Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 11
DV. MANUDAGUR 3. JANUAR1983.
11
Menning Menning Menning Menning
Athyglin beinist öll aö ömmu gömiu (Guðrúnu Ásmundsdóttur) som reyndar er ekki öii sem hún sýnist.
Bak viö hana standa forsetahjónin til vinstri (Margrót Helga og Gisli Haiidórsson) en húsráðandi (Kjartan
Ragnarsson) tilhægri. Aðains húsfreyja (Soffia Jakobsdóttir) starir heilluð ó forsetafrúna.
Mynd: Einar Ólason.
Vigdís eða Giscard?
Leikfólag Reykjavíkur:
FORSETAHEIMSÓKNIN
eftir Luis Rego og Philippe Bruneau
Pýdandi: Þórarinn Eldjárn
Lýsing: Daníel Williamsson
Leikmynd og búningar: ívan Török
Leikstjóri: Stefán Baldursson
Þaö er alveg viöbúiö aö semja
mætti brúkanlegan farsaleik um for-
setaheimsókn í einhver ja íslenska al-
múgabyggö, hvort heldur væri í
Breiöholt eða Breiödalsvík. Engu
spillti í slíkum leik ef forsetinn hefði
áöur staðið fyrir leikhúsi og mætti ef-
laust leiða af þeim kringumstæðum
hina og aðra brandara á leiksviöinu.
Og slíkt leikefni gæfi af sér margvís-
leg tilefni til aö skopast með hug-
myndir sem mörgum eru hugleikn-
ar, hvort heldur væri um þjóðhöfö-
inglegt embætti eöa alþýöu lands-
manna. En af hverj u vera aö f ást um
þennan frakkneska forsetaleik?
Þeirri spurningu mætti snúa viö og
svara sem svo: af hverju ekki? For-
setaheimsóknin er sjálfsagt hvorki
betri né verri farsi en algengt er hér í
leikhúsunum, svo sem eins og nýleg-
ur amerískur hlátursleikur sem vildi
víst ekki ganga í Þjóðleikhúsinu í
haust. Eöa á hinn bóginn skrípaleik-
urinn eftir Dario Fo, Hassiö hennar
mömmu, sem aö sögn gengur nú meö
öllu hugstola í Austurbæjarbíói á
nóttunni. Hvaö í ósköpunum sem
veldur því.
Til hvers að vinna?
I öllu falli er tvennt íhugunarvert
um farsaleiki, og annaö er þaö hve
leikhúsunum einatt lætur illa aö fást
við slik verkefni. Hvað er orðið langt
síöan uþp hefur komiö reglulega
góður hlátursleikur, sambærilegur
aö sínu leyti viö önnúr bestu verk
leikhúsanna? Því verður hver og
einn aö svara fýrir sig. Samt held ég
að sé enginn misskilningur aö gam-
anleikir og farsar séu í meöförum
sínum á sviðinu miklu háöari fyrir-
skrift hefðar og venju, njóti miklu
sjaldnar frumlegrar, skapandi úr-
lausnar af hálfu leikstjórnar og leik-
hópsins en annarskonar verk í leik-
húsunum. Þaö skyldi þó ekki vera aö
úrelt bókmenntahefö í leikhúsunum
valdi einhverskonar vanmati, van-
trausti leikhúsmanna sjálfra á slík-
um verkefnum? En gaman veröur
ekki skemmtilegt nema það sé tekið í
fyllstu alvöru. Hlátursleikir eru ekki
einasta nytsamlegir fyrir kassann
leikhúsanna, þegar vel lætur, þeir
gera einnig tilkall til listrænnar úr-
lausnar, skapandi vinnu af leikhúss-
ins hálfu ef vel á aö famast.
Annað íhugunarefni um farsaleiki:
áhorfendur virðast einatt alveg
furðulega lítilþægir, gera sér ótrú-
lega frumstætt gaman að góöu í slík-
um leikjum, og oft nánast sömu
fyndnina í oröi og verki upp aftur og
aftur. Samanber Hassiö hennar
mömmu, Þorlák þreytta og hvern
annan farsa sem best hefur falliö í
kramiö á undanfömum ámm. Þess-
ar kringumstæður veröa auövitað
ekki til að ýta undir leikræn nývirki,
listrænt fmmkvæöi í leikhúsunum
gagnvart slikum viöfangsefnum.
En svo mikið er víst að heilmikil
þörf er á meöal almennings fyrir
leiksýr.ingar sem þessar, og ættu
leikhúsin sjálfsagt til mikils aö vinna
meö sýningum sem semdu sig að
Leiklist
r
OlafurJónsson
áhugaefnum og þörfum áhorfenda-
hópsins og hentuðu jafnharöan list-
rænum metnaö og kröftum leikhús-
anna sjálfra. Skyldi slíkt vera óvinn-
andi vegur?
Og hverjir skyldu það annars vera
sem bera uppi hina vinsælustu hlát-
ursleiki, núna síðast Hassiö í Austur-
bæjarbíói, skyldi þaö vera allt hið
sama eða allt annaö fólk sem sækir
leikhúsin aö jafnaöi? Það má heita
furðulegt áhugaleysi um áhorfenda-
hópinn, leikhúsmarkaöinn ef aldrei
er neitt hugaö að þessum og þvílík-
um efnum sem auðveldlega má afla
vitneskju um.
Hvorki þurrt né vott
Hvaö á þá að segja um þessa bless-
aða Forsetaheimsókn? Helst sem
fæst: miklu meira gaman aö tala um
eitthvaö annað. En eins og stundum
endranær á farsaleikjum undrast
maöur verkefnisvaliö, hvaö valdi
áhuga leikhússins á akkúrat þessum
leik. Tilefni leiksins skilst mér aö sé
einhverskonar alþýðudaöur í forseta
nokkrum í Frakklandi, Giscard
d’Estaing sem lægri hlut beiö í fyrra
fyrir Mitterrand. Skyldi sá þá ekki
vera farinn aö daöra viö höfðingjana
ogmálaöyrkja uinþaö leikrit?
Nema hvaö Giscard tók þaö upp
hjá sér aö skreppa í heimsóknir til al-
þýðu manna í ríki sínu, og snýst leik-
urinn um eina slíka heimsókn og
fjaörafok sem af því stafar í verka-
mannsfjölskyldu í Parísarborg. En
sé í frumgerð leiksins einhverskonar
pólitisku gysi eöa gemsi fyrir aö
fara, sem ég auövitað veit ekkert
um, þá er allt slíkt á bak og burt í
sýningunni í Iðnó. Enda stenst á
hégómadýrðin og fólskan undir niðri
í forsetahjónunum og aulaháttur og
ásælni alþýðufólksins í leiknum. Þaö
er eins og vera ber í farsa. En hér
voru þessar manngeröir og kringum-
stæður, aldarfar sem leikurinn á sinn
hátt lýsir, látnar nægja sem tilefni
einfaldasta skrípagangs, ærslaleiks
sem hefur þaö aleina markmið aö
vekja stundarbros og kannski hlátur.
Þaö er kannski nóg? Kannski þaö
nægi leiknum til lífs í Austurbæjar-
bíói seinna í vetur eöa aö hausti.
Þetta er aö vísu ekki alveg
óskemmtilegur leikur, allra síst
íraman af honum. Þaö má kíma,
brosa og hlæja stundum aö lýsingu
almúgafjölskyldunnar í sýning-
unni: Kjartan Ragnarsson er heimil-
isfaöirinn, atvinnulaus viö sjón-
varpstækið í afborgun, Soffía
Jakobsdóttir kona hans og fyrir-
vinna heimilis, Sigríöur Hagalín
sauödrukkin tengdamóöir á ellilaun-
um, Hanna María Karlsdóttir mág-
kona hans og tilvonandi einstæðmóð-
ir. Þegar allt er komið í bendu í
öörum þætti verður f ramrásin á s viö-
inu með köflum bara kátleg. Þótt
undarlegt megi viröast er eins og brú
detti úr þessu gamni í þriöja þætti
þegar forsetahjónin koma sjálf til
skjalanna: Gísli Halldórsson og Mar-
grét Helga Jóhannsdóttir. Þaö var
eins og þau heföu ekkert nýtt aö
leggja til farsans sem þegar var
fram kominn né Stefán Baldursson
leikstjóri fyrir þeirra hönd.
Er fleira að segja um leikinn og
sýninguna? Æ, ég held aö taki því
ekki, þaö er eins og vant er aö vera,
hvorki betra né verra en gengur og
gerist. Það er svosem ekki neitt.
Raunir einstæðrar móður
Litla sviðið:
SÚKKULAÐI HANDA SILJU
eftir Nínu Björk Árnadóttur
Tónlist og flutningur: Egill Ólafsson
Lýsing: Sveinn Benediktsson
Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir
Leikstjóri: Marta Kristjónsdóttir
I nýrri ljóðabók Nínu Bjarkar
Árnadóttur, seinni hluta hennar sem
nefnist Flug óttans, eru ljóö ort í
orðastað kvenna sem lífið hefur meö
einhverju móti oröið um megn. I
hverju þessu ljóði og flokknum í
heild er að finna minnsta kosti vísi til
frásagnar og sum hver segja upp
heilar sögur. Þaö er aö sjá aö þau
gerist á taugahæli eöa spitala. Og
mig minnir að Nína Björk hafi áður
fengist viö svipuð viöfangsefni í
ljóöum og leikritum.
Svo mikiö er víst að efnið í leikriti
Nínu Bjarkar í Leikhúskjallaranum:
Súkkulaði handa Silju er náskylt
yrkisefnum ljóöanna. Leikurinn lýsir
og segir frá konu sem líf hennar
veröur um megn og gengur um síðir
meö öllu fram af henni. I þeim
sporum skilst leikurinn við önnu
sem Þórunn Magnea Magnúsdóttir
lýsir svo aö maður bæöi trúir og
finnur til með konunni.
Einum þræöi er þessi saga sögö
meö raunsæismóti, leikrænni
frásögn af raunum einstæðrar móöur
og óskólagenginnar iðnverkakonu.
Þessi þáttur efnisins er aö vísu
uppistaða leiksins og sýningarinnar,
en hann er ekki efnið allt. Hinum
þræöinum er lýst innri og andlægum
veruleika konunnar í leiknum. Og
þaö er aö skilja aö það séu andstæður
hins ytra og innra, veruleika og
sjálfsvitundar sem um síðir veröa
önnu um megn.
Súkkulaði handa Silju virtist mér
með ljóðrænum hætti andlægan
veruleika hennar. Sumpart í og meö
söngvum Egils Olafssonar, en
sumpart sem innri rödd sjálfrar
hennar, sem í leiknum er aögreind
frá Önnu og Inga Bjamason lætur
upp í hlutverki „hinnar konunnar”.
Mér heyrðist texti Ingu vægast sagt
misjafn aö sínum skáldlegu
veröleikum, og flutningsmáti hennar
varö, einkum í upphafi ansi eitthvað
bélgingslegur. En líkamlega sómdi
hún sér hið besta á sviðinu,
myndrænir úrkostir hlutverksins
nýttust eins og best varö á kosið,
atgervi leikkonunnar sjálfrar
ítrekaö af sviðsbúnaðinum, gervi
hennar, speglunum og rósunum.
Þetta fór vel fyrir augaö hvað sem
ööru líður um efnið.
Samt sem áöur finnst mér aö
tvískipting hlutverksins feli í sér
einhverskonar vanmátt gagnvart
yrkisefninu sjálfu og skáldlegum
úrkostum þess. Held að leikurinn um
önnu ætti margt aö vinna á því aö
tækist aö sameina báða þætti hlut-
verksins í eina mynd og
mannlýsingu. Og dreg ekki í efa að
Þórunn Magnea væri fullfær um aö
lýsa báöum þáttum konunnar svo að
hvor gengi upp í öðrum, einum
.veruleika. Þá kynni aö minnka þörf
fyrir raunsæisleg frásagnarefni,
söng og tónlist á sviðinu, kjarni máls
í leiknum er svo ótvírætt ein ljóöræn
mannlýsing. I bestu ljóðum Nínu
Bjarkar í bókinni í haust felst aö
minnsta kosti vísir til slíkra
einleikja, raunverulega dramatiskra
ljóörænnatexta.
NB: Bók Nínu Bjarkar Ámadóttur
nefnist Svartur hestur í myrkrinu.
Ljóö 1982. Utgefandi hennar er Mál
og menning.
ansi haganlega og ræktariega á
sviðiö búiö í Leikhúskjallaranum:
sviösetning Maríu Kristjánsdóttur,
sviðsbúnaður Messíönu Tómasdóttur
hvorttveggja náiö samiö aö þörfum
og hagsmunum, leikrænum
úrkostum hins einfalda texta og frá-
sagnarefnis í leiknum. Sagan sjálf
gengur fyrir sig í stuttum og
greiöum, hreinum og beinum leik-
atriöum: þar kynnumst við lífi og
högum hálffertugrar konu sem elur
önn fyrir sér og stálpaöri dóttur sinni
meö andlausri og illa launaöri verk-
smiöjuvinnu, freistarþess um helgar
að létta sér upp og njóta lífsins með
stöllu sinni og tilfallandi félögum, en
á i rauninni lifið komiö undir sam-
félaginu viö dótturina. Þegar þaö
bregst er úti um önnu.
Þarna voru dregnar upp býsna
hnyttilegar svipmyndir fólks og lífs-
hátta: Anna Kristín Amgrímsdóttir
lýsti einkar kátlega og með samúð í
senn Dollýju vinkonu en Þórhallur
Sigurösson dró upp neyðarlega
svipmynd af miðáldra glaumgosa,
Sigga, vini hennar úr Ekkjubæ,
Sigurður Skúlason og Jón
Gunnarsson sýndu í fljótu bragði tvo
menn sem á vegi önnu verða. Minni
staöur var í lýsingu unglinganna sem
foröa sér í vímu, stóðlífi á burt frá
heimili og skóla sem ekkert hefur aö
veita þeim, en kornung stúlka, Bára
Magnúsdóttir: Silja, varö í öllu falli
alveg trúveröugur unglingur á
sviðinu. Textinn heyrðist mér á hinn
bóginn tvíbentur um það hvort taka
mætti mark á draumi æskunnar um
uppreisn til betra lífs en eftir
atburðarás leiksins er þeirri von aö
vísu hafnað. Og þaö verður önnu um
megn.
Ásamt hinum ytri veruleika,
raunarollu einstæöings sem lífið
bregst, er freistað í leiknum að tjá
Það er brertt bil milli draums og veruleika i iffi einstæðu móðurinnar
Magnea Magnúsdóttir).
og verkakonunnar Önnu (Þórunn
Mynd: Jóhanna Ólafsdóttir.