Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 9
DV. MANUDAGUR 3. JANUAR1983.
Útlönd
Útlönd
9
Utlönd
Utlönd
Beirút, böfuðborgin í Líbanon, befur
ekki lengi átt jafn friðsöm áramót og
nú, en 1982 var þeim blóðugt ár.
Dregur
EBEúr
inn-
flutn-
ingi
frá
Japan
Utanríkisráðherra Japans, Shintaro
Abe, kemur til Brussel í dag í byrjun
heimsóknar sinnar til fimm ríkja
EBE. Tilgangurinn er að reyna að
draga úr spennu sem magnast hefur í
milliríkjaverslun Japans og Vestur-
Evrópu.
En hjá Efnahagsbandalaginu telja
menn að muni reynast erfitt verk hjá
Abe ráðherra að sannfæra hina
evrópsku kaupanauta um að Tokyo-
stjómin leggi sig alla fram við að
draga úr viðskiptahallanum milli
Japan og Evrópu.
Japanir brugðu við og sendu utan-
ríkisráðherrann eftir að vaknaði um-
ræða hjá EBE-löndunum tíu um harð-
ar aðgerðir með tollavemd eða við-
skiptahöftum til þess að draga úr inn-
flutningi frá Japan og rétta hlut inn-
lendrar framleiðslu á krepputímum.
EBE-aðilar halda því fram aö útflutn-
ingur Japana á bílum, myndböndum
og fleim sé á niöursettu verði, sem
Evrópuiönaður geti ekki keppt við.
Þeir vilja að Japan opni sína markaði
betur fyrir evrópska framleiðslu.
Mannskaðaár
í Ubanon
Nær 1400 manns voru drepnir í
Líbanon á síðasta ári og em þá ekki
taldir þeir sem létu lífið í innrás
fsraels eða i fjöldamorðunum í PLO-
búðunum í Saba og Shatila í Beirút,
sem engri tölu hefur veriö komið á.
Giska menn á aö mannfalliö í Líbanon
1982 gæti reynst nærri 19 þúsundum, ef
þau ósköp væm metin í tölum.
217 féllu í bardögum hægri sinna
kristinna manna við vinstri sinna
drúsa í fjöllunum austur af höfuðborg-
inni og yfir 180 féllu í bardögum í hafn-
arborginni Trípólí, þar sem enn var
barist nú um áramótin. 137 manns létu
lífið í bílasprengjum.
2120 létu lífið með vofeiflegum hætti í
Líbanon árið 1981 en þar af yfir 500 í
átökum PLO-skæruliða og Israela í
suðurhiuta landsins og loftárásum
Israela á Beirút.
Októbermánuður á nýafstöðnu ári
var tiltölulega friðsamastur, með
Amin Gemayel nýtekinn viö forseta-
embætti. Blóðsúthellingarnar jukust
þó aftur og desember var mesti mann-
skaðamánuöurinn í innbyrðis átökum
Líbana.
Bílskúrinn
úr snjóhúsi
Það snjóar viöar en hér á Islandi og eins og hér geta menn þá lent í
erfiðleikum með bíla sína á bílastæðunum heima við. Einn og einn kann þó ráð
við vandanum og færir sér jafnvel fannfergið í nyt eins og maðurinn á mynd-
inni hér fyrir ofan, sem gert hefur sér bílskúr eða skýli úr snjónum.
Við f ramleiðum
16 gerðir
skrifborðsstóla
Líttu inrrtil okkar,
viö höfum ábyggilega
eitthvaö fyrir þig.
STAUÐJAN"f
SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211
TV3
RF1
1
Vió leggjum áherslu á
fjölbreytni í skrifborös-
stólum og vandaða vöru.
15 ára reynsla hefur
kennt okkur margt og
ennþá vinnum vió aö því
aö bæta framleiðsluna
og auka úrvalið.