Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Side 13
DV. FIMMTUDAGUR3.MARS1883. 13 Því hefur verið haldið á loft að úrslitin og sigur dr. Gunnars G. Schram, séu einnig mikill sigur fyrir forsætisráðherrann. Eg er ekki viss um það. Eg þekki marga sjálfstæðis- menn sem studdu Gunnar G. Schram í þessu prófkjöri, sem ekki myndu hlaupa frá flokknum og t.d. styðja sér- framboð forsætisráðherra. Þessir menn eru ekkert að gera upp á milli Geirs og Gunnars, þeir vilja bara sterkan og samhentan stjómmála- flokk, og töldu að með því t.d. að velja Matthías og Gunnar í tvö efstu sætin væru þeir að lýsa þeim vilja sínum. Eg held að úrslitin í Reykjanesprófk jörinu séu fyrst og fremst vísbending og aðvörun til flokksforystunnar, frá sumum kannski sú síðasta sem hún fær. Vafaiaust verður gífurlega hart barist í Reykjaneskjördæmi í komandi kosningum. Olafur G. lenti í f jórða sæti og ekki eru nema níu ár síðan Sjálf- stæðisflokkurinn fékk þrjá kjördæma- kjörna þingmenn og hinn fjórða sem landskjörinn í kjördæminu, svo langt er frá því að Olafur G. sé dæmdur frá þingmennsku. Nú verða framboð a.m.k. fimm og kannski sex, ef kvennaframboð veröur, svo úrslit verða enn tvísýnni en ella. Kvennaframboð staðreynd Annað mjög markvert hefur gerst í framboösmálum síðustu dagana. Það er orðið ljóst að af kvennaframboði verður við þessar alþingiskosningar. Þótt ekki sé enn ljóst í hve mörgum kjördæmum það verður þá mun ákveðið að það verði í Reykjavík og Norðurlandskjördæmi eystra og margir telja líklegt að það verði að minnsta kosti einnig í Reykjanes- kjördæmi. Enn er allt of fljótt að bollaleggja um fylgi þessa framboðs. Aöstæður eru ólíkar sveitarstjórnarkosningum síðustu. Þá gekk það í fólk að fram- boðið væri „þverpólitískt”, allt að því ópólitískt, en slíku þýðir síður að veifa í þingkosningum. Fólk vill sjá stefnu- skrá og eftir henni fer verulega hve mikið fylgið verður og ekki síður hvaðan það kemur. Ég er í engum vafa um að kvennaframboð getur orðiö sterkt pólitískt afl. Þar er unnið eftir nýjum línum, konurnar þurfa ekkert Alþingi, spumingin er hve margir þeir verða, þar getur kvennaframboð vissulega sett strik í reikninginn, því bæöi þessi framboð þrifast að hluta til á geysilegri óánægju hins almenna kjósanda með það ábyrgðarleysi og hráskinnaleik sem hann hefur orðið vitni að í íslenskum stjórnmálum nú síðustu mánuðina. Engin samstaöa næst um neinar aðgerðir í efnahags- málum á meðan ógnvekjandi verð- bólguhoiskefla rís svo verðbólgan stefnir í raun í 100%. Flokkar láta stefnumiö og þjóðarhag lönd og leið á meöan formenn þeirra koma saman einhverri málamiðlunarloömullu í kosningamálunum. I raun og veru eru þeir meö þessu að smala atkvæðum hundruðum eða þúsundum saman á Ófafur G. Einarsson. framboð eins og Bandalags jafnaöar- manna og Kvennaframboðs. Á meðan situr Vilmundur þöguil og háttvís eins og hver annar virðulegur flokksfor- maður, vitandi að hann þarf ekkert fyrirlífinuaðhafa. Hvaðgerir forsætisráðherra? Það veit kannski enginn nema hann, en þær raddir verða æ háværari sem telja að hann muni bjóöa fram. Or því fæst væntanlega senn skorið. Öljóst er hins vegar, þegar þetta er skrifað, hvaða meginforsendur munu liggja að baki framboði hans. Ekki er ósenni- legt að hann leggi fram frumvarp til nýrrar stjórnarskrár, þar sem meðal annars sé gert ráð fyrir sömu þing- mannatölu og nú er og meiri jöfhuði milli kjósenda en í frumvarpi flokks- formannanna. Framboðiö í höfuðborg- inni yrði svo að nokkru leyti í nafni þess frumvarps, sem auövitað fæst ekki afgreitt á þessu þingi. Þá myndi það kollvarpa öllum fyrri kosninga- spám og skoðanakönnunum, því forsætisráðherrann myndi fá mikiö fylgi til stuðnings við slíkt frumvarp, enda yrði hann þá í andstöðu við alla flokka eins og Vilmundur og Kvenna- framboðið, en væri ekki einungis að gera upp sakir innan síns gamla flokks, þar sem menn eru yfirleitt orðnir þreyttir á væringunum, eins og ég tel úrslitin á Reykjanesi sýna. Magnús Bjarnfreðsson Gunnar G. Schram. að verja, eiga allt undir framtíðar- sókn, þær geta leyft sér að sækja sitt lítið af hverju í það besta úr stefnum hinna flokkanna til viðbótar eigin nýjungum. Hvort þær koma manni að í kosningunum skal ósagt látið, en þær munu vissulega hafa áhrif á kosning- amar og það veruleg. Hógvær Viimundur Lítið virðist að frétta frá Bandalagi jafnaöarmanna, en þó er langt frá því aö þar ríki aögerðaleysi. Framboðs- listar eru í undirbúningi víða um land og bjartsýni í herbúöunum eftir skoöanakannanir, sem staðfest hafa að bandalagið á nokkurn hljómgrunn. Ég held að varla leiki á því vafi að Banda- lag jafnaðarmanna á fulltrúa á næsta Seinheppni samhyggiumanns þeirra eða ekki, því aö þau eru rekin fyrir fé hans og annarra skattborgara. Og allir vita, hvaö gerist, ef maðurinn neitar að leggja fram féð: eignir hans eru teknar af honum með valdi, lög- reglukylfan er notuð. Allt er þetta gert í nafni heildarinnar. Eg efast ekki um, að hagsmunir heildarinnar geta rekist á hagsmuni einstaklings. En menn ættu aö gæta sín á aö sveifla ekki lög- reglukylfunni nema hagsmunir heild- arinnar séu skýrir og ótvíræðir, og það eru þeir síöur en svo alltaf. (Hvaö segöi Birgir, ef svo færi, að hagsmunir hans rækjust á hagsmuni heildarinnar, t.d. ef líkami hans framleiddi ónæmis- efni, sem hvergi væri annars staðar aö fá og gæti bjargað mörgum mannslíf- um, en væri ei.ki unnt að nema úr lík- ama hans án þess að valda dauöa hans?) Sjálfstjórn framieiðenda Birgir víkur síðan að hugmynd, sem orðin er algeng með samhyggjumönn- um: sjálfstjóm framleiöenda, að starfsmenn eigi og reki fyrirtækin. Hvað hefur frjálshyggjumaður að segja um þessa hugmynd? Svarið er stutt og laggott: allt ágætt. Þeir starfs- menn, sem hafa áhuga á því að stofna og reka fyrirtæki, mega það mín vegna. Þeir hafa fullt frelsi til þess í frjálshyggjuskipulagi. Neytandinn, sem velur vöruna, spyr ekki, hvort hún hafi verið framleidd af einkafyrirtæki, starfsmannafyrirtæki eða ríkisfyrir- tæki, heldur um gæði hennar og verð. Eg segi því við Birgi og aðra talsmenn starfsmannafyrirtækja: „Blessaðir, stofnið þið þessi fyrirtæki ykkar. Eg bið ykkur ekki um nema eitt, og það er, að þið meinið ekki öðrum að hafa ann- an hátt á. Og þið þurfiö tæplega að ótt- ast samkeppnina frá einkafyrirtækj- um, ef fyrirtæki ykkar taka þeim svo framsemþið segið.” Talsmenn starfsmannafyrirtækja geta ekki boriö fyrir sig, aö þeir hafi ekki aðgang að fjármagni. Bankar lána eftir arðsvon (ef þeir eru bankar, en ekki líknarfélög eins og Byggða- sjóður), og þeir lána starfsmanna- fyrirtækjum, ef arðsvon er meiri í þeim en öörum fyrirtækjum. Ekki má heldur gleyma því, að verkalýðshreyf- ingin ræður á okkar dögum yfir digr- um sjóöum. Það er reyndar ómaksins vert að reyna aö skýra það, hvers vegna starfsmenn nota sjaldan það tækifæri, sem þeir hafa til að stofna og reka fyrirtæki. Ein skýringin er, að margir hafa lítinn áhuga á að taka áhættu, eru hræddir við ábyrgð, hafa ekki mikið hugvit, eru ekki áræðnir. önnur skýringin er, að starfsmannafé- lög geta verið þung í vöfunum, ef þau eru fjölmenn, meiri tími getur farið í fundi en framleiðslu. Þau kunna því að vera óhagkvæmari en einkafyrirtæki. (Þetta er þó ekki algilt. Stjórn frú Margrétar Thatchers seldi starfs- mönnum flutningafyrirtæki eitt fyrir ári, og það hefur síðan grætt m jög.) Við megum ekki heldur gleyma því, að fyrirtækin eru ekki til fyrir fram- leiðenduma, heldur neytenduma. Flugleiðir em ekki til fyrir flugmenn-. ina og flugfreyjumar, heldur farþeg- ana. Það sem mestu varðar er að fyrir- tækin fullnægi þörfum neytendanna og samkeppnin ein knýr þau til þess. Þess má síðan geta, að í Júgóslavíu hefur verið reynt aöskipuleggja allt atvinnu- lífið, þannig að starfsmennirnir ættu og rækju fyrirtækin. Júgóslavar hafa við þetta náð betri árangri en aðrar sameignarþjóðir, en miklu lakari þó en vestrænar þjóðir. Sú „firring”, sem kvartað er um að sé með starfsmönn- um í séreignarskipulaginu, hefur alls ekki horfið, rekstur hefur ekki oröið hagkvæmari, og starfsmönnum hefur hætt til að taka neyslu fram yfir nauðsynlega fjárfestingu. (Þráinn Eggertsson prófessor víkur að reynslu Júgóslava í fróðlegri grein í síðasta hefti Skírnis.) Eg held því, að „sjálf- stjórnarskipulagiö” sé ekkert lausnar- orð. Fiskimiðin við ísiand En Birgir er seinheppinn, svo að um munar, þegar hann hyggst velja dæmi úr íslensku atvinnulífi um, að ríkisaf- skipti séu nauðsynleg. Hann velur fisk- veiðarnar. En þær em dæmi um, hvaða slæmu afleiðingar ríkisafskipti geta haft. Það er vegna rikisafskipta — vegna atkvæðakaupa stjórnmála- manna — sem fiskveiðiflotinn er allt of stór. Vopnið snýst með öðrum orðum í hendi Birgis, hann afsannar það, sem hann ætlaði aö sanna! Að sjálfsögðu er það síðan rétt, sem hann segir, að tak- marka verður aðganginn að fiski- miðunum með einhverjum hætti. Þessi auðlind er af skornumskammti eins og flest annað í heiminum. En hvemig á að takmarka aðganginn? Til em tvö svör við þeirri spurningu. Samhyggju- maöurinn telur rétt aö skipuleggja aðganginn, fela stjómmálamönnum eða embættismönnum að taka um það ákvörðun, hverjum eigi að leyfa að veiða og hversu mikið. Frjálshyggjiunaöurinn hafnar þessu ráði. Hann treystir valdsmönnum ekki til að gera þaö skynsamlega. Þeir hugsa um hagsmuni sína eins og aðrir menn, stjórnmálamaðurinn um að afla atkvæða, embættismaöurinn um að missa ekki af stööuhækkun. Hann veit og, að valdsmennirnir gætu ekki, þótt þeir reyndu, fengið nægar upplýsingar um, hverjum ætti að leyfa að veiða og hverjum ekki. Slíkar upplýsingar eru hvergi tiltækar. Hann minnir síðan á alla þá spillingu, sem skömmtun eða úthlutun leyfa veldur. Frjálshyggju- maðurinn telur því rétt að verðleggja aðganginn með einhverjum hætti, ekki láta misvitra valdsmenn skammta hann, heldur verðiö á markaðnum. Þannig gæti samkeppnin valið þá úr, sem fisknastir væru og hyggnastir í öll- um rekstri. Að lokum langar mig til aö benda á furðulega hugmynd, sem Birgir elur með sér. Hann segir: „En ríkisvaldið eitt getur haft þá heildarsýn, sem nauðsynleg er, til að auðlindir lands og sjávar nýtist jafnvel okkur og komandi kynslóðum.” Hvemig getur ríkið haft þessa „heildarsýn”? Með ríkisvaldið fara venjulegir dauðlegir menn eins og við hin, en engin ofurmenni. Reyndar má leiða rök að því, að ákvarðanir séu teknar af meiri skammsýni á vett- vangi stjórnmálanna en úti á mark- aönum. Stjórnmálamaöurinn gerir að öllu jöfnu ekki áætlun nema fram að næstu kosningum, hann „hugsar í kjör- tímabilum”, eins og sagt er. En ein- staklingurinn úti á markaönum gerir að öllu jöfnu einhverja áætlun um líf sitt allt, menntar sig, kaupir hús, legg- ur fyrir. Stjórnmálamaðurinn gæti ekki, þótt hann rembdist eins og rjúp- an við staurinn, aflað sér allra þeirra upplýsingg, sem nauðsynlegar væru til þess að „hafa heildarsýn”. Meginrök fyrir markaðnum eru þau, að á honum geta menn hagnýtt sér þekkingu hver annars, án þess að þekking þeirra sé eða geti öll verið tiltæk í heilu lagi. Ég get ekki fjölyrt um þessi rök í stuttri blaðagrein, en bendi á bækur Olafs Bjömssonar prófessors og aö sjálf- sögðu Friedrichs A. Hayeks. Rökvilla Birgis blasir við. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, úr því að markaðurinn sé ófullkominn, aö ríkið hljóti að vera betra! En fátt sýnir bet- ur en nýting fiskimiðanna, aö ríkisaf- skipti eru oftar vandinn sjálfur en lausn hans. Oxford, Hannes H. Gissurarson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.