Tónlist
Eyjólfur Melsted
hugmynd um. En nógur höfuöverkur
er þaö víst hverjum listamanni aö
setja saman skynsamlega efnisskrá,
sem henti hinum örstuttu háskóla-
tónleikum þótt fleiru sé ekki hlaöið
þarofaná.
Pétur Jónasson fer sjaldnast
troönar slóöir norðurhjarans í verk-
efnavali sínu. Held ég að enginn
annar gítarleikari hérlendis hafi
leikiö verk Narváes og Moreno-
Torroba. Tilbrigöi Narváes við
smalaljóði foma, Gætum kúnna,
hefur mér vitanlega aldrei veriö
leikiö hér áöur og líkast til ekki
heldur Kastilíusvítan eftirhinnný-
látna öðling Moreno-Torroba. Verk
þessi lék Pétur fimavel og þá ekki
síður Etýöumar eftir Villa-Lobos.
Áræöi í leik Péturs hefur vaxið án
þess aö nokkurs hafi hann misst af
þokka sínum eöa tónfegurð.
Eg hef áöur lýst þeirri skoöun
minni aö langi menn til að leika lútu-
músík Bachs eigi þeir fyrst aö læra
að handleika lútu, en láta þær í friði
ella. En leiki menn þær á gítar eins
og Pétur Jónasson geröi á þessum
tónleikum, er slikt uppátæki fyrir-
gefanlegt. — Já mönnum leyfist
margt hafi þeir upp á gott aö bjóöa.