Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 2
2
DV. MANUDAGUR 3. JANUAR1983.
Samkomulag um þorskveiðar árið 1983:
Norræna húsið íkvöld:
Snorri
Sigfús og
Martial
Nardeau
halda
tónleika
Tónleikar veröa haldnir i Norræna
húsinu í kvöld klukkan 20.30 og leika
þar Martial Nardeau flautuleikari og
Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari.
Þeir leika verk eftir Bach, Fauré,
Prokofiev og Dutilleux.
Martial Nardeau fæddist áriö 1957 í
Boulogne í Norður-Frakklandi og hóf
ungur tónlistamám í heimaborg sinni.
Síöar stundaði hann nám í París og í
Versölum og iauk einleikaraprófi meö
frábærum vitnisburði árið 1976.
Martial hóf komungur að koma fram
sem einleikari, bæði á tónleikum og í
útvarpi og hefur tekið þátt í fjölda
kammertónleika í heimalandi sínu.
Frá 1979 hefur hann verið fastráöinn
við Lamoureux hljómsveitina í Paris
og einleikari með Juventia-kammer-
sveitinni, einnig í París. Fyrir þrem
árum vann hann í ríkiskeppni æðstu
réttindi til kennslustarfa sem til era í
Frakklandi. Síðan hefur hann kennt
við tónlistarskólana í Limoges og
Amiens og brautskráð nokkra flautu-
leikara. I vetur starfar Martial í
Reykjavik, Kópavogi og Kefla vík.
Aðgöngumiðar verða seldir við inn-
ganginn.
-PA.
Vmtustu dmumar þínír.
Bíortosta vonir annarrn.
Miði í Happdrætti SÍBS hefur tvær góðar hliðar:
Þú gefur sjálfum þér von um veglegan vinning.
Hin hliðin, - og ekki síðri. Þú tekur þátt í víðtæku
endurhæfingar- og þjálfunarstarfi á Múlalundi
og Reykjalundi.
HAPPDRÆTTISÍBS
— Happdrætti til góðs.
370 þúsund lestir
Sjávarútvegsráðuneytiö og hags-
munaaðilar í sjávarútvegi hafa náð
samkomulagi um takmarkanir á
þorskveiðum árið 1983.
Samkomulagiö gerir ráö fyrir að
heildarþoskaflinn á árinu verði 370
þúsund lestir og skiptist til helminga
milli togaraflotans og bátaflotans
þannig að 185 þúsund lestir komi í
hvers hlut. Togaraafli er skilgreindur
þannig að það sé sá afli sem veiöist af
skipum sem falla undir skrapdaga-
kerfið. Þá segir í samkomulaginu að
auka skuli rannsóknir á ástandi þorsk-
stofnsins og heildarmagniö endurskoð-
að með tilliti til niöurstöðu þeirra rann-
sókna.
Hvaö bátaflotann varðar verða
þorskveiðar hans bannaðar frá 1. til 15.
janúar en heimilt verður aö stunda
ýsu- og ufsaveiðar á sama tíma enda
fari hlutur þorsks ekki yfir 20% af afla
í veiðiferð. Allar þorskveiðar verða
bannaðar um páska eins og undanfarin
ár en lengd bannsins verður ákveðin
meö hliösjón af aflamagni sem komið
verður á land um miðjan mars.
Viðmiðunarmörk fyrir togaraflotann
verða 70 þúsund lestir á tímabilinu
janúar tii aprilloka, 60 þúsund frá maí
til ágúst og 55 þúsund lestir f rá septem-
ber til ársloka. Þorskveiðar verða tak-
markaöar 110 daga á árinu, þar af 30
daga á tímabilinu janúar til apríl og 45
daga í maí til ágúst. Reglur um upphaf
og lok tímabils og siglingar með fisk til
sölu erlendis verða óbreyttar frá árinu
1982.
Sjávarútvegaráðuneytið hefur gefið
út reglugerð um bann við þorskveiðum
í net á tímabilinu 1. til 15. janúar og
mun næstu daga gefa út heiidarreglu-
gerð um þorskveiðitakmarkanir tog-
skipa fyrir árið 1983.
ÓEF
Martíal Nardaau.
HúsbruniíHellissandi:
Ibúar brutust
út um glugga
Eldur kom upp í íbúöarhúsi við
Keflavíkurgötu 20 á Hellissandi að-
faranótt sunnudags.
Húsbóndinn á heimilinu, Sölvi Guð-
bjartsson, vaknaði rétt fyrir klukkan
tvö um nóttina viö mikinn reyk í hús-
inu. Hann ætlaði fram en komst ekki
vegna reyksins. Sölvi vakti þá konu
sína. Þeim hjónum tókst síðan aö
brjóta sér leið út um glugga með
fjögurra mánaöa gamalt bam sitt.
Viö þaö skárust þau nokkuð en hér-
aðslæknirinn í Ölafsvík hafði ekki
enn komist til Hellissands síðdegis í
gær vegna ófærðar.
Slökkvilið var strax kvatt út en
mjög erfitt var um vik vegna veðurs-
ins og gaus eldur jafnharöan upp aft-
ur eftir aö slökkt hafði verið. Svo fór
að slökkvistarfi lauk ekki fyrr en um
klukkan átta í gærmorgun. Okunnugt
er um upptök eldsins.
Hafsteinn Jónsson
Heilissandi/óm
Heildarafli verði