Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Page 38
38 DV. FIMMTUDAGUR3. MARS1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Við snúum snældunni og á því byggist einmitt notagildi þeirra, þvi styrkur og stefna segul- kraftsins gefur til kynna ákveðinn tón, sem hægt er að skila með sérstökum búnaðL Auðvitað vakti hljóðsnældan mikla athygli og ágirnd þegar hún kom á markaðinn, rétt eins og myndböndin gera núna, og ekki þurfti þessi tækni nema fáein ár til þess að verða sjálf- sögð almenningseign. Hljóðsnældur koma okkur að margvíslegum notum — blaðamenn taka upp samtöl, unglingar taka upp tónlist, eigendur heimilistölva geyma á þeim ýmsar upplýsingar og svo mætti lengi tel ja. Þaö eina sem mér f innst vanta á Ust- ann og finnst í rauninni dálitiö furðu- legt að ekki skuli komið í kring, er sú staðreynd að enn er ekki farið að gefa út að marki bókmenntaverk á hljóð- snældum, og verður þó ekki annað sagt en tæknin sé til reiðu og kostnaður áreiðanlega nokkum veginn viðráðan- legur. Margir kunna vel aö meta ýmis- legan upplestur í Ríkisútvarpinu, smá sögur, framhaldssögur, sagnir og fróð- leik og leikrit; það yrði ábyggilega vel þegið ef slíkt efni væri fáanlegt í búðum á hljóðsnældum, sem hver og einn gæti þá notið eftir því sem áhugi hans og tími leyfir, en það er kunnugt að mörgum fellur illa að haga lífi sínu eftir dagskrá útvarpsins þó að ágætt efni sé þar á boðstólum og fleiri vildu njóta en koma því við með hægu móti. En neyðin kennir naktri konu að spinna, og einn er sá hópur þjóðfélags- þegnanna, sem illa kemst af án hljóðsnældnanna hvað þetta snertir, en Myndbönd og myndbandakerfi, stór og smá, eru mönnum fimahugleikin þessa dagana, sem vonlegt er, en það er vert að minnast lítillega undanfara þeirra og uppeldisföður á tækni- sviðinu, en þaö em hl jóðböndin. Ein 85 ár em liðin siöan Valdimar nokkur Poulsen var aö fikta i tólum Hljóðsnældur: Baldur Hermannsson sinum og setti saman vél þá, sem hann kallaði „Telegraphone”. Frumpartar vélarinnar vom stálþráður á sívaln- ingi sem snerist í sífellu og hreyfán- legur hnúður tengdur hljóðnema úr kolefni. Trúlega hefur þetta verið heldur fábrotinn búnaður á vorra tíma vísu, en þó var hægt að nota hann til þess að varðveita ýmiss konar hljóð og raddirmanna. Helsta þróunarskeið þessarar tækni stóð milli heimsstyrjaldanna, en það var ekki fyrr en kringum 1960 að Philips dældi á markaðinn hljóðsnæld- um í þeirri mynd sem nú eru notaðar. Nútíma hljóðband samanstendur úr eins konar burðarfleti úr plastefni og á honum liggur örþunnt lag málmagna; algengastar era agnir úr járn-oxíði, en einnig eru til agnir úr krómoxíði eða blönduðu járni. Agnir þessar hafa þann eiginleika að taka segulmögnun Hljóðsnœldan hefur marga eiginleika umfram hljómskífuna — það er hægt að taka upp efni á hana i heimahúsum og njóta þess nánast hvar sem er, ibifreiðinni, ágötum úti og úti á viðavangi. Ennerþóekki farið að gefa út bókmenntaverk á hljóðsnældum, að minnsta kosti ekkert að ráði. það em blindir menn og sjónskertir. Blindrafélagið tók upp þá merkilegu nýbreytni árið 1975 að láta lesa úr ýmsum ritverkum inn á hljóðsnældur. Fyrst í stað var þessi þjónusta starf- rækt í samvinnu við Borgarbóka- safnið, en um siðustu áramót var öll starfsemin sameinuð í eina stofnun, Blindrabókasafn Islands. Eg held að Blindrafélagiö hafi þama riðið á vaöið og unnið fmmherjastarf, sem síðar verður fyrirmynd fram- leiðslu og sölu hljóðbóka á almennum markaði. Við höfum tekið tvo forvígis- menn tali, Gísla Helgason, sem hefur umsjón með sjálfri hljóðbókagerðinni, og Helgu Olafsdóttur á útlánsdeildinni. Einnig höfum við spjallað viö aldraöan mann, Eirík Stefánsson kennara, sem missti sjónina fýrir tveim ámm og hefur síðan notið góðs af hinni nýju tækni. Hljóðbandið er borið segulögnum sem varðveita jafnt hljómlist og raddir manna. Þar sem orðin breytast í segulkraft — litið inn í hljóðbókagerðina og spjallað við Biritu Mohr Mér brá hastarlega í brún er ég þjóðmálaumræöa,sagðiég,þvíaðnú lauk upp dyrum að hljóðbókagerð- barst út úr hinum innlestrarklef- inni og heyrði þá upphafinn boðskap anum ómþýð kvenrödd og flutti mjög frjálshyggjunnar ymja í lofti. Róm- svo framandlegan texta. sterkur karlmaður ræddi í barýton ,,Nei, þetta er nú færeyska”, sagði um markaðsfrelsi, bölmóð ríkis- Gísli og rétti mér kaffiboilann góða, afskiptanna, ginnhelgan rétt sem orðinn er ómissandi í blaða- einstaklingsins td þess að velja og samtölum. „Hún Birita Mohr er hafna. Hverju sætir þetta eiginlega? þama ixmi að lesa fyrir landa sína og Er nú Hannes Hólmsteinn hingaö ef þú vilt skal ég biðja hana að ræða kominn líka? ,JIei, ekki er það nú,” stundarkorn við þig. En þú verður að sagði Gísli Helgason, máttarstólpi vera snar, því að tækin mega ekki hljóöbókagerðarinnar og brosti við. standa ónotuð lengur en góðu hófi „Hér erum við að láta lesa inn á gegnir.” hljóðspólur margvislegar greinar úr Og Birita snaraðist fram, glaðleg dagblöðunum því að sjónskertir stúlka frá Torshavn, sem stundar menn eiga skilyrðislausan rétt til að nám í Leiklistarskólanum hér í fylgjast með þjóðmálaumræðunni Reykjavík og les fyrir landa sína ekki síður en aðrir. Hann Sveinn eftirþvísemtíminnleyfir. Asgeirsson hefur hönd í bagga með „Þetta er nú Byggöasaga eftir okkur og það vill nú svo skemmtilega Sámal Johansen, sem ég er að lesa til að þessi þjónusta hófst fyrir núna. Hún segir frá heimahögum nákvæmlega sjö árum, þann 28. hans í gamla daga, en seinna langar febrúar 1976.” mig til þess að lesa eítthvað eftir — En ekki er þetta nein íslensk hann Heinesen,” sagði Birita. „Aðalatriðið er að gefa sór tima og vanda sig", sagði Birita Mohr frá Færeyjum og tyllti sár andartak vlð stjórntæki hljóðbókagerðarinnar. Klefinn hennar er tH hægri, en lengst til vinstri glittir i manninn sem las frjálshyggjuboðskapinn góða. Mynd BH. — Hvað ertu komin langt með bókina? ,,£g er rétt tæplega hálfnuð. Þetta er fjórða skiptið sem ég kem, og ætli ég eigi ekki eftir ein 5—6 skipti.” — Og hvað ertu lengi að í hvert skipti? „Svona 2—3 tíma. Tíminn nýtist auövitað ekki alveg hundrað prósent og það fer alltaf hálftimi í að losna við íslenska málhreiminn, því að tungumar eru svo líkar. ” — Lestu með leikrænum tilburðum? „Nei, ég held að það sé ekki æski- legt að ýkja lesturinn um of, sérstak- lega af því að þetta er heldur svona fræðilegur texti og það verður fyrst og fremst eldra fólk sem færir sér hann í nyt. En aðalatriöið er aö gefa sér tíma og vanda sig. ” — Heldurðu að það sé eitthvað til í því, sem hún Helga Olafsdóttir í útlánsdeildinni sagöi, að konur séu viljugri að lesa héma, vegna þess að þær séu hneigðari til hjálparstarfa? „Já, það held ég alveg áreiðan- lega. Konur eru yfirleitt félagslegri og taka meira tillit til annarra. Karl- menn hugsa meira um sjálfa sig og keyra sig áfram. En ég hef gaman af þessu og svo er þetta auðvitað ágæt æfing í framsögn,” sagði Birita og kvaddi og hvarf inn i klefann í flýti, því nú var Arnþór Helgason farinn að ókyiTast við stjórntækin, enda ærin verkefni framundan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.