Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR 3. JANUAR1983. 3 Bjóddu ku/danum byrginn í kuldaklæðnaði frá RejpigiWew Frábær vinnu — vélsleðakuldafatnaður Amerísk gæði SENDUM í PÓSTKRÖFU. ÆT ÆT Arni Olafsson VATNAGARÐAR 14 - SÍMI83188. ULPAOG BUXUR SAMFESTINGUR Lærið bridge — lænð bridge Bridgeskólinn Borgartúni 18 Námskeið fyrir byrjendur þriðjudagskvöld kl. 20.00, 10 skipti, 11. janúar til 15. mars. Námskeið fyrir a/la lengra komna framhaldsflokkur, mánudagskvöld kl. 20.00,10 skipti, 10. janúar til 14. mars. Spilaklúbbur öll miðvikudagskvöld kl. 20.00. Bridgeskólinn. Uppl. og skráning í síma 19847. Sæmd orðum — Stæltur strákur frá Þingeyri Þingeyringur er hann, litli Islend- ingurinn sem varö fyrstur til aö auka á tölu landsmanna á árinu 1983. Hann fæddist á fæöingardeild Landspítalans í Reykjavík kl. 2:47 á nýársnótt, myndarpiltur, tæpar 14 merkur aö þyngd og 51 cm langur. Foreldrar eru þau Þórunn Kristjáns- dóttir, 27 ára og Andrés Guðmundsson, 30 ára, starfsmaður Kaupfélags Dýr- firðinga á Þingeyri. Þau eiga tvær dætin: fyrir, Helgu Jónínu, 10 ára og Irisi Kristínu, 6 ára. Báöar höföu þær beðið spenntar eftir bróöur þótt þær segöust nú alveg hafa samþykkt eina systurina í viöbót i fjölskylduna. Eöa aö minnsta kosti ekki skilað henni aftur! — Viö höföum alls ekki búist viö því aö hann yröi nýársbam, sögöu þau Þórunn og Andrés í samtali við DV, sem auövitaö fagnaði þessum gleöi- atburði meö því aö færa þeim hjónum blómvönd. — Viö áttum í síöasta lagi von á honum á gamlársdag. En hann var alveg ákveöinn í þessu sá litli. Viö komum í bæinn fyrir rúmum mánuöi og þegar hann lét á sér standa fékk Andrés sér vinnu á meðan viö biðum. — Var ekkert mál aö fá frí hjá Kaup- félaginu í þessu skyni? — Nei, eins og svo margir aörir í dreifbýlinu eigum við Þingeyringar viö vandamál aö stríöa í sambandi viö læknaþjónustu. Báöar dætur okkar eru til dæmis fæddar í Reykjavík og senni- lega óhætt aö segja aö svo sé meö flesta unga Þingeyringa. — Og fæðingin hefur gengiö eölilega fyrirsig? — Sem betur fer. Það eftirminni- legasta er að nú var Andrés í fyrsta skipti viðstaddur fæðingu barns síns, segir Þórunn. — Hann stóö sig afskap- lega vel, var meira aö segja meö myndavélina á þönum allan tímann! — Enda er þetta stórkostlegasti við- buröur sem ég hef upplifað á ævinni, grípur Andrés fram í og sýnir að hann er ekki aldeilis óvanur handtökunum er hann tekur soninn nýfædda upp úr vöggunni. Óskabarn í viðsjárverðum heimi Og óskabarn er hann, þessi einstakl- ingur sem áræöir sín fyrstu glímutök viö viðsjárveröan heim á nýbyrjuöu ári. Fleiri eru í heimsókn á fæöingar- deildinni til aö bjóöa hann velkominn en fulltrúar DV, faðir Þórunnar, Kristján Árnason, og stjúpmóöir hennar, Unnur Pálsdóttir. Móöir Þórunnar er Jónína Jónsdóttir en for- eldrar Andrésar eru Helga Ottósdóttir og Guðmundur Andrésson. — Og nafnið? Eöa er það kannski leyndarmál ennþá? — Nei, eiginlega ekki, segja for- eldrarnir og líta kankvís hvort á annað. — Ur því aö viö vorum svo heppin að fá strák í þetta skiptiö finnst okkur sjálfsagt að hann beri áfram nafniö Guömundur Andrésson, en þaö nafn hefur veriö lengi í ættinni. — Og er nú nóg komiö, eöa eruð þiö hvergi bangin viö stærri f jölskyldu? — Við erum bjartsýnisfólk og viljum gjaman leggja okkar af mörkum tÚ aö þaö fari ekki fyrir okkur Islendingum eins og frændum okkar Svíum sem eru hættir aö fjölga sér! Þar að auki er afar jákvætt aö ala upp böm á Þingeyri. — En aö öllu gamni slepptu erum viö auövitað ekki farin aö áætla neitt slíkt ennþá. Eigum viö ekki aö láta okkur nægja aö segja aö maður skyldi aldrei segjaaldrei! J.Þ. Forseti Islands hefur sæmt eftir- talda menn heiöursmerki hinnar íslenskufálkaoröu: Aðalstein Júlíusson vitamálastjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir emb- ættisstörf. Alan Boucher prófessor, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf aö menning- armálum. Áskel Jónsson tónskáld, Akureyri, riddarakrossi fyrir störf að tónlistar- málum. Axel Thorsteinsson, f.v. fréttamann, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf aö frétta- og blaðamennsku. Brand Tómasson yfirflugvirkja, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í þáguflugmála. Geirþrúöi Hildi Bemhöft ellimálafull- trúa, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf aö málefnum aldraðra. Gunnar Flóvenz framkvæmdastjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að útflutningsmálum. Gunnlaug Pétursson, f.v. borgarrit- ara, Reykjavík, stórriddarakrossi fyrir embættisstörf. Helga Símonarson, f.v. bónda á Þverá í Svarfaðardal, riddarakrossi fyrir félagsmálastörf. Jón Steffensen, f.v. prófessor, Reykja- vík, stjömu stórriddara fyrir vísinda- og rannsóknarstörf. Júlíönu Friöriksdóttur, f.v. hjúkrunar- konu, Reykjavík, riddarakrossi fyrir hjúkrunarstörf. Sigurð Gunnarsson, f.v. skólastjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir uppeld- is- ogfræöslumál. Soffíu Ingvarsdóttur, frú, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf aö félagsmál- um. Svein Tryggvason f ramkvæmdastjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í þágulandbúnaöarins. Tómas Guðmundsson skáld, Reykja- vík,stórkrossifyrirbókmenntastörf. . Valdimar örnólfsson fimleikastjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf aö íþróttamálum. Vilhjálm Guömundsson fram- kvæmdastjóra, Kaupmannahöfn, ridd- arakrossi f yrir störf aö f eröamálum. Fyrsti ís- lendingur inn 1983 Nýársbamið tók Hfinu með ró i fanginu á pabba sinum, Andrósi Guðmundssyni, þótt Ijósmyndarinn væri á þönum í kringum þá. Enda hafði hann líka sór til halds og trausts mömmu sina, Þórunn: Kristjáns- dóttur, og systurnar tvær, jrisi Kristinu og Helgu Jóninu, sem höfðu beðið spenntar eftir bróður. DV-mynd: LofturÁsgeirsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.