Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Blaðsíða 7
DV. MÁNUDAGUR 3. JANUAR1983.
7
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Raddir neytenda
Hvað skal greiða
fyrir kvöldgæslu?
— spyrjaforeldrar
Foreldrar hafa samband viö neytenda-
síðu:
„Okkur langar að vita hvað er sann-
gjamt að greiða unglingum fyrir að
gæta barna á kvöldin. Við höfum rætt
um þetta við aðra og er þaö afar mis-
jafnt hve mikið er greitt. Þeir sem
gæta barna á kvöldin eru allt frá 12—20
ára og hefur verið greitt allt frá 10—50
krónur á tímann. Kemur þetta hvergi
fram í samningum um leyfilegt tíma-
kaup f yrir kvöldgæslu ? ’ ’
Jóna Sigurjónsdóttir formaður
dagmæðra svarar:
„Það eru engar reglur til um tíma-
kaup fyrir bamagæslu á kvöldin og
veit ég ekki hver ætti að setja þær.
Margir hafa þó stuöst viö dagvinnu-
kaup sem unglingum er greitt fyrir
unglingavinnu, þ.e. vinnuskólakaup.
Unglingarnir fá 20 krónur á tímann.
Þaö er mjög algengt að barnagæslan
vari í um 5 klukkustundir og finnst mér
100 króna greiðsla ekki of mikil fyrir
þennan tíma,” sagði Jóna.
Að sögn starfsmanna í dagmæðraeft-
irlitinu, þá er kaup dagmæðra sam-
kvæmt verðskrá sem dagmæðrafélag-
ið gefur út og er viðurkennt af verð-
lagsstjóra. Ný skrá kemur út á þriggja
mánaða fresti og fylgir hún vísitölunni.
Dagmæður taka föst laun fyrir átta
tíma, sumar eru meö óreglulega gæslu
og fá þá greitt samkvæmt henni. Þegar
komið er fram á kvöld, eða aö lokinni
gæslu dagsins þá taka þær eftirvinnu-
kaup sem er krónur 46,50 á tímann.
Sjaldan er þó hægt að bera saman
störf dagmóður og störf unglinga við
að gæta barna, sem í flestum tilfellum
sofa meiri hluta kvöldsins. Algengast
er að þarna sé um að ræða samkomu-
lag milli foreldra og unglinga. Flestir
koma sér á staöinn eöa eru sóttir, fá
mat og drykk um kvöldið og algengast
er að þeim sé séð fyrir heimferö, þá i
leigu- eða einkabifreið.
R.R.
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseöil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis-
tæki.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heiniilisfólks
Kostnaður í desember 1982.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaö kr.
Alls kr.
i
Kveikjararnir f jórir, sá með úrinu, sá er leikur lagið, sá þunni og sá með reiknivélinni. Athugið að sá síðasti er jafn-
stór og hinir þó annað virðist á myndinni.
KVEIKIARAR MEÐ
URIOG REIKNIVEL
„Ja, allt er nú til,” varð okkur að
orði skömmu fyrir jól. Það kom til
okkar heildsali sem var aö dreifa í
búðir ærið nýstárlegum kveikjurum.
Kveikjara með úri, kveikjara sem
hægt er að reikna á, kveikjara sem
spilar lag fyrir mann og aö lokum
það sem hann kvað vera þynnsta
kveikjara í heimi. Þeir eru allir frá
japanska fyrirtækinu Maruman.
Urið á kveikjaranum sýnir bæði
tímann í mínútum og klukkustund-
um auk þess sem það gefur upp rétta
dagsetningu og sekúndumar vilji
maöur þaö heldur. Sá kveikjari kost-
ar2100krónur iBristol.
Reiknivélin á kveikjara númer tvö
er gerð til þess aö leggja saman,
draga frá, margfalda og deila. Auk
þess er hægt að draga kvaðratrót,
reikna prósentur og tvöfalt minni er
á vélinni. Samt er kveikjarinn ekki
nema af venjulegri stærð. Hann kost-
ar 3150 krónur hjá Gilbert úrsmið.
Þriöji kveikjarinn leikur ýmist
lagið Hann (hún) á afmæli í dag eða
enska lagiö Greensleeves. Þó er hægt
að láta hann þegja ef eigandinn vill
það heldur. Þessi kveikjari var ekki
kominn í verslanir þegar viö vorum
aö kanna verðlag en væntanlegur.
Síðast ber svo aö nefna þynnsta
kveikjara heims. Hann er aðeins 4,1
millimetri á þykkt. Sá kostar 885 kr.
stállitur og 950 kr. gulllitur hjá Gil-
bert úrsmið. -DS
PRJÚNAGARN - ÚTSAUMUR - SMYRNA
Mikið úrval afprjónagarni og hannyrðavörum.
Nýjar sendingar á milli hátíðanna.
Alullargarn
Mohair garn
Mohair blöndur
Margar gerdir
Auk þess mikið úrval af prjónum — smávörum — til
búnum dúkum og smyrna.
I SJÓN ER SÖGU RÍKA Rl.
S. PÓSTSENDUM DA GLEGA.
HOF
- INGOLFSSTRÆT11
(gegnt Gamla bíói). Sími 16764.
Á
Ov
tia
O'*
» cOo
o°
'•"ELGAR
4JA I.S.T.D. OG
4ATIONAL
Innritun nýrra
nemenda
í síma
52996
frá kl. 1-7
uui¥ilu uHnioHnivm
SAMKVÆMISDANSAR
ROKK - DISKÓDANSAR
NÝTT - STEPP
-fAKNiABKAD
hver<j vf>. *
TÍWIA J&**GUSUek
nytt árl
FRÁ DANSKEPPNINNI I ÁRTÚNI 1982