Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Side 14
14
DV. FIMMTUDAGUR 3. MARS1983.
Ámi og týnda lýðrædið
,,Helvíti — það eru hinir,” Jean-
PaulSartre.
Einu sinni var maöur sem hét Árni
C. Th. Arnarson. Nú heitir hann víst
Thoroddsen og blótarmarkaðnum.
Ekki blótar Ámi þó á laun, heldur
auglýsir trú sína á síöum blaðanna,
því skrifaö stendur: „Farið og gjörið
allar þjóðir að lærisveinum minum. ”
Nýjasta framlag Áma til markaðs-
dýrkunar er gagnrýni fyrir
allnokkru í DV á ádrepu mína um
frjálshyggjuna. Skrif hans eru aö
sjálfsögðu full af mikillæti og
þessum venjulega frjálshyggjuderr-
ingi.
Ámi hefur lært ýmislegt af læri-
feðmm sínum, þeim Friedman yfir-
rabbía og séra Hannesi Gissurar-
syni, þ.á m. þá göfugu list að sjá þaö
sem hann vill s já og annað ekki.
Hrossalækningar
Þannig misskildi hann gagnrýni
mína á frjálshyggjuna frá rótum, og
sá ekki, að ég tel aö hrossalækningar
markaðssinna á meinsemdum
lýðræöisins leiði til dauða sjúklings-
ins.
Eg sagði orðrétt: „Hayek viO lög-
binda markaðskerfið, koma
ákvæðum í stjómarskrá þess efnis,
að ekki megi hrófla við markaðs-
skipaninni .. . þaö segir sig sjálft,
að verði þessar hugsjónir frjáls-
hyggjunnar framkvæmdar verður
harla lítiö eftir af því sem við köllum
„lýðræöi”. Kjósi almenningur yfir
sig vinstristjórn getur hún bókstaf-
lega ekkert gert nema að leitast við
að breyta hinni heyeksku stjórnar-
skrá.”
Þegar ég hugsa um lýöræðisvið-
horf frjálshyggjunnar detta mér í
hug þessi fleygu orð bandaríska
sprengjuflugmannsins í Víetnam:
„Við eyddum borginni til þess að
bjarga henni.”
Hayek er augljóslega í mótsögn við
sjálfan sig þegar hann vill annars
vegar stjórnarskrábinda markað-
inn, hins vegar takmarka vald þjóð-
kjörinna fulltrúa við almenna laga-
setningu. Ef ákvarðanir um stjórn-
og efnahagsskipan flokkast ekki
undir almenna lagasetningu,'hvað
telst þá „almennlagasetning”?
En áfram með misskilning Árna á
skoöunum mínum. Ég hef hvergi
skrifað staf um ætlanir frjálshyggju-
manna, heldur segi ég efa þeirra um
ágæti lýöræðisins rökrétt framhald á
markaðsdýrkuninni.
Ég hef hvergi sagt, að frjáls-
hyggjumenn séu hallir undir einræði,
aðeins að „það er erfitt að vera
ákveðinn lýöræöissinni og frjáls-
hyggjumaður.”
Og þegar Ámi staöhæfir, aö
„krónuatkvæði einstaklings ráði
alltaf úrslitum (hann fær það sem
hann borgar fyrir)” afhjúpar hann
bemska markaðstrú sína.
Hugsum okkur, aö ég kaupi
gallaða vöru. Fæ ég þá það, sem ég
telmigborgafyrir?
Líklega eru gallaðar eða sviknar
vömr ekki til á rósrauðu markaðs-
skýi Áma Thoroddsen. (Meðan ég
man: Af hverju skyldi allt þurfa að
svara kostnaði?)
Lítum nánar á spekimál Áma:
„Það sem hann býr við og greiðir
fyrir í einkalífi sínu er afleiðing af
vali hans, en venjulega þarf hann að
búa við kostnaöinn af pólitísku vali
annarra.”
Staðreyndin er sú, að við bemm
óbeint kostnaöinn af vali annarra á
markaðnum. Sé mikil eftirspurn
eftir tiltekinni vöm hækkar hún í
verði, þurfi ég nauösynlega á henni
að halda ber ég óbeint kostnaðinn af
vali annarra, ég tapa fjárhagslega
vegna þess aö aörir þurftu endilega
að hafa sama smekk og ég.
Sé aftur á móti lítil eftirspurn eftir
vömnni er hætt aö framleiða hana,
og sé ég ekki því ríkari verð ég að:
Stefán Snævarr
(fyrri grein)
sættamigviöþað að lifa án hennar.
Ámi hefur miklar áhyggjur af því,
að sumir kjósendur velti kostnaðin-
um af neyslu sinni yfir á aðra. En
veltir ekki kaupmaður kostnaðinum
af neyslu sinni yfir á neytendur með
álagningu? Er Ámi á móti
álagningu?
Þaö er ég aftur á móti ekki, þar eð
ég tel kaupskap skástu leið til dreif-
ingar neysluvamings, sem við
höfum í dag, og tek því glaöbeittur
þátt í því, aö bera kostnaðinn af
neyslu kaupmanna og heildsala. Því
hvers vegna í dauðanum skyldi fólk
ekki sætta sig við að bera stundum
kostnaðinn af neyslu annarra?
Er ekki almenn „eftirspurn” eftir
velferöarríki? Bendir það ekki til
þess, að almenningur sé tilbúinn til
þess að bera kostnaðinn af neyslu
annarra gegn því að öölast visst
Eg ráðlegg þeim, sem ekki vilja
bera kostnaðinn af neyslu annarra
undir neinum kringumstæðum, að
segja skilið við mannlegt samfélag
og flýja til f jalla.
Ég hef ekki sagt, að fulltrúa-
lýðræðið sé heilagt jórturdýr, og
heldur ekki, aö gagnrýni frjáls-
hyggjumanna á lýöræðið sé að öllu
leyti röng. Það er lítill vafi á því, aö
fulltrúalýðræðið hefur tilhneigingu
til að snúast upp í andstæðu sína,
flokksræöi yfir fólkinu. Hins vegar
fæ ég ekki séð, að gelding lýðræðisins
á Hayekvísu sé nokkur lausn á þeim
vanda.
L ýðræðisandúð
Ámi Thoroddsen er ágætt dæmi
um markaðssinna, sem efast um
ágæti lýöræöisins, lýðræðisandúðin
skín í gegnum lofgerðaróö hans um
manninn, sem nennir ekki aö kynna
sér stjómmál, en kaupir sér bíl
í staöinn. „Haltu kjafti og vertu
neytandi,” gæti verið mottó Arna
Thoroddsen.
Árni afhjúpar markaðsdýrkun
sína illyrmislega í dæmi um bíla-
kaup. Hann gerir ráð fyrir því að
það svari betur kostnaði fyrir
einstakling aö eyöa tíma í bílakaup
en aö kynna sér stjórnmál: „Hver
klukkustund sem fer í þekkingar-
öflunina skilar meiru til
einstaklingsins, ef hann eyðir honum
íákvarðanir um bílakaupin.”
Besta leiðin til þess að losa
einstaklinginn undan kvöð
þekkingaröflunar á sviði stjórnmála
er einfaldlega að gera stjórnmál að
einkamáli einhvers einræöisherra af
Pionochetgerðinni, þá getur
„einstaklingurinn” einbeitt sér aö
öflun þekkingar um bíla og tann-
bursta!
Ámi virðist gera ráð fyrir því, að
bílakaupendur séu upp til hópa bíla-
sérfræöingar sem hafi ekkert annað
við tíma sinn að gera en aö leita sér
að nothæfu farartæki. Gerir
maðurinn sér enga grein fyrir því,
hversu mikiö framboð er af bílum á
markaðnum? Veit hann ekki hve
flókiö fyrirbæri bifreið er? Ég þekki
fólk, sem gert hefur mistök í bíla-
kaupum vegna þess, að það skorti
tæknilega þekkinguá bifreiðum.
Markaðsdýrkendur gera alltaf ráð
fyrir því, að neytandinn hafi full-
komna yfirsýn yfir valkosti
markaðarins, en þaö getur hann að
sjálfsögðu ekki í flóknu nútímaþjóð-
félagi þar sem stór hluti vamings er
hátæknilegs eðlis.
Stefán Snævarr
„ ■ ■ ■ gera stjórnmál að einkamáli einhvers einræðisherrans af Pinochetgerðinni." Pinochet valdhafí í
Chile.
öryggi?
„Þegar ég hugsa um lýðræðisviöhorf
frjálshyggjunnar detta mér í hug þessi
fleygu orð bandaríska sprengjuflugmannsins í
Víetnam: „Við eyddum borginni til þess að
bjarga henni”.”
..Undanrennumusterí”
— eða rjómabú þjóðarinnar
Það er alkunna að naut geta verið;
mannýg, og ef þau era homótt eru
þau stórhættuleg og geta drepið
menn.
En þau hníflóttu geta líka verið
hvimleið.
Jónas Guömundsson skrifar
kjallaragrein í DV þann 19. febrúar
sem hann kaliar Bútasölu á Alþingi.
Grein þessa skrifar höfundurinn í
sannkölluðu manndrápsskapi af því
að segja má á líkingamáli að hann
fari froðufellandi um landið og reki
hníflana í allt sem á vegi verður.
Á ferðinni norður í land verður á
vegi hans hið nýja mjólkursamlag
Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri
og það afgreiðir hann með eftirfar-
andiklausu:
„Mjólkursamlag KEÁ. Undan-
rennumusteri. Eitt hið dýrasta í
landinu. Aðeins 20% af innveginni
mjólk verður að söluhæfri vöru. Af-
gangurinn gefinn til útlanda í ostum.
Fólkið borgar”.
Sér er nú hver endemis dellan. Er
hægt að skilja þetta öðruvísi en svo
að J.G. sé að fræða lesendur Dag-
blaðsins — Vísis á því að aðeins
fimmtungurinn af þeirri mjólk, sem
eyfirskir bændur senda í samlag sitt
á Akureyri, sé notaður innanlands
en hitt fari í ostaútflutning?
Svo vill til aö í gær, 23. febr., var
haldinn á Akureyri svokallaður fé-
lagsráðsfundur KEA. Þar var m.a.
og samkvæmt venju lögö fram
vinnslu- og söluskýrsla mjólkursam-
lagsins fyrir síðastliðið ár þar sem
m.a. kom fram eftirfarandi:
Af þessu sést m.a. að neyslumjólk
ein sér er tæplega 25% af heildar-
framleiðslunni og að viðbættu öðru
sem fer til daglegrar neyslu, skyri,
rjóma, kotasælu og jógúrt, er það
u.þ.b. 33%.
Lítum svo á smjörið. Af því fram-
leiðir Mjólkursamlag KEA nærri 600
tonn, að smjörva meðtöldum. Það
fer allt til innanlandsneyslu og er ná-
lega helmingurinn af öllu því smjöri
sem þessi mikla smjörþjóð boröar
með brauðinu sínu. Þetta samsvarar
fitunni úr ca 12 milljónum lítra af ey-
firskrimjólk (4,1%).
Mysuosturinn, rösklega 50 tonn,
þ.m.t. mysingur, fer líka allur i
innanlandsneyslu. Sömuleiðis gráð-
osturinn, rösklega 12 tonn.
Þá eigum við eftir hina voðalegu
mjólkurosta, 883 tonn. Af þeim fer
um helmingurinn á innanlands-
markaðinn. Hinn hlutinn er fluttur út
og svarar þaö til nálega helmingsins
af öllum útflutningi á mjólkurvörum
í fyrra, en hann nam alls 1.060
tonnum.
„Yfirfall"
Niöurstaðan er þá sú að „undan-
rennumusterið” okkar á Akureyri
flytur út ca 500 tonn af osti og
reyndar til viöbótar 8,8 tonn af
kaseini, sem er aukaafurö meö
smjörframleiöslunni, og þaö skal
játað að verðið á þessum vörum er
sorglega lágt. Þetta gæti samsvarað
ca 15% af innveginni mjólk samlags-
ins, ekki 80% eins og J. G. segir.
Auövitað er þetta of mikið og væri
best að það væri ekki neitt. En þá er
þess að gæta að þetta er bróðurpart-
urinn af öllum okkar mjólkurvöruút-
flutningi. Þessum útflutningi má
líkja við yfirfall í vatnskerfi. Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins, sem
skipuleggur mjólkurvinnsluna í
landinu, þykir henta að þetta litla
brot af mjólkurframleiðslunni, sem
til fellur umfram innanlandsþarfir,
gangi af sem mest á einum stað
heldur en mörgum, og Mjólkursam-
Hjörtur Þórarinsson
lag KEA er valið í þessu skyni sem
mesta „vinnslu”búiö í landinu.
Þetta vona ég að nægi til að leið-
rétta þetta atriði í framúrskarandi
óvandaðri grein J.G. og að lesendur
DV, sem lesa þetta greinarkom, séu
fróðari eftir en áöur um starfsemi
Mjólkursamlags KEA á Akureyri,
sem framleiðir nálega helftina af
samanlögðum ostum og smjöri sem
tslendingar neyta árlega.
Með þökk f yrir birtinguna.
Hjörtur E. Þórarínsson
form. stjórnar KEA.
Heildarmagn innveginnarmjólkur 21.352.613 ltr.
Framl. smjör/smjörvi 595.458 kg
Framl. óðalsostur 45% 252.693 kg
Framl. 30- og 20% ostur 630.721 kg
Framl. gráðostur 12.204 kg
Framl. mysuostur 51.159 kg
Framl. kasein 88.400 kg
Framl. kotasæla 84.944 kg
Framl. jógúrt 137.314 kg
Framl. rjómi 223.814 kg
Framl. skyr 145.945 kg
Framl. neyslumjólk (nýmjólk, súr-
mjólk, léttmjólk, undanrenna) 5.061.017 kg