Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Síða 9
DV. F EMMTUD AGUR 3. MARS1983. 9 Útlönd Útlönd Alexander Haig í viöræðum við Costa Mendez, utanrikisráðherra Argentínu, út af Falklandseyjadeilunni. Haig er lengst til bægri á myndinn, Mendez til vinstri. Galt Haig Falklands- eyianna? Haft var í gær eftir Alexander Haig, fyrrum utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, að Reagan Bandaríkjafor- seti heföi notað það sem átyllu til þess að víkja honum frá þegar Haig mis- tókst að miðla málum milli Bretlands og Argentínu í Falklandseyjadeilunni. „Þá blæddi mér nóg til þess að and- stæðingar mínir gætu svolgrað það í sig,” sagði Haig í viðtali við blaðið BostonGlobe. Hann segist hafa veriö sér vel með- vitandi um áhættuna af því að taka að sér milligöngu í Falklandseyjadeil- unni. — „Mér fannst hagsmunum hins frjálsa heims betur þjónað með því að taka þær áhættur, þótt mér byði út- komanígrun.” Eins og menn muna náöust ekki sættir eftir innrás Argentínumanna á Falklandseyjar og leiddi til Falklands- eyjastríðsins,sem kostaði 250 Breta og 800 Argentínumenn lífið. Hætta við að birtaslúðr- ið um konungs- fjölskylduna Breska dagblaðið „The Sun” lét sig í málaferlunum út af slúðursögum matsveinsins fyrrverandi úr Bucking- hamhöll og steinhættir við að birta greinaflokkinn. Verður ekki birt framhald af fyrstu greininni, sem kom í blaöinu fyrir níu dögum, en blaðiö ætlar að greiða £4000 íil góðgerðamála til að sýna iðrun og yfirbót. — Sama daginn og fyrsta greinin birtist höfðu lögmenn hennar hátignar fengið frekari birtingar stöðvaöar. Kieran Kenny, sem starfað hafði í eldhúsi drottningar og var heimildar- og sögumaður blaðsins, hafði rofið eiða sem teknir eru af starfsfólki við ráðningu um þagnarskyldu gagnvart fjölmiðlum. 1 ,,Sun” greininni skemmti hann lesendum með sögum af því aö Andrew prins hefði tíðum beðið um morgunverð fyrir tvo og látið skilja eftir utan svefnherbergisdyranna. Kenny hefur nú aftur heitið því aö þegja yfir leyndarmálum konungsfjöl- skyidunnar og mun einnig láta 100 sterlingspundin, sem hann þáði að launum hjá „Sun”, renna til góð- gerðarmála. Boðaðar höfðu verið framhalds- greinar undir fyrirsögnum eins og „Þegar berfætta Díana smurði fyrir mig ristaða brauðið”. Af þeim verður semsé ekki. „The Sun” hafði haft stór orð um að berjast fyrir rétti sínum til þess að birta greinarnar, en birtir þess í stað afsökun til lesenda sinna í dag. Vinfengi Andrew prins við klámleik- konuna Koo varð matsveininum tilefni söguburðar í blöðin. Pinnahúsgögn frá Júgóslavíu Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 ÆTZTTZ 0PIÐ TIL KL. 8 í KVÖLD NÝRINNGANGUR JL NÆG BÍLASTÆÐI Munið okkar hagstæðu greiðs/uski/má/a. - P0RTIÐ Nú er árinu aö ljúka hjá þeim á Partner-verksmiðjuútsölunni. Þessi árlegi viöburður hefur vakiö meiri athygli nú en nokkru sinni áöur og þúsundir gamalla og nýrra Partner-viöskiptavina hafa gert þar góö kaup. Eins og venjulega er haldið upp á síðustu dagana meö ýmsum sérstökum kostaboðum. Komir þú í gömlu Partner- buxunum þínum færðu 50 kr. aukaafslátt af nýjum og verðið hefur verið lækkaö á ýmsum góðum vörum. Ekkert virðist hrúgan fræga hafa minnkað þrátt fyrir að við- skiptavinirnir hafi sýnt góðan vilja í verki. En þeir Partner-strákarnir von- ast til aö með góðu átaki þessa síðustu dagana fari nú aö sjást í botninn á henni. Partner-verksmiöjuútsalan er opin fimmtudag og föstudag kl. 10—22 og laugardag kl. 10—19. HALDIÐ UPP Á SÍÐUSTU DAGANA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.