Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR 3. JANUAR1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvaemdastjóriogútgáfustióri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B.SCHRAM. Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ristjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 80611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiðsla.áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLT111. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 84411. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI1». Áskriftarverðá mánuði 150 kr. Verðílausasölu 12 kr. HelgarblaðlS kr. Afeð voninaí veganesti Arin líða hjá eitt af ööru og hverfa í aldanna skaut með ótilhlýðilegum hraða. Hvað varð af öllum óskunum og fyrirheitunum um síðustu áramót; öllum verkunum sem átti að vinna, markmiðunum sem skyldu nást? Tíminn hefur hlaupið frá okkur og við getum ekki annað en tregað tækifærin og endurtekið loforðin um bót og betrun í upphafi nýs árs. Við sem ætluðum að gera svo margt; lækka verðbólg- una, hætta að reykja, selja bílinn, heimsækja ættingjana, fara í megrun. Allt hefur þetta meira og minna farið fyrir ofan garð og neðan og við lítum í spegilinn og sjáum að gráu hárunum hefur fjölgað, kílóin bætast viö og verð- bólgubálið iogar glatt í tékkheftinu. En gerðum við þá ekkert af viti á síðasta ári? Varð þetta allt til einskis? Eru ekki börnin okkar orðin að ungl- ingum áður en við gáfum okkur tíma til aö kynnast þeim í æsku? Og hvað með öll fýluköstin og rifrildin? Gleymdum við ekki konudeginum, nöldruðum í karlinum og drekktum gleðistundunum í ölæði og óviti? Hvað með alla morgnana þegar við nenntum ekki á fætur eða þá sólar- ferðina sem setti okkur á hausinn? Svo ekki sé talað um kreppuna og bannsetta pólitíkusana, sem aldrei gera neitt fyrir okkur. Við fengum ekki einu sinni láglauna- bætur! Já, hvað er þá orðið okkar starf þegar stjórnmála- foringjarnir endurprenta áramótagreinarnar frá því í fyrra um alvarlegar horfur og herta mittisól? Hvað er þér minnisstæöast frá liðnu ári, spyrja fjöl- miðlarnir og þekktar persónur setja sig í hátíðarstell- ingar og rifja upp kosningasigra, hafréttarsáttmála og prestastefnur. Litli maðurinn á götunni er ekki spurður, enda veit hann sem er að atburðarás eins árs verður ekki sögð í einni setningu. Enginn getur úrskurðað heilt ár sem gott eöa vont. Skin og skúrir skiptast á, lífið er barátta, viðfangsefni, sem er svo fjölbreytilegt og tvísýnt, að gleði og sorg, hamingja eða böl ræðst af lífs- munstrinu öllu. Voöafregnirnar nú um áramótin kenna okkur, sem eftir lifum, að skammt er milli lífs og dauða. Enginn ræður för. Hví þá ekki að nýta tímann meðan hann gefst? Lífið er stutt, en viö erum dauö svo óra, óra lengi. Galdurinn er sá að brosa til samferðamanna, gera gott úr amstrinu, sjá björtu hliðarnar á smáatriðunum. Ein stund í fjallasal, brandari á vinnustaö, barnahjal við frumburðinn; allt er þetta lífið sjálft, og veröur ekki skemmtilegt nema því aðeins að við sjálf séum staðráðin í aö njóta þess. Almenningur þarf ekki að hugsa í árum, kjörtímabilum eða ævisögum. Hann hugsar um það eitt að fleyta fram lífinu; vera til. Hækkandi sól og nýtt ár eru lögmál, hring- rás tíma og náttúru, sem mannanna börn búa við en eru táknræn að því leyti að nýju ári fylgja vonir og tilhlökkun og sólinni birta og bjartsýni. Lögmál umhverfisins eru töfrasprotar lífsins. Við það eru bundnar vonir alls mannkyns. Við áramót getum við aftur farið að lofa bót og betrun; aftur getum við ráðist til atlögu við framtíðina með þessa endalausu en fallvöltu bjartsýni í nestispokanum. Um hitt hvernig ræðst, hvort óskirnar rætast, getur enginn sagt, ekki einu sinni völvan. En við getum alténd vonað að vel fari; vonast eftir friði og farsæld, árangri og ánægju. Með vonina í veganesti leggjum við upp á nýju ári. Að þekkja and stæðinginn Fyrir skömmu áttu sér staö enn einar viðræöur íslenzkra stjómvalda og fulltrúa álhringsins Alusuisse og dótturfyrirtækis hans, tsal. Árangur af þessum viðræðum varð enginn, og munu fæstir hafa átt von á, aö hann yröi umtalsveröur, en menn bundu vonir við, að einhverju yröi þó unnt að þoka í rétta átt. Álhringurinn hefir verið fastur fyrir í þessum viðræðum öllum og greini- legt hefir virzt, að fulltrúar hans hafi haft mjög takmarkaðan samnings- viljaef þá nokkum. I lok þessara síðustu viöræðna átti sér stað undarleg uppákoma. I biö- stöðu samninga hóf eitt íslenzka skákpeðiö upp hjáróma einleik og krafðist drottningarstöðu í taflinu. En engin mannakaup veröa í skák án fóma, og þetta framsækna peð í ál- viöræðunefnd ætlaði ekkert til að spara í fórnum, en bauð málamynda- hækkun orkuverðs og taumhaldiö í hendur álhringsins. Þetta litla peð, sem fengið hefir rækilega umfjöllun í fjölmiðlum eftir upphlaupið, eins og til var stofnaö, var reyndar nýlega komið úr annarri skák úti í Sviss. Og skaparinn má vita, hvers konar þvott eða endur- hæfingu peðiö hefur þar gengið í gegnum. Látum söku- dó/ginn gjaida Lengi hafði stór hluti þjóðarinnar haft grun um það, að viðskiptin við álhringinn væru Islendingum óhag- stæð og hringurinn hlunnfæri Is- lendinga þar að auki. Ihaldið í land- inu hefir hins vegar ætíð varið ál- hringinn og samninga Islendinga við Kjallarinn BirgirStefánsson hann, og vissulega hefir það treyst grun manna um, aö maðkar væru í mysunni. Hjörleifur Guttormsson, núverandi iðnaðar- og orkumálaráð- herra, sýndi fram á það fyrir all- löngu, aö Islendingar hafa vaxandi óhag af viöskiptunum við álhringinn nema orkuverð stórhækki. Hann sannaði einnig af einbeitni og festu, að álhringurinn hefir prettað íslend- inga í viöskiptum og haft af lands- mönnum stórfé. Þetta fannst þorra manna vel af sér vikið hjá ráð- herranum. Og þaö er öruggt, aö lang- flestir landsmenn hafa þá rétt- lætiskennd og reisn til aö bera, að þeir vilja láta sökudólginn gjalda fyrir brot sitt og einnig láta hann greiða eðlilegt gjald fyrir orkuna, en hætta að greiöa niður fyrir hann raf- magnið. Þannig voru viðbrögð lands- manna almennt. En hver tíö á sinn Gissur. Ihaldiö í landinu og reyndar toppkratar einnig hafa hér sem endranær farið á skjön við vilja og skoðanir lands- manna almennt. I öðru orðinu kveð- ast þeir vilja réttlætingu mála gagn- vart álhringnum, en á hinn bóginn halda þeir uppi árásum á orkumála- ráðherra á auviröilegan hátt og telja málsmeöferð hans ranga, þjóðhættu- lega og þaðan af verri. Hjá þessum aðilum er pólitískt ofstæki svo auðsætt, að engum dylst, og er raunar hryggilegt, að slíkir menn skuli vera í forsvari fyrir þjóömála- hreyfingar, sem vilja láta taka mark ásér. Og nú hefir framsóknarskákpeðið bætzt í þennan taugaveiklaða of- stækiskór og galar þar með í óþökk fjöldans alls af sínum flokksmönn- um. Hjörleifi Guttormssyni er legið á hálsi fyrir það, að hann skuli ekki þegar vera búinn að semja við ál- hringinn. Menn virðast halda, að ál- hringurinn hafi bara beöið eftir ein- hverju samningstilboði og vilji um- fram allt ná samningum. Fleiri sjá þó, að annað hangir á spýtunni hjá álhringnum. Hann vill auðvitað draga samninga eins og unnt er og helzt ekki semja um neitt. Og hann mun sitja viö sinn keip svo lengi sem Islendingar leika ekki krefjandi leiki í skákinni, eins og það að hækka orkuverð einhliða og orkumálaráð- herra hefir nú boðað. Sú hótun ráð- herrans virðist hafa valdið einhver ju hiki í herbúðum áUiringsins, en hvort það leiðir tU viðunandi samnings- vUja af álhringsins hálfu, er ekki vitaö, þegar þetta er ritað. Alþýðuspekin og einstakl- ingshyggjan Hvað eru spakmæh? Þau eru orö, stutt og laggóö, sem fela í sér reynslu kynslóðanna. Þau hafa slípast í máU óteljandi manna, fengið snöggan hljóm og skæra birtu. I þeim er aö sjálfsögðu alltaf nokkur einföldun, höfuðdrættirnir einir eru dregnir, en þessi einföldun auðveldar okkur að greina kjarna málsins frá hisminu í kringum það. Og sú þekking, sem hafa má spakmæU til marks um, er ekki vísindaleg þekking, heldur reynsluþekking — kunnátta í að Ufa lífinu. En sennUega geta menn sparaö sér mörg mistökin, ef þeir nema þessa alþýðuspeki — njóta þessarar sammannlegu reynslu. Eg ætla því í þessari grein aö fara örfá- um oröum um fjögur íslensk spak- mæU, sem öU eru af ætt emstakUngs- hyggjunnar, og benda á, að kenningar ýmissa heimskunnra hugsuða má taka saman í þeim. „Sjálfs er höndin hollust" Með þessu spakmæli er það sagt, sem Adam Smith reit um heUa bók, Auðlegð þjóðanna, 1776. Það er, að maðurinn hugsar að öllu jöfnu betur um sjálfan sig og hagsmuni sína en um aðra menn og hagsmuni þeirra. Það er því skynsamlegt, ef ætlunin er að hámarka afköst, að láta mennina um það að hugsa um sjálfa sig og hagsmuni sína, en taka ekki af þeim ómakið. Þetta eru meö öðrum orðum hagkvæmnisrök fjrir séreign, atvinnufrelsi og einkaframtaki. Og öll höfum við reynslu af þessu, smá- vægilega og stórvægilega. Fara unglingar ekki verr með munina í skólastofunni en húsgögnin heima hjá sér? Og hvaða einstakUngur hefði hætt eigin fé í Hólmavíkurtog- arann alræmda eins og Steingrímur Hermannsson hætti almannafé? Þetta spakmæli felur í sér einföldun, og því misskUja menn það stundum. Með því er ekki sagt, að maðurinn sé í eöli sínu eigingjam og sjálfselskur, enda var þaö alls ekki skoðun Adams Smiths og annarra fr jálshyggjuhugsuða, heldur að hann hefur takmarkaða þekkingu á öðrum mönnum, hagsmunum þeirra og þörfum. Hann hefur takmarkaða þekkingu á þeim, af því aö ein- stakUngarnir eru — sem betur fer — ólíkir og búa einnig viö óUkar aðstæður. Adam Smith benti reyndar einnig á annaö í sinni merku bók. Það var, að mennirnir geti orðið hverjir öðrum að gagni án þess að þekkja hverjir aðra og án þess að hafa hina minnstu samúð hverjir með öðrum. Þetta geta þeir gert meö því aö framleiða hverjir fyrir aðra á markaðnum: Japaninn framleiðir bUa fyrir Islendinga í ágóðaskyni, ekki af samúð með Islendingum, og Islendingar selja Spánverjum fisk í sama skyni. „Sinna verka njóti hver" Með þessu spakmæU er annað sagt en í hinu fyrsta, þótt mönnum kunni að virðast þau svipaðs efnis við fyrstu sýn. SpakmæUð „Sjálfs er höndin hoUust” — lýtur að hag- kvæmni. En spakmælið „Sinna verka njóti hver” — lýtur aö réttlæti. Meö því er sagt, að maöurinn eigi rétt á því, sem hann hafi framleitt, hann eigi að njóta — eða gjalda — þess, sem hann geri, en ekki aðrú. Þetta er í rauninni hugmyndin um sjálfseign einstaklingsins, en John Locke kom orðum að henni í bók sinni, Ritgerð um rikisvaldið, 1689. Þetta eru rök fyrir því, að menn fái að halda sjálfsaflafé sínu, en ríkiö taki það ekki af þeim. Þetta eru rétt- lætisrök fyrir séreign. Finnst okkur þaö ekki óréttlæti, ef einhver maöur vinnur meira en aðrir, að hann fái ekki að halda umframtekjum sínum, ebs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.