Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR 3. JANUAR1983. Lesendur Lesendur Lesendur Börn og umgengnisréttur: Er hægt að skikka foreldri til að umgangast barn sitt? Matthildur Ólafsdöttir hringdi: Tilefni þess aö ég sný mér til Dag- blaðsins Vísis er ágæt grein Jóhönnu Birgisdóttur um fóstureyð- ingar sem birtist í blaöinu 28. desem- ber. Igreininnisegirmeðalannars: „Nýjar reglur um forræði bama og umgengnisrétt hafa því miður komið þeim konum sem einar sitja eftir meö bömin að litlu gagni. Að vísu má skikka fööurinn til að hitta barnið einu sinni í mánuði eða eitthvað álíka og beita hann f jársektum, standi hann sig ekki í stykkinu.” Nú þekki ég sjálf til þess vandamáls sem skapast af því þegar faðir vill ekki umgangast barn sitt og því hræði- lega tilfinningaálagi sem því fylgir fyrir bamið. Ég hef reynt að leita upplýsinga um hvort réttur barnsins sé enginn þegar það lendir í svo rauna- legum kringumstæðum. Eg sneri mér bæði til bamaverndarnefndar og Félagsmálastofnunarinnar í Kópavogi en þar kannaöist enginn við að hægt væri aö skikka föður til aö hitta barn sitt. Eg væri því afar þakklát fyrir að fá skýr svör við því hvort þessar upplýsingar Jóhönnu Birgisdóttur eru réttar. Því ef svo er getur það skipt sköpum fyrir alla þá sem eiga við þetta vandamál að stríða. Ólöf Pétursdóttir, deildarstjóri hjá dómsmálaráðuneytinu, svarar: I 40. grein bamalaganna sem sam- þykkt voru á Aíþingi 1. apríl 1981 segir m.a.: „Nú torveldar það foreldri, sem hefir forsjá bams, að hitt fái að umgangast barnið, og getur dóms- málaráðuneytið þá knúið það að við- lögðum allt að 200 króna dagsektum, er renni til ríkissjóðs, til að láta af tálmununum.” Þótt lagagrein þessi taki ekki fram tálmanir sem stafa af því að foreldri neitar að umgangast bam sitt yrði henni þó beitt á sama hátt ef á reyndi. Samkvæmt barnalögunum má sekta foreldri, sem hefur forsjá barns, fyrir að neita hinu foreldrinu umgengni við það. Það sama gildir um foreldri sem neitar að umgangast barn sitt. FRÁBÆR ÚTVARPSÞÁTTUR MEÐ JÓNASIOG VIGDÍSI Bjami Leifsson skrifar: Ég er einn af aðdáendum Jónasar Jónassonar og áreiðanlega bara einn af mörgum sem finnst hann frábær útvarpsmaður. Eg hlusta alltaf meö mikilli ánægju á þættina hans og hef lagt áherslu á að láta þátt hans, Kvöld- gesti, aldrei fram hjá mér fara enda fluttur á þeim tíma sem þarf alls ekki að stangast á við vinnu manns. Ástæðan fyrir því að ég skrifa er þó sú aö mig langar til að þakka honum alveg sérstaklega fyrir þátt hans nú um jólin þar sem hann tók forseta Is- lands, frú Vigdísi Finnbogadóttur „á beinið”. Fór þar saman spyrill sem vissulega kann sitt fag og persónuleiki sem lætur heldur ekki aldeilis koma að tómum kofunum hjá sér. Frú Vigdís svaraði hnitmiðuöum og hnyttnum spurningum Jónasar á svo stórkost- legan og skemmtilegan hátt að mér finnst ég þekkja hana mun betur fyrir vikið. Þjóöin má vera stolt af slíkum forseta. RYÐVÖRN sf. SMIÐSHOFÐA 1. S 30945 BÍLARYÐVÖRN UNDIRÞVOTTUR MÓTORÞVOTTUR Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 Til sölu BMW 520 1981 BMW 518 1981 BMW 323i 1981 BMW 323i 1979 BMW 3201982 BMW 320 1981 BMW 3161979 BMW 323 1980 BMW 318i 1982 BMW 3151982 Renault 4 GTS 1982 |Renault 20 TL1979 Renault 20 TL1978 Renault 18 GTL 1979 |Renault 18 TS 1980 Renault 14 TL 1978 Renault 12 TL 1978 Renault 12 TL 1977 Renault 12 TS 1978 Renault 5L1979 Renault GTL1980 Renault & Van F4 1982 Gleðilegt nytt dr Þökkum viðskiptin á árinu KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 Auglýsing frá rfkisskattstjóra um skilafrest launaskýrslna o.fl. gagna samkvæmt 92. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt. Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. nefndra laga hefur skila- frestur eftirtalinna gagna, sem skila ber á árinu 1983 vegna greiðslna á árinu 1982, verið ákveöinn sem hér segir: I. Til og með 24. janúar 1983. 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. 4. Bifreiöahlunnindamiðar ásamt samtalningsblaöi. II. Til og með 21. febrúar 1983: 1. Afurða- og innistæðumiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. III. Til og með síðasta skiladegi skattframtala 1983, sbr. 1.— 4. mgr. 93. gr. nefndra laga: Greiðslumiðar yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eöa af- not af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tl. C-liðar 7. gr. sömu laga. (Athygli skal vakin á því að helmingur greiddrar leigu fyrir íbúöarhúsnæði til eigin nota vegna tekjuársins er til frá- dráttar í reit 70 á skattframtali skv. 3. tl. E-liðar 30. gr. nefndra laga enda séu upplýsingar gefnar á fullnægjandi hátt á umræddum greiðslumiðum.) Reykjavik 1. janúar 1983 Rí kisskattstjóri. KARNIVALIRIO æuintýrafierb til Brasilíu Brottför 20. febrúar — 20 dagar. Verðið ótrúlega hagstætt. Töfraheimur og sólskinsparadís á Copacabana baöströndinni í hebnsins fegurstu borg, Rio de Janeiro. Tekið þátt í frægustu og skrautlegustu „Kjötkveðjuhátíð” veraldar. Fjölbreytt skemmtanalíf og skoöunarferðir um Brasilíu, Iguacu-fossamir, Argentína og Paraguay. Höfuðborgin Brasilía, byggingarundur veraldar. Sau Paulo stærsta borg í heirni, Islendmgabyggðir Brasibufaranna í Curitiba og ótal margt fleira. Stórbrotið landslag og heillandi þjóðlíf sem aldrei gleymist. Flogið með breiðþotum yfir Atlantshafiö, — og verðið er hrebit ótrúlegt — vegna hagstæðra og traustra sambanda. Hægt er aö framlengja dvölina í Brasilíu. Takmarkaður sætaf jöldi til ráðstöfunar. il ónas Jónasson: Bæði hann og for- Btinn fóru á kostum í útvarpsþætti ans, Kvöldgestum, segir Bjarni eifsson. /ÆÍftOUr (Flugferðir)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.