Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Qupperneq 34
DV. FIMMTUDAGUR3. MARS1983.
34
r
&
VIDEO
Opið öll kvöld til kl. Zo
KVIKMYNDAMARKAÐURIIMN
Skólavörðustig 19 Rvik.
Kirkjuvegi 19 Vestmannaeyjum.
VIDEOKLÚBBURINN
Stórhoiti 1.
í Vestmannaeyjum er opið virka daga kl. 14—20, um helgar kl. 14-
.VIDEO,
1
J
Akveðið hefur verið að viðhafa allsherjar-
atkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og
trúnaðarmannaráðs Félags starfsfólks í
veitingahúsum fyrir næsta starfsár.
Tillögum ber að skila til skrifstofu félags-
ins, Hverfisgötu 42, fyrir kl. 12 fimmtudag-
inn 10. mars næstkomandi.
STJORNIN
HAFNIR
óskar eftir umboðsmanni í HAFNIRNAR frá og
með 1. mars.
Upplýsingar hjá Karli Valssyni, Sjónarhóli og hjá
afgreiðslunni í síma 27022.
SMÁAUGLÝSINGAR
sem birtast
eiga í
LAUGARDAGSBLAÐI
verða að vera
komnar fyrir k/.
17.00
í Þverholt 11 á föstudögum
Smáaug/ýsingasíminn er
2-70-22
r Mezzoforte:
Afram upp í Bretlandi
Tveggja laga plata Mezzoforte, sem
kom fyrst íslenskra hljómplatna inn á
opinberan breskan vinsældalista og
var í 86. sæti breska smáskífulistans í
síöustu viku, hefur nú tekiö nýtt stökk og
er komin í 61. sæti. Hún er því komin á
topp75.
Breiðskífa þeirra Mezzofortemanna
komst nú í fyrsta skipti inn á listann
yfir hundraö mest seldu stóru plötum-
ar í Bretlandi, stökk úr 154. sæti í 78.
sæti. Hún hefur því færst upp um 76
sæti á listanum.
Aö sögn Jónatans Garðarssonar hjá
hljómplötuútgáfunni Steinum bendir
allt til þess aö hljómplöturnar stansi
ekki í þessum sætum heldur haldi
áfram upp. Salan er oröin nálægt
30.000 eintök samtals af litlu og stóru
plötunum. Til viðmiöunar þá er salan
hér heima um 3.500 eintök.
Liösmenn Mezzoforte fara til London
á morgun og spila á klúbbi sem heitir
Venue á laugardag. Verið getur aö þeir
staldri síðan lengur við til aö gefa við-
tölogþessháttar.
-SGV
LEIÐRETTING
Á neytendasíðu í fyrradag var haft
eftir Stefáni Ingólfssyni verkfræö-
ingi hjá Fasteignamati ríkisins
ýmislegt varðandi fasteignamark-
aöinn fyrr og nú. Sú meinlega villa
slæddist inn í upphaf greinarinnar að
menn á Vestfjörðum greiddu,
aöeins lítinn hluta íbúöarverös sem
útborgun. Þarna átti aö standa
Vesturlöndum enda sagt skömmu
síðar í greininni . . . þetta tíðkaðist
einnig hér á landi á meðan veröbólga
var lítil og raunvextir jákvæöir. Rétt
átti málsgreinin aö vera:
„Víöast á Vesturlöndum greiöa
menn einungis lítinn hluta íbúöar-
verös sem útborgun. Algengt er aö
10% kaupverðs séu greidd þegar
kaupin fara fram. Þetta tíðkaöist
einnig hér á landi á meöan verðbólga
var lítil og raunvextir jákvæöir.”
Viö biðjumst velvirðingar á
þessum mistökum fyrir hönd púkans
fræga. -þg.
vnm
9. tbl. — 45.
3. mars 1983
— Verökr.6