Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1982, Qupperneq 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR1. DESEMBER1982. VÍSINDIOG VELMEGUN LJr Aldamótum eftir Einar Benediktsson. — Þvíveldur fátækt, oss vantar að sjá, hvað vísindi ynnu hér, þjóðleg og há, sjá náttúru landsins vors náminu háða, sjá not þeirrar menntar, sem oss væri hent. Og hugmyndir vantar. — Með eins manns anda ávannst oft stórvirkiþúsund handa. Skalgabba þann kraft? Er ei grátlegt að sjá göfuga hugsjón smáða, — sjá heilbrigða tréð vera höggvið og brennt, en hirt það visná? Þaðþekkjum vér tvennt. — A ð virða listir og framtak er fyrsta, sem fólkinu' á lslandi skyldi kennt. Með vísindum alþjóð eflist til dáða, það æðra því lœgra skal ráða. — Vér óskum hér bóta við aldanna mót, en allt þó með gát og á þjóðlegri rót; með rækt við fortíð og fótsþorin þungu, sem fyrst hafa strítt yfir veglaust og grýtt. Vér eigum sjálfir á eftir að dæmast, afoss skulu forfeður heiðrast og sæmast, — sem studdu á lífsins leið vorn fót, sem Ijóðin við vöggurnar sungu. Það fagra, sem var, skal ei las-tað og lýtt, en lyft uþp íframför, hafið og þrýtt. Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt. Vort land það á eldfoma lifandi tungu, hér lifiþaðgamla ’ íþeim ungul Það er enn til fólk á Islandi sem heldur að menningin sé baggi á þjóðfélaginu, að hún sé eitthvað sem skattborgarinn þarf að borga fyrir og liann fái síðan ekki greitt tilbaka. Þetta sjónarmið er einhver ein- kennilegasti anginn af þeirri sveita- mennsku sem enn eimir víða eftir af í íslensku þjóðfélagi þrátt fyrir vax- andi menningarumsvif þjóöarinnar. Islendingar ættu að vita það allra þjóöa best að menningin ér kjölfest- an, þaö eina sem alltaf borgar fyrir sig. Auk þess er fé sem viö veitum til menningarmála smámunir miðaö viö flest annaö. Islendingar eru sjálfir lifandi sönn- un þess að menning borgar sig. Það voru bókmenntirnar og myndlistin og tónlistin sem héldu lífinu i þjóð- inni hinar myrku aldir hungurvofu og erlendrar áþjánar. En menning er fleira en listir og menntun. Menningin er ekki síður vísindin. Og Yisindin ekki einasta borga fyrir sig, það eru þau öðru fremur sem borga brúsann þegar til lengdar lætur. Islensk þjóö hefur um langt skeiö lifaö á fiskimiöum sínum og orkulindum og nýtt þessar auölindir meö vísindaþekkingu sinni og út- sjónarsemi einstaklingsins. En fram til þessa dags hafa vísindin ekki setiö í fyrirrúmi. Þau hafa fyrst og fremst verið til stuðnings og hagnýting í þágu at- vinnulífsins hefur veriö handahófs- kennd. Menningog umhverfi Jón Óttar Ragnarsson Þetta nægir ekki lengur. Sívax- andi alþjóðasamkeppni og full- komnari vinnsla á öllum sviðum með tilheyrandi tölvuvæðingu og full- nýtingu sérþekkingar hefur breytt þessu til frambúðar. Héðan í frá verða vísindin að vera í öndvegi, ekki af menningará- stæðum fyrst og fremst heldur vegna þess að þróun visindanna mun f ramvegis ráöa úrslitum i baráttunni um brauðið. Til þessa hafa Islendingar ekki gert vel við vísindamenn sína. Þeir hafa ekki þurft á því að halda eöa hafa taliö sér trú um aö þeir þyrftu þess ekkimeð. Samt sem áöur höfum viö átt marga afburða vísindamenn. Risar eins og Stefán Stefánsson, Bjarni Sæmundsson og Þorvaldur Thorodd- sen lögöu t.d. grundvöllinn aö íslenskum náttúruvísindum. Þeir Vísindamenn, eins og Kristján Eldjárn og Sigurður Nordal, sem hafa notið hvaö mestrar virðingar hérlendis, voru menn sem tengdu saman vísindi og listir, voru jafnvígir á hvort tveggja. Hópamir skildust að Þetta er gömul íslensk hefð og sýnir enn betur hvaö þessir tveir þættir, visindi og listir, eru saman- tvinnaöir í okkar menningarsögu. Vona ég að sú hefð haldist svo lengi sem landið er byggt. Vísindamenn og listamenn þurfa hverjir á öðrum að halda. Til þess að fræða fólk þarf visindamaðurinn helst að vera skáld og skáldin að vera inni í vísindum. Því miöur hafa þessir hópar skilist aö í sérhæfingar- kapphlaupinu. Hefur jafnvel verið svo á stundum aö nokkur fjand- skapur hefur veriö uppi á milli lista og vísinda. Það eru ekki mörg skáld sem yrkjá í dag lofsöngva til vísindanna svipað því sem Einar Benediktsson gerði fyrr á öldinni, sbr. kafla úr kvæðinu Aldamót sem hér er birturi En vonandi fer þetta aö breytast. Vonandi fara þessir boöberar menningarinnar aö ná saman á nýjan leik eftir því sem þeir átta sig betur á stööu og starfi hvor annars. Kannski hefur helsprengjan og eiturgasiö og mengunin og auölinda- sóunin sem vísindamönnum er aö hluta til kennt um líka oröiö til þess að leiðir hafa skilist um tíma. Kannski er þessi aöskilnaður líka aö nokkru leyti listamönnunum sjálfum aö kenna. Þeir hafa ekki fylgst meö í vísindum, heldur einblínt á fagurfræöi og listsögu. En þetta hlýtur aö breytast. Það blæs ekki byrlega i þjóðarbúinu um þessar mundir. Aðeins með því aö kalla til starfa hugsjónafólk úr FRELSI, VARNA VIRDI? Þann 16. þessa mánaöar birtisthér í kjallaranum grein eftir ungan her- stöðvarandstæðing. Megininntak þeirrar greinar var, eins og oft vill veröa í skrifum herstöðaandstæö- inga; úrsögn Islands úr Atlantshafs- bandalaginu, brottrekstur varnar- liösins og yfirlýsing íslenskra stjórn- valda um hlutleysi íslensku þjóöar- innar. Grein mín í þessu blaði er til þess aö útskýra í stuttu máli og megindráttum, og skýra frá helstu atriðum varöandi hlutverk Atlantshafsbandalagsins, hemaðar- og landfræðilegt mikilvægi íslands og hættuna af einhliða afvopnun. Atlantshafsbandalagið, friðarsamtök Það er staðreynd sem enginn upp- lýstur maöur neitar að átök eöa bar- átta fer fram í heiminum milli tveggja megin-hugmyndakerfa; al- ræöis og lýðræöis. Alræöið birtist okkur í mynd Ráðstjórnarríkjanna og Varsjárbandalagsins sem í krafti stærðar sinnar og styrks knýr undir sig aörar þjóöir, kúgar þær og merg- sýgur. Lýöræöið birtist okkur aftur á móti í mynd Vestur-Evrópu, noröur- hluta Ameríku og Atlantshafsbanda- lagsins. Bandalögin tvö, Nató og Varsjár- bandalagiö, er ekki hægt aö bera saman þótt leppar ráðamanna Ráö- stjórnarríkjanna hvetji til þess. At- lantshafsbandalagið er frjálst varn- arbandalag vestrænna lýðræðisríkja en Varsjárbandalagiö er kerfisbund- in útfærsla á skipunarvaldi ráða- manna íSovétríkjunumyfirleppríkj- um þeirra, jafnt pólitísku sem hern- aöarlegu. I vamarsamningi Atlantshafs- bandalagsins er ákvæöi þess efnis aö „árás á eitt eöa fleiri aðildarríki NATO skal talin árás á þau öll”. Þetta ákvæöi er það sem tryggt hefur íslendingum sem öömm aöild- arríkjum Atlantshafsbandalagsins friö, frelsi og lýöræöi nú í tæp 40 ár, meðan hver styrjöldin á fætur ann- arri hefur geisaö í heiminum og kost- að rúmlega 30 milljónir manna lífiö (rúmlega 150-faldan fjölda íslensku þjóöarinnar). Vestur-Evrópa og Norður-Ameríka hafa tryggt frið sinn meö vem sinni í Atlantshafs- bandalaginu og hefur aldrei komið til átaka í Vestur-Evrópu eða Norður- Ameríku síöan Atlantshafsbandalag- iö var stofnað. Hernaðarlegt mikilvægi Norður-Atlantshafsins Hemaðarlegt mikilvægi Norður- Atlantshafsins ræðst einkum af tvennu: I fyrsta lagi af þeirri staö- reynd aö þar er meginathafnasvæöi eldflaugakafbáta Ráöstjómarríkj- anna og í nokkrum mæli einnig at- hafnasvæði samskonar kafbáta Bandaríkjanna, Breta og Frakka. En hinar langdrægu eldflaugar kaf- bátanna, hlaönar kjamorkusprengj- um, era burðarásinn í ógnarjafn- væginu milli risaveldanna tveggja. Hinn þátturinn, sá sem ræöur mikil- vægi Noröur-Atlantshafsins, er aö varnir Vestur-Evrópu byggjast á möguleikum til liðs- og birgða- flutninga þangaö frá Vesturheimi, áöur en hernaöarátök brytust út eða í upphafi þeirra. Hindran slíkra flutninga er eitt af helstu forgangsverkefnum flota Ráö- stjórnarríkjanna í hugsanlegum átökum austurs og vesturs. Þess má geta, til aö skýra umgang slíkra liðs- og birgöaflutninga, aö flytja þarf í fyrstu lotu allt aö 1 1/2 milljón manna og 12 milljónir tonna af vörum og er talið að um 2500 skip þurfi ífyrstuferöina. I hernaöarátökum á Atlantshafi gegnir Island lykilhlutverkinu. Að- staöa hér á landi fyrir flugvélar og skip myndi aö líkindum ráða úrslit- um í slíkum átökum. Þaö skiptir engu máli hvort Island er í Atlants- hafsbandalaginu og hvort hér er varnarlið eöa hvort Island er ekki í Atlantshafsbandalaginu og engar varnir. Hvoragt þessara atriða breytir í nokkru legu landsins og eöli styrjaldarátakanna sem fram færa í grennd þess. Árás á ísland væri án efa þáttur í stærri átökum en vegna legu landsins yröi það frá upphafi dregið inn í hringiöu átaka á Atlants- hafi. Vegna þessa og hins hugmynda- fræöilega og stjómmálalega ágrein- ings, sem er á milli vestrænna lýðræð- isríkja annars vegar og alræöisríkj- anna í austri hins vegar, og þegar Is- land er í Atlantshafsbandalaginu, er óhjákvæmilegt annað en aö draga þá ályktun aö ógnvaldurinn sé banda- lag alræöisríkjanna í austri, Varsjár- bandalagiö, undir forystu Ráðstjóm- arríkjanna. Atlantshafsbandalagiö var stofnaö í þeim tilgangi aö koma í veg fyrir aö þau mistök er leiddu til tveggja heimsstyrjalda á þessari öld yröu endurtekin. Báðar hófust þessar styrjaldir vegna þess aö árásaraðil- inn taldi sig geta haft betur. Nú á tímum vita sovéskir ráðamenn og herforingjar aö þeir fengju ekki vilja sinum framgengt í Evrópu með því aö beita hervaldi, vegna þess sem, eins og fyrr frá greinir, segir í ákvæði í Atlantshafssáttmálanum, stofnskrá NATO: „árás á eitt aðild- arríki eða fleiri er árás á þau öll”. í því er styrkur Vesturlanda fólginn. Hlutleysi? Þaö er sem betur fer öllum ljóst, nema hinum 100 eöa 150 herstöðvar- andstæöingum, aö Olafi Ragnari Grímssyni meötöldum, (herstöðvar- andstæðingar era 0,05% Islendinga) Arni Sigurðsson Árni Sigurðsson aö meginmarkmið Ráðstjórnarríkj- anna gagnvart Islandi er aö ryðja þeirri árásarhindrun sem aðild Is- lands er úr vegi, aö koma landinu úr bandalaginu og rifta vamarsamn- ingnum viö Bandaríkin. Ráöstjórn- arríkjunum er það ljóst að þunga- miöja áætlana um vamir Atlants- hafsins og Evrópu era vamir Islands og Noregs. Réöu Ráðstjórnarríkin yfir hernaöaraöstööu á íslandi eöa í Noregi, eða í báöum löndunum, gætu þau veitt flotadeildum sínum nauösynlega flugvélavernd og haldiö uppi linnulausum árásum á liös- og birgðarflutninga Atlantshafsbanda- lagsins og gert aö litlu eöa engu möguleika bandalagsins til þess aö granda eldflaugakafbátum Ráðstjórnarríkjanna. Þar meö væru úrslit styrjaldarátaka í raun ráðin áöur en styrjöld hæfist. Ef Island segði sig úr Atlantshafs- bandalaginu og lýsti yfir hlutleysi A „Kannski kemur tilræði Vilmundar og Co ^ við flokkakerfið of seint — þeir verða búnir að lima sig í sundur sjálfir áður en vanr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.