Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ-VÍSIR
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS H AR ALDSSON og ÓSKAR.MAGN ÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritsfjórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19.
Áskriftarverð á mánuði 130 kr. Verð í lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr.
Burt með níu Kröfíur
Eitt viturlegasta, sem unnt er aö gera til eflingar þjóð-
arhag, er aö vinna skipulega að því að láta innflutning
landbúnaðarafurða leysa sem mest af hólmi af hinum
hefðbundna landbúnaði okkar á kindakjöti og mjólkur-
vörum.
Landið sjálft mundi rétta við eftir margra alda rán-
yrkju sauðfjárbeitar. Unnt yrði að létta svo á afréttum,
að gróðureyðing stöðvaðist og landið fengi aö klæðast á
nýjan leik, svo sem gerzt hefur í eyðibyggðum Stranda-
sýslu.
Vegna legunnar á jaðri freðmýrabeltisins er Island
einkar óheppilegt landbúnaðarland. Enda hefur landbún-
aður hér ætíð veriö rányrkja. Mjög snemma á öldum varð
sjávarútvegurinn að taka við sem raunverulegt lifibrauð
þjóðarinnar.
Bændur mundu losna úr ánauð búalaga og vinnslu-
stöðva, styrkja og niðurgreiðslna, er miöa að því að halda
þeim við hokrið sem annars flokks borgurum. Þeir gætu
gerzt frjálsir menn í nýjum búgreinum eða öðru aröbæru
starfi.
Þrælahald bænda gengur svo langt, að sérstök búa-
lög ákveöa, að þeir geti ekki selt jarðir sínar á mark-
aðsvirði, til dæmis undir sumarbústaði, heldur verða þeir
að sæta sölu til nágrannabænda á lágu matsverði búnað-
arfélaga.
Ríkissjóöur skattborgaranna mundi losna við 9—10%
allra sinna útgjalda, þegar ekki þarf lengur að greiða
beina styrki, útflutningsuppbætur og niðurgreiðslur til
landbúnaðarins. Innflutta varan yrði ódýrari en hin
niðurgreidda.
Á næsta ári er ráðgert, að ríkið verji 100 milljónum til
beinna landbúnaðarstyrkja, 260 milljónum til útflutnings-
uppbóta og 840 milljónum til niðurgreiðslna. Samtals eru
þessar 1.200 milljónir tæplega 10% fjárlagafrumvarpsins.
Neytendur mundu fá ódýrari matvörur, jafnvel þótt all-
ar niðurgreiðslur féllu niður og ekkert kæmi í staðinn
nema frjáls innflutningur. Landbúnaðarvörur eru nefni-
lega og verða á stöðugu útsöluverði á alþjóðamarkaði.
Nú þurfa neytendur hins vegar að sæta óeðlilega háum
framfærslukostnaði út af dýrum afurðum í skjóli innflutn-
ingsbanns. Til að bæta gráu ofan á svart er þeim sagt, að
niðurgreiöslurnar séu fyrir þá, en ekki landbúnaðinn!
Efnahagskerfi þjóðarinnar mundi fá nauðsynlega blóð-
gjöf. I stað þess að eyða starfskröftum og peningum í hið
dulbúna atvinnuleysi hefðbundins landbúnaðar væri unnt
að byggja upp atvinnuvegi, sem legðu eitthvað af mörk-
um.
Á þessu ári er reiknað með, að 900 milljónir króna fari í
fjármunamyndun í landbúnaði. Þetta eru 11% allrar ís-
lenzkrar fjárfestingar og fara að mestu í hefðbundinn
landbúnað. Sá hluti er ekki til einskis, heldur til stór-
skaöa.
Samanlagt má búast við, að 2.000 milljónir króna
sökkvi á næsta ári í f járfestingum, niðurgreiðslum og út-
flutningsuppbótum í hefðbundnum landbúnaði. Þar sem
vextir og afborganir Kröflu verða 220 milljónir, eru þetta
níu Kröflur.
Öbeint þurfum við að taka lán í erlendum gjaldeyri
vegna þessa dulbúna atvinnuleysis. Þar að auki kosta að-
föng hins hefðbundna landbúnaðar meira í gjaldeyri en
fæst fyrir unnar útflutningsafurðir hans, þar með talin
ullar- og skinnavara.
Þess vegna höfum við ráð á ódýrum innflutningi, ekki
sízt ef ríkisvaldiö liðkaði málið meö því að nota sparað
niðurgreiðslufé um tíma til aö auðvelda bændum um-
skiptin yfir í að verða fyrsta flokks borgarar.
Jónas Kristjánsson.
DV. FIMMTUDAGUR18. NOVEMBER1982.
HANANÚ
TVeir mestu lukkuriddarar ís-
lenskra stjómmála um þessar mundir
ákváöu opinberlega um síöustu helgi
aö sigla brattan bárufald út í óviss-
una. Þaö voru þeir Vilmundur Gylfa-
son og dr. Gunnar Thoroddsen, sem
tóku þá ákvörðun aö verða ekki í
prófkjöri flokka sinna vegna kom-
andi alþingiskosninga og þá væntan-
lega um leiö að taka ekki sæti á
listum þeirra. Raunar kom ákvörðun
dr. Gunnars ekki á óvart, en það má
Vilmundur eiga að það tókst honum,
enda þótt hvíslingar hefðu gengið
milli manna, frá því blásið var til
orrustu á krataþingi, um að kannski
myndi hann skella hurðum með eftir-
minnilegum hætti, ef hann fengi ekki
varaformannssæti.
Margt fleira eftirtektarvert er að
gerast í stjómmálunum um sama
leyti, enda þótt þeir kumpánar, og þá
einkum Vilmundur, dragi að sér
mesta athyglina. Þorsteinn Pálsson,
framkvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambandsins, hefur ákveöið að hella
sér út í pólitíkina með því að fara í
prófkjör á Suðurlandi. Þar gæti næsti
formaður Sjálfstæðisflokksins verið
að koma inn í stjórnmálin, þótt um
það skuli engu spáð. Síöast en ekki
síst héldu framsóknarmenn flokks-
þing, þar sem svo köldu andaði í garö
ríkisstjórnarinnar að mikið má vera
ef hún lifir út árið, hvaö þá lengur, og
ekki er ósennilegt að styttra sé í
kosningar en áður var búist við.
Jafnvel dreifbýlismenn létu á sér
skilja að þeim væri ekkert að
vanbúnaði að brjótast á kjörstað í
janúarbyrjun, ef svo byði við að
horfa.
Vimmi og hinir
kratarnir
Engu skal hér spáð um hvað
Vilmundur gerir næst. Hann er
óútreiknanlegur og má gott þykja, ef
hann veit sjálfur hvað framundan er.
Kannski verður hann búinn að til-
kynna um ákvöröun, áður en þessi
grein verður prentuð. Eitt er þó víst
að hvort sem hann dregur sig um
skeið út úr pólitík, eða fer í framboð,
sem ekki má nefna sérframboö, þá
mun hann hafa áhrif. Líklega er
þeim rétt lýst af varaformanni
Alþýðuflokksins, þegar hann segir að
Vilmundur muni tæplega valda
alvarlegum klofningi í
Alþýðuflokknum, en hins vegar geta
valdið flokknum miklu t jóni.
Eg býst ekki við að mikið af föstu
Alþýðuflokksfylgi muni fylgja
Vilmundi út í annað framboð, hvað
þá heldur að kjósa eitthvað annaö
vegna þess að hann sé ekki á fram-
boöslista flokksins. Hins vegar stóð
kosning sumra þingmanna
Alþýðuflokksins mjög tæpt 1979. Þar
er sennilega helst að nefna þá Eið
Guönason, sem er fimmti þingmaður
Vesturlands, Áma Gunnarsson, sem
er sjötti þingmaöur Noröurlands
eystra, og Magnús H. Magnússon,
sem að vísu var fimmti þingmaður
Suöurlands, en Eggert Haukdal
sjötti, en nú verður væntanlega sam-
staða sjálfstæöismanna þar, svo aö i
raun er Magnús sjötti maöur eins og
dæmið stendur í dag. Sé tekið tillit til
skoöanakannana upp á síðkastið er
ljóst aö þessir menn verða að hafa
sig alla við til að verða kjördæma-
kjömir áfram.
Kannski hefur Vilmundur tiltölu-
lega lítil ítök í þessum kjördæmum,
en því meiri í Reykjavík, á Reykja-
nesi og líklega á Vestfjörðum. I raun
er fræðilegur möguleiki fyrir því að
Nú hef jast á ný umræður um verk-
takastarfsemi á Keflavíkurflugvelli
en talsverðar umræður urðu um
þessi mál árið 1978 þegar Verktaka-
sambandiö vakti athygli manna á
því.
Tilefni þessara skrifa er aðallega
blaðagrein Karls Steinars Guðna-
sonar, alþingismanns, í DV 12.
nóvember sl., en einnig sú staðreynd
að f jöldi manna sem tengist þessum
málum hefur misskilið stefnu og
vilja Verktakasambandsins.
Upphafið.
I upphafi þegar Islendingar tóku
viö verklegum framkvæmdum á
Keflavíkurflugvelli á árunum 1950—
60 var meginstefnan og ætlunin sú að
starfandi íslenskir verktakar og iðn-
meistarar á hverjum tíma fram-
kvæmdu þau verk sem framkvæma
þurfti á Keflavíkurflugvelli.
Þetta kemur skýrt fram í stofn-
samningi og samþykktum Samein-
aðra verktaka, en í inngangi að
samningiþeirra segir:
„Samtök þessi eru stofnuö í
samráði við ríkisstjórn Islands
með þaö fýrir augum að tryggja,
að Islendingar sjái um bygginga-
framkvæmdir varnarliðsins á
Islandi, og að þeir, sem áhuga
hafa og tök á því að taka slíkar
framkvæmdir aö sér, hafi jafna
aðstöðu til þess að gerast þátt-
takendur í samtökunum.
Eftir ástæðum geta samtökin
einnig tekið að sér aðrar fram-
kvæmdir, sem unnar eru að
mestu leyti fyrir erlenda aðstoð
eða erlent lánsfé. Þátttakendur
eru verktakar, múrarameistarar
og trésmíðameistarar, sem hafa
byggingarleyfi, þar sem þeir eru
búsettir”.
Félaginu Sameinaðir verktak-
arvarbreyttíhlutafélag 1957.
Islenskir aðalverktakar sf. var
stofnað 1954 en eigendur þess eru
Sameinaöir verktakar hf. (50%),
Reginn hf. (25%) og íslenska ríkið
(25%).
Nú hafa aðstæður breyst þannig
að fjöldi stofnenda Sameinaðra
verktaka hf. er látinn eða hættur
störfum. Raunverulegir starfandi
verktakar á hinum frjálsa markaði á
tslandi komu hvergi nærri
framkvæmdum á Keflavíkurflug-
velli. Islenskir aöalverktakar sf. sjá
um allar framkvæmdir á Keflavíkur-
flugvelli en auk þess sjá Keflavíkur-
verktakar hf. og Suðumesja-
verktakar hf. um ýmis verkefni,
aðallega viðhaldsverk.
Þrátt fyrir þessa breytingu hefur
aldrei komið fram opinberlega að
um stefnubreytingu væri að ræða hjá
stjómvöldum að öðm leyti en því að
þau hafa árlega valið Islenska aðal-
verktaka sf. sem framkvæmdar-
aðila en samkvæmt vamarsamningi
tilnefna íslensk stjómvöld verktaka í
verklegar framkvæmdir.
Athugasemdir
Verktakasambandsins
Karl Steinar Guðnason, alþingis-
maður, lýsir áhyggjum sínum á því
að frjálsir íslenskir verktakar hefji
starfsemi á Keflavíkurflugvelli í
anda upphaflegrar stefnu íslenskra
stjómvalda og segir:
,,Sterkur þrýstihópur, Verktaka-
sambandið, hefur hvað eftir annað
gert kröfur um að komast að
kjötkötlunum þar syðra. Mjög er
hætt við, ef látið yrði af kröfum
þeirra, að hagnaður verkafólks og
fyrirtækja yrði af skornum
skammti ef undan slíkum kröfum
yrði alfarið látið. Eg fullyrði að þá
A „Eins og málum er háttað þarf ekki að
w vera óeðlilegt að til séu íslenskir aðal-
verktakar ef slíkt félag starfar eftir upphafleg-
um tilgangi...”
færi öll orkan í að bítast um bitana
og lyktir yröu þær að Bandaríkja-
her fengi verk unnin fyrir smánar-
verð. Atvinnuöryggi verkafólks
brysti og hin einstöku verktaka-
fyrirtæki skiptust á um að fara á
hausinn”.
Þarna gætir ýmist misskilnings
eða þekkingarleysis:
1. Aðalatriðið er aö Verktaka-
sambandiö hefur aldrei einhliða
krafist þess að Bandaríkjaher
byði verk sín beint til verktaka.
Verktakasambandið hefur lagt
fram tillögur til utanríkis-
ráðuneytisins þar sem ýmsir
möguleikar koma fram. Eins og
málum er háttað þarf ekki aö vera
óeölilegt að til séu Islenskir aðal-
verktakar ef slíkt félag starfar
eftir upphaflegum tilgangi og
jafnan séu það starfandi verk-
takar sem vinna verkin. Má hugsa
Othar Örn Petersen
sér ýmsar aðferðir við það, m.a.
að verktakar bjóöi i verkin til
Aðalverktaka en sá mikli mis-
munur sem menn tala um aö sé á
verði verkframkvæmda á Kefla-
víkurflugvelli og annars staöar á
Islandi fari til reksturs aðalverk-
taka og síðar það sem eftir er
renni í þágu skattborgaranna.
Má benda á þann möguleika að
leggja fjármunina til eflingar at-
vinnulífi á Suöumesjum því að
ljóst er að alvarlegt ástand verður
á vinnumarkaðnum þegar herinn
fer. Jafnframt má benda á þá leið
að verja fjármagninu til vega-
framkvæmda.