Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 29
DV. MANUDAGUR 3. JANUAR1983
33
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Fyrir skömmu voru eins konar „töðugjöld"haldin hjá féiögum í Golfklúbbi
l\less á Seltjarnarnesi. Var þar ýmislegt um að vera, þar á meðal aðaifundur
klúbbsins og verðlaunaafhending fyrir mót sumarsins. Voru þar fjölmargir
sem fengu glæsileg verðlaun fyrir unnin afrek á Uesvellinum í sumar. Má sjá
þann hóp hór ásamt hinum nýja formanni klúbbsins, Sigurði Runólfssyni,
sem erlengst tilhægriá myndinni. DV-myndFriðþjófur.
Clint Eastwood
oröinn rólegrí
— enn er hann þó ótrúlega vinsæll
Hárið er byrjað að þynnast og það
er ekki laust viö að grænu augun á
bak við gleraugun séu þreytuleg.
Þótt undarlegt megi virðast virkar
hann dálítið taugaóstyrkur. Nokkuð
sem erfitt er aö trúa. Já, hinn eini
sanni Qint Eastwood, 52 ára að
aldri, er langt frá því að vera eins og
hinir eitilhörðu náungar, sem hann
hefur svo oft leikiö, í nýju myndinni
sinni, Firefox.
Eastwood hefur nefnilega breytt
um stíl. Afar ólíkur Dirty Harry, sem
alltaf var tilbúinn að grípa í gikkinn
ef þess þurfti með, og hvað þá gamla
dollaramanninum, sem hann túikaði
svo vel á sínum tíma. I Firefox er
hann orðinn mannlegur og getur gert
mistök.
Myndin fjallar um rússneska þotu,
sem getur flotið sex sinnum hraðar
en hljóöið. Með þotunni hafa Rússar
öölast svo mikla hernaðarlega yfir-
burði yfir NATO-löndin að þeim er
nauðsynlegt að stela þotunni. Og það
kemur í hlut Michell Gant (Clint
Eastwood) fyrrum flugmanns í
Víetnam að fara yfir járntjaldiö og
ná í þotuna, sem nefnistFirefox.
Eastwood framleiöir myndina,
leikstýrir og leikur aðalhlutverkið.
Myndin er sú aldýrasta, sem hann
hefur leikið í og framleitt, en hún
kostaði 18 milljónir dollara í fram-
leiðslu. Upptökur fóru fram víðs
vegar um heiminn. Ekkert var til
sparað.
Peningar af myndinni eru strax
farnir að streyma inn því hún hefur
slegið í gegn í Bandaríkjunum.
Myndin sýnir að gamli góði Clint
Eastwood er alltaf jafnvinsæll.
Ennþá trekkir hann að eins og það er
kallað.
Qint er einn ríkasti maður í
Hollywood og hefur grætt óhemju á
þeim myndum, sem hann hefur
leikið í. Sagt er að tekjur af myndum
hans séu um milljón dollarar. Otrú-
leg upphæð.
1 einkalífinu hefur gengið á ýmsu
hjá honum. Skilinn við konuna eftir
þrjátíu ára sambúð og er í tygjum
viö leikkonuna Söndru Locke. Þau
eru þó ekki gift. Nýlega sótti Clint
vikublaðið The National Enquirer til
saka. Blaöið staðhæfði að hann hefði
verið í ástarsambandi við söngkon-
una Tanya Tucker. Clint kvað þetta
algjöran uppspuna og sótti blaðiö til
saka þar sem hann vildi ekki láta
ljúga umsig.
En kappinn viðurkennir að hann sé
oröinn rólegri með aldrinum og hann
reiðist ekki næstum eins oft og hann
gerði áður. ,,Ég hef meiri stjóm á
mér,” segir hann með sínu kunna
brosi.
„Ég hef meiri stjórn á mir, " segir Clint Eastwood, nú orðinn 52 ara að
aidri. Hann er ein rikasta stjarna kvikmyndaheimsins og eru þó ýmsir
áþeim vigstöðvum, sem geta talið dollarana.
Clint Eastwoodsem gamli doHaramaðurinn. Elnsamall, hægur, yfirveg-
aður, gikkfimur og sá besti. „ Við erum þrjátíu, þú ert einn, þú vorðun
drepinn, ungi sveinn," var nokkuð sem ekki þýddi að segja við hann.
Nýja myndin hans Clint heitir Firefox og þar leikur hann fyrrum orustufíugmann i Vietnam, sem þarf að
fara til Rússlands og stela fullkominni orustufíugvél. Á þessari mynd er hann þó i venjulegri flugferð og er
að rabba við flugfreyjuna.