Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 14
14
DV. MÁNUDAGUR 3. JANUAR1983.
Spurningin
Geturðu hugsað þér
áramót án flugelda?
(Spurt 29. desember)
Helgi Ágústsson bílstjóri: Nei, alls
ekki. Tel aö þaö tilheyri aö vera meö
flugelda og brennur og kveöja gamla
áriö á þann hátt. Ætlar þú aö kaupa
flugelda? Já, kaupi væntanlega einn
fjölskyldupakka.
Ása Siguröardóttir húsmóöir: Nei, í
raun ekki. Finnst mjög gaman aö
horfa á flugelda og sjá þeim skotiö á
loft. Er líka skemmtileg tilbreyting.
Jú, þaö verður sjálfsagt eitthvaö keypt
af flugeldum fyrir þessi áramót.
Maria Sigursteinsdóttir húsmóðir Nei,
þaö get ég ekki. Hef gaman af aö sjá
gamla áriö. kvatt meö flugeldum og
brennum.
Sirrý Jóhannsdóttir húsmóðir: Álls
ekki. Finnst tilheyra aö hafa flugelda
og þess háttar og kaupi þá líka ailtaf.
Ertu búin aö versla fyrir gamlárskvöld
aö þessu sinni? Já, það er búiö aö
kaupa tvo fjölskyldupakka.
Gunnar Steingrimsson nemi: Nei.
Finnst nauðsynlegt aö vera meö flug-
elda og annað slíkt. Hvað er þaö besta
af þessu? Airbomb-blysin tvímæla-
laust. Stórsniöug kaup í þeim.
Jóna Kristín Rögnvaldsdóttir nemi:
Nei, það get ég ekki. Finnst þeir nauö-
synlegir um áramótin. Hvaöa flugeld-
ar eru fallegastir? Finnst aö rauöu|
sólimar séu tilkomumestar.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Láglaunabæturnar:
Ekki við
verkalýðs-
hreyfínguna
að sakast
— segir Aðalheiður Bjarnfredsdóttir
Aöalheiður Bjamfreðsdóttir, for-
maður starfsmannafélagsins Sóknar,
hringdi:
I Dagblaöinu & Vísi þann 27. desem-
ber las ég bréf Inga J óhanns Hafsteins-
sonar, nnr. 4564-0167, þar sem ég fæ í
fyrsta sinn almennilega útskýrt
hvernig láglaunabætumar svokölluöu
em reiknaðar út. Ég þakka fyrir það.
En bréfritari heldur ööru fram sem
ég neita að kyngja. Sem sagt því aö
verkalýðshreyfingin hafi ráöið því aö
bætumar væru greiddar á þann veg
sem oröið er.
Þessu neita ég alfariö. Eg var ekki
spurö, enda víst ekki taliö viö hæfi, þótt
ég sé f ormaöur fyrir því láglaunafélagi
sem kannski fer einna verst út úr vit-
leysunni. I mínu félagi er mjög mikiö
af hlutavinnufólki. Ég fékk ekki aö sjá
neinar reglur fyrr en byr jaö var aö út-
hluta. Eg hygg aö einnig sé svo meö
flesta félaga mína og ég skora á þá aö
gera hreint f yrir sínum dymm.
Aö kalla þetta láglaunabætur er
höfuövitleysa. Launauppbót heföi
veriö nærri lagi. Þessar bætur og
framkvæmdin í kringum þær sýna best
hvaö þeir sem um þær fjalla eru langt
frá verkafólki. Viö þá vil ég aö lokum
Aðalheiður Bjamfreðsdóttir: „Að kalla þetta láglaunabætur er höfuðvit-
leysa."
segja:
— Verkafólk á enn sitt stolt. Það
liggur ekki veinandi á skjánum og
betlar um styrki. Það vinnur oftast of
langan vinnudag fyrir alltof lágu
kaupi. Þaö vill halda sinu en vill ekki
hundsbætur. Þetta ættuö þiö aö hafa í
huga áöur en þiö haldið lengra.
Bíóhúsin
sækja sig
Guömundur skrifar:
Það hefur veriö ánægjulegt aö
fylgjast meö því hvemig bíóhúsin hafa
sótt sig í aö fá til sýninga kvikmyndir á
meðan þær eru enn nýjar af nálinni.
Manni finnst þeir stórvaxa af því bíó-
stjóramir sem fá jafnvel til frum-
sýningar myndir á borð við E.T. og
King of Comedy.
Manni hefur stundum sýnst blööin
þurfa minna tilefni til kynningarviö-
tala viö einstaklinga heldur en svona
framtak. Ég heföi aö minnsta kosti
gaman af því að sjá einhverja slíka
kynningu á þessum mönnum.
Bíóhöllin finnst mér hafa staðið
framarlega í sýningum á góöum kvik-
myndumogfrægumsemfreistaö hafa
margra að koma og sjá. Hefur það
lokkaö mig þangaö oftar en í önnur
kvikmyndahús. Því hefur mér gramist
hvað mér finnst viðmóti viö bíógesti
vera áfátt þar.
Minnist ég þess aö þar var
auglýsing í anddyri, sem upplýsti að
miöasala hæfist klukkan tvö þegar í
revndinni stóð ekki tii aö nnna hana
fyrr en kiukkan tvö þrjátiu. Þaö var
óþarfi að narra bíógesti til þess aö
norpa í haustrokinu hálftímanum
lengur en ástæöa var til. — Það hefur
siöan lagast. — Nú skömmu fyrir jólin
fór ég meö konu og ungan son okkar á
níusýningu á Litla lávaröinum, en ein-
hver dráttur varö á því aö hleypa út
fólkinu af sjösýningunni, svona eins og
verða vill. Við þaö varö mikil þröng í
anddyrinu og leiöindabiö sem fólk tók þó
með langlundargeði eins og hverju
ööru hundsbiti. Verra þótti manni hitt
aö loks þegar hleypt var inn, og viö
komumst í sætin var búið aö sýna
drjúgan kafla af byrjun myndarinnar
og áttu þó margir eftir aö klofast yfir
mann til þess að paufast í myrkrinu til
sæta sinna. — Þaö speglast í sh'ku hálf
kaldranalegt skeytingarleysi við gest-
ina.
öðru vísi bregður manni þegar
komiö er í Austurbæjarbíó sem ég held
að hljóti að státa af allra þægilegasta
og vinsamlegasta dyraveröinum sem
völ er á hér á landi. Ekkert nema
alúöarbros og þægilegheit sama hver
erillinner.”
Frá opnun Bióhallarinnar: Vandað val á kvlkmyndum en viðmóti við
bíógesti eráfátt, segir bráfritari.
' ■................................................
Davíð hefur staðið sig mjög vel, segir bráfritari.
Frammistaða
Davíðs er til
fyrirmyndar
4317—5807 skrifar:
Mér finnst óhætt að fram komi
þegar vel er gert.
Sífellt er veriö aö amast út í stjóm-
málamennina en venjulega ríkir þögn
þegar þeim tekst vel upp á einhverju
sviöi. Fólk athugar ekki aö þessir
menn eru oft í mjög erfiöri aðstöðu viö
ákvaröanatöku og þurfa að taka tiliit
til margra sjónarmiða. Frammistaöa
Davíðs Oddsonar borgarstjóra hefur
að mínum dómi veriö til hreinnar fyrir-
myndar þaö sem af er k jörtímabilinu í
borgarstjóm. Hann hefur tekið rösk-
lega til hendinni á ýmsum sviöum
borgarmála svo greinilegt er að ekki á
að una neinni kyrrstöðu. Fasteigna-
gjöldin hafa veriö lækkuö eins og lofaö
var fyrir kosningar, hafist hefur veriö
handa um skipulag svæöisins viö
Grafarvoginn sem leiöir líklega til
þess aö unnt verður aö varpa hinu
rangláta punktakerfi fyrir róöa. Ef út-
hlutaö verður 1600 lóðum á næslu
þremur ámm er aiit útlit fyrir aö nægi-
legt framboö veröi til þess að allir geti
fengið lóöir sem þaö vilja. Auk þessa
hefur Davíð gert nokkrar skipulags-
breytingar í borgarkerfinu og lagt
niöur óþarfa nefndir og ráö. Akveðið
hefur veriö aö fækka borgarfulltrúum í
næstu kosningum og má slíkt teljast
merkilegt þegar borið er saman við
Alþingi þar sem erfiölega gengur aö
koma sér saman um kjördæmamáliö
því enginn vill sleppa því sem hann
hefur. Ég hvet Davíð Oddsson og hans
fólk til aö halda áfram á þessari braut.