Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 16
16
DV. MANUDAGUR 3. JANUAR1983.
Menning Menning Menning Menning
Margur hefur magann fyrir sinn guö
Jóhanna Sveinsdóttir:
Matur er mannsins megin.
Einfaldar uppskriftir, holl ráð, fróöleikur og
skemmtan i dagsins önn.
Svart á hvitu 1982.
Frægur höfundur í Þýskalandi
skrifaði um árið bók hvar hann hélt
því fram að maðurinn væri það sem
hann æti og þróun mannfélagsins risi
af neysluvenjum hans og borðsiðum.
Þetta er ekkert vitlausari kenning en
hver önnur og hefur reyndar hvergi
verið afsönnuð. Það skyldi því eng-
inn vanmeta pólitíska þýðingu mat-
reiðslubóka og raunar sætir furöu að
pressan skuli ekki kalla stjórnmála-
fræðinga á vettvang til að ritdæma
bók Jóhönnu Sveinsdóttur Matur er
mannsins megin sem kom út
skömmu fyrir jól hjá nýju fyrirtæki
Svart á hvítu. Hvað um það, það er í
það minnsta mikill matur í þessari
bók, enda fátt um frumsamdar mat-
reiðslubækur hérlendis ortar útfrá
íslenskum aöstæðum.
Bók Jóhönnu er á ýmsan hátt sér-
stök eins og þeim býður sjálfsagt í
grun sem lesið hafa pistla hennar í
Helgarpóstinum. Matkrákan er hér í
essinu sínu og kryddar upp-
skriftimar meö margvíslegum fróð-
leik um hráefni og næringu, sögu
matargerðar og neyslu í gegnum tíð-
ina. Auk þess vísar hún víða til borð-
halds- og matarlýsinga í bók-
menntum og æsir með því sálarlauka
lesanda svo úr veröur mikið gleöi-
þing skynfæranna. Hér stíga þeir
fram í einni hersing höfundur Háva-
mála, Hallgrímur Pétursson,
Maupassant og Sigfús Daðason með
hressilegar sleifarstrokur og kenna
okkur listina að eta vel og í hófi. Því
matkrákan gengur í fótspor fomra
skálda og deilir á ósvinna nautna-
belgi sem kunna sér ekki magamál
og skófla í sig eins og svín öllu sem aö
kjafti kemur:
Gráöugur halur,
nema geðs viti,
etur sér aldurtrega;
oft færhlægis,
er með horskum kemur,
manni heimskum magi.
(Hávamál)
Hóflega drukkin kona...
Bók Jóhönnu er holl lesning öllum
þeim sem lengi geta fullir etið og
latir legið. Hún bendir á aö gæðin
skipta meira máli en magnið svo og
aö maginn hefur sín takmörk. Mat-
krákan hefur samúð með öllu lífi og
vill manneskjunum vel. Þessi lífssýn
kristallast í málshætti hennar sem
vel gæti veriö mottó bókarinnar:
Bókmenntir
Matthfas Viðar
Sæmundsson
„Hóflega drukkin kona gleður
mannsins hjarta, en kófdrukkin
hryggir og hræðir”(5).
Við vitum að allt er betra en borð-
ið bert, en sumir gera sér ekki grein
fyrir því að fleira er matur en feitt
kjöt. Þessi vanþekking hefur valdið
ómældum skaða, niðurgangi og upp-
gangi, stíflum og innvortis spreng-
ingum í þjóðinni sem mál er aö linni
svo upp geti vaxið tággrannar og
spengilegar kynslóðir þrungnar
kornkrafti og grænmetisorku til að
takast á við uppbyggileg verkefni.
Stefna matkrákunnar er, að mér
skilst, undir áhrifum af frönsku
línunni í matargerð og uppskriftir
hennar, sem margar eru frumlegar
og spennandi, því marki brenndar.
Annars er best að gefa henni sjálfri
orðið um efni bókarinnar:
„Æ fleiri gera sér nú grein fyrir að
slæm heilsa ræðst sjaldnast af
„illum örlögum”, menn verða ekki
lengur fyrir því „óláni” að fá krans-
æöastíflu eða magasár, rétt eins og
aö verða fyrir bíl eða hrapa fram af
bjargi, heldur er nú almennt viöur-
kennt að flestir þeir sjúkdómar sem
hrjá vestræna neyslu- og sam-
keppnisþjóðfélagsþegna nú á dögum
skapast fyrst og fremst af lifnaðar-
háttum þeirra og matarvenjum. Því
skiptir höfuömáli aö fyrirbyggja þá
sjúkdóma, t.a.m. meö þvi aö draga
úr streitu og lyfjanotkun, rækta hug
og líkama, njóta nægs svefns, og
'síðast en ekki síst að gæta sín í
mataræði: aö borða á reglulegum
matmálstímum hollan, næringar- og
tref jarikan mat, í stað þess að grafa
sér gröf með tönnunum eins og
gjaman er sagt aö sællífisseggir á
Vesturlöndum geri.
„Draumfarir miður
fagrar "
Tilgangur þessarar bókar er enda
m.a. sá að minna fólk á mikilvægi
þess að borða reglulega og „vel” í öU
mál, í stað þess að koma maga og
taugakerfi inn í vítahring með því aö
drekka svart kaffi á morgnana,
narta eöa sínarta í alls kyns ómeti
fram eftir degi og troöa sig svo út á
kvöldin rétt fyrir svefninn og hafa af
því draumfarir miöur fagrar, verð-
andi meö því móti fremur máttlítið
og ólukkulegt, dagfari sem nátt-
fari.”(7)
I samræmi við þetta fjallar mat-
krákan ekki aðeins um kvöldverð
heldur skiptir bók sinni í kafla sem
fjalla um allar matmálstíðir dags-
ins, morgunverð, hádegisverð, milli-
mál og kvöldverð, auk þess sem
fyrsti kaflinn fjallar um brauðgerö.
Uppskriftir eru allar byggðar á hrá-
efnum sem fást í næstu búð og eru oft
matreidd á nýstárlegan og skapandi
hátt. Uppsetning þeirra er með ágæt-
um svo og allur frágangur bókarinn-
ar sem er betri en ég hef séð áður á
íslenskum matreiðslubókum.
Ekki get ég dæmt um einstaka
rétti en ósköp skemmtilegar lit-
myndir sem prýða bókina gefa til
kynna að hér sé um ljúfmeti að
ræða. Til fróðleiks skulu hér taldir
upp nokkrir réttir sem ætlaöir eru til
kvöldverðar: Sítrónuleginn fiskur,
próvensalskur saltfiskur, faldar
sardínur, lambalæri á noröur-
afríska vísu, sish kebab með jógúrt-
sósu, kótelettur í sinnepssósu og
kálfalifur í appelsínusósu. Fleira
mætti nefna en þetta verður aö
nægja.
Matseldarbók matkrákunnar
Jóhönnu Sveinsdóttur er upplyfting í
skammdeginu, kjamfóður sem
streituþreyttum Islendingum veitir
ekki af. Eg skil ritdómara Helgar-
póstsins vel sem á dögunum slefaði
af girnd yfir lostafengnum lostætis-
myndum bókarinnar. Hið eina sem
ég hræðist eftir að hafa lagt þessa
fögru rétti mér til munns er að
stynja eins og kallinn forðum: Bla
fór nú matur minn, ég át hann.
Jóhanna Sveinsdóttir: matseldarbók hennar er upplyfting í skammdeginu.
Heimsbyltingin
f Flóanum
Jón Gísli Högnason:
Ysjur og austræna. Helga saga
Ágústssonar og kappa hans.
I. bindi. Akureyri 1982
Það var í gamla daga fyrir 45
árum að ég lagði á menntaveginn
austan úr Rangárþingi með mjólkur-
bíl snemma morguns seint í apríl í
blíðskaparveðri og ætlaði að þreyta
gagnfræðapróf við Hinn almenna
menntaskóla í Reykjavík. Eftir við-
komu í Mjólkurbúi Flóamanna var
haldiö áfram, en ofarlega í Kömbum
lauk ferðinni með mjólkurbílnum,
því aö vegurinn hafði flotið burt á
kafla í vorleysingum um nóttina.
Farartækiö sneri við með miklum
erfiðismunum og bílstjórinn talaöi
um aö brjótast hina leiðina, en ég tók
tösku mína og gekk út yfir Hellis-
heiði og Svínahraun, sem voru jafn-
auö og ósnert og fyrir daga Ingólfs
landnámsmanns. Ég varð engra
manna var fyrr en í bleytuhvarfi á
Sandskeiöi sat bíll frá Steindóri fast-
ur, en sá hafði verið sendur að sækja
Kjarval upp í hraun. Hann haföi
brugöið sér á vit sköpunarverksins í
vorblíöunni. Fyrir vasklega fram-
göngu mína við aö losa bílinn úr for-
inni fékk ég far í bæinn. Eg veit ekki
hvort vinur minn komst með mjólk-
ina til Reykjavíkur daginn þann, en
stéttarfélagar hans á mjólkurbílnum
ruddu nýjum búskapar- og verslun-
arháttum braut um mjög torfærar
sveitir á 3. og 4. áratug aldarinnar.
Um 20 árum síðar hélt ég því fram
við erlendan menningarvita að ’79 af
stöðinni væri besta íslenskt skáld-
verk liöins árs og ætti að þýöast.
Þegar vitinn komst að því að bókin
fjallaöi um bílstjóra, lét hann dæluna
ganga eins og Svarthöfði Dufgusson
um Strandamenn í Þórðarsögu kak-
ala og kvað ekkert mannsmót vera
með slíku fólki. Vitinn fullyrti að í
siöuöum löndum mundu menn aldrei
líta í bækur um bílstjóra.
Brautryðjendur
Þetta varð mér mikill lærdómur,
því að ég skildi aö í útlöndum voru
menn snauðir og áttu sér engan
Vatna-Brand, engan Guðmund Jón-
asson eða Lauga á Giljum, heldur
aðeins einhverja sendisveina á hjóla-
tíkum, og þar skildu menn ekki bylt-
ingartækið bíl. Eg ætla ekki að jafna
saman grunnfærum rómani Indriða
G. Þorsteinssonar og raunsæis-aust-
rænu hans Gisla bónda á Læk. Hann
man þá tíð, þegar enn var býsna
langt milli bæja og enn lengra í kaup-
staðinn í héruðum sem lágu að hafn-
lausri strönd. Baráttan viö vötn og
vegleysur var mikið ævintýr austan
fjalls og sigurinn er tengdur tækni-
væðingu og tveimur stórfyrirtækj-
um, Mjólkurbúi Flóamanna og
Kaupfélagi Ámesinsa, sem bændur
stofnuöu og uxu úr grasi um 1929.
Fremstir í forystuliði bænda voru
þeir Helgi Ágústsson frá Birtinga-
holti og Egill Thorarensen í Sigtún-
um. Undir forystu þeirra var farinn
lokaáfanginn í byltingunni miklu frá
einangrun og sjálfsþurft til aukinnar
framleiðslu og markaösbúskapar.
Um þau stórtíöindi hefur Gísli skrif-
að mjög athyglisverða bók. Hann
kveðst haldinn þeirri ástríðu að
bjarga þætti úr samvinnusögu Sunn-
lendinga og láir honum það enginn úr
því aö hann er sá sjáandi að hann sá,
og heyrandi að hann heyrði umskipt-
in miklu frá trússalest og hestvagni
til bifreiðar og skildi að hér var um
félagslegt átak að ræða en ekki ein-
staklingsframtak.
Menning og framfarir hvíla á sam-
göngum og samskiptum manna. Á
þriðja áratug aldarinnar urðu þau
miklu umskipti austan fjalls að
— oghetjurhennar
menn tóku aö br jótast heim til bænda
með vörur og varning eftir mjólk og
öðru, sem flytjast þurfti, en áður
höfðu bændur annast sjálfir flutn-
ingaþörf sína með óhemju erfiði og
helst ekki fariö í kaupstað margir
hverjir nema einu sinni á ári. Gísli á
Læk kveðst ætla í ysjum og austan
strekkingi að kynna „elsta son
þeirra Birtingaholtshjóna, ævi hans
og störf”, en þetta algenga mark
ævisöguhöfunda nálgast hann ekki
eftir leiöum persónudýrkunarinnar,
Bókmenntir
Björn Þorsteinsson
sem hefur þjáð Islendinga mjög allt
frá dögum Ara fróða, heldur f er hann
hina leiðina; hann lætur erfiðis-
menn, torfæruaksturskappana hans
HelgaÁgústssonar segja sögu sína.
Helgi stjórnaði mjólkurflutningum
til Flóabúsins fyrir bændur og var
fulltrúi hjá Kaupfélagi Árnesinga.
Hann virðist hafa verið dyggur þjónn
bænda og keppti að því aö rjúfa ein-
angrun heimilanna út um holt og
mýrar og auka hagsæld þeirra, og
kappar hans í baráttunni viö torfær-
urnar voru mjólkurbílstjórar. Þeir
brutust yfir aura og vötnin ströng og
færðu hagsvæði mjóikurbús ag kaup-
félags stöðugt austar og innar í land-
ið, og vegagerðin fækkaði farartálm-
um eftir því sem áin liðu, uns Suður-
landsundirlendið varð ein hagræn
heild.
Hverjir eru höfðingjar?
Fyrstu 86 síður bókarinnar eru
kynning á heimilunum í Birtinga-
holti og Syðra-Seli, en þar bjó Helgi
Ágústsson frá 1917 til 1931, er hann
réöst til Kaupfélags Ámesinga.
Kynningin er að mestu fólgin í frá-
sögnum fólks, sem vann þar og lét
hvorki Helga né systkinin í Birtinga-
holti gjalda þess þótt þau bæru með
sér „svolítið yfirstéttarbragð”, eins
og einn frásegjandinn kemst að orði;
„góðmennskan og framkoma þeirra
var þannig”, að kotungar og erfiðis-
menn fundu að þeir voru dálitlir
höfðingjar líka. Að lokum fór svo aö
kotungssonurinn, „sem flýtt hafði
verið fermingu h já af f járhagsástæð-
um” var dálítiö efins um aö skoðanir
sínar á stéttamun innan bændasam-
félagsins væru fullkomlega réttar.
Nýsköpunarflotinn hans
Helga Ágústssonar
Meginþáttur bókarinnar eru um
250 blaðsíöna frásagnir 21 bílstjóra,
sem störfuðu hjá Helga Ágústssyhi
og stríddu við veður og torfærur. Þar
segir ekki frá hrakningum á heiöa-
vegum, heldur á þjóövegum og oftast
í byggð, og allt gekk stórslysalaust,
jafnvel þótt bílstjórarnir yrðu oft að
paufast á undan farartækjum sínum
í leit að veginum með skóflu dg-járrf'
teini, því að veginn hafði kæft í ánjó
og krapasulli. I hnúkana tók þegar
sjálf ölfusárbrúin slitnaöi niður og
steypti tveimur mjólkurbílum í fljót-
ið; annar bílstjórinn óð, en hinn flaut
á mjólkurbrúsa og varadekki í land.
Valinn maður var í hverju stýrissæti
á nýsköpunarflota Helga Ágústsson-
ar.
Ekki er mjög langt síðan kapparn-
ir hans Helga óku um byggðir og
ruddu nýrri tíö braut í orðsins fyllstu
merkingu. Þeir vissu að þeir voru að
fást við fleira en flytja mjólk og vör-
ur og gera ýmsar játningar. Einn
þeirra segir m.a.:
„Þegar ég réðst til kaupfélagsins
1944 var kaupið bara mánaöarkaup,
tæpar 1400 krónur á mánuði. Enginn
ákveðinn vinnustundafjöldi, það gat
allt eins orðið allur sólarhringurinn,
þess vegna. Fyrst og síöast var hugs-
að um að leggja sitt fram fyrir sig og
sína og samvinnufélagsskapinn.
Fyrir hann vildi ég gera mikið. Ég
var þess full meðvitandi, að ég var
virkur þátttakandi í uppbyggingu
samvinnufélags og starfaði sam-
kvæmtþví.”
Þeir félagamir á mjólkurbílunum
ruddu brautina og það varö heims-
bylting í Flóanum.
Fólk og fyrirliði
Sagan á það sammerkt með saka-
málum að hún veðrast og fyrnist, ef
henni er ekki hreyft, og vettvangs-
vitnin týna tölunni. Þótt hún sé vem-
leiki í sjálfri sér og búi í mannvirkj-
um, minjum og minningum er hún
ekki til fyrr en hún hefur verið sögð.
Þegar þar að kemur er hlutur erfiðis-
mannsins oft gleymdur, og tiltækar
heimildir fjaila jafnan um höfðingj-
ana en ekki fólkið, sem þeir unnu
fyrir eða fjötmðu, þegar grannt er
skoöaö. „Sagan gjarnan eignar ein-
um/afrekin þín dreifði múgur” —
kvað Stephan G. Hjá sögumanni
verða víða hausavíxl á hlutunum því
að það vefst fyrir honum að jafna
metin milli fólks og foringja, svo að
báðir fái notið sannmælis. Því er ekki
þann veg farið hjá honum Gísla á
Læk; þeim Helga Ágústssyni og
köppum hans er öllum vel borgið og
njótahverannars.