Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 26
30 DV. MÁNUDAGUR 3. JANUAR1983. Niðurskurður til Háskólans: Stefnir starfi skólans í voða Á fundi í Félagi sagnfræðinema, sem haldinn var fyrir nokkru, var samþykkt ályktun þar sem mótmælt er harðlega niðurskurði fjárveitinga- valdsins til Háskóla Islands. Segir þar að meö tilliti til fjölgunar nemenda og þróunar kennsluhátta sé ljóst aö núverandi stefna stefni starfi Háskólans i hreinan voða. Nýjar merkingar á flugfarangri Flugleiðir vilja vekja athygli á nýjum reglum Alþjóðasambands flugfélaga (IATA) um merkingar á farangri flugfarþega. Þessar reglur taka gildi 1. janúar 1983. Samkvæmt þeim ber farþegum að merkja allan innritaðan farangur með nafni og heimilisfangi bæði að utan- og innan- verðu. Utan á ferðatöskum og öðrum farangri þarf einnig að koma fram dvalarstaður farþega á áfangastað, til dæmis hótel, eða annað það heimilisfang sem við- komandi hefur meðan á dvöl stendur. Það starfsfólk flugfélaga sem meöhöndlar óskilafarangur getur þá komið farangri sem kynni að mis- farast rétta leið svo farþegar sitji ekki uppi farangurslausir í skemmti- eða viðskiptaferð. Tilgangurinn með þessum nýju reglum er sá að auðveldara verði að koma öllum farangri tryggilega tii skila og flýta því að hafa upp á eigendum óskilafarangurs. Enn- fremur dregur þetta fyrirkomulag úr líkum á að farþegar taki ranga tösku í flugstöðvum. Flugleiðum þykir rétt að undir- strika, að þessar reglur gilda bæði um innanlands- og millilandaflug. Eskifjörður: SELDU JÓLAKORT OG GÁFU Kirkjur landsins eru aidrei meira sóttar en á þessum árs- tíma, um jól og áramót. Þessa fallegu jólamynd tók Ijós- myndari DV, Gunnar Andrésson, af Dómkirkjunni í Reykja- vík. Grenitréð í forgrunni skartar sínu fegursta. Menn hafa fengið jólasnjóinn ómældan um þessi jól sem óneitanlega gerir umhverfið fallegra. Þessi fallegu börn hafa það gott I innkaupakörfum stór- markaðarins. Foreldrarnir sjá um jóla- og áramótastússið og stress það sem því fylgir. Fulltrúar fullorðna fólksins sjást í baksýn en ungur drengur annast barnagæsluna kankvís á svip. D V-m ynd Einar Ólason. Þessar ungu stúlkur á Eskifirðitóku sig til fyrir jólin og seldu jólakort og notuðu andvirðið til kaupa á lampa sem þær gáfu dvalarheimilinu Hátúni á Eskifirði. Sum jólakortanna höföu þær búið til sjálfar. Afganginn af ágóðanum, sem nam tæplega fjögur hundruð krónum, létu þær einnig renna til dvalarheimilisins. Talið frá vinstri á myndinni Guðrún Björg Kristinsdóttir 10 ára, Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir 10 ára, Lilja Andrés- dóttir 9 ára og Rósa B jörg Jónsdóttir 10 ára. Að baki þeim er ölver Guðnason formaður stjórnar dvalarheimilisins. Emil, Eskifirði. DVALARHEIMIUNU LAMPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.