Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR18. NOVEMBER1982. 13 Kjallari á fimmtudegi lengi í stjórninni úr þessu, nema þar verði tekin upp ný vinnubrögð. Á því hefi ég enga trú. Þá kann svo að fara að aðeins sé dagaspursmál hvenær þeir tilkynna forsætisráðherra að þeir óski tafarlauss þingrofs eða standi upp úr stólum sínum ella. Þá stendur forsætisráðherrann frammi fyrir því að stjóm hans sé raunveru- lega f allin og hann mun ekki kæra sig um að láta spyrða sig endanlega við Alþýðubandalagið. Þótt þingrofs- valdið sé í hans höndum mun hann tæplega þráast viö aö beita því, standi hann frammi fyrir slíkum hótunum. Hvað verður þá um stjórnarskrár- málið? spyrja vafalaust einhverjir. Svarið er því miöur það, aö líklega fara engar breytingar á stjómar- skránni í gegnum þingið nú, nema ef vera kynnu breytingar á kosningum. Þar þarf þó alls ekki stjórnarskrár- breytingu til. Slíkt má gera með ein- faldri breytingu á kosningalögum ef menn vilja geyma flókna tilfærslu til aö hafa með öðrum stjórnarskrár- breytingum. Flokksþing fram- sóknarmanna samþykkti ályktun um að eðlilegt væri að sérstakt stjóm- lagaþing fjallaði um þær, svo að þjóöin fengi virkari þátt í setningu nýrrar stjórnarskrár en nú blasir við, þegar þingmenn eru með ýmiss konar baktjaldamakki að tryggja atvinnu sína um alla framtíð í trássi við þann vilja yfirgnæfandi vilja þjóðarinnar að fækka fremur þingmönnum en fjölga. Sú lausn gæti orðið mönnum kærkomin til aö flýta kosningum, jafna atkvæðisréttinn að nokkru með bráðabirgðaráðstöfun- nm og halda blessuöu andlitinu, sem virðist svo óumræðilega þýðingar- mikið, á hver ju sem veltur. Magnús Bjamfreðsson mótframboð hans gæti þurrkað Alþýðuflokkinn út af þingi, sé tekið fullt mark á skoðanakönnunum. En þar segi ég fræðilegur möguleiki, og tek um leið fram að ég hefi enga trú á að til þess komi. Hins vegar mun Vilmundur vissu- lega fá fylgi, ef hann fer í þetta „ekki sérframboö” sitt. Hann mun fá nær allt þaö lausafylgi, sem annars heföi farið á Alþýðuflokkinn. Eg skal hvorki spá um hversu mikið lausa- Magnús Bjarnf reðsson fylgið yfir höfuð verður í næstu kosningum, né hve mikið hefði farið til kratanna að öllu óbreyttu, en eitt- hvað talsvert hefði það verið. Vilmundur mun berja sér á brjóst og lýsa því fjálglega að hann hafi í raun ekki étið neitt af stóru oröunum frá 1978 ofan í sig, heldur hafi vondir kerfiskallar í krataflokknum sest á hann svo aö hann hefði ekki fengið að njóta sín. Og þúsundum saman munu kjósendur trúa þessu og kjósa hann, því að Vilmundur er snjall áróðurs- maður. Dr. Gunnar fer sér hægar Á meðan Vilmundur rembist við að vekja á sér athygli rembist dr. Gunnar við að þegja. Að venju segir hann að ekki sé tímabært að tala um framtíðaráform sín. Það er gaman að heyra meira en sjötugan mann þrástagast á þessu — og hafa efni á hver ju fleti, nema ef undanskilja ætti Albert, sem er alltaf hlýtt til Gunn- ars, þótt leiðir þeirra hafi skilið. Hins vegar er framundan prófkjör í Norðurlandi vestra, þar sem Pálmi landbúnaöarráöherra á Akri er í slagnum. Kunnugir telja að hann sé hvergi nærri viss um að sigra Eyjólf Konráð, sem kvað eiga víst mikið fylgi Siglfirðinga og Sauðkrækinga. Enda þótt Pálmi eigi vist mikið fylgi í Húnavatnssýslum eru þær fámenn- vilja leggja sitt lóö á vogarskál gegn því að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti hreinan meirihluta eða nærri því, undir forystu Geirs vinar hans Hall- grímssonar. Eins og áður er á bent er fræðilegur möguleiki fyrir því að kratar þurrkist út af þingi og þá er stutt í hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Kannski dr. Gunnar eigi þá eftir að styðja við bakið á Jóni Baldvin Hannibalssyni eftiralltsaman?! Dr. Gunnar Thoroddsen því! Sannleikurinn er nefnilega sá að dr. Gunnari liggur ekkert á. Hann kann áreiöanlega að grípa hið rétta augnablik, ef það þá nokkum tímann kemur, og ef það kemur ekki, þarf hann ekkert að bakka. Forsætisráðherrann vil vafalaust sjá betur hverju fram vindur, áður en hann tekur sína endanlegu ákvörðun. Hann varðar ósköp lítið um hvað kemur út úr prófkjörinu í Reykjavík, þar verða óvinir hans í Vilmundur Gylfason ar og fylgi þar kann að reynast of lítið til þess að bera sigurorð af Eyjólfi. Þá getur svo farið aö Pálmi hrapi í þriðja sætið, því að fylgis- menn beggja munu styðja sama manninn í annað sætiö! Falli Pálmi út úr þingsæti er Friðjón dómsmálaráðherra einn eftir í slagnum og þá munu fyigis- menn Gunnars vafalítið leita ráða. Hvað hann gerir er ekki gott að segja. En víst er að hann mun gjama Maddaman byltir sér En þeir sem vilja spila snjallt núna, miða við að hafa nokkum tíma. Líklegt hefur þótt að kosið yrði í fyrsta lagi í apríl. Á flokksþingi framsóknarmanna um síðustu helgi kom fram svo megn óánægja í garð seinagangs ríkisstjómarinnar i efna- hagsmálum, að forystumönnum flokksins verður trauöla vært að sitja KEFþAVÍKURFLUGVÖLLUR OGISLENSKIR VERKTAKAR Húsnæði tslenskra aðalverktaka á Ártúnshöfða. 2. Vissulega er það stefna Verktaka- sambandsins að hagur verk- takanna verði sem mestur og bestur. Það er ósk Verktaka- sambandsins að verktakar hagn- ist vel og verði færir um að taka að sér þau verkefni sem þjóð- félagið krefst á hverjum tíma. Verktakasambandið telur eðlilegt að Island sé eitt markaðssvæði að þessu leyti. Verktakasambandið hefur oft bent á hættuna sem af því stafar að hluti Islendinga einangri sig og sínar sveitir. Siíkt gerðist hér á öldum áður og hafði afleiöingar, sem allir þekkja. Verktakasambandið telur óeðlilegt, með hiiðsjón af öllum at- vikum að eitt verktakafyrirtæki starfi aöallega við framkvæmdir á Keflavíkurflugvelii. 3. Það er athyglisvert að alþingis- maðurinn fullyrðir að „Banda- ríkjaher fengi verk unnin fyrir smánarverð”. Það verð sem þing- maðurinn hlýtur að miða við, hann hefur ekki annað, er það verð sem tíökast á innlendum markaði. Það er rétt að það hefur oft verið of lágt verð á markaön- um og liggja ástæður til þess sem ekki verða raktar hér. Það ætti hins vegar að vera athyglisvert fyrir skattborgara og alþingis- menn, ef verðlagning alþingis- mannsins er rétt, að íslenskir verktakar framkvæma verk fyrir Islendinga á mjög hagkvæman hátt. 4. Það er ekki lengur gamanmál að heyra og lesa skoðanir sumra al- þingismanna. Það er að verða al- varlegt mál. Karl Steinar Guðna- son alþingismaður gerir því skóna í ofangreindri tilvitnun að at- vinnuöryggi brysti og verktakar skiptust um að fara á hausinn ef þeir tækju alfarið yfir verkefnin á Keflavíkurflugvelli. Eins og áöur segir hefur það ekki verið stefna Verktakasambandsins að boöið sé beint í verk hjá Bandaríkjaher, en þessi fullyrðing segir samt merkilega sögu. Abyrgðarleysi sjóða- og lána- kerfisfargans síöustu áratuga hefur valdiö því að fyrirtæki í ýmsum greinum íslensks at- vinnulífs geta vart farið á hausinn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í þá átt og mikinn taprekstur. Það eru í gangi allskonar millifærslur og úthlutanir á f jármunum skattborg- aranna til fyrirtækja sem eiga aö fara á hausinn. Hagur íslenskra skattborgara er enn sá að islensk verktakafyrirtæki eru ekkert tengd „sjóöa sósíalismanum” og því verður hver verktaki að verj- ast sem hann getur og hagnast. Það er víst að það fylgir frjálsri atvinnustarfsemi að fyrirtæki geta farið á hausinn. Það væri vissulega æskilegt að fyrirtæki gætuþaðekki ef það bitnaði ekki á lífskjörum. Ymsar orsakir geta legið tU þess að verktakafyrirtæki fari á höfuöið svo sem léleg stjómun, afarkostir verkkaupa og léleg starfsskilyrði. Mergurinn málsins er sá að lífskjara- skerðingin nú er fóstur doöa og á- byrgðarleysis sjóða-, lána- og millifærslukerfis þess, sem við búum við. Menn mega fara á hausinn ef þeir eiga ekki fyrir skuldum og reksturinn er tap- rekstur. Eins og bent hefur verið á hér að framan og margoft hefur feng- ist staðfest er það hagkvæmt hverri þjóð að hafa sterkan verktakaiðnað til að fást við verkefni hverju sinni. Lágu verðin og hagkvæmnin hverfa um leið og sjóðir og kerfi yfirtaka reksturinn því þá er engin barátta til lengur. Sjóðir og kerfi hafa ekki baráttuanda sérstaklega þegar svo er til stofnað í upphafi að ekkert nema ný lög geti grandað þeim. Væntanlega kemur sú stund að menn sjá aö sterkur verktaka- iönaöur þýöir betri lífskjör. Til umhugsunar Hvers vegna á ástandið að vera óbreytt? Hvers vegna á að breyta skipulagi opinberra framkvæmda á Kefla- víkurflugvelli? Hver hirðir arð af framkvæmdunum á Keflavíkurflugvelli? Hvers vegna á efni og tæki að vera tollfrjálst til framkvæmda á Kefla- víkurflugvelli? Hvers vegna á að hanna byggingar á Keflavíkurflugvelli í Bandaríkjun- um? Hvers vegna á enska að vera samningamáliö þegar framkvæmd er á Islandi og starfsmenn lang- flestir íslenskir? Hvers vegna á að kaupa mest af efni í Bandaríkjunum? Geta Islendingar ekki látið endur- skoða samninga sína við Bandarikin sértil hagsbóta? Hvernig eru samskipti annarra þjóða við Bandarikin að þessu leyti? Othar öm Petersen hrl., framkvæmdastjóri Verktakasambands íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.