Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Síða 23
DV. FIMMTUDAGUR 3. MARS1983.
23
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
„ísle nski ön linn aftur
ái flug og ekki í
skotfæri á næstunni”
sögðu íslensku leikmennirnir eftir 26-24 sigur yf ir
BúlgaríuíHM-keppninni f Hollandi ígærkvöld
Sigurður Sveinsson átti sinn besta
landsleik í langan tíma í gærkvöldi.
Frá Sigmundi Ó. Steinarssyni,
fréttamanni DV á HM-keppninni í
Hollandi:
íslensku leikmennirnir og fylgdarlið
þeirra stukku hátt i loft upp af fögnuði
þegar hollensku dómararnir flautuðu
til leiksloka í leik íslands og Búlgaríu í
HM-keppninni í gærkvöldi. Hæst af
öllum stökk Hilmar Björnsson lands-
liðsþjálfari því þá var sigur Islands i
húsi, 26:24.
Islenska liðið er nú méð 4 stig í
keppninni um 7. til 8. sætið í HM-keppn-
inni og útlitiö alls ekki slæmt þessa
stundina. Það var aftur á móti slæmt
lengi vel í leiknum í gærkvöldi. Það var
ekki fyrr en á síðustu 10 mínútunum
sem strákarnir sýndu sitt rétta andlit
og á þessum kafla tryggðu þeir sér
sigurinn.
Það tók langan tíma fyrir lið'ið að
rífa sig upp. Hilmar B jömsson þjálfari
hafði talað vel yfir strákunum fyrir
leikinn. Sagði hann þeim að Búl-
garamir yrðu erfiðir framan af í
leiknum en það hefði sýnt sig í leikjum
þeirra að undanfömu að þeir gæfu eftir
í síðari hálfleik og þá þyrftu ísl. leik-
mennirnir að vera viðbúnir að
hremma bráðina.
Búlgaramir höfðu yfir nær allan
fyrri hálfleikinn. I leikhléi var staðan
12:11 þeim í vil og langt var liðið á
síðari hálfleikinn þegar Guðmundur
Guðmundsson jafnaði 19:19 úr
hraðaupphlaupi. Þetta mark gaf
íslenska liðinu tóninn. Jóhannes
Stefánsson kom Islandi yfir 20:19 eftir
frábæra línusendingu Sigurðar Sveins-
sonar og áfram var haldið.
Búlgaramirkærðu
leikinn við ísland
Frá Sigmundi Ó. Steinarssyni,
fréttamanni DV á HM-keppninni í
Hollandi:
Búlgarir fóru alveg upp á háa c-ið
eftir tapið fyrir íslandi í HM-keppn-
innl i gærkvöldi. Reiknuðu þeir þar
sýnilega með sigri en urðu að sætta
sig við tveggja marka tap 26—24.
Eftir leikinn kærðu þeir fram-
kvæmd hans og heimtuðu að hann
yrði leikinn upp aftur, þar sem
íslendingarnir hefðu haft rangt við.
Sögðu þeir að í eitt skiptið hefðu
verið 8 islendingar inni á veilinum i
elnu, en þeir mega bara vera 7.
Tímaverðir og eftirlitsdómari
gerðu enda athugasemd við þetta
atvik og heldur ekki hinir hollensku
dómarar leiksins, sem þó voru Búlg-
örunum mjög hliðhoUir i leiknum.
Kæran verður tekin fyrir í dag og
ef dómurinn verður Búlgörunum
hUðhoUur verða þjóðirnar að mætast
aftur og leika þá trúlega á föstudag-
inn.
SOS/-klp-
Þegar 5 mín. voru eftir var Island
yfir 23:20 og komst svo í 24:21 en
Búlgarir minnkuðu í 24:23 þegar 2
mínútur voru eftir. Þá var boltinn
dæmdur af Islendingum fyrir töf en
sóknin hafði þó ekki staðið yfir nema í
13 sekúndur!! Alfreð Gíslason náði
boltanum af Búlgörunum og skoraði
25:23 úr hraðaupphlaupi þrátt fyrir að
hann væri með tvo Búlgara á bakinu.
Búlgarir minnkuðu muninn aftur í eitt
mark — 25:24 — en Sigurður Sveinsson
innsiglaði sigurinn 26:24 með ógurlegri
neglingu á síðustu sekúndunum.
Fyrri hálfleikur íslenska liðsins var
dapur í alla staði. Liðið skoraði þá t.d.
ekki nema 3 mörk í 14 sóknum og var
óöruggt í vörninni. I síðari hálfleiknum
var allt annar bragur á liðinu. Þá
brilleruðu líka langskytturnar —
sérstaklega Alfreð og Sigurður Sveins-
son og Þorbergur var þá mjög ógn-
andi. Þeir Steindór Gunnarsson og
Jóhannes Stefánsson „blokkeruðu” vel
fyrir þá og þeir Bjarni og Guömundur
voru hreyfanlegir í homunum. Þor-
björn Jensson batt vömina mjög vel
saman og var þar aðalmaður en
annars var varnarleikur íslenska liðs-
ins þá í heildina góður — og þó áber-
andi bestur síðustu 10 mínútumar.
Mörk Islands í leiknum gerðu þessir:
Alfreð Gíslason 6, Sigurður Sveinsson
5, Bjarni Guðmundsson 4, Kristján
Arason 2/1, Hans Guðmundsson 2,
Jóhannes Stefánsson 2, Guðmundur
Guðmundsson 2, Þorbergur Aðal-
steinsson 2 og Steindór Gunnarsson 1
mark.
SOS/-klp-
Sigmundur
Ó. Steinarsson
Sömu laun
fyrir eitt
golfmót
— og fyiirallt
keppnistfmabilið í fyrra
Bandarikjamaðurinn Gary Koch
varð sigurvegari í Doral Eastera
Open-golfkeppni atvinnumanna I
Bandarikjunum, sem fram fór i Miami
í Florida og lauk á mánudaginn.
Koch, sem vann sér inn samtals um
40 þúsund dollara á siðasta ári, fékk
álíka upphæð núna fyrir þennan eina
sigur. Hann lék mjög vel á rennandi
blautum vellinum, eða á 64—72—65 og
70 höggum. Var hann samtals 17
höggum undir pari og 5 höggum betri
en næsti maður, sem var Ed Fiori. Þar
á eftir komu þeir George Burns á 277
höggum og þeir Ray Floyd og Tom
Kite á 278 höggum.
-klp-
Stefnum á 7. eða 8.
sætið í bessu móti”
— segir Þorbergur Aðalsteinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins
Frá Sigmundi Ó. Steinssyni, frétta-
manni DV á HM-keppninni í Hollandi:
Það var kátína í herbúðum Islend-
inga eftir sigurinn yfir Búlgörum i
gærkvöldi. . . „Við stefnum að því að
verða í 7. eða 8. sætinu í þessari keppni
og tryggja okkur þar með rétt til að
leika í B-heimsmeistarakeppninni í
Noregi 1985,” sagði Þorbergur Aðal-
steinsson, fyrirliði islenska liðsins,
eftir leikinn.
„Síðari hálfleikurinn var góður hjá
okkur. Við nýttum sóknirnar vel og um
60% sóknamýting þá sýnir það best.
Við fundum líka út veikleika mark-
manns þeirra. Hilmar sagði okkur að
Betri nýting en áður
Sóknaraýting isl. liðsins við Búlgaríu í gær er sú besta hingað til í
keppninni. 26 mörk skoruð úr 54 sóknum eða 48,1%. 11 mörk í f.h. úr 29
sóknum eða 37,9% en 15 mörk úr 25 sóknum í s.h. Árangur einstakra
leikmanna. Skot Skot Skot Línu- Knetti Mörk varin frh. sending tapað Fiskuð víti Nýt- ing
Þorbergur A. 4 2 2 0 0 4 1 25%
Jóhannes St. 2 2 0 0 0 1 0 66.6%
Steindór G. 3 1 0 2 0 1 0 25%
Guðmundur 4 2 2 0 0 1 0 40%
Bjarai G. 7 4 1 2 ð 0 0 57%
Kristjón A. 3 2 0 1 0 3 0 33.3%
Sig. Sveins 4 4 0 0 2 3 0 62.5%
Þorbjöra 0 0 0 0 0 0 0 0
AlfreðG. 6 6 0 0 0 1 0 85.7%
Hans G. 2 2 0 0 1 2 0 50%
Einar Þorvarðarson varði 5 skot í leiknum, Brynjar Kvaran eitt.
-SOS/hsím.
skjóta á hann hægra megin, þaö
gerðum við og dæmið gekk upp,”
Þeir kunna sitt fag
„Þetta búlgarska lið var erfitt
viðureignar og viö vissum það fyrir-
fram þótt enginn okkar hefði leikið
gegn þeim áöur,” sagði Þorbjörn
Jensson. „Flestir þeirra eru meðyfir
100 landsleiki að baki og kunna sitt
fag. Þeir réðu bara ekki við okkur í
síðari hálfleiknum. ”
Búlgararnir sprungu
„Við vorum ákveðnir í að rífa okkur
upp, en það tók okkur langan tíma eftir
áfallið sem við fengum þegar Sviss
sigraði Spán,” sagði Guðmundur
Guðmundsson. „Hilmar sagði okkur
að Búlgararnir myndu springa í síðari
hálfleiknum og gerðu þeir það. Þá
gengum við á lagið og afgreiddum þá.”
Gömlu fleygarnir
rötuðu rétta leið
„Eg fékk góð tækifæri í þessum
leik,” sagði Sigurður Sveinsson, sem
átti sinn besta landsleik með Islandi í
langan tíma í gærkvöldi. „Strákamir
opnuðu vel fyrir mig og þegar maður
sá smugurnar hikaði maður ekki við að
senda gömlu fleygana á réttan stað. ”
SOS/-klp-
ísrael með
vopnaða
öryggisverði
Frá Sigmundi O. Steinarssyni, fréttamanni
| DV á HM-keppninni í HoUandi:
Mikill viðbúnaður er hér i kringum landslið
I tsraels eins og venjulega þegar íþróttamenn frá
ILandinu helga taka þátt i keppni erlendis. Fylg-
lir þeim eftir fjöldi lögregluþjóna og verðir eru
Ivið hótel þeirra og á öllum stöðum þar sem þeir
|koma og fara um.
Kapparair fengu leyfi hjá hoUensku lögregl-
Junni tU að hafa með sér sérstaka öryggisverði
frá ísrael. Eru þeir vopnaðir og fylgja löndum
sínum eftir eins og skuggar á meðan á heims-
neistarakeppninni stendur. -klp-
Dómararnir
höfðu
rétt fyrir sér
Vestur-Þjóðverjar vora heppnir að sigra
I Tékka í leik landanna í B-keppninni á mánudag.
I Tékkneska liðið byrjaði mjög vel, komst í 5—1.
Þá byrjuðu Þjóðverjarair að saxa á forskotið
I vegna stórieiks Brand, sem bókstaflega
„lamdi” samherja sína áfram. Þá var Wunder-
I lich óstöðvandi lokakaflann. Skoraði fimm sið-
ustu mörk þýska liðsins, þar af lokamarkið á
| síðustu minútunni.
Tékkar geystust í sókn og markvörðurinn
I Hirner Marian var þar á meðal. Brand braut Ula
I á honum og Tékkinn sló tU hans. Báðir reknir af
I velli. Úr aukakastinu áttu Tékkar skot í stöng.
l Urðu ofsareiðir þegar dómararair dæmdu ekki
jmark því þeir álitu að knötturinn hefði lent í
1 járastönginni inni í markinu. Sjónvarpsmyndir
Ifrá leiknum sýndu þó að svo var ekki. Norsku
j dómararnir Bolstad og Antonsen dæmdu leikinn
[mjög vel. Eftir leikinn kom tU slagsmála mUli
| leikmanna liðanna. -SOS.
Janusz fylgist
með
B-keppninni
Janusz Cherwinski, fyrrum landsliðsþjálfari
I íslands í handknattleUmum, er meðal áhorfenda
lí B-keppninni hér í HoUandi. í IHF-mafíunni,
jeins og stjómarmenn alþjóðahandknattleik-
jsambandsins eru kaUaðir hér. Janusz er yfir-
Jmaður póiska landsliðsins en Pólverjar keppa
| hér ekki. Þeir eru í A-riðli HM. -SOS.
Bjóða þýskum
15 þús. mörk
Vestur-þýsku handknattleiksmennirnir, sem
I taka þátt í B-keppninni, fá 15 þúsund mörk hver
jef þeir verða i tveimur efstu sætunum og
1 tryggja sér með þvi rétt í handknattleikskeppni
| Úlympiulcikanna í Los Angeles 1984.
í viðtali við þá segjast þeir gjaraan vilja koma
| til islands næsta vetur í landsleiki. Ferðin tU
| íslands i haust hafi verið frábær. Þeir hafi búið
|á Hótel Esju og þar hafi einnig verið flokkur
|danskradansmeyja. SOS.
Kristján Ara
vekurathygli
FuUtrúi vestur-þýsku Bundesligu-liðanna í
I handknattleiknum er hér i HoUandi á B-keppn-
inni. Hefur fylgst mjög vel með og hann sagði
mér að mörg lið i Bundesligunni mundu hafa
áhuga á að fá Kristján Arason tU sín næsta
keppnistimabil. Kristján hefur vakið mikla
I athygli, stór og sterkur, og var annar mark-
| hæsti leikmaður keppninnar í forriðlunum. SOS.
Péturdug-
legastur knatt-
spyrnumannanna
Pétur Pétursson hjá Antwerpen hefur verið
Idugiegastur íslensku knattspyraumannanna í
jBelgíu að fylgjast með B-keppninni í handknatt-
lleUi í Hollandi. Pétur var meðal áhorfenda á
lleikjum islands og Spánar og islands og Belgíu.
|Hann sá einnig leik islands og Búlgaríu i
gærkvöld. Það hefur verið nóg að gera hjá Pétri
> leikjunum. Áhorfendur hafa þyrpst að honum
ItU að fá eiginhandarundirskriftir. SOS.