Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR18. NOVEMBER1982. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Á skrífstofu sinni viö Laugaveginn. Myndin sýnir vel hve alvaríega Gunnar slasaðist á höndum þegar hann var ellefu ára. Hann hefur þó ekki látið það hefta sig við hin ýmsu áhugamál sin. Spilar golf, stundar laxveiði, svifflug og er með einkaflugmannspróf. Og ekkimá gleyma billiardinum. — hinn kunni billiardspilari Gunnar Hjartarson tekinn tali Hrafnkell Guðjónsson: „Flestír spila billiard i hádeginu og síðan eftír klukkan fimm og fram eftír kvöldi." „Breiður hópur fólks spilar nú billiard” — segir Hrafnkell Guðjónsson eigandi Billiardstofunnar Júnó „Flestir spila billiard í hádeginu og síðan eftir klukkan fimm og fram eftir kvöldi,” sagði Hrafnkell Guðjónsson eigandi Billiardstof- unnar Júnó er við röbbuöum við hann. „Það eru átta ár síðan ég byrjaöi með stofuna hér. Það er áberandi núna hve breiður hópur fólks spilar orðið billiard. Ekki mikið um klikur, eins og var svo oft áður. ” Hann sagði okkur að fóik kynntist mörgum við aöspila billiard og sagði glottandi aö þess væru dæmi að fólk sem hefði hist á stofunni hjá sér hefði gengið í hjónaband. Um fjölda billiardstofa á landinu sagði Hrafnkell: „Það eru þrjár í Reykjavík, ein á Isafirði, Akureyri, Siglufirði, Olafsfirði, Seyðisfirði, Þorlákshöfn og Hafnarfirði. Og ætlunin er að setja upp stofur í Vestmannaeyjum, Húsavík og Fáskrúðsfirði.” „Góðan dag. Gunnar Hjartarson, er hann við?” Nei, en hefuröu hringt í hann í vinnuna? „Já, en hann var ekki við.” Þá er hann örugglega niöri á billiardstofu. Prófaðu að hringja þangaö. Þannig hljómaöi samtalið sem ég átti við konu Gunnars, Sigríði Baldurs- dóttur, í hádeginu fyrir stuttu. Eg fór aö tilmælum Sigríðar og sló á þráöinn á Billiardstofuna viö Klapparstíg og þaö var eins og við manninn mælt, þar var Gunnar á fuilu í billiardinum. Er við báðum hann um viðtal á billiardstof- unni bað hann okkur um að vera snögga því hann væri að ljúka þessu og þyrfti að fara sem fyrst upp á skrif- stofu sína. Og að sjálfsögðu gripum við tækifærið fegins hendi. Missti framan af sjö fingrum 11 ára Okkur hafði verið bent á Gunnar af billiardmönnum, vegna einstakra hæfileika hans í íþróttinni. En hvern skyldi hafa grunað það að Gunnar ætti eftir að verða einn besti billiardmaður landsins þegar hann var ellefu ára aö aldri og hafði skaddast mjög á báðum höndum í slysi. Hann var þá í sveit og lenti í blökk, þegar verið var að draga hey inn í hlöðu. Og hann missti framan af sjö fingrum. Hann hefur þrátt fyrir það stundað golf (með níu i forgjöf), laxveiðar, svifflug og er með einka- flugmannspróf. En heyrum hvað hann hefur að segja um billiardinn: „Eg byrjaði að stunda þessa íþrótt úti í Englandi þegar ég var tólf ára. Var þar í sumarleyfi. Síðan hef ég haft mikinn áhuga á þessu og spilaöi mjög grimmt á unglingsárum. Oft þrjá til fjóra tíma á dag og sleppti aldrei úr degi. En nú stunda ég þetta fyrst og fremst sem dægradvöl. ’ ’ Hvílir kollinn Er ég spurði hann hvað væri svona skemmtilegt við billiardinn sagði hann að það væri margt. Það lokaði allt annaö úti og hann , Jivíldi kollinn” fulikomlega, þegar hann væri við billiardborðið. Hann sagðist ennfremur spila núorðið aöallega í hádeginu, svona einn og hálfan tíma, og langmest við Klapparstíginn. „Það eru góðir drengir á stofunni og Hún er heldur betur tmtt skrúfan af flugválinni, sem Gunnar áttí á árum áður. Hann misstí vólina i flugskýli og þar tættískrúfan eina hurð isundur áður en hún sjálf varð að gefa sig. Gunnar mundar kjuðann á Billiard- stofunni við Klapparstig. Þeir eru margir sem þekkja hann i þessari stellingu. „Það eru góðir drengir á stofunni og menn spila þarna af lífi og sál. Margir þeirra eru reyndar hetteknir af þessu." menn spila þarna af lífi og sál. Margir þeirra eru reyndar helteknir af þessu.” Margt hægt að gera I samtali okkar við Gunnar kom fram hjá honum hve mikilvægt væri fyrir þá sem lent hefðu í áföllum að sætta sig við það. „Þaö er svo margt sem hægt er að gera ef viljinn er fyrir hendi og menn reyna ekki að fela neitt.” Að lokum spurðum við Gunnar hvort Sigríður spilaði billiard. ,,Nei, hún hefur nú ekki enn fengið áhugann en hún veit þó hvar einn áhugasaman er oft að finna í hádeginu.” „Billiard lokar allt annað úti”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.