Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR 3. MARS1983. 19' snning Menning tilfinningalega efnivið leiksins á bak við og undirniðri textanum. En hér varö ástríðan aöallega að hávaða og fyrirgangi, kynferðislega ólgan og ofsinn að kjassi og káfi, ef ekki bara hlaupi og stökkum. Menn fara fyrst í síðastaleik og skollaleik, stilla sér svo í „myndrænar” stellingar á Leiklist ÓlafurJónsson sviðinu, slengjast í gólfið, berja í bárujárnsveggi og sulla einhver ósköp meö vatn í vínflöskum og bjór- dósum, hlæja og gráta, troða spag- etti hver upp í annan. Alveg mark- laust. Og þegar til lengdar lét einkar óskemmtilegt. En oftraust gránu- félaga á fyrirtekt sinni má ráða af því einu að á sýningu þeirra gengur í sem næst þrjá klukkutíma. Auðvitað getur skeð að vonbrigði mín á sýningu þessari stafi af óvana, sljóleika og íhaldssemi, ónæmi á hið nýja, ef ekki bara gremju og elli. I sjálfu sér væri gott að trúa því, feginn vildi ég að hafa mætti sýningu Gránufélagsins til marks um raunverulega leikræna nýsköpun. En aö svo komnu óttast ég samt aö bilunin liggi annarstaðar í kerfinu, sviösmegin en ekki salarins. Það er annars undarlegt hvað ungu og tilraunasinnuöu leikhúsfólki er uppsigaö við Strindberg og Fröken Júlíu. Ekki er langt að minnast annarrar slíkrar sýningar á leiknum, Hreyfileikhúsiö nefndist þaö fyrirtæki og lék í húsi æskulýðs- ráðs við Fríkirkjuveg fyrir nokkrum árum. Sú sýning var allténd léttbær- ari að því leyti að hana tók fljótar af, fjörlegri og fyndnari meðan á henni gekk. Aftur á móti er langur aldur síðan Fröken Júlía hefur sjálf sést á íslensku leiksviði. Og enn í dag ekk- ert leikið af Strindberg nema nokkur natúralísku leikrit hans. Hvenær skyldi íslenskt leikhúsfólk, ungt eða aldið, verða því vaxið að fást viö táknleiki, draumaleiki, kammarleiki Strindbergs frá efri árum hans, þau verk hans sem að endingu skipta mestu í leikbókmenntum og leikhúsi aldarinnar? Að vísu er engin ástæða til að óska þess aö Gránufélagið taki sér slík verk fyrir hendur þessu næst. Því miður. sjávarútvegsráðuneytisins var engin kona í hópi 158 nefndarmanna. Þetta þarf auðvitaö engan að undra. I nefndir á vegum þessa ráðuneytis eru skipaðir fulltrúar hagsmunaaðila í sjávarútvegi, útgerðarmenn og sér- fræðingar í útvegsmálum. Konur eru einfaldlega ekki í þeim hópi. Þessar upplýsingar eru því lýsing á islenskum þjóðfélagsveruleika, en gefa ekki tilefni til aö setja einn eða annan á sakabekk eins og Guðmundur gerir í niðurstöðum sínum. Enn má vefengja tölur. Guömundur greinir frá því að áriö 1980 hafi tæplega 23 þúsund konur verið skráðar íþrótta- iðkendur innan Iþróttasambands Is- lands eöa um 30% meðlima þess. Þeir sem þekkja innviði þessa sam- bands fullyrða þó að aöeins 2 þúsund konur stundi keppnisíþróttirá landinu. Þær sem umfram eru hafi verið skráðar í félögin vegna þess aö þau fá úthlutað f jármagni eftir fjölda félags- manna. Auðvitað eru þær konur sem þannig eru skráðar ekki virkar í stjórnum og nefndum á vegum íþrótta- hreyfingarinnar. Undirtitill bókarinnar, Storm- sveipur í stjórnmálum er: „Kvenna- Bókmenntir ÓlafurE. Friðriksson framboðin 1982, aðdragandi, fram- kvæmd, árangur og hugsanleg áhrif í framtíðinni. Svipt er hulunni af því sem gerðist aö tjaldabaki.” Þessu meginefni bókarinnar eru gerð skil í öðrum hluta hennar. Þó verður að und- anskilja hugsanleg áhrif kvennafram- boðanna í framtíðinni, því það efni er hvergi til umfjöllunar í þessu riti. Þá er vandséð hvaö kemur að tjaldabaki og hulunni hefur verið svipt af, en sú setning virðist helst hafa verið sett í undirtitil til að gefa bókinni þann svip að í henni væru spennandi upp- ljóstranir, — einhvers konar sölu- bragð. Ef til vill eiga frásagnir af öörum stjórnmálaflokkum að falla undir þetta. Fulltrúar flokksræðisins eru þó helst kallaðir til sögunnar til aö sýna aö allt flokkakerfið sitji að svikráðum við konur og kvennafram- boð smíðaði því vélráö. Karl úti í bæ Þessi hluti bókarinnar er þrátt fyrir ýmsa annmarka lipurlega skrifaður og skipulega fram settur. Að því má þó finna hve langar tilvitnanir bera oft uppi frásögnina. í þessum hluta bók- arinnar eru samandregnar ýmsar upp- lýsingar um kvennaframboðin úr blöðum og tímaritum og persónulegri reynslu höfundar sem fengur er að. Sérstaklega er ávinningur að kaflanum um framboð M-listans á Selfossi. Þar var á ferðinni stjóm- málaafl sem var skylt kvenna- hreyfingunum en naut ekki sömu athygli fjölmiðla í kosningabaráttunni. Það er ekki nema fyrir innvígða í kvennahreyfingamar að segja til um hvemig aðdragandi og framkvæmd kvennaframboöanna gekk til. Hér veröur því ekki lagður dómur á hvort frásögn Guðmundar Sæmundssonar er sannleikanum samkvæm. Kvenna- framboðið í Reykjavík hafði það eitt til málanna að leggja að senda frá sér yfirlýsingu þar sem því er mótmælt, „aö karlar úti í bæ taki sér það bessaleyfi að túlka og leggja dóm á frelsisbaráttu kvenna”. Þetta getur varla talist uppbyggilegt innlegg í umræðuna. Saga kvennaframboðanna er enn óskrifuö. En á meðan aöstandendur þessara stjórnmálahreyfinga, sem skóku flokkakerfiö sumarið 1982, hafa ekki skrifað þá sögu er bók Guömund- ar helsta heimildin um þessar hræringar. I henni er aö finna miklar upplýsingar og góðar töflur og skýringamyndir. Þá er sérstök ástæða til að taka fram aö uppsetning texta og innskotskafla er til mikillar fyrir- myndar. FRÁBÆRGÆÐI FRÁBÆRT VERÐ C-90 mín C-60 mín C-46 mín Var 3+2.- 372,- £42< Tilb. verö 192.- 165.- 145,- Ótrúlegt tilboósverö á SONY METALL kasettum. SONY METALL færöu hjá: REYKJAVÍK Japls Brautarholti 2, Hljóðfærphús Reykjavlkur Laugavegi 96, Grammið Hverfisgötu 50. Stuð Laugavegi 20. HAFNARFJÖRÐUR Kaupfélag Hafnarfjarðar Strandgötu. AKRANES Bókaverslun Andrésar. KEFLAVÍK Studeo HÚSAVÍK Bókaverslun Þórarins Stefánssonar ÍSAFJÖRÐUR Eplið. BOLUNGARVÍK Verslun Einars Guðfinnssonar. SEYÐISFJÖRÐUR Kaupfélag Héraðsbúa. AKUREYRI Radiovinnustofan Kaupangi. Tónabúðin. 9v/ aÉinnlr skíðum skíðaskóm frá Austurríki Póstsendum um land allt « SPORTBÚÐIN Ármúla 38. Simi 83555.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.