Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR 3. JANUAR1983. 13 Hjörleffur og dr. Miiller. Innbyrðis vopnahlé Eðlilegt er, að nokkur tími hafi verið tekinn í samningaumleitanir, og á meðan þær standa yfir, þreifa aöilar fyrir sér með tillögum sitt á hvað. En þegar samningaþóf dregst úr hömlu og ekkert miðar, þrýtur menn eðlilega þolinmæðina, þegar fullreynt er talið á þeim vettvangi. Þá er gripið til hótana og síðan fram- kvæmda á einhliða aðgerðum, sem tiltækar eru. A þessari stundu standa mál þannig, að orkumálaráðherra hefir gripið til hótana um einhliða aðgerðir, og ríkisstjómin stendur að baki honum. Hér er ekki um aö ræða einleik Hjörleifs Guttormssonar, þaö skulu menn athuga í öllu moldviðr- inu, sem upp er þyrlað í kringum hanní þessumáli. A „Álhringurinn mun sitja við sinn keip svo ^ íengi sem íslendingar leika ekki kref jandi leiki í skákinni.” Það er svo annað mál, sem ekki skal rætt frekar hér, að sjálfsagt eru ákveönir aðilar innan ríkisstjórnar tregir til raunhæfra aðgerða í þessu máli. Það hefir óður á slíkt reynt, þegar Islendingar hafa orðið aö grípa til einhliöa aðgerða gagnvart öðrum þjóðum í lífshagsmunamálum og má þar minna á útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í tvígang undir for- ustu Lúðvíks Jósepssonar. Þá reynd- ist mörgum af öfundarástæðum erfitt að fylgja málinu af heilum hug og svo mun einnig nú, að ýmsir eiga erfitt með aö fylkja sér undir forustu ríkisstjómarinnar í álmálinu með Hjörleif Guttormsson í broddi fylkingar vegna öfundar í hans garð og hans flokks. Upphlaup peðsins á sér líka hlið- stæöu. Áður hefir órofa samstaða þjóðarinnar verið rofin á viðkvæmu stigi af skoðanabræðrum peðsins og andstæðingnum fengið vopn í hendur og kropið á kné fyrir honum. Á þann hátt er álskákin nú í uppnámi. Það er einn af leyndardómum hernaðarlistar aö þekkja sem bezt til andstæðingsins og þó ríður kannski mest á því að þekkja andstæðinginn eða vita, hver hann er. Vonlítil er sú barátta, sem háð er við óþekktan andstæðing. Það ber því brýna nauðsyn til, að úrtölumenn og skó- sveinar erlendra áhrifaafla geri sér nú þegar ljóst, hver er andstæðingur Islendinga í álmálinu. Sá and- stæðingur er ekki ríkisstjómin eða Hjörleifur Guttormsson orkumála- ráðherra. Aðalandstæðingurinn er auðvitaö hinn voldugi álhringur Alu- suisse. Hann verður ekki sigraöur nema með einhuga samstöðu Islend- inga allra, sem verða að fylkja sér saman í þessu máli og semja um inn- byrðis vopnahlé í minni háttar deilu- málum á meðan. Bandamenn þessa volduga andstæðings em svo öll þau peð, sem slíku upphlaupi valda, að skákstaöan verður í uppnámi. Þessum skelfdu peöum má auðvitað ekki tefla fram, heldur að setja þau niður, eins og Kári Bjöm úr Mörk forðum, að baki vopnfæmm og bar- dagahæfum mönnum. Birgir Stefánsson, kennari. Japaninn framleiðir ekki bHa fyrir ísiendinga af samuð og Islenaingar selja Spánverjum ekki fisk af samúð. . . heldur lendi þær í vösum atvinnu- stjórnmálamanna eins og Olafs Grímssonar og Sverris Hermanns- sonar, sem nota þær til aö kaupa fyrir atkvæði? Að s jálfsögðu leysum við vandann ekki allan meö spakmælinu einu. Hver em verk mannsins sjálfs, og hvemig á hann að njóta þeirra? Ég held, að markaðurinn sé eini hlut- lausi dómarinn um þetta. Sá, sem selur vöru sína á markaðnum og græðir, af því að eftirspurn er eftir vöm hans, á rétt á gróða sínum — enda er gróði hans ekkert annað en afleiðing af vali annarra manna. Hann hefur ekki alltaf fengið gróðann með mikilli vinnu eða erfiöis- munum, heldur stundum meö út- sjónarsemi, aðdráttarafli, yfirburða- gáfum eöa annarri sérstakri hæfni. Kvikmyndastjarnan, sem menn flykkjast til að horfa á, dægurlaga- söngvarinn, sem veröur skyndilega vinsæll, erfinginn, sem auðmaðurinn hefur dálæti á — þetta fólk hefurekki „unnið fyrir” því, sem þaö fær, í bókstaflegustu merkingu. En það hefur veitt öðrum þjónustu, sem þessir aðilar em tilbúnir til að greiða fyrir, og þeirra verka sinna á þaö að njóta. „Hver er sinnar gæfu smiður " Með þessu spakmæli er þeirri hug- mynd hafnað, sem „velferðarríki” okkar daga hvílir á, en hún er, að hamingjuna megi skipuleggja, að gera megi menn að gæfumönnum í stofnunum. Hamingjan kemur ekki að utan, heldur að innan, hún býr í manninum sjálfum, eins og Sigurður Breiðfjörð minnti okkur á. (öðru máli gegnir að vísu um vellíðan en Kjallarinn Hannes H. Gissurarson hamingju: Ríkið getur tryggt vel- líðan manna meö því aö dæla í þá nautnalyfjum, svo að dæmi sé tekið. En þeir eru fáir, sem telja, að gæfan felist í því einu að liða vel.) Menn finna hamingjuna í starfi, þeir smíða gæfusína sjálfir, aörir geta ekki gert það fyrir þá, eins og Wilhelm von Humboldt benti á í Takmörkun ríkis- valdsins 1792. Það á eins við um of- drykkjumanninn og letingjann, að ríkið getur ekki ráðið við þá eymd, sem kemur aö innan. Það gerir að öllu jöfnu illt verra með afskiptum sínum. Fyrirvarar eru nauðsynlegir við þetta spakmæli eins og önnur. Ogæfan getur komið að utan ekki síður en að innan. Menn geta orðiö fyrir áföllum, sem eru ekki þeim sjálf um aö kenna. Af þessu spakmæli má ekki draga þá ályktun, að ógæfumaður sé alltaf sinnar ógæfu smiður. En það breytir engu um það, að engir geta smíðað gæfu mannsins fyrir hann, síst valdsmenn ríkisins. „Garður er granna sættir" Með þessu spakmæli er það sagt, að besta ráöið til að tryggja frið með mönnunum er að setja fastar reglur um eignarrétt þeirra. Þetta eru hag- kvæmnisrök fyrir séreign. Sér- eignarrétturinn er homsteinn friðarins. I þessu viðfangi má minna á söguna af Agli Skallagrímssyni. Hann lagði svo fyrir á gamals aldri, að silfri sínu yrði öllu kastað yfir menn á Alþingi og þeim sagt að eiga, sem hirtu, til þess að hafa mætti af því nokkra skemmtun, er þing- heimur berðist. Þetta var að vísu ekki látið eftir Agli, en sagan sýnir það, sem máli skiptir. Og allir þekkja dæmi um deilur í fjölbýlis- húsum, ef ákvæði um sameigin em óskýr, og endalausar landamerkja- þrætur bænda, svo að ekki sé minnst á það, hvernig umhorfs yrði með þjóðinni, ef menn ættu fremur að afla eigna með baráttu en viðskiptum. Til eru þeir menn, sem ræða í fyrirlitningartón um „friðhelgi eignarréttarins”. Þeir skilja það ekki, að fastar reglur um, hvað er mitt og hvað þitt, eru nauðsynlegar. David Hume ræddi um þetta í þriðja bindi bókar sinnar, Ritgerðar um mannlega náttúru, 1739. Hann benti á það, að þessar reglur verði að vera fastar, til þess að þær nái tilgangi sínum. Það er því ekki hending, að rætt er um frið-helgi eignarrétt- arins. Og ólíkt friðsamlegra yrði á Islandi, ef menn hættu að hamast við aö skipta þjóðarkökunni og leyfðu henni heldur að skiptast á menn eftir hlut þeirra að bakstrinum (en um þann hlut er markaöurinn eini hlut- lausi dómarinn, eins og þegar hefur verið sagt) — ef menn létu með öðrum orðum það í friði, sem grönn- um þeirra tekst að rækta á sínum reitum, og reyndu að gera betur sjálfir. -0- Hvaða ályktun getum við dregið af hinni islensku alþýðuspeki? Hina sömu og flestir hugsuðir Vesturlanda hafa dregið, að stefna einstaklings- frelsis, séreignar og samkeppni sé eina stefnan, sem mörkuð sé af reynslu kynslóðanna. Oxford, í desemberbyrjunl982. Hannes H. Gissurarson. „Hvaða ályktun getum við dregið af hinni íslensku alþýðuspeki?”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.