Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Blaðsíða 37
DV. FIMMTUDAGUR18. NOVEMBER1982. 37 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Bjarnleifur Bjarn- leifsson. Þö ætlum við Bjarnleifur að taka gott geim. Við ætlum að batta i byrjun og löta kúlurnar snúast I rétta ött. Þö ætlum við að krambú- lera tveim böttum, einum i hnakk- ann. En það ku þýða að skjóta kúl- unni fyrst í battann, síðan i aðra kúlu og svo aftur i battann. Ekki megum við heldur gleyma að minnast ö snókerinn sem er okk- ar uppáhald. Og við höfum heyrt um „danska keilu" og „Schitlepool". Það mun vera „upplagt stuð" að „spila það sóló," svo notuð séu orð fagmanna í greininni. Við byrjum þá siðuna ö batta með snúning. „Menn pössuöu upp á kjuöann i gamla daga. Það þurfti heldur ekki aö kikja á þá. Þeir voru þráðbeinir, en ekki eins og spagetti." Billiard Ragnar spilar billiard mjög hratt og örugglega. „Já, Siggi fískur, hann var fíinkur spilari. AHtaf með. sixpensara og i duggarapeysu. Spilaði heilu dagana maður." Hættan lá í því að festast í glugganum — hinn eldhressi Ragnar Edvaldsson með nokkur geim í billiardinum Hanna Rún Þór einbeitt á svipinn, enda á að taka þetta með,, tveimur dúbl i horn." Áhaldið sem Hanna notar kalla fagmennirnir maskinu, en sumir hafa nefnt það „ vinnukonu." „Ætlarðu ekki aö fara aö tína þetta niður, góöa.” „Get ekki verið betri við þig en þetta.” „Nú, það er bara svona, voða skytta maður.” ,,Alt for damerne”. Já, hann kann aö koma orðum að hlutunum hann .Ragnar Edvardsson bakari. Fyrrnefndar setn- ingar hrukku af vörum hans er hann tók nokkur geim við Hönnu Rún Þór í Billiardstofunni Júnó. Ragnar er faðir hins þekkta grinista Omars Ragnars- sonar og það er greinilegt að Omar á ekki langt að sækja það að vera orðheppinn. Ragnar hefur haft mjög gaman af að taka i kjuðann i gegnum árin og er þekktur sem frískur billiardmaður. „Þaö er annar mórall yfir þessu en áður, þegar menn voru svo blankir, að tapaði maður fyrsta geiminu var ekki hægt að spila fleiri geim það kvöldið. En nú virðast allir eiga nóg af pen- ingum. Enda pössuðu menn upp á kjuðann í gamla daga,” sagði Ragnar. Hálfur bærinn atvinnulaus Aðspurður sagði hann okkur að hann hefði spilað ótrúlega mikið á árunum rétt fyrir stríð. Menn hefðu spilað og spilað þar til stofunum var lokað. Og það hefði kannski ekki verið neitt undarlegt, því hálfur bærinn var atvinnulaus og ekki var mikið um tóm- stundagaman. Þau Hanna og Ragnar spiluðu hratt og örugglega. Ragnar virtist okkur hafa betur í byrjun og var með góð skot. Skyndilega nær Hanna rokna skotum. „Bíttar engu,” sagði Ragnar. En þegar Hanna hélt áfram uppteknum hætti mátti heyra í kapp- anum: „Verð að fara að gæta virð- ingar minnar i þessu.” Siggi fiskur frískur Talið barst að gömlum kempum í bUliardinum. Bjarnleifur kallaði til Ragnars og sagði að Siggi fiskur hefði verið frískur. ,,Já, Siggi fiskur hann var fUnkur spUari. Alltaf með sixpens- ara og í duggarapeysu. SpUaði heilu daganamaður.” Allt í einu varð Hönnu á feilskot og þá var Ragnar ekki lengi aö segja: „Nej, ikke nok”. Eg spuröi hvort menn hefðu ekki getað fengið lánaö í blank- heitunum í gamla daga. „Jú, það var hægt að fá lánað lítiUega og það gerði ekkert tU þótt maöur skuldaði smá- vegis. En stundum voru menn svo blankir aö maöur þurfti aö skríöa út um gluggana bakdyramegin á bUUardstofunni og aðalhættan var þá aö sit ja fastur í glugganum.’ ’ Ekkert leiðinlegt við billiardinn Og Ragnar var fljótur að svara, þegar ég spurði hann hvað væri svona skemmtilegt við að skjóta nokkrum kúlum til og frá á dúklögöu borði. „Þaö skemmtilegasta já. Ég hef aldrei getað fundið neitt leiðinlegt við biUiardinn og það er það skemmtilegasta. ” En skyldu synimir Omar og Jón hafa spUað biUiard? „Nei, blessaður vertu, þeir hafa engan tíma í þetta.” Þau Ragnar og Hanna Rún luku nú við siðasta geimið. Hanna þurfti að fara að lesa undir próf og Ragnar ætlaöi að versla í matinn. Já, þau voru bæði sammála því að það væri alltaf jafnskemmtilegt aö spUa bUUard. „Ótrúlega skemmtilegt” — Hanna Rún Þór battar með snúning í snóker „Billiardinn er ótrúlega skemmti- legur. Ég byrjaði að spUa hann fyrir um fimm árum og hann átti strax hug minn. Alveg hreint geysUega spenn- andi íþrótt,” sagði Hanna Rún Þór, er DægradvöUn rabbaði við hana um áhugamál hennar bilUardinn. Hanna Rún er sautján ára og stundar nám í Fjölbraut við Ármúla- skólann. Hún er ein af örfáum stúlkum hérlendis sem spilar biHiard að einhverju ráði og að sögn kunnugra þykir hún vel Uðtæk við battana. Hún . býr skammt frá BiUiardstofunni Júnó í Skipholtinu og eflaust á það sinn þátt í því hve oft hún spUar. Og það var einmitt á Júnó sem við ræddum við hana. Grísa á sigur inni á milli ,,Eg spila mest um helgar en á virkum dögum lít ég þó oft inn eftir skólann og tek nokkur geim,” sagði Hanna Rún og bætti við að hún grísaöi á sigur inni á miUi. „Annars er árang- urínn misjafn hjá mér eftir dögum. Einn daginn gengur manni vel en þann næsta dettur árangurinn alveg niður.” Aöspurð sagði Hanna Rún að aUtof fátt kvenfólk spUaöi biUiard. „Reyndar ótrúlega fáar miðað við hve leikurinn er skemmtilegur. Þær halda eflaust flestar að þetta sé svo erfitt og þora því ekki að byr ja á þessu. ’ ’ En hvernig skyldu karlmenn bregðast við að sjá rauðhærða og fríska stúlku við biUiardborðið? „Jú, þeir eru margir sem horfa undrandi á mig spUa. En undrunarsvipurinn er þó fljótur að fara af þeim.” Hanna Rún tók nú k juðann og battaöi með snúning í snókernum. Vissulega tók hún sig vel út er hún renndi kúl- unum hverri á fætur annarri á rétta staði. Reyndar svo vel að þótt hún væri aö fara í próf daginn eftir lét hún sig ekki muna um að taka geim viö hann Ragnar Edvardsson síðar um daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.