Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 8
8 DV. MANUDAGUR 3. JANUAR1983. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 69. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 ó Kársnesbraut 36-A, tal. eign Jóns G. Þorkelssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. janúar 1983 kl. 16.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Lausar stöður Samkvæmt breytingu á lögum nr. 77/1981, frá 18. maí 1982, auglýsir ráöuneytið hér með lausar til umsóknar tvær stööur héraðsdýralækna, þ.e. í Hofsósumdæmi og Þingeyjarumdæmi vestra. Einnig er laus til umsóknar staða héraðsdýra- læknis í Strandaumdæmi. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 1983 en stöðumar veitast frá 1. apríl 1983. Umsóknir sendist landbúnaðarráðuneytinu, Arnarhvoli, Reykjavík. Landbúnaðarráðuneytið, 30. des. 1982. IDNAOARMAN NAHUSINU Hafnarfirði TONABÆ W/Skaftahlið ^DRAUMEV ABAPOTTft |r Já.Já, stepp var þaá og Innritunrn er hafin i alta flokka. byjandi, kapfttp pitthvaá fyrir þér. eða víltu a/PHatitna? Simlhn «r S3007 ♦ kannslutttni varíur mánudaginn 10, janúor og '• i- stofngjaldi. Eftir það borgar þú •ðaini fyrir þa ttma »eni þú rnoetir í og það sem meira er, þu rteður þínum maetingum fc Hvernig v*ri þvi að dusta rykið af dansskónum og laora stepp, sem er nú eftir nokkra hviid að verða jafnvel vínsælla en á sjálfum gullnu árum kvik- myndanna og þar sém aldurstakmörk eru engin en inntökuskilyrðl göngukunnátta og jákvætt hugarfar. ^ Stepp var það heillin, og siminn er 53007 Já, fimmtiuogþrír James Bond. SJAUMST ! Tölvufræðsla Tölvuritvinnsla Leiðbeinandi. Tilgangur námskeiðsins er aö kenna og æfa þátttakendur í notkun '*m~ \ ritvinnslu og gefst tækifæri á aö / ■ Æ I kynnast eiginleikum ýmissa þeirra ■ ritvinnslukerfa sem nú eru í boöi. % --»1 Efni: \ ’é ’fc* — Undirstöðuatriði ritvinnslu — Ritvinnsla á stórar tölvur — ETC — Ritvinnsla á smátölvur: Ragna Sigurðardóttir — BSG, Ritþór, Scripsit, Wordstar. Guðjohnsen Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja afla sér alhliða þekkingar um hvað ritvinnsla er og vilja æfa sig og meta mismunandi kosti ritvinnslukerfa. .Tími: 10. —14. janúar 1983 kl. 09:00—13:00. Staður:Ármúli 36, 3. hæð (Gengið inn frá Selmúlaj.j Ath.: Fræðslusjóður Verslunarmanna- félags Reykjavíkur greiðir þátttökugjald félagsmanna sinna á þessu námskeiði og skal sækja um það til skrifstofu VR. A STJÚRNUNARFÉLAG ÍSLANDS fflfSSSí” Útlönd Útlönd Útlönd Áramótin sprutgu saman í New York — Efnahagsmálin og kjamorkuvopnin efst í huga stórveldaleiðtoganna í nýársboðskap þeirra Kjamorkuvopn og efnahagsmálin voru efst á blaði í nýársboðskap leið- toga stórveldanna, en árið 1983 hóf innreið sína meö minniháttar skær- um í Líbanon, sprengjutilræðum i New York og skæruliöaárásum í Zimbabwe. Jafnvel þar sem menn komu sam- an til þess að kveðja gamla árið með glöðu sinni urðu róstur. Þannig tróð- ust tvær konur til bana þegar 150 þús- undir söfnuöust á Trafalgar-torg í London til að fagna nýja árinu og kveðja það gamla. I Astrabu kom til óeirða og hundruð voru handtekiin . Á Italíu var 38 ára húsmóðir skotin til bana í slysni af ættingja sínum meðan hún var að opna kampavíns- flösku en 352 Italir urðu fyrir meiðsl- um í áramótaærslum. Næstum jafn- margir og dagamir í árinu. Jóhannes Páll páfi skoraði á risa- veldin í nýársboðskap sínum að leggja sig fram í afvopnunartilraun- um. — „Friður næst ekki fyrir tilstilli annars aðilans meðan hinn leggur ekkert af mörkum,” sagði hann. Leiðtogar Sovétríkjanna sökuðu vesturveldin um að grafa undan „detente”. I höfuöborg Líbanon hafa menn ekki í langan tíma upplifað jafn- friðsöm áramót, en hinir grimmustu bardagar vom háðir milli herskárra múslima innbyrðis í hafnarborginni Trípólí. Ásteytingurinn var út af fylgi og andstöðu við Sýrlendinga. Taliö er að 30 hafi fallið i þessum skærum. Sex manns vom drepnir og tveim var rænt á gamlárskvöld af skærulið- um í Zimbabwe. Gerðist þetta í Matabelelandi en þangaö var stefnt bæði her- og lögregluliði í síðustu viku eftir að stjómarandstæðingar höföu skotiö á almenningsvagna, drepið þrennt og sært 21 mann. Fjórar sprengjur sprungu við lög- reglustöðvar og aðrar opinberar byggingar í New York á gamlárs- kvöld en sú fimmta fannst og var gerð óvirk áður en hún náði að springa. Hringt var í sjónvarps- fréttastofu og ábyrgðinni af til- ræðum þessum lýst á hendur hryðju- verkasamtökum sem krefjast sjólf- stæðis til handa Puerto Rico. Árgentfnskir hermenn sem börðust á Falklandseyjum töldu sig svikna af stjóra- innl í Buenos Alres. Argentína gerír enn tilkall til Falklandseyja Utanríkisráðherra Argentínu sagði í gær að Argentína mundi áfram stefna aö fullum yfirráðum yfir Falklands- eyjum. Lýsti Juan Ramon Aguirre Lanari þessu yfir í argentínska sjónvarpinu, þar sem þess var minnst að 150 ár em liðin síðan Bretar hemámu Falklands- eyjar, sem Argentínumenn kalla Mal- vinas-eyjar. Skoraöi ráðherrann á Breta að verða við ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um að taka upp að nýju samningaviðræður til lausnar deilunni um yfirráö eyjanna. — „Olöglegt her- Umsjón: Guðmundur Pétursson og Jóhanna Þráinsdóttir nám kann aö tryggja samveldinu yfir- ráð yfir landssvæðinu í bili en mun aldrei veita þeim þau löglegu yfirráö eyjanna, sem stjóm Argentínu mun halda áfram að gera tilkall til á öllum alþjóðlegum vettvangi,” sagði Lanari ráðherra. Hann vék aðeins lítillega að stríðinu, sem spratt út af innrás Argentínu á Falklandseyjar 2. apríl á síðasta ári og þá með heitstrengingu um að séð skyldi til þess að argentínsku her- mennirnir hefðu ekki látið líf sitt þar til einskis. 20 hermenn sem börðust í Falklands- eyjastríðinu komu saman á torginu fyrir framan forsetahöllina í Buenos Aires og sungu þjóðsönginn, snúandi bakinu í höllina. Hrópuðu þeir slagorð gegn heimsvaldastefnu Bandarikja- manna og Breta og slakri forystu Argentínustjómar í stríðinu síðasta ár. Stefnir ífisk- veiöi- stríö Breta og Dana Danskar sjómannafjölskyldur biðu meö öndina í hálsinum tíöinda af fiski- miöum við Bretlandseyjar en þangað ætluöu danskir fiskimenn í trássi við nýjar fiskveiðireglur EBE og þrátt fyrir að þeirra biðu bresk flotaskip með fyrirmæli um aö færa þá strax til hafnar með hótanir um sektir. En ógæftir um áramótin öftruðu Dönum að sigla á miðin svo að ekki hefur komið til árekstra ennþá. Tveir danskir fiskibátar voru samt teknir á gamlársdag og færðir til hafnar af breskum herskipum. Þeir höfðu þó ekki verið aö veiðum. Dönsku fiskimennirnir vilja stærri hlut í fiskveiðikvóta EBE á bresku miöunum í Norðursjónum, þar sem Danir hafa stundað veiðar í marga mannsaldra. Eru þetta aöallega makrílmið við Shetlandseyjar og suð- vesturströnd Englands og Skotlands. Danir telja sig eiga hefðbundinn rétt til veiöa ó þessum miðum. Eitt mannrán vikulega á Ítalíu Látinn var laus á gamlársdag í Reggio Calabria á Italíu auðugur lyfjafræðingur sem rænt var fyrir ellefu mánuðum. Þó ekki fyrr en greiddir höfðu verið fyrir hann í lausnargjald 1,2 milljarðar líra. Var þetta eitt mesta lausnargjald sem mannræningjar á ltaliu höfðu upp úr krafsinu á árinu 1982. Alls var 51 mannrán á Italíu það ár og samtals 19,2 milljarðar líra greiddir í lausnar- gjöld. — Af þessum 51 manni eru tólf enn á valdi mannræningjanna, tveir hafa fundist dauöir og hinir hafa verið látnir lausir heilir á húfi. Metárið í mannránum á Italíu var 1977, þegar 76 var rænt og 34 miiljarðar greiddir í lausnargjöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.