Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR18. NOVEMBER1982. Starfsmenn f tæknideild sjónvarpsins: Mótmæla afskiptum Verkfræðingafélagsins Nær allir starfsmenn tæknideildar sjónvarpsins, hátt á fimmta tug manna, hafa undirritaö ályktun þar sem mótmælt er afskiptum Verk- fræðingafélags Islands af ráöningu norsks ráögjafa til deildarínnar. Eins og fram kom í frétt í DV fyrir nokkru taldi Verkfræðingafélagiö að vanhæfir menn heföu staöið að ráðn- ingunni og aö meö henni væri veriö aö bola Heröi Frímannssyni yfir- verkfræðingi frá störfum. I ályktun starf smannanna segir aö rekstur deildarinnar hafi verið orö- inn bágborínn, svo ekki sé fastar aö orði kveðiö. Hafi því veriö fenginn er- lendur sérfræðingur til að endur- skipuleggja deildina og hafi þaö orðiö öllu starfi í stofnuninni mikil lyftistöng. Er þegar farin aö segja til sín aukin hagkvæmni í rekstri og heföi mátt ætla aö allir mættu vel viö una. Síöar segir í ályktuninni: ,,Af þessum sökum þykir okkur —af ráðningu norska ráðgjafans furðu sæta fullyröingar Verk- fræöingafélags Islands um þessi efni. Þar er aö finna grófar dylgjur í garö þeirra manna sem að þessum málum hafa staöið. Ekki hefur Verkfræðingafélagiö leitaö beint til starfsmannafélags okkar um upplýs- ingar og virðist vera á þvi lítill áhugi að kynna sér viöhorf þeirra manna, sem starfa í tæknideild sjónvarps- Flestir starfsmenn tæknideildar hafa mótmælt afskiptum Verkfræðingafólags Íslands af ráðningu norsks ráðgjafa tH deiidarinn- ins. Lítillæti okkar er samt ekki meira en svo að viö teljum aö okkar sjónarmiö hljóti aö skipta verulegu máli. Við lýsum hér meö yfir eindregn- um stuðningi við framkvæmdastjóm Ríkisútvarpsins og framkvæmda- stjóra sjónva'rpsins viö endurskipu- lagningu tæknideildar. Viö teljum aö þaö starf sem unnið hefur veriö undanfarnar vikur lofi góöu um framtíðina. Viö vörum viö því sjónarmiöi aö aldrei megi neinar breytingar gera á rekstrarformi til þess aö auka hagkvæmni en teljum vitaskuld jafnframt brýnt að tekið sé fullt tillit til mannlegra þátta. Svo var gert í því tilviki sem hér um ræö- ir.” Alyktuninni lýkur á því aö hafnaö er afskiptum Verkfræðingafélagsins af þessu máli og dylgjum þess og svívirðingum í garö starfsmanna sjónvarpsing algerlega vísaö á bug. -ÓEF ódltm TOYOTA Toyota Crown disil órg. '81 (einkabíll), ekinn 38.000, rauður. Verð 220.000. Skipti möguleg A ódýrari Toyota. Toyota Crown disil árg. '80, ekinn 93.000, hvitur. Verð 165.000. Skipti möguleg á ódýrari Toyota. Toyota Corolla station árg. '79, ekinn 45.000, grár. Verð 85.000. Toyota Carina árg. '80 Grand Lux, ekinn 53.000, silfur-sans. Verð 125.000. Upphækkaður, mjög vel með farinn bíll. Toyota Carina DL sjálfsk. árg. '82, 4-dyra, ekinn 7.000, beige- metallic. Verð 162.000. Skipti möaulea á ca 100.000 Tovota. Toyota Cressida Hard-Top árg. '77, ekinn 66.000, brúnn (nýtt lakk). Verð 90.000. Bein Toyota Carina DL árg. '80, beinskiptur, ekinn 40.000, brúnn. Verð 120.000. Vel með farinn bíll. Toyota Corolla sjálfskiptur, árg. 77, ekinn 78.000, rauður. Verð 75.000. Toyota Cressida árg. 79, gulur. Verð 110.000. Bein sala. Toyota Cressida GL árg. '80, ekinn 50.000, silfur-sans. Verð 145.000. Ný endurryðvarinn, (skipti möguleg á ódýrari Toyota). 0PIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 1-5. TOYOTA Nýbýlavegi 8, siml 44144.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.