Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Síða 6
6' DV. FIMMTUDAGUR3. MARS1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Fermingarnar byrja eftir rúmar þrjár vikur: Kaltboröeða heitur matur — verðið er breytilegt Iiða tekur að fermingum. Fyrstu fermingar eru á pálmasunnudag sem er 27. mars. Aðalfermingartíminn er hins vegar í apríl. Venja er orðin á flestum heimilum fermingarbama að gera sér eitthvað til hátíðabrigöa. Veislur em haldnar, gjafir gefnar og einstaka vel stæð fjölskylda bregður sér jafnvel til útlanda. Þegar ég var fermd fyrir 14 árum voru fermingarveislur algengastar þannig aö móðir fermingarbarnsins stóð á haus vikum saman viö undirbún- ing. Hún bakaði ótal tegundir af kökum og tertum og smurði brauð. Dugleg- ustu mæöumar saumuðu jafnvel á sama tíma föt á bömin, sérlega dæturnar. Einstaka fjölskylda keypti líka aö mat, yfirleitt kaldan. Timarnir hafa mikiö breyst síöan. Með aukinni útivinnu kvenna er tími til baksturs í margar vikur ekki fyrir hendi lengur. Og hvað sem öllum ósk- um kvenna um jafnrétti líður þá er það svo að út á þetta sviö heimilishaldsins hætta sér ekki nema huguðustu karl- menn. Því er mikið keypt tilbúið nú oröið. Viö könnuðum verð á því sem menn gætu hugsanlega haft í fermingarveislum hjá nokkrum aðil- um á höfuðborgarsvæðinu. Þeim kom saman um að fólk væri þegar farið að panta í stórum stíl. En ekki var raun- hæft að kanna verðið fyrr því margir reiknuðu þaö ekki endanlega út fyrr en eftir vísitöluhækkunina 1. mars. Við skiptum fermingarveislunum í tvennt. I dag veröur fjallað um mat hvers konar. Á mánudag verður hins vegar fjallað um það sem hægt er að kaupa að í kaffiboðið. Auövitað eru staðirnir mun fleiri en þeir sem taldir eru upp hér. Þetta er fyrst og fremst til þess aö gefa mönnum einhverjar hug- myndir. Úti á landi eru ugglaust flest hótelin með þjónustu af þessu tagi og jafnvel einhver jar verslanir líka. Kaltborð Matborð, sími 21771, selur mikið af köldum borðum, bæði í fermingarveisl- ur og aðrar veislur. Maturinn kostar 215 krónur á mann og er þjónusta mat- reiðslumanna við að leggja á borð og sjá um allt borðhald innifalin. Á borð- inu eru ýmsar tegundir, allt eftir því sem hver vill. Rammi hefur verið sett- ur upp en út frá honum er hægt að breyta vilji menn það, án þess að verö- ið breytist. 1 þessum ramma er roast beef, reykt grísakjöt, kjúklingar, lax ýmist grafinn eða í mæjónesi, 2—3 tegundir af síld, fylltar rauðsprettu- rúllur, 3 soðnar grænmetistegundir, heitar kartöflur og sósa og allt að 10 tegundir af fersku grænmeti með viðeigandi sósum. Vissara er að panta sem fyrst. Veislumiðstöðin, simi 11250. Boöið er upp á sérstakt fermingarborð. Á því er roast beef, kjúklingar, marineraö lambalæri, reykt aligrísalæri, graflax, blandaðir sjávarréttir í hvítvíns- hlaupi, sósur, grænmeti, kartöflur, síld og hrásalat. I eftirrétt er sérrí trifle. Verðið er 265 krónur á mann. Kokkur kemur með matinn og raðar honum á borðið. Boðið er upp á borðbúnað sem fylgir ókeypis ef keyptur er matur. Vissara er að panta sem allra fyrst. Veitingamaðurinn, sími 86880, hefur sett saman sérstakt fermingarborð. Á því er roast beef, kjúklingar, ham- borgarhryggur, marinerað lambalæri, laxarönd, sjávarréttasalat, tvenns kanar salat annaö, sósur og fleira með- læti. Á eftir fylgir ananas frómas. Veröið er 220 krónur á mann. Kokkur kemur á staöinn og raðar á boröið. Panta þarf strax. Skútan í Hafnarfirði, sími 51810 er með kalt borð á 230 krónur fyrir mann- inn ef gestir eru innan viö 50. Séu þeir fleiri fer verðið niður í 215. Búist er við einhverri hækkun á næstunni. Á borð- inu er roast beef, kjúklingar, skinka, hangikjöt, lax, rækjur, 4 tegundir af síld, graflax, brauð, smjör, grænmeti, sósur og salöt. Kokkur sér um aö raða matnum á borðið. Kalda borðið hjá Árbergi, síma 86022, kostar 230 krónur á mann. Á því er kjúklingakjöt, lambasteik, hangi- kjöt, svínasteik, skinka, lax í mæjón- esi, fiskhringur, 3 tegundir af síld, grænmetissalat, hrásalat og remúlaði- salat, kartöflusalat, kokkteilsósa og brún sósa, brauð og smjör. Kokkur set- ur matinn á boröiö. Vissara er að pantafljótlega. Gafl-inn, sími 54424, selur nær ein- göngu köld borð í fermingarveislur. Maturinn kostar 260 krónur á mann. Á borðinu er hamborgarhryggur, svína- steik, hangikjöt, kjúklingar, roast beef, lax, sjávarréttir, 3 tegundir af síld, rækjur, sósur, salöt, grænmeti og kartöflur. Kokkur kemur með matinn og raöar honum upp. Panta þarf strax. Veislustöð Kópavogs, sími 41616, er meö kalt borð á 265 krónur á mann. Á því eru 2 tegundir af svínakjöti, kjúklingar, roast beef, hangikjöt, köld lambasteik eða heitur lambapottrétt- ur, graflax eöa nýr lax, sósur, salöt, grænmeti og soðnar kartöflur. Panta þarf sem allra fyrst. Kalda boröiö hjá Rán og Naustinu, sími 20132, kostar 275 krónur á mann. Á því er lambasteik, hangikjöt, roast beef, reykt grísakjöt, kjúklingar, lax, nokkrar tegundir af síld, sósur, græn- meti og kartöflur. Hægt er að fá einn eða fleiri af þessum réttum heita. Verð lækkar ef pantaö er fyrir marga. Panta þarf með 3—4 daga fyrirvara. Heitur matur Matborð í Skipholti hefur selt mikið út af heitum mat en lítið í fermingar- veislur. Hægt er að fá allt kjöt með viðeigandi grænmeti og sósum. Verðið er 180—235 krónur á mann. Matreiðslu- maöur kemur tí staðinn og sér um veisluna. Vissara er aö panta sem fyrst. Hjá Árbergi, síma 86022, er hægt að panta heita rétti af öllum tegundum og á öllu verði. En svo dæmi sé tekið kost- ar roast beef með súpu á undan og grænmeti og sósu meö 250 krónur á mann. Lambalæri meö súpu og viöeigandi meölæti kostar 175. Panta þarf fljótlega. Hægt er að fá heitan mat hjá Gafl-in- um í Hafnarfirði. Svo dæmi sé tekið rnn verð kostar svínasteik með viðeigandi meðlæti og súpu 250 og roast beef meö súpu og meðlæti kostar 290. Panta þarf strax. Rán og Naustið, sími 20132, eru með hvers konar pottrétti. Pottréttur stroganoff kostar til dæmis 170 krónur á mann, kjúklingapottur 160 og lamba- pottur 140. Allt er þetta með viöeigandi meðlæti. Veröið lækkar ef keypt er fyrir marga. Einnig er hægt að fá sígildan heitan mat. Lambalæri með súpu kostar 215 með eftirrétti 250, nautakjöt 280,305 meö súpu og 340 með eftirrétti. Panta þarf meö 3—4 daga fyrirvara. Upplýsingaseðill til samanburöar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þálttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaital heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nv Isamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Kalt borð er vinsælast i fermingarveislum þegar keyptur er matur. Hægt er að fá heita rétti, með viðeigandi grænmeti og súpum. Blandað borð af heitum og köldum réttum Brauðbær, sími 28470, útbýr slík borð fyrir fólk. Misjafnt verð er eftir því hversu margir koma. Þannig kostar maturinn 320 krónur ef gestir eru 25— 30 en séu þeir fleiri en 35 fer verðið niður í 300 krónur á mann. Á borðinu er graflax, rækjur í hlaupi, paté, hamborgarhryggur, lambapottur stroganoff (heitur), nautamörbráð innbökuð (heit), heitt grænmeti, hrá- salat, hrísgrjón og brauð. Innifalið í þessu verði er ef menn vilja aö kokkur komi á staöinn og sjái um að skera matinn. Einnig er innifalið í verði ef menn vilja hnífapör, diska og glös. Það er tekið óhreint til baka. Panta þarf sem allra fyrst því aðeins eru teknar 7 veislur á dag. Sumir fermingardag- anna eru að verða upppantaðir. Þegar haft var samband við Rán og Naustið var verið að setja saman svo- nefnt kabarett borð. Á því verða bæði heitir og kaldir réttir en ekki er alveg ljóst hverjir þeir verða. Með verður grænmeti og sósur hvers konar. Verðið verður um 250 krónur á mann. Nóg er aðpantameð3—4dagafyrirvara. :i Sími d i Fjöldi heimilisfólks---- 5 í Kostnaöur í febrúarmánuöi 1983 Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö ' kr. Alls kr. Veislumiðstöðin leigir borðbúnað Hjá Veislumiðstöðinni er hægt að fá leigðan út borðbúnað. Siminn þar er 11250. Þrjár krónur kostar að fá hvert stykki af glösum og diskum og sama verð er fyrir hnífapariö. Þeir sem panta veislumat hjá fyrirtækinu borga ekkert fyrir leiguna og ganga fyrir öðrum. Hugsanlegt er að fleiri staðir finnist þar sem hægt er að fá leigt leir- tau. Þeim fer þó ört fækkandi frá því sem var þegar stærstu búsáhaldabúðir leigðu út slíka hluti. DS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.