Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Blaðsíða 30
30
DV. FIMMTUDAGUR18. NOVEMBER1982.
Andlát
Sólveig Pétursdóttir Sandholt lést 12.
nóvember. Hún fæddist 9. júli árið
1900. Ung að aldri giftist hún Andrési
Straumland. Eignuðust þau einn son.
Sólveig og Andrés slitu samvistum.
Seinni maöur Sólveigar var Gunnar
HaUgrímsson. Þau eignuöust eina dótt-
ur. Utför Sólveigar var gerð frá Foss-
vogskirkju í morgun kl. 10.30.
Ólafur Eiriksson, Hegrabjargi, lést í
Sjúkrahúsi Sauðárkróks 16. nóvember.
Kristbjörg Jónsdóttir, Lækjarmóti
Sandgerði, lést 16. nóvember.
Sveinn Hallgrímsson verkstjóri frá
Felli, Mýrdal, Sólheimum 23, andaöist
í Landspitalanum 16. nóvember.
Beatrice Marie Stokke Kristjánsson
frá Höröubóli, Hátúni lOb Reykjavík,
verður jarðsungin frá Laugarnes-
kirkju föstudaginn 19. nóv. kl. 16.30.
Ása Frímannsdóttir verður jarösungin
frá Fossvogskirkju föstudaginn 19.
nóvember kl. 10.30.
Aðalbjörg Oladóttir, Ljósheimum 20,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 19. nóv. kl. 15.
Már Kristjánsson, sem lést 11. nóv. sl.,
verður jarösunginn frá Innri-Njarðvík-
urkirkju föstudaginn 19. nóvember kl.
14.
Elín Guðjónsdóttir, Hvammi Hruna-
mannahreppi, verður jarðsungin frá
Hrunakirkju laugardaginn 20. nóv. kl.
14. Bílferð verður frá Umferðarmið-
stöðinnikl. 11.30.
Jónas Thoroddsen fv. borgarfógeti lést
11. þ.m. Hann var fæddur og uppalinn í
Reykjavík. Jónas lauk lagaprófi frá
Háskóla Islands árið 1937 og var settur
bæjarfógeti á Neskaupstað sama ár.
Hann fluttist til Reykjavíkur árið 1945
og gerðist fulltrúi hjá borgarfógetan-
um í Reykjavík. Hann var síðan
skipaður borgarfógeti 1963. Hann varð
bæjarfógeti á Akranesi árið 1967 og
gegndi því embætti til 1973. Fulltrúi
hjá yfirborgarfógetanum í Reykjavík
varð Jónas árið 1974. Eftirlifandi kona
hans er Björg Magnúsdóttir. Þeim
hjónum varð 4 barna auðið. Einn son
misstu þau. Útför Jónasar verður gerð
frá Dómkirkjunni í dag kl. 15.
Sigurjón Böðvarsson lést 7. nóvember.
Hann fæddist 20. júní 1932 að Ás-
bjamarstöðum í Borgarfirði. Eftirlif-
andi kona hans er Olöf Helgadóttir og
eignuðust þau 4 böm. Lengstaf starfs-
ævi sinnar vann Sigurjón við akstur
hjá strætisvögnum Kópavogs. Utför
hans verður gerð frá Fossvogskirkju í
dagkl. 13.30.
Þorsteinn Marinó Sigurðsson lést 9.
nóvember. Hann fæddist á Þórshöfn á
Langanesi 5. ágúst 1909. Hann starfaði
aöallega við sjóinn á yngri árum. Árið
1960 gerðist hann starfsmaöur hjá
Eimskip og starfaði þar í 20 ár. Otför
Þorsteins verður gerð frá Fossvogs-
kirkju í dag kl. 13.30.
Tilkynningar
Læða í óskilum
hjá Kattavina-
félaginu
Hjá Kattavinafélaginu er í óskilum ung þrílit
læða, hvít, svört og gul, sem komið var með í
síðustu viku úr Leirársveit í Borgarfirði. Sími
91-14594.
FR félagar
munið spilakvöldið í kvöld, fimmtudaginn 18.
að Seljabraut 54 kl. 20.30. Mætum stundvís-
lega. FR-D-4.
Eldvarnarvika í
Árbæjarhverfi
Eldvamarvika stendur yfir í Arbæjarhverfi
þessa viku 13.-19. nóvember. Þaö eru skáta-
félagið Arbúar og JC Árbær sem standa fyrir
kynningunni. Þess má geta að I. Pálmason
hefur stutt framkvæmdina í orði og verki.
Upplýsingabæklingi um heimilisbruna-
vamir var dreift á ÖD heimili hverfisins. Siðan
var gengið í hús og gefinn límmiði til álím-
ingar á síma. Á miðanum eru símanúmer lög-
reglu og slökkviliðs. Jafnframt var „Rauði
boltinn” boðinn til sölu. Rauði boltinn er til
álímingar á svefnherbergisglugga og eykur
mjög öryggi íbúanna ef kviknar í meöan fólk
lúrir á sínu græna.
Önnur atriði í dagskrá vikunnar eru
annars vegar kynning í Arbæjarskóla á starfi
slökkviliös og hættuna við að fara ógætilega
með eld . Hins vegar verður á fimmtudags-
kvöldið 18. nóvember kynning á notkun hand-
slökkvitækja við Félagsmiöstöðina Ársel.
Kynningin hefst kl. 20.30.
Sambandsráðsfundur
Afmælishóf
Ungmennafélag Islands hefur boðað til
sambandsráðsfundar laugardaginn 20. nóv-
ember nk. í Garðaholti, Alftanesi. Sambands-
ráðsfundur UMFI er nk. formannafundur
aðildarsambanda UMFI og er haldinn annað
hvert ár, árin á milli þinga UMFI. Arið 1982
hefur verið ár mikilla og stórra verkefna hjá
UMFI, enda afmæhsár og því sérstaklega til
ýmissa starfsþátta vandaö. Sambandsráös-
fundurinn mun fjalla um skýrslur vegna þess-
ara verkefna og taka ákvarðanir um það sem
framundan er.
Ungmennafélag Islands er 75 ára á þessu
ári eins og fyrr segir og setti það mjög svip
sinn á starfsemi ársins. Ráðist var í ýmis
verkefni víðsvegar um landið og ber þar hæst
herferð undir kjörorðinu „eflum íslenskt” en
til að vekja athygli á því verkefni var hjólað
hringinn í kringum landið, auk þess sem viða-
mikil kynningarstarfsemi fór fram í fjölmiðl-
um um verkefnið og störf og stefnu Ung-
mennafélagshreyfingarinnar í heild. Á þessu
afmælisári á Ungmennafélag Islands því láni
að fagna að vera í örum vexti og eru félagar
alls rúmlega 25 þús. talsins i 202 félögum um
allt landið. Að lokum sambandsráðsfundinum
verður efnt til afmælisfagnaðar í Garðaholti
og er þangað boðið fjölda gesta, gömlum og
nýjum leiðtogum og velunnurum Ungmenna-
félagshreyfingarinnar á Islandi.
Bókakynning í
IMýja Kökuhúsinu
Á bókakynningunni í Nýja kökuhúsinu í kvöld
(fimmtudag 18.11.1982) munu tveir höfundar
lesa úr verkum sínum: Arni Bergmann rit-
stjóri og rithöfundur les úr bókinni Geirfugl-
arnir, skáldsögu í endurmmningastil. Þetta
er fyrsta skáldsaga Árna en áður hefur hann
sent frá sér bókina Miðvikudagar í Moskvu.
Isak Harðarson er ungur Reykvíkingur og les
hann úr bók sinni Þriggja orða nafn, glæsi-
legu byrjendaverki upprennandi skálds.
Kynningin hefst kl. hálfníu. Nýja kökuhúsið
opnar fyrir bókakynningargesti kl. átta og er
gengið inn í húsið frá Austurvelli, en einnig
er Bókaverslun Isafoldar opin frá Austur-
stræti.
Hjálpræðisherinn
1 kvöld kl. 20.30 efnir hjálparflokkurinn til
kvöldvöku. Verða veitingar, happdrætti og
sungið mikið. Hanna K. Jónsdóttir talar.
Allir velkomnir.
Skemmtinefnd JC
Reykjavíkur.
Góðir JC-félagar. Skemmtinefnd JC Reykja-
víkur býður öllum aðildarfélögum og gestum
þeirra á Rock n’Roll kvöld laugardaginn 20.
nóvember kl. 21:00 til 01:30 að Laugavegi
178.
Nú mæta allir í fötum frá Rock-tímabilinu
því verðlaun verða veitt fyrir besta gervið.
„Charlie” er opinn og boðiö veröur upp á
smásnarl í kringum miðnætti. Diskótekið JC
SMOKEY BAY mun flytja eingöngu hin sívin-
sælu rokk lög frá 1950-1960.
Verið velkomin á þetta einstaka rokk
kvöld.
Vikan 15. nóv.—20. nóv.
Útdregnar tölur í dag.
70, 37, 34, 78.
Upplýsingasími (91)28010
í gærkvöldi
I gærkvöldi
Til varnar Jóni Reyni
Mér var fengið það ánægjulega
hlutskipti að fjalla um dagskrá út-
varps og sjónvarps í gærkvöldi og
það ekki aö ástæöulausu. Sjálfur er
ég nefnilega alkunnur aðdáandi
Dallas þáttanna og hef ekki misst
neinn þátt úr frá upphafi. Með
einstakri skipulagningu hefur mér
tekizt aö haga utanferöum mínum
þannig að þær rekist ekki á þennan
dagskrárlið. I gærkvöldi varð ég ekki
fyrir vonbrigðum. Eftir að litla syst-
ir Sue Ellen kom til sögunnar hefur
lifnað mjög yfir þættinum en fagurt
kvenfólk er óbrigöull mælikvarði á
slikt. Jón Reynir reynir áfram á öll-
um vígstöðvum. Það er annars
undarlegt hversu mikilli andstöðu
hann virðist mæta meöal almennings
hér á landi. Þama er á ferð ódeigur
baráttumaður, sem hvergi lætur sinn
hlut þrátt fyrir ofurefli pólitísks
valds sem beitt er gegn honum á óbil-
gjarnan hátt. Hann stríðir við vanda-
mál á heimili sínu, konu sem hatar
hann og fyrirlítur og sonurinn er ekki
hans eiginn. JR sýndi fádæma mann-
kærieika þegar hann, þegjandi og
hljóöalaust, gekkst við barninu í staö
þess að sparka Sue Ellen út í yztu
myrkur. Þrátt fyrir þessa erfiðleika
heimafyrir er vinnuþrek hans óbil-
andi og Jón Reynir skorar stig og
stig gegn andstæðingum sínum.
Megi vegur hans verða sem mestur.
Fréttir sjónvarps í gærkvöldi voru
ágætar. Enginn gekk fyrir kvik-
myndavélina, enginn ropaöi og eng-
inn rak við svo greina mætti. Ut-
varpsf réttimar eru líka mun betri nú
en í langan tíma þótt kettirnir á mínu
heimili haldi alltaf að skemmtiþátt-
ur sé að hefjast þegar inngangslagið
hljómar. Síðasta myndin í sjónvarp-
inu var um einhverja frumstæða
höfðingja í Marokkó. Sjálfsagt prýði-
legur þáttur þótt ég kjósi nú frekar
glæsileikann i Dallas.
Um harmónikuþáttinn ætla ég að
skrifa vel þvi Duna vinkona mín
(Guðný) hafði víst veg og vanda af
honum og maður ræðst ekki á vini
sína. En frómt frá sagt þá var sá
þáttur hreint æði. Gneistandi húmor
hvarvetna, sveitamennska Islend-
inga opinberuö, klassa þáttur.
Óskar Magnússon.
Innhússmót í
kvennaknattspyrnu
Islandsmótið í innanhússknattspyrnu kvenna
verður haldið laugardaginn 15. janúar 1983 í
Laugardalshöll. Þátttökutilkynningar þurfa
að berast skrifstofu KSI fyrir 22. desember
nk.
Þátttökugjald er kr. 500.
Stórkonsert í
Hafnarbíói
Föstudaginn 26. nóv. stendur félagsskapurinn
Upp og ofan fyrir stórkonsert í Hafnarbíói. Er
konsertinn tileinkaður loftköstulum félags-
manna.
Meðal þeirra sem fram koma eru Hjörtur
Geirsson, Jói á hakanum, Trúðurinn, Hin
konunglega flugeldarokksveit, Vonbrigði og
Þeyr.
Konsertinn hefst kl. 10 og er aðgangseyrir
kr. 100. Félagsmenn fá að vanda 20% afslátt á
aðgangseyri.
Frá Reykvíkingafélaginu
nýkjörin stjóm Reykvíkingafélagsins hefur
haldið fyrsta fund sinn. Var þar rætt um ýmis
verkefni. Var ákveðið að vinda að því bráðan
bug að endumýja félagaskrá sem að stofni til
er allar götur frá árinu 1940. Var talið heppi-
legt að fara þess á leit við félagsmenn að þeir
vinsamlegast gengju við í Gleraugnaverslun-
inni Fókus, Lækjargötu 6, og létu endurskrá
sig eða gerðu viðvart í síma verslunarinnar
sem 15555. Þá er einnig hægt að tilkynna sig
til endurskráningar í einhvem þessara síma:
20576, 10809 eftir klukkan 18, eða 18822. Þeir
Reykvíkingar sem hafa hug á að gerast
félagsmenn í Reykvíkingafélaginu geta að
sjálfsögðu látið skrá sig hjá þessu fólki.
IMýtt jólakort
frá Ásgrímssafni
Jólakort Ásgrímssafns 1982 er komið út. Það
er prentað eftir vatnslitamyndinni: Hver í
Námafjalli f Mývatnssveit. Myndin, sem var
máluð 1951, er nú til sýnis á haustsýningu
safnsins.
Kortið er í sömu stærð og fyrri listaverka-
kort safiisins (16X22 cm) og er meö
íslenskum, dönskum og enskum texta á bak-
hliö. Grafik h/f offsetprentaði. Listaverka-
kortið er til sölu í Ásgrímssafni, Bergstaða-
stræti 74, á opnunartima þess, sunnudögum,
þriðjudögum og fimmtudögum ki. 13:30—
16:00ogí Rammagerðinni, Hafnarstræti 19.
Kvenréttindafélag
íslands
heldur hádegisfund að Lækjarbrekku fimmtu-
daginn 18. nóvember kl. 12.00. Þorbjörn
Broddason segir frá nýlegri jafnréttiskönnun
í Reykjavík.
Belfa
Mér finnst þú alveg hættur að
gagnrýna mig... er einhver önnur í
spilinu?
Heimilisiðnaðarfélag
íslands
heldur fyrsta skemmti- og fræðslufund sinn á
þessum vetri á morgun fimmtudag 18. nóv. kl.
20 að Asvallagötu 1. Aslaug Sverrisdóttir
verður með sýnikennslu í jólaföndri. Þá verða
kynnt námskeið heimilisiðnaðarskólans ætluð
félagsmönnum og sagt nánar frá heimilis-
iðnaðarþingi í Danmörku næsta sumar.
Nemendasamband
Löngumýrarskóla
Hittumst allar fimmtudaginn 18. nóvember
kl. 20.00 í veitingahúsinu Gafl-inn, Dalshrauni
13, Hafnarfirði.Mætum vel og eigum saman
skemmtilega kvöldstund.
Austfirðingafélagið
í Reykjavík
minnir á aöalfund félagsins nk. laugardag, 20.
nóv., aö Hótel Sögu, herbergi 515. Fundurinn
hefstkl. 14.
Skipaferðir
Sambandsins
GOOLE:
AmarfeU........23/11,6/12,20/12,3/1 ’83
ROTTERDAM:
AmarfeU........25/11,8/12,22/12,5/1 ’83
ANTWERPEN:
AmarfeU....... 26,11,9/12,23/12,7/1 ’83
HAMBURG:
Helgafell...............15,11,6/12,27/12,
HELSINKI:
DísarfeU....................17/12,15/1 ’83
LARVIK:
HvassafeU... 15/11,29/11,13/12,27/1210/1 ’83
GAUTABORG:
Hvassafell .. 16/11,30/11,14/12,28/12,11/1 ’83
KAUPMANNAHÖFN:
HvassafeU ... 17/11,1/12,15/12,29/12,12/1 ’83
SVENDBORG:
DisarfeU......................15/11,20/12
Helgafeil.....................18/11,8/12.
HvassafeU......................2/12,16/12
AARHUS:
HelgafeU................20/11,10/12,30/12
CLOU CESTER, M ASS.:
SkaftafeU.....................1/12,5/1 ’83
HALIFAX, CANADA:
SkaftafeU.....................3/12,7/1 '83
Fargjöld SVR
Frá og með 17. nóvember 1982 verða fargjöld
SVR semhérsegir:
Einstökfargjöld 8.00
Stór farmiðaspjöld 200.00/32 miðar
Lítil farmiðaspjöld 50.00/7 miðar
Farmiöar aldraðra og öryrkjal00.00/32 miöar
Fargjöld bara:
Einstökfargjöld 2.00
Farmiðaspjöld 50.00/44 miðar
Basar Borgfirðinga-
félagsins í Reykjavík
verður haldinn fimmtudaginn 21.nóvember
að HaUveigarstöðum kl. 14. Tekið á móti kök-
um og munum kl. 10—12 fyrir hádegi sama
dag. Upplýsingar í síma 86663, Sigríður, 41979,
Ásta og 41893, Guðrún.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
heldur sinn
árlega basar
nk. laugardag 20. nóv. kl. 14. Þar verður
margt ágætra og nýtilegra muna ásamt
kökum. Félagskonur og velunnarar kirkj-
unnar eru minntir á að. styrkja félagið í starfi
með því að gefa á basarinn. Kökur eru mjög
vel þegnar. Gjöfum er veitt mótttaka á
flmmtudag kl. 20.30—22.30 og laugardag kl.
10-12.
Sinfóníuhljómsveit
íslands
Fjórðu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveit-
ar tslands verða í Háskólabíói fimmtudaginn
18. nóvember 1982 kl. 20.30.
Efnisskrá tónleikanna er eftirfarandi:
Wagner: Hátíðarmars úr óperunni „Tann-
háuser.” Haydn: Sinfónía nr. 100. Dvorák:
Sellókonsert.
Stjórnandi tónleikanna er aðalhljóm-
sveitarstjóri S. I. hinn franski Jean-Pierre
Jacquillat, sem nú hlýtur að vera öllum
Islendingum að góðu kunnur.
Einleikari er Gisela Depkat frá Kanada.
Frá El-Salvador
nef ndinni á íslandi
Allsherjarfundur El-Salvadomefndarinnar á
Islandi var haldinn laugardaginn 16. október
að Hótel Borg.
Á fundinum var skýrt frá núverandi ástandi
í Mið-Ameríku og El-Salvador, en þaö er nú
síst skárra en fyrir kosningamar í mars
síðastliðnum. Enn eru menn myrtir í
hundraðatali og fjöldi flóttamanna og horf-
inna eykst stöðugt.
Þá var rif jað upp starf nefndarinnar frá því
að hún var stofnuð 9. febrúar síðastliðinn.
Meginárangur þess eru sambönd sem hún
hefur myndað við hliðstæða hópa í Evrópu og
við fulltrúa frá El-Salvador, og á þann hátt
fengið stöðugt nýjar upplýsingar um gang
mála í El-Salvador og starf annarra nefnda.
Nefndin gaf einnig út blað 1. maí siðastliðinn.
Samþykktur var gundvöllur að starfinu
næsta ár og skráðu 20 manns sig í þrjá starfs-
hópa: blaðahóp, fræðsluhóp og fjáröflunar-
hóp. Starfið verður fyrst og fremst fólgið í
upplýsingamiðlun út fyrir nefndina og þrýst-
ingi á stjórnmálaöfl að lýsa yfir stuðningi á
þjóðfrelsisöflin FMLN/FDR. Ef árangur
verður góður mun verða hægt að hefja fjár-
söfnun til stuðnings alþýðu El-Salvador.
Loks var samþykkt að halda mánaðarlega
fræðslufundi, sem verða opnir og nánar
auglýstir. El-Salvadomefndinni hefur enn
ekki hlotnast húsnæði undir starf sitt, en nýtt
blað er komið út og fæst í Bókaverslunum. 1
nýskipaöri stjóm era: Björk Gísladóttir (s.
19356), Birna Gunnlaugsdóttir (s. 20695) og
Kormákur Högnason (s. 73830).
Sálarannsóknarfélag
íslands
Félagsmenn athugið að fyrirhugaður félags-
fundur þann 18. nóvember fellur niður.
Sambandiðá
enginsláturhús
I frétt DV í fyrradag var rætt um há-
an sláturkostnað og greint frá ummæl-
um á alþingi. Það kom fram í máli Eyj-
ólfs Konráðs Jónssonar alþingismanns
að „aðalvandi landbúnaðarins” væri
„sölukostnaöurinn og kannski bara
SIS”. Vegna þessara ummæla haföi
Agnar Guðnason samband við blaðið
og lét þess getið að Sambandiö ætti
engin sláturhús.
Afmæli
75 ára er i dag, fimmtudaginn 18.
nóvember, Adolf Hallgrímsson loft-
skeytamaður frá Patreksfirði, nú
starfsmaður hjá J. Þorláksson & Norð-
mann hér í bænum. Hann og kona
hans, Helga Guðmundsdóttir, taka á
móti gestum á heimili sínu, Stóragerði
14, á morgun, föstudaginn 19. þ.m.,
eftir klukkan 20.