Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 25
DV. MÁNUDAGUR 3. JANUAR1983.
29
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 76., 79. og 85. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Laufvangur 2, 1. h.t.h., Hafnarfirði, þingl. eign Ingibjargar
Þorkelsdóttur, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni
sjálfri fimmtudaginn 6. janúar 1983 kl. 13.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 76., 79. og 85. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Laufvangur 1, 3. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Helga Jóns-
sonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 6. janúar 1983 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 76., 79. og 85. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Breiðvangur 26,1. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Alfreðs Dan
Þórarinssonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar og Veðdeild-
ar Landsbanka Isiands á eigninnf sjálfri fimmtudaginn 6. janúar
1983 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 76., 79. og 85. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Breiðvangur 6, 2. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Ragnars
Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar, Guðjóns
Steingrimssonar hrl., Veðdeildar Landsbanka Islands og Guðjóns
Ármanns Jónssonar bdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. janúar
1983 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 76., 79. og 85. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Miðvangur 151, Hafnarfirði, þingl. eign Guðbjarts Jónsson-
ar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar, Innheimtu rikissjóðs og
Guðjóns Steingrimssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6.
janúar 1983 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 78., 82. og 87. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
Mánabraut 17, þingl. eign Borgþórs Björnssonar, fer fram á eigninni
sjálfri miðvikudaginn 5. janúar 1983 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 79., 81. og 85. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á
Kjarrhólma 22 — hluta —, þingl. eign Sigurðar Þorkelssonar, fer fram
á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. janúar 1983 kl. 14.45.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 95., 99. og 101. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á
Reynigrund 1, þingl. eign Öðins Geirssonar, fer fram á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 5. janúar 1983 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 60., 63. og 64. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
Álfhólsvegi 57 — hluta —, þingl. eign Sturlu Snorrasonar, fer fram á
eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. janúar 1983 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Búðarvegi 12 Fáskrúðsfirði hluta, þinglesin eign
Friðmars Péturssonar talin eign Eiriks Stefánssonar, fer fram sam-
kvæmt kröfu Innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri mánudaginn 10.
jan. 1983 kl. 10 árdegis.
Sýslumaðurinn Suður-Múlasýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Strandgötu 9 b Eskifirði þinglesin eign Guðjóns
Jóhannssonar, fer fram samkvæmt kröfu Tryggingarstofnunar ríkis-
ins, Árna Halldórssonar hrl. og Innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri
föstudaginn 7. jan. 1983 kl. 14.
Bæjarfógetinn á Eskifirði.
Um helgina Um helgina
Sýnist mér fyrír handan haf...
„ Allt mannkyn þráir frið, en sú þrá
er blandin beyg,” sagði Gunnar
Thoroddsen á gamlárskvöldi og öll
var ræða hins reynda öldungs sveip-
uð kvíðafullu myrkri aðsteðjandi
ógna. Fremst af öllu var það beygur
vegna vígbúnaðar og yfirvofandi
styrjaldar og sparði sá gamli
hvergi voðaþrungin orðasambönd í
þeirri veru. Gunnar Thoroddsen er
bragur karla, töfrar málsins leika
honum á tungu, hann er hinn mikli
leikstjóri stjórnmálanna og kann þá
íþrótt öðrum leikstjórum betur að
draga mál sitt jafnan þeim litblæ
sem hæfir hverju hlutverki best. Upp
á síðkastið er hann leiðtoginn sem
teymir fólk sitt út úr mykri og von-
leysi, hinn hærugrái hugsuður sem
hlýönast kallinu á örlagastundu.
En sá er munur á leikurum stjórn-
málamanna og öðrum leikurum, að
þeir fyrmefndu semja sína- rullu
sjálfir, og stórmannlegt hefði mér
þótt ef Gunnar hefði getið þess í
textanum, að þær hörmungar sem á
oss dynja og það myrkur sem hann
er aö bögglast við að stýra oss í
gegnum, það hafa vondir þingmenn
yfir oss kallað á liðnum árum, og þar
er Gunnar ekki allskostar syndlaus
sjálfur.
Eða gat hann þess að nokkru, þótt
ekki blasti alveg við í fyrstu? Gaf
hann um það vísbendingu hvemig til
hefði tekist og hvernig horfa myndi
fyrir þjóðarskútunni á næstu
tímum? Vel má það vera. Ræðu sinni
lauk hann á visu eftir Bólu-Hjálmar:
Sýnist mér fyrir handan haf, o.s.frv.
Þessi vísa er lokaerindi úr merkilegu
kvæði sem flestir þekkja; Sálarskip-
ið heitir það og skal það birt hér í
heild, mönnum til glöggvunar og
íhugunar, enda munu refirnir til þess
skomir.
Sálarskip mitt f er hallt á hlið
og hrekur til skaðsemdanna,
af því það gengur illa við
andviðri freistinganna.
Sérhverjum undan sjó ég slæ,
svo að hann ekki fylli,
en á hléborðiö illa ræ,
áttina tæpast grilli.
Önýtan knörrinn uppá snýst,
aldan þá kinnung skellir,
örvæntingar því ólgan víst
inn sér um miöskip hellir.
Bítur mér fyrirnesin naum,
í Naustavík hjálpar hvergi,
óláns því hrekst í stríðan straum
og steyti á Smánarbergi.
Sundur þá leysir feigðarflök
og festir í j arðar iðri,
eitthvað burt flæmist öndin slök,
illverka reifuð fiðri.
Sýnist mér f yrir handan haf
hátignarskær og fagur
brotnuðum s orga r öldum a f
upp renna vonar dagur.
Mikil er sú játning sem þetta kvæði
Bólu-Hjálmars flytur og þá er vel ef
spásögn lokavísunnar rætist að vori
komanda, og marga flónsku er hægt
að fyrirláta skáldi er þannig kveður.
Þegar dró að mörkum hins gamla
árs og þess nýja, hóf útvarpsstjóri
sína tölu, fagurskrýdda viturlegum
hugrenningum og varð honum
margtalað um friðinn í heiminum.
Víst er mönnum gott að sitja í friði að
búum sínum, en þó er annaö betra til
en friður, en það er frelsið, og því er
nú verr og miður að þetta tvennt fer
ekki alltaf saman. Það er ekki mann-
sæmandi friöur þegar saklaust fólk í
öðrum löndum lifir sinn ævidag
undir byssuhlaupum hlakkandi ill-
virkja. Og hvar væri Evrópa stödd ef
ekki hefðu skylduræknir piltar
skálmað fram undir gunnfánum
gegn herjum Hitlers? Já, hvar væri
mannkynið allt á vegi statt, ef ekki
heföu verið til á öllum tímum
hugprúðir menn sem þorðu að út-
hella eigin hjartablóöi til þess að viö
hinir mættum lifa og vera frjálsir?
Ber okkur ekki einnig skylda til að
heiöra minningu þeirra og gegna
skyldum okkar eins og þeir gerðu? A
vorum dögum engjast margar þjóðir
undir hamri og sigö kúgaranna og
það verður enginn mannsæmandi
friður í veröldinni fyrr en við höfum
rekið þá burt af löndum og það má
mikið vera ef það verður gert með
góðueinu.
Frú Vigdís hélt sína nýársræðu í
svo hörðu veðri að sjálfur Bessa-
staöaskógur svignaði að baki
hennar. Snotur fannst mér ræðan og
hæfilega smágerð í sniðum ef undan
er skilin nokkuð stórfelld frásögn af
nýrri stöðu landans meðal þjóða eftir
hefðarsamsætið mikla í Ameríku.
Að kvöldi nýársdags brá fyrir Mar-
gréti Thatcher í sjónvarpsfréttum.
Hún virðist vera sæmilega á veg
komin að stappa stálinu i Englend-
inga, og er ekki vanþörf á eftir ára-
tuga ódöngun. Margrét-Thatcher er
bragur kvenna, sannkölluð leiftur-
sóknarkona, hugrökk og sterk og
væri betur að ein slík fyrirfyndist á
þessulandi.
Þegar sýnt þótti að þættimir um
félagsheimilið yrðu s jónvarþinu lítill
vegsauki, stakk víst einhver æringi
upp á því aþ hér eftir yrðu einungis
menn gersneyddir kimnigáfu fengnir
til þess að setja saman skemmti-
þætti. Áramótaskaupiö sannaöi aö
ekki gefst sú aðferð betur en hinar og
er þá úr vöndu að ráða.
Annálamir voru nokkuð sæmilegir
að þessu sinni. Sá erlendi var sýnu
fremri, tæpt var á ýmsum skemmti-
legum bröndurum mannlífsins,
greint frá mörgum stærri málum og
Afganistans getið í einni setningu, en
það er einni setningu betur en
stundumáður.
Baldur Hermannsson
Andlát
Anna Magnúsdóttlr lést 27. desember
sl. Hún var dóttir Guðrúnar Oddgeirs-
dóttur og Magnúsar Jónssonar. Eftir-
lifandi eiginmaður önnu er Njáll Guð-
mundsson. Þau eignuöust tvö böm. Ot-
för önnu verður gerð frá Fossvogs-
kirkju í dag mánudag kl. 15.
" 1 V
Fé/agasam tökí
FramletOi og Otvaga alls konar
fólagsmarki.
Guðlaugur Narfason, Baldursgötu 25
Rvík., verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju þriðjudaginn 4. janúar kl.
15.
Jón Eiríksson skipstjóri, Drápuhlíð 13,
lést 30. desember 1982.
Svanhildur Lilja Kristvinsdóttir hús-
freyja, Halakoti, verður jarðsungin frá
Selfosskirkju þriöjudaginn 4. janúar
kl. 14. Jarösett veröur frá Laugardæl-
um.
Jón Bjami Sigurðsson, Garðabraut 13
Akranesi, verður jarðsunginn frá
Akraneskirkju þriðjudaginn 4. janúar
kl. 13.30.
Sverrir Sigurður Ágústsson flug-
umferðastjóri, (Dalalandi 9), Efsta-
landi 24 er látinn. Utförin fer fram frá
Dómkirkjunni þriðjudaginn 4. janúar
kl. 15.
Aðalsteinn Guðjónsson, Eskihliö 14,
lést í Borgarspítalanum 29. desember
sl.
Ottó Pálsson, fyrrverandi kaupmaður
á Akureyri, andaöist í Sjúkrahúsinu á
Akureyri 27. desember. Utför hans
verður gerð frá Akureyrarkirkju
þriöjudaginn4. janúarl983kl. 13.30.
Jón Ragnar Finnbogason múrara-
meistari, Kirkjuteigi 33, verður jarö-
sunginn frá Laugameskirkju þriöju-
daginn 4. janúar kl. 13.30.
Verðlaunagripir / úrva/i
5 *''» *-*•
Verðlaunapeningar
m/áletrun.
Mjðg kmgstmt vtrA.
Leitið upptýsingm.
me
BALDVIN
ba
MAGNÚS E. | BALDVINSSON SF,-
Laugavegi8
Simi 22804
UR — SKARTGRIPIR — GJAFAVÖRUR
Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig á ýmsan hátt í tilefni af 80 ára af-
mælt mínu 17. desember s/.
Einnig þakka ég jóla- og nýárskveðjur.
Gleðilegt nýtt ár.
Soffía Sigurðardóttir,
Skúlaskeiði 2 Hafnarfirði.
Ágúst Sigurjónsson bifreiðarstjóri,
Fossahlíð 3 Grundarfiröi, sem lést 24.
desember, verður jarðsunginn frá
Grundarfjarðarkirkju þriðjudaginn 4.
janúar kl. 14. Ferð verður frá BSI kl. 7
sama dag.
Tilkynningar
Vinningar í
hausthappdrætti
Krabbameinsfélagsins
Dregið var á aðfangadag í hausthappdrætti
Krabbameinsfélagsins. Vinningamir, sem
voru tíu talsins, komu á eftirtalin númer:
Opel Rekord Berlina, árg. ’83 : 52734 — Toyota
Tercel GL, árg. ’83 : 69036 — Bifreið að eigin
vali fyrir 150.000 kr. : 3170. Húsbúnaður að
eigin vali fyrir 25.000 krónur (hver vinn-
ingur): 3984,72394, 77879,91739, 121124, 131714
Og 137512.
Krabbameinsfélagið þakkar þeim
fjöldamörgu velunnurum sínum sem tóku
þátt í happdrættinu og óskar öllum lands-
mönnum árs og friðar.
Kvennaathvarf
Opið allan sólarhringinn, simi 21205. Húsa-
skjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa
verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir
nauðgun.
Árnað heilla
Níræður er í dag Hösktddur Eyjólfs-
son, Hofstöðum í Hálsasveit. Hann
dvelst í dag að Seljabraut 28, Reykja-
vik.____________________
Höfuðkúpu-
brotnaði
— í veitingahúsinu
Sigtúni
23 ára gamall maður höfuökúpu-
brotnaöi í veitingahúsinu Sigtúni
ummiðnættið á nýársdagskvöld.
Maðurinn var að ganga niður
stiga og missti fótanna með þeim
afleiðingum að hann datt niður
stigann. Hann var fluttur á slysa-
deild Borgarspítalans, þar sem
hannliggurnú. -JGH