Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Síða 12
12' Útgáfufélag: FRJÁL5 FJÖLMIÐLUN HF. Stiómarformaflur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSONog ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. iRitstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMIBóólt.Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiósla, áskriftir.smáauglýsingar.skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: Bóóll. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI1». Áskriftarveröá mánuöi 180 kr. Verö i lausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr. Formannatillögumar Kjördæmamálið er að komast í brennidepil. Þau sögu- legu tíðindi gerðust að formenn stjórnmálaflokkanna fjögurra náöu samkomulagi um breytingar á stjórnar- skránni að því er varðar nýtt kosningafyrirkomulag. Þar er gert ráð fyrir fjölgun þingmanna um þrjá, enda minnki um leið misvægi atkvæða úr 4,1 á móti 1 í 2,6 á móti 1.1 raun þýðir þetta, að þingmönnum fjölgar í Reykjavík úr 15 í 18 og á Reykjanesi úr 7 í 11, ef uppbótarþingsæti eru talin með. Verður þetta á kostnað uppbótarsæta annars staöar. Formennirnir höfðu fengið umboð flokka sinna til aö ganga frá og leggja fram ofangreindar breytingar, svo aö ekki var annaö vitað en andstaðan væri lítil sem engin, frumvarpið mundi renna í gegn. En nú er annað að koma á daginn. Viö fyrstu umræðu á þingi tóku sex alþingismenn til máls og mótmæltu kröftuglega þeirri leiðréttingu á mis- vægi atkvæöanna, sem fyrirhuguö er. Sagt er að sá hópur alþingismanna sé mun stærri sem andvígur er, allt að 18 til 20 þingmenn úr flestum flokkum. Bandalag jafnaðarmanna er einnig á móti breytingun- um, en á öðrum forsendum, sem sé þeim, að fram- kvæmdavaldið, þ.e. ríkisstjórnin, skuli kosin beinni kosn- ingu. Aö því breyttu eigi kjördæmaskipan og kosninga- vægi að vera eins og nú er. Utan þings hefur á hinn bóginn risið upp allstór hópur kjósenda, sem telur breytinguna ganga of skammt og heldur sig fast við grundvallarregluna: einn maður, eitt atkvæði. , Athyglisvert er, að ráðgjafar tveggja stjórnmálaflokk- anna, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, hafa skorað á alþingi að fella formannatillögurnar. Þeir telja gallana langtum fleiri en kostina. Þeir skjóta þeirri hugmynd fram, að bera skuli undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort menn vilji taka upp meginregluna um jafnt vægi atkvæða. Þá er enn ótalin sú fregn, að forsætisráöherra hyggist leggja fram eigiö frumvarp, sem gangi út frá óbreyttri þingmannatölu. I skoöanakönnun DV kom fram að yfirgnæfandi hluti kjósenda vill ekki að þingmönnum sé fjölgað, þótt meiri- hlutinn sé jafnframt hlynntur því að vægi atkvæðanna sé leiörétt. Af öllu þessu sést, að djúpstæður ágreiningur ríkir meðal þjóöarinnar, hvaða leið skuli farin. Því veröur heldur ekki neitað að tillögur formannanna bera keim af því, aö þær séu vandræðaleg tilraun flokk- anna til að sætta sjónarmið og þó allra helst að miða við hvernig þessi eða hinn flokkurinn komi út samkvæmt hinu nýja kosningafyrirkomulagi. Tillögurnar eru málamiðlun, þar sem reynt er að fara bil beggja, þéttbýlis og dreifbýlis. Fyrir vikið verður hvorugur hópurinn ánægöur og staða formannanna viröist ekki sterkari en svo, að opinská atlaga er gerð að tillögum þeirra úr innstu herbúðum. Hér í blaðinu hefur sú krafa margoft verið sett fram, aö misvægi atkvæðanna skuli leiðrétt. Dráttur þar á er óafsakanlegur. Blaðið hefur einnig verið andvígt fjölgun þingmanna. Þeir eru nógu margir fyrir. Tíminn er hins vegar að renna frá okkur, og ef málið rennur út í sandinn nú, getur orðið löng bið þar til réttlæt- ið nær fram að ganga. Tillögur formannanna verða að skoðast sem áfangi að því marki, að vægi atkvæöanna jafnist að fullu. Þær eru betri en ekkert. ebs ______________DV.FIMMTUDAGUR3.MARS 1983. ENN ÆSIST LEIKURINN Línur skýrast nú óðum hvað varðar næstu alþingiskosningar og f ramboð til þeirra. Hver listinn eftir annan lítur dagsins ljós, sumir átakalítið og án þess verulega athygli veki, aðrir með hávaða og bræðravígum. Um síðustu helgi voru prófkjör í tveimur kjör- dæmum hjá sjálfstæðismönnum. Annað þeirra var í Austurlandskjör- dæmi, en þar hefur farið fyrir liði þeirra Sverrir Hermannsson, forseti neðri deildar alþingis. Sverrir varð öruggur sigurvegari og Egill, meöreiðarsveinn hans Jónsson, sem óvænt komst síöast inn á þing sem landskjörinn þingmaöur, fékk einnig góða kosningu. Sem sagt — úrslit sem fáum komu á óvart og hafa ekki gefið mikiö tilefni til stríðsfréttaleturs í blööum. Öðru máli gegndi svo sannar- lega um hitt prófkjörið, sem fram fór í Reykjaneskjördæmi. Með því fylgdust allir fjölmiölar af miklum áhuga og úrslit þess verða aö teljast talsverð pólitisk tíöindi. Viðvörun til flokksforystu Ef þessi tvö prófkjör eru borin saman kemur í ljós aö í öðru þeirra, þ.e. á Austuriandi, takast einkum á um efstu sæti menn sem ekki hafa tekið mikinn þátt í innanflokksátökum í Sjálfstæðisflokknum. Báðir eru að vísu eindregnir stjórnarandstæðingar, en a.m.k. Sverrir hefur hagað málflutn- ingi sínum á þann veg að meira hefur orðið til skemmtunar en sárinda og er það sjaldgæft í slíkum átökum. Að auki hefur hann notið virðingar fyrir rétt- sýna stjórn sem forseti neöri deildar þingsins. Prófkjörið fyrir austan gaf því ekki tækifæri til neins uppgjörs striðandi afla í flokknum. Annað var heldur betur uppi á teningnum í Reykjaneskjördæmi. Kjallari á fimmtudegi Magnús Bjamf reðsson Á ytra borði líta úrslitin í Reykjanes- kjördæmi fyrst og fremst út sem persónulegur sigur dr. Gunnars G. Schram og ósigur Ölafs G. Einars- sonar, formanns þingflokks sjálf- stæðismanna. Ekki ætla ég að gera lítið úr glæsilegum sigri dr. Gunnars G. Schram, sem hefur meö eftirminni- legum hætti kvatt sér hljóös í íslenskum stjórnmálum, en mig grunar að úrslitin séu meira en þetta og ég þykist raunar hafa til þess ýmis rök, því það marga sjálfstæðismenn þekki ég í þessu kjördæmi. Ég held aö þessi úrslit séu fyrst og fremst ákall hinna óbreyttu sjálfstæöismanna til flokksforystunnar, mér liggur viö að segja neyðaróp, þar sem þess er krafist að sandkassaleiknum sé hætt og flokkurinn fari aö snúa sér heill og óskiptur aö því aö reyna að stjórna landinu í stað þess aö flokksfory stan sé sífellt að glíma við að tryggja völd ákveðinna einstaklinga. Ólafurge/dur kfo fningsins Enginn vafi er á því aö þingflokks- formaður Sjálfstæöisflokksins galt í þessum kosningum þess ástands sem innan flokksins hefur ríkt. Aöstaða hans sem þingflokksformanns hefur vissulega ekki verið öfundsverð, en áreiðanlegt er að sumar hvatskeyts- legar yfirlýsingar hans hefðu mátt vera ósagðar. Allt hjálpaðist síðan aö við aö rýra álit hans og ekki hvað síst það hlutverk, er hann varð sem þing- flokksformaður að leika við afgreiðslu bráöabirgðalaganna sællar minn- ingar. Matthías Á. Mathiesen hefur kannski út af fyrir sig verið alveg jafn- mikill stjórnarandstæðingur og Olafur, en hann hefur mátt þegja á þýðingar- miklum augnablikum og varð því ekki eins mikill persónugervingur ó- sættisinsogOlafur. (affl Úrslítin á Reykjanesi. „Fyrst og fremst ákail hinna óbreyttu sjálfstæðismanna til flokksforystunnar, mér liggur við að segja neyðaróp. ..” Ungur og orðhvatur samhyggju- maður, Birgir Ámason eðlisfræðingur, tók til máls um frjálshygg ju í Dagblað- inu-Vísi 13. janúar 1983. Ég gat því miður ekki svaraö honum að bragði, því ég fór daginn eftir til langr- ar dValar erlendis og hafði nauman tíma næstu vikumar. Er full ástæða til þess aö svara honum, því að hvort tveggja er, að hann reyndi að leiða nokkur rök gegn frjálshyggju og aö til- raunin mistókst á fremur fróðlegan hátt. Því skrifa ég þessa grein. Ég hlýt þó, áður en ég sný mér að rökum Birg- is, að minna á það, sem fommenn sögðu, að þeir segðu mest frá Olafi konungi, sem minnst hefðu séð til hans. Birgir hefur bersýnilega ekki lesiö staf í bók Adams Smiths, Auðlegð þjóðanna. Hann segir, að Smith hafi varið „arðrán og kúgun borgarastétt- arinnar á verkalýðnum í Englandi.” Fátt hefði verið fjær Smith. Hann hafði litla sem enga samúð meö atvinnurek- endum og eignamönnum, taldi þá eftir megni reyna að hækka vömr í verði, gera samsæri gegn almenningi, eins og hann oröaði þaö. En eitt gat aö sögn Smiths komið í veg fyrir, aö þeim tæk- ist þetta, og það var samkeppnin, því að hún knúði þá tU að þjóna almenn- ingi, hvort sem þeim líkaði betur eöa verr. K Ógöngusagan um fangana tvo Birgir segir í grein sinni alkunna sögu, sem stundum hefur verið notuð til að réttlæta rikisafskipti. Hún er um tvo fanga, sem lenda í ógöngum (the prisoners’ dUemma), ef þeir taka ákvarðanir hvor í sínu lagi, ef þeir þurfa með öðrum orðum aö „reikna hvor annan út”. Hugmyndin er einföld, þótt Birgir lýsti henni á mjög ófullkom- inn hátt. Sumar ákvarðanir lífsins era þess eðlis, að þær verða skynsamlegri, ef menn taka þær saman eða með öðr- Kjallarinn Hannes H. Gissurarson um orðum sem ein heild, en ekki hver í sínu lagi. Menn græða stundum á því að semja og tapa á því aö fara sinu fram. Besta hagnýta dæmið um þetta á okkar dögum er líklega vígbúnaöar- kapphlaupið. En stjómfræðingar hafa sumir einnig notað söguna til þess að skýra til hvers ríkið er. Það er tU þess að tryggja frið og sitthvað annað, sem menn geta ekki notið nema í samein- ingu: Annaöhvort hafa allir friö eða enginn. En Birgir hefur ekki sýnt annaö með sögu sinni en það, sem ég og aðrir frjálshyggjumenn (en reyndar ekki markaðshyggjumenn eða anarkó- kapítalistar) eram sammála honum um — að einhver ríkisafskipti kunna að vera nauðsynleg. Spurningin, sem máli skiptir, er önnur. Hún er, hvað ríkiö eigi aö gera og hvaö það eigi að láta einstaklingunum á markaðnum eftir að gera — hvaöa mál eigi aö leysa með ríkisafskiptum og hvað meö markaðsviðskiptum. Ymsir hag- fræðingar hafa reynt aö svara þeirri spumingu með því að bera árangur af ríkisafskiptum saman við árangur af markaösviðskiptum og komist aö þeirri niðurstöðu, að oftar en ekki megi ná jafngóöum árangri meö minni til- kostnaði, ef mál séu leyst með mark- aðsviðskiptum. Benda má á rannsókn- ir þeirra James M. Buchanans, sem hélt fyrirlestur á Islandi haustiö 1982, og Georges Stiglers, sem hlaut nóbels- verðlaunin í hagfræði á síðasta ári. Hitt er annað mál, aö ekki má gleyma þeim mikla mun, sem er á markaðsviðskiptum og ríkisafskipt- um, frá siðferðilegu sjónarmiöi séö. Hann er sá, að einkarekstur er nauðungarlaus, rikisrekstur ekki. Enginn neyðir mann til aö kaupa þjón- ustu einkafyrirtækja eins og Utsýnar eða Hagkaupa. En hann neyðist til þess aö kaupa þjónustu ríkisfyrirtækja eins og Háskóla Islands eða Félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar, hvort sem hann kærir sig um það eða ekki og hvort sem hann nýtur þjónustu A „Fátt sýnir betur en nýting fiskimiöanna, ^ að ríkisafskipti eru oftar vandinn sjálfur enlausn hans.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.