Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 32
AUGLÝSINGAR
SÍÐUMÚLA33
SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA
SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTin
q// í RITSTJÓRN
OOO 1 1 SÍÐUMÚLA 12—14
tiunnar Óskarsson, 39 ára, til
heimilis að Asparfelli 4. Ókvæntur
og bamlaus.
„Erfiðar aðstæður til björgunar”
— segir Eyþór Magnússon, lögregluvarðstjóri í Árbæ. Björgunarstarfið í Vífilsfelli tók um þrjá tfma
LOKI
Það er slæmt þegar kon-
urnar eru lengi að ákveða
sig.
„Það var rétt fyrir klukkan 13 á
nýársdag að pilturinn kom hingað á
lögreglustöðina og tilkynnti um slys-
ið. Um leið settum við allt í gang
sagði Eyþór Magnússon, lögreglu-;
varöstjóri Árbæjarlögreglunnar í
samtali við DV.
„Strax fór lögreglubíll af stað
uppeftir og með honum þrír lögreglu-
menn og svo pilturinn. Á sama tíma
var sjúkraliöi gert viövart svo og
fjarskiptum lögreglunnar, sem
þegar höfðu samband við Hannes
Hafstein og Slysavarnafélagiö.
Einnig var þyrla Landhelgisgæsl-
unnar beðin að vera til taks.
Um líkt leyti og lögreglubillinn
kom á staðinn, kom sjúkrabíll með
lækni innanborðs, svo og annar lög-
reglubíll á vettvang. Skömmu síðar
dreif að liðsmenn björgunarsveitar-
innar Ingólfs og höfðu þeir vélsleða
meðferðis.
Þyrlan beiö niðri á Sandskeiöi, þar
sem ekki var sýnt strax hvort hægt
væri aö koma henni við eða hvort
þess þyrfti með. Þegar svo mennirn-
ir fundust var ljóst af aðstæðum að
ekki væri hægt að flytja þá nema
meðaðstoðþyrlu.
Þessu var lokið um þremur tímum
eftir aö tilkynnt var um slysið. Það
voru mjög erfiðar aðstæður til björg-
unar, enda skall á með dimmum
éljum öðru hvoru. Þá var færöin
slæm, enda um nokkuð langan veg að
fara, en frá skýlinu á Sandskeiði að
slysstaðnum voru um 2 til 3 kílómetr-
ar, auk þess sem mennirnir voru á
annað hundruð metra frá jafn-
sléttu,” sagði Eyþór Magnússon.
„Björgunarstarfið gekk mjög vel
miðað við aðstæöur,” sagði Hannes
Hafstein, framkvæmdastjóri Slysa-
vamafélagsins, í samtali við DV.
„En veðrið var mjög slæmt þarna og
í éljunum varð allt kolmyrkvað.
Þyrlan sem fór upp í fjallið átti mjög
erfitt um vik og þurfti að neyta færis
milliélja.
Mínir menn voru komnir af stað
með allt sem til þurfti innan við hálf-
tíma eftir að tilkynnt var um slysið
og bæði þyrla Landhelgisgæslunnar
og Varnarliðsins voru til taks. Ég
held, að ekki hafi verið hægt að gera
betur,” sagði Hannes Hafstein.
Það var svo skömmu eftir klukkan
16 síðdegis að komið var meö
mennina á Borgarspítalann í
Reykjavík. Þá voru þeir báðir látnir.
-KÞ
Eg sá þá hverfa
f ram af brúninni,”
segir Víðir Óskarsson, en tveir félagar hans létu lífið ífjallgöngu á Vífilsfelli á nýársdag
„Við lögðum af stað úr bænum um
klukkan háif tíu á nýársdagsmorgun
og ókum upp eftir. Við lögðum
bílnum við Bláfjallaafleggjarann og
hófum gönguna upp á Vífilsfell. Við
gengum í einfaldri röð og vorum
nærri komnir upp á topp þegar ég
heyrði kallað fyrir aftan mig. Eg leit
viö og sá þá hvar sá aftasti í röðinni
var að renna fram af brúninni. Við
tveir sem eftir vorum hlupum í átt til
hans fram á brúnina en sáum hann
hvergi. Þá allt í einu missti hinn
félagi minn handfestuna og ég sá
hann hverfa fram af brúninni. ”
Svo sagðist Víði Oskarssyni, 21 árs
gömlum Kópavogsbúa, frá. Hann
einn komst lífs af þegar þrír félagar
fóru í fjallgöngu á nýársdag með
þeim afleiðingum að tveir menn,
báöir úr Reykjavík, létu lífið. Annar
þeirra var bróðir Víðis.
,,Ég klöngraðist einhvem veginn
niður á eftir þeim og reyndi að kalla
til þeirra og þar sem ég gekk eða
skreið þversum yfir einn ísflákann
sá ég blóð. Eg kallaði enn hærra og
þá svaraði annar félaga minna. Eg
gekk á hljóöiö og þar lágu þeir báðir
með um tveggja til þriggja metra
millibili. Eg fór að þeim sem lá ofar.
Hann lá á grúfu. Ég sneri honum við,
hann var greinilega meðvitundar-
laus, en ég heyröi aö hann andaöi. Eg
lagði hann til og gekk til hins. Það
blæddi mikið úr höfði hans og hann
talaði aöeins viö mig, en samhengis-
laust. Eg reyndi að fá hann til að
standa á fætur og koma með mér
niður, en það gekk ekki. Ég ákvað
því aö hlaupa af stað eftir hjálp. Eg
henti af mér bakpokanum og öllu
lauslegu og hljóp allt hvað af tók nið-
ur á Austurlandsveg, um 5 kílómetra
leið. Þegar ég var að komast þangað
kom bíll akandi á leið austur. Eg
veifaði og kallaöi og bíllinn stoppaði.
Ég skýrði fólkinu frá hvað hafði
gerst. Kona, sem í bílnum var, fór út
með svefnpoka og annað og ætlaöi að
reyna að finna strákana og hlúa að
þeim. Við hinir ókum í loftinu niður á
lögreglustööina í Árbæ. Eg fór svo
upp eftir aftur með lögreglunni og
reyndi að vísa þeim á strákana,”
sagði Víðir, en hann slapp með
nokkrar skrámur.
Víðir sagði að þeir félagarnir hef öu
lengi haft það fyrir reglu að fara í
fjallgöngu á nýársdag, svo þeir væru
ekki með öllu óvanir f jallgöngum.
-KÞ.
Víðir Óskarsson. „Við gengum i
einfaldri röð og vorum nærrí
komnir upp á topp, þegar óg
heyrðikallað fyriraftanmig. . ."
Páll Ragnarsson, 30 ára, tO heim-
ilis að Smiðjustíg 11. Hann lætur
eftir sig konu og tvö börn.
Þeir
fórust
Kvenna-
framboð
enn
óákveðið
Ekki hefur enn verið tekin
ákvörðun um hugsanlegt kvennafram-
boð til þings í Reykjavík. Sólrún Gísla-
dóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík,
sagði í samtali við DV að ekki yrði að
vænta slíkrar ákvörðunar í Reykjavík
fyrr en eftir félagsfund um þetta mál,
sem haldinn verður seinna í janúar. Þá
kom það fram í viötali DV við Valgerði
Bjarnadóttur, bæjarfulltrúa á Akur-
eyri, að ekki hefur heldur verið tekin:
ákvörðun um kvennaframboð fyrir
noröan, en máliö er enn á umræðustigi.
, óbg
Slysstaðurínn á Vífilsfelli. Krossinn sýnir hvert mennirnir voru komnir þegar slysið varð. Pílan bendir á staðinn þar sem þeir fundust.
Innfellda myndin sýnir björgunarmenn að störfum. (DV-myndir Loftur)
MANUDAGUR 3. JANUAR 1983.