Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Blaðsíða 16
16
DV. FIMMTUDAGUR18. NOVEMBER1982.
Spurningin
(Frá fréttaritara DV í Rangárvalla-
sýslu, Halldóri G. Kristjánssyni,
Skógum, en þar var spurt)
Hvernig líkar þór við
Eyjafjallajökul?
Stefán Böðvarsson kennari: Ágætlega,
nema þegar ég leik golf hér fyrir fram-
an skólann og slæ upphafshögg á 5.
braut. Það er svo erfitt að finna
kúlumar á jöklinum. Þú veist, þær eru
hvítar.
Sigríður Jónsdóttir húsfrú: Hann er al-
veg yndislegur. Sérstaklega þegar
skyggni er gott. Þá er gott að hafa
hann fyrir augunum.
Tryggvi Astþórsson nemi: Mér llkar
vel við hann. Eg hef einu sinni komist
UK> á Eyjafjallajökul og sá mjög vel
þaðan til allra átta. Það tekur mann 2
klukkustundir aö ganga á jökulinn.
Dýrfinna Sigurjónsdóttir nemi: Eg
pidi ekkert í þvi þótt hann sé beint
fyrir ofan mig.
Anna Stína Ásbjörnsdóttir nemi: Eg
hef ekkert hugsaö út i það. Hann er
ekkertfyrirmér.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
„Kór Langholtskirkju flutti Sálumessu Mozarts fyrir skömmu” — segir Helgi I að sjálfsögðu átt við löngu látinn mann, sálmaskáldið góðkunna, síra Helga
Hálfdanarson, er ýmsir töldu hafa þýtt söngtextann, og bætir við: „þarna er | Hálfdanarson.”
ðvænt gróðalind afþökkuð
— með töluverðri fyrirhöfn
Helgi Hálfdanarson skrifar:
Kór Langholtskirkju flutti Sálu-
messu Mozarts fyrir skömmu. Kunn-
ingi minn hefur bent mér á ummæli
um þann flutning í Dagblaðinu Vísi,
11. þ.m.,þarsemsagteraðsöngtext-
ann muni Helgi Hálfdanarson hafa
þýtt. Kvað hann sig og fleiri líta svo á
aö þar sé átt við mig. Ekki er það nú
rétt; þama er að sjálfsögðu átt við
löngu látinn mann, sálmaskáldiö
góðkunna, síra Helga Hálfdanarson.
En fyrir því nefni ég þetta aö það
hefur margoft boriö við áður aö kveð-
skapur síra Helga væri eignaður
mér. Fyrir allmörgum árum fékk ég
senda í pósti fjárfúlgu fyrir tiltddnn
sálmasöng í útvarpi. Ég bar mig að
vísu að endursenda sjóðinn með
þeim upplýsingum að þama væri um
að ræða verk eftir síra Helga
Hálfdanarson prestaskólastjóra og
sálmaskáld sem uppi hafi verið á
öldinni sem leið og mér allsendis
óviðkomandi. En allt kom fyrir ekki;
ég fékk bara meiri peninga í hausinn
næst. Um síöir tókst mér þó að
stemma þessa óvæntu gróðalind,
hvað aldrei skyldi verið hafa, því
líkast til væri ég orðinn vel stæður
betri borgari, hefði ég látið kyrrt
liggja.
Allt um það kynni ég því betur aö
gengið væri úr skugga um höfund
eöa þýðanda, áður en mér er eignað-
ur kveðskapur eða annaö af því tag-
inu. Og þegar prestakennarinn
sálugi á í hlut, væri vissulega við
hæfi að nefna hann síra Helga
Hálfdanarson, svo allri kurteisi sé
fullnægt og ekki sé farið að eigna
verk þess mæta manns óveröugum,
svo sem dæmin sanna að gerst hefur.
Söfnun Krabbameinsfélags íslands:
Gott fordæmi um eflingu samheldni
Bjamey Ólafsdóttir skrifar:
Laugardaginn 30. október sL fór
fram allsherjar landssöfnun á vegum
Krabbameinsfélags Islands, til styrkt-
ar byggingarsjóði vegna krabbameins-
leitarstöðvar.
Mikið og stórt spor hefur verið stigið
méð söfnun þessari. Brugðust lands-
menn rausnarlega við, enda aldrei að
vita hvenær þessi vágestur knýr dyra
né hjá hverjum hann ber niður.
Ég legg til að svona sö&iun fari fram
ár hvert til styrktar og eflingar á þeim
sviðum islensks mannlifs þar sem
aðstoðar er þörf. Það myndi styrkja
samkennd þjóöarinnar og auka
innbyrðis kærleik okkar.
Efnahagsástandi þjóðarinnar er illa
háttaö í dag. Búið er að fara illa með
alla sjóði og þá velgengni sem við
Islendingar nutum. Því hef ég, fyrir
mitt leyti og annarra, sem ekki hafa úr
of miklu aö spila f járhagslega, horft
með eftirsjá á safnamr Rauöa krossins
upp á fleiri hundmð þúsund krónur, er
hafa verið sendar úr landi til aðstoðar
öðrum þjóðum. Og hvernig er það fé
nýtt?
Á sama tíma eiga svo margir um
sárt að binda hér á landi vegna fjár-
skorts. Við Islendingar ættum aö líta
okkur nær þegar svona safnanir fara
fram.
Sjónvarpiö gæddi söfnunina
skemmtilegum svip. Allt þetta fram-
tak og hvemig var að því staðiö er
Viðbrögð landsmanna við fjársöfnun til styrktar nýrri leitarstöð Krabbameinsfélags Islands vora með ágætum. Björa
Tryggvason, aðstoðarbankastjóri Landsbankans, lét ekki sitt eftir liggja i því efni. DV-mynd: Einar Óiason.
okkur tU sóma. Það er gott fordæmi Islendinga sjálfra, sín á miUi. Að lok- Islandstilhamingjuoggóðsgengisum
um eflingu samheldni og samstöðu um vil ég óska Krabbameinsfélagi ókomnaframtíð.
Akureyrarútvarpið:
Skemmtilegt og fróðlegt
Anna Kristjánsdóttir hringdi:
Eg er mjög þakklát Akureyrarút-
varpinu. Mér finnst það vera skemmti-
legt ogfróðlegt.
Til dæmis vil ég geta þess að fyrir
«C
Akurey rarútvarpið hlýtur þakklæti
fyrir góða frammistöðu.
nokkm heyrði ég viðtal við aldraöan
mann, Pál að nafni. Hann er það hress
að hann safnar tómum flöskum sem
hann selur og gefur síðan góðgerðar-
stofnunum andvirðið.
Mest gladdi það mig þó að heyra af
samskiptum hans við ungUnga norðan-
lands. Hann gaf þeim mjög góöan
vitnisburð og sagði að meðal þeirra
væri lítið um drykkjuskap.
Yfirleitt finnst mér fólk tala of mikið
um það sem miöur fer hjá ungUngun-
um. Sjálf hef ég ekki nema gott eitt af
unga fólkinu að segja og þess er líka
framtíöin.