Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR 3. JANUAR1983.
5
Nína Björk Arnadóttir hlaut aö þessu
sinni styrk úr Rithöfundasjóði Ríkisút-
varpsins. Styrkveitingin fer fram ár-
lega og nam upphæðin nú 60 þúsundum
króna.
Rithöfundasjóðurinn er myndaöur af
framlagi Ríkisútvarpsins og rit-
höfundalaunum sem Ríkisútvarpinu
ber að greiða samkvæmt sanjningi en
höfundar finnast ekki að. Alls hafa 57
skáld og rithöfundar hlotiö styrk úr
sjóðnum. Fimm fulltrúar eiga sæti í
stjórn Rithöfundasjóösins, tveir
skipaðir af Ríkisútvarpinu, Andrés
Bjömsson útvarpsstjóri og Ingibjörg
Þorbergs dagskrárstjóri, tveir til-
nefndir af Rithöfundasambandi Is-
lands, rithöfundarnir Oiga Guðrún
Arnadóttir og Þórir S. Guðbergsson og
formaður Jónas Kristjánsson, for-
stöðumaður Stofnunar Árna Magnús-
sonar, skipaður af menntamálaráö-
herra.
Viö úthlutun styrksins á gamlársdag
sagði Jónas Kristjánsson að á fyrri
árum hefði styrknum oft verið skipt
milli tveggja eða fleiri rithöfunda. A
undanfömum ámm hafi hins vegar
komiö fram eindregin tilmæli frá Rit-
höfundasambandi Islands um að
styrkurinn skuli falla óskiptur í hlut
eins rithöfundar. Að baki þeim til-
mælum lægi sú hugmynd að þá yrði
fjárveitingin veigameiri og um yrði
að ræða raunverulegan styrk til nýrra
ritstarfa.
-ÓEF.
Uifetoria
Vmttynicijt 12
Forseti íslands, Vigdis Finnbogadóttir, óskar Ninu Björk Árnadóttur tii
hamingju meö styrkinn viö úthlutun hans á gamiársdag. DV-mynd GVA.
Uthlutun úr Rithöf undasjóði Ríkisútvarpsins:
Nína Björk
hlaut styrkinn
Veskja-
þjófnaðir
færast nú
í vöxt
Mikið viröist vera um veskja-
þjófnaði í borginni þessa dagana og
hefur lögreglunni verið tilkynnt um
nokkra slíka þjófnaði.
Veski var stolið hjá starfsmanni
Vegagerðarinnar. Var veskið í yfir-
höfn sem geymd var í fatahengi starfs-
fólks.
Þá var tilkynnt um veskjaþjófnað
frá starfsmanni í aðalbanka Lands-
bankans og einnig var sömu söguna að
segja í Utvegsbankanum, aðalbanka.
DV er ekki kunnugt um hve miklar
upphæöir voru í veskjunum en engir
munu hafa verið handteknir vegna
þessara þjófnaða.
Lögreglan minnir fólk á að vera á
verði gagnvart f ólki sem kann að koma
inn í fyrirtæki og stela veskjum í yfir-
höfnum.
-JGH.
L
KANARIEYIAR'TENERIFE
EYJA HINS EILÍFA VORS — STÆRST OG FEGURST KANARÍEYJA
VIÐ BJÓÐUM KANARÍEYJAFERÐ, SÓLSKINSPARADÍS í SKAMMDEGINU MED NÝJU SNIÐI
FJÓRÐA VIKAN ÓKEYPIS - HÆGT AÐ STANSA í LONDON í 21/2 DAG Á HEIMLEIÐ ÁN
AUKAKOSTNAÐAR OG HÓTEL MEÐ BAÐI OG SJÓNVARPI INNIFALIÐ.
10 dagar. Tvær lcrðir í einni ferð
vika í sólskinsparadís og tveir og hálfur dagur í London.
17 dagar
tvær vikur í sólskinsparadís og tveir og hálfur dagur í London. Einnig hægt að fá 24 og
30 daga ferðir.
Já nú getið þér fengið tvær ferðir i einni og sömu ferðinni á ótrúlega hagstæðu verði.
Fegursta sólskinsparadísin á Kanaríeyjum og viðburðaríkir dagar í heimsborginni
London með heimsins mesta leikiistar- og tónlistarlíf og hagstæðar verslanir.
Brottfarardagar:
18. jan., 1. febr., 8. febr., 15. febr., 22. febr., 1. mars., 8. mars., 15. mars, 29. mars,
12. apríl og 26. apríl.
Hægt að velja um dvöl á glæsilegum f jögurra stjömu hótelum og íbúðum á stærsta og
fjölsóttasta ferðamannastaðnum á Kanaríeyjum, Puerto de la Cruz. Þar eru tugir
næturklúbba, diskóteka og hundruð frábærra matarstaða. Sjórinn, sólskinið og
skemmtanalifið eins og fóik vill hafa það.
Pantið snemma því plássið er takmark-
að. Uppselt í sumar ferðirnar og lítið
af sætum laust í margar hinna.
//ÆrXoVX (Flugferðir)
Aðalstræti 9, Miöbæjarmarkaðnum 2h. Símar 10661 og 15331.