Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Síða 8
8
DV. FIMMTUDAGUR 3. MARS1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Rafmagnsleysi
íBoston
Fólk lokaðist inni í lyftum há-
hýsa í Boston og mikið öngþveiti
myndaðist í umferðinni, þegar
götuvitar virkuðu ekki í miðborg-
inni eftir að rafmagnið fór þar af i
gœr. Rafmagnskapall neðanjarðar
hafði brunnið yfir. Þúsundir
heimila og fyrirtækja urðu raf-
magnslaus og verslanir í
miðborginni urðu að loka. Bar
þetta að um háumferðartimann.
Blóðugar erjur í
Assam á Indlandi
Stærsta rán
fyrr og síðar
Flóð í Ástralíu
Það á ekki af Suður-Ástralíu að
ganga. Nú eru skoliin á flóð viða
þar sem geisuðu kjarreldar fyrir
tveim vikum. í mörgum bæjum
liggja götur undir eins metra djúpu
vatni.
Manntjón hefur ekki orðið af
flóðunum en hundruð manna voru
látin yfirgefa heimili sin því að
spáð var áframhaldandi úrhellis-
rigningum í Adelaide-hæðunum.
Það var eins og hellt væri úr fötu
á þessum slóðum í gær en jarðveg-
urinn er glerharður eftir einhverja
verstu þurrka í sögu Ástralíu og
rann vatnið ekki niður í hann. Ár og
lækir urðu bakkafull nær sam-
stundis og flæddu fljótlega.
Fréttir eru af 6 metra háum
flóðöidum sem farið haf i með 15 km
hraða.
Áskorenda-
einvígin
Lajos Portisch frá Ungverja-
landi og Viktor Korchnoi munu
tefla áskorendeinvigi sitt i Bad
Kissingen í Vestur-Þýskalandi.
Alþjóðaskáksambandið hefur boð-
að að það muni byrja 25. mars. —
Enn hefur ekki verið ákveðið hvar
einvígi þeirra Zoltans Riblis frá
Ungverjalandi og Eugenio Torres
frá Filippseyjum verði haldið.
Löngveikindi
hjáNiven
Kvikmyndaleikarinn David
Niven, sem liggur á sjúkrahúsi í
London þessa dagana, er sagður
eiga í erfiðleikum með að tala og
hafa lítU not af vinstri hendi sinni.
Hjördis eiginkona hans segir að
Niven (73 ára) eigi ekki við hjarta-
krankleika eða krabbamein að
stríða heldur sé eitthvað að
vöðvunum. Læknar hafa sagt henni
að hann muni þurfa langan tíma tU
þess að ná sér.
Bensírt-
skömmtun
íPóllandi
Langar biðraðir mynduðust við
bensinafgreiðslur í Póllandi i
fyrradag eftir aö boðað hafði veriö
að tekin yrði upp skömmtun á ódýr-
ara bensininu. Bensínið var
skammtað i fyrra en skömmtun-
inni aflétt siðari hluta árs.
í byrjun mánaðarins var aflétt
skömmtun á sápu og þ vottadufti og
látið í veðri vaka að skömmtunin
yrði afnumin af fleiri vörutegund-
um þegar liði fram á árið.
Áfram er þó ströng skömmtun á
matvörum. Sykur, smjör, hveiti,
tóbak og áfengi er af skornum
skammti í PóHandi. Sömuleiðis er
fatnaður, skór og fleiri neytenda-
vörur skammtaðar.
I fyrradag var framið stærsta rán í
sögu Danmerkur, þegar vopnaðir
menn réðust að peningaflutningavagni
í bænum Lyngby, norðan við Kaup-
mannahöfn, og höfðu á brott með sér
8,3 mUljónir danskra króna. Tveir
starfsmenn Den Danske Bank, sem í
vagninum voru, voru slegnir niður og
ræningjamir tóku síðan bUinn, sem
fannst skömmu síðar á víöavangi, tóm-
ur. Þrátt fyrir mikla leit hefur danska
lögreglan ekkert fundið sem gefur vís-
bendingu um hverjir ræningjarnir eru.
Bankinn, sem átti peningana, Den
Danske Bank, hefur heitið fimmtíu
þúsund króna verðlaunum fyrir upp-
lýsingar um þetta mál og danska póst-
gíróþjónustan hefur heitið sömu upp-
Neyðarástandslög hafa verið leidd í
gildi í Assam-fylki á Indlandi og Uðs-
auki sendur hernum til þess að hindra
frekari blóðsúthelUngar en 30 létu þar
lífiö í gær, þegar róstur brutust út að
nýju.
Nýja fylkisstjórnin, sem Kongress-
flokkur Indim myndaði um síðustu
helgi (upp úr kosningunum sem
djöflagangurinn spratt út af), lýstiyfir
neyðarástandi í sex umdæmum fylkis-
ins og setti herinn tU þess að halda uppi
lögum og friði. — Valkösturinn er
talinn kominn upp i 2500 manns eftir
óeirðirnar í f ebrúar.
Hefur hemum verið gefin ströng
fyrirmæU um að berja niður hvers
konar uppþot og stööva átök. Hefur
hann umboð tU húsleita og handtöku án
úrskurðar, til upptöku vopna og tU þess
að endurheimta þjófagóss.
Styrrinn stendur miUi innfæddra ætt-
bálka Assama og Hindútrúarmanna og
aðfluttra Bengala múhameðstrúar.
Verst gekk á um miðjan febrúar, síð-
ustu daga fyrir kosningamar, sem
heimamenn voru andvígir vegna þátt-
töku aðfluttra. Assamar, vopnaðir
öxum, spjótum, bogum og fomum
framhlaðningum.gerðu áhiaup á tugi
smáþorpa og myrtu á einum degi miUi
1000 og 1500 manns.
Hindúatrúarmenn gerðu sams konar
árás í gær á 24 aðflutta fiskimenn sem
bjuggu í smáþorpi á bakka Brahma-
putra. Um 1000 manna múgur hakkaði
fiskimennina í spað. Samdægurs var
ráðist á þorp í Nowgong-umdæmi og
brenndir 300 þorpskofar en átta menn
létu lifið.
Böm, konur og gamalmenni hafa
verið á meðal fóraarlamba tryUts
múgs i Assam, en þessi mynd var
tekin eftir fjöldamorðin föstudaginn
fyrir kosningarnar.
Vopnaður múgur vopnast bareflum,
spjótum, bogum og öxum og heldur
af stað tU þess að berja á „út-
lendingunum” eða tU þess að verja
þorp sitt áhlaupi.
Atti Tyrkinn
að myrða Lech
Walesa íRóm?
Búist er við á næstu dögum nýjum
uppljóstrunum varöandi samsærið um
að myrða Lech Walesa, þegar hann
heimsótti Róm 1981.
Rannsóknardómarar hafa varað
átta menn við — 4 Búlgari, 2 verka-
lýðsstarfsmenn, 1 konu úr atvinnu-
málaráðuneytinu og Tyrkjann
Mehmet Ali Agca — að þau liggi undir
grun um samsæri til f jöldamorðs.
Það er sagt að samsærið hafi snúist
um að koma fyrir sprengju í bifreið
Walesa þegar hann kom til Italiu í
janúar 1981 (og heimsótti m.a.
páfann).
Tyrkinn Agca afplánar ævUagt
fangelsi fyrir tilræðið við páf ann (í maí
1981) og einn Búlgaranna hefur verið í
haldi síðan í nóvember, grunaður um
hlutdeUd í tilræðinu. Hefur rannsóknin
beinst að hugsanlegri hlutdeUd leyni-
þjónustu Búlgaríu í tUræðinu við
páfann og nú nýjum vangaveltum um
aö Agca hafi upphaflega verið ráðinn
tU þess að drepa Walesa, leiðtoga
hinnar óháðu verkalýðshreyfingar í
Póllandi.
Verkfall út af
nýjum ráðamanni
DeUa kolanámumanna í Bretlandi út
af ráðagerðum um lokun á óhag-
kvæmum námum er sögð fullt eins
sprottin út af ráðningu nýs yfirmanns
hins opinbera námarekstrarfyrir-
tækis, Ian MacGregor, sem áöur stýröi
stáliðjumríkisins.
Hann fækkaöi starfsmönnum stáliðj-
anna um helming á þriggja ára biU og
er talið aö Thatcher hafi ráöið hann
gagngert til þess að taka kolaiðnaðin-
umtak.