Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Side 9
DV. FÖSTUDAGUR11. MARS1983.
Utlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Samdráttur
íkaffifram-
leiðslunni
Kaffiframleiðslan mun dragast
saman um 17% miðað við það sem
hún var í fyrra, eftir því sem sér-
fræðingar spá.
Mestur samdráttur er á Fíla-
beinsströndinni, í Perú og
Indónesíu, þar sem þurrkar og
skógareldar hafa valdið skaða á
kaffiekrum og aukin skordýra-
ásókn.
Ekki er búist við að þessar horfur
hafi áhrif á kaffiverðið, þar sem
menn hafa þegar gert ráð fyrir
samdrættinum.
Máritíus fái
yfirráð yfir
Diego Garcia
Albert Renee, forseti Seychelles-
eyja, skoraði í gær á Samtök
óháöra ríkja að styðja kröfu stjórn-
ar Máritíus um yfirráö yfir eynni
Diego Garcia á Indlandshafi.
Bretar afhentu Bandaríkjunum
eynna undir herstöð áður en Márit-
íus varð sjálfstætt ríki árið 1968.
Renee sagði að breska stjórnin
hefði ekki haft neina lagalega
heimild til að ráöstafa eynni, jafn-
vel þótt það hefði verið gert með
samþykki þáverandi stjórnar
Máritíus.
Engin stjórn heföi leyfi til að af-
sala sér hluta af landi sinu, auk
þess sem þessi ráðstöfun stríddi
gegn samþykktum Sameinuðu
þjóöanna.
Renee sagði ennfremur að her-
stöð Bandaríkjanna á eynni væri
sneisafull af kjarnorkuvopnum,
sem væru ógnun við öll ríkin við
Indlandshaf.
Kirk Kent
áfrýjar til
dómstóls
Evrópuráðs
Danska þingmanninum og fiski-
manninum Kent Kirk, sem sektaö-
ur var fyrir ólöglegar veiðar innan
breskrar landhelgi, hefur verið
heimilað að vísa máiinu til dóm-
stóls Evrópuráðsins í Luxemborg.
Kirk er þingmaður Evrópuráðs-
ins. Hann var sektaður um 30
þúsund pund (rúmar 900 þúsund
islenskar krónur) fyrir að neita að
viðurkenna 12 mílna fiskveiðilög-
söguna, sem Bretar löggiltu um
síöustu áramót. Danir neituðu að
viðurkenna fiskveiðilögsöguna og
höfðu þar aðra stefnu en hin niu
ríki Evrópuráðsins, en nú hefur
náðst samkomulag allra ríkjanna.
Reagan vill stór-
auka hernadaraðstoö
Reagan Bandaríkjaforseti þarf nú
að sannfæra bandaríska þingið uni
nauðsyn þess aö samþykkja 110 mill-
jón dollara hernaðaraöstoð viö
stjórnina í E1 Salvador. Það er ólík-
legt að honum takist þaö.
Forsetinn geröi tillögur sínar
opinberar í ræðu í gær, þar sem hann
lýsti því yfir aö Bandaríkin væru að
reyna að hefta framgang kommúnis-
mans í Mið-Ameríku. En þingmenn
úr báðum flokkum létu þegar í stað í
ljós andstööu viö þessar tillögur og
sögðust ekki mundu greiða þessum
tillögum atkvæði, nema stjómvöld í
E1 Salvador hæfu þegar í staö friðar-
viðræður við skæruliöa.
I upphafi íhugaði Reagan að biðja
þingiö um 60 milljónir dollara til
hemaðaraðstoðarinnar, en þessi
nýja tala er fjórum sinnum hærri en
sú aöstoð sem þingið hefur þegar
samþykkt til-El Salvador. Að auki
— við El Salvador
fer forsetinn fram á 20 milljónir doll-
ara í hemaðaraðstoð til annarra
ríkja á svæðinu og 168 milljónir doll-
ara í efnahagsaðstoö, þar af 67 mill-
jónirtilElSalvador.
Thomas O’Neill, forseti fulltrúa-
deildarinnar og leiðtogi demókrata í
deildinni, sagði í viðtali við frétta-
menn að hann gæti ekki ímyndað sér
aö þingið samþykkti þessar tillögur.
Hann sagði að enginn vildi að komm-
únistar kæmust þar til valda, en
hann héldi að forsetinn gengi nú of
langt og ástandið sé ekki eins slæmt
og haldiö hefði verið f ram.
Reagan Bandaríkjaforseti vill nú
stórauka hernaðaraðstoðina við E1
Salvador.
Opið
ALLAN
w
w
HREVF/LL
(JÁ
'b
STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGA^N
5?
ALLAR HREINGERNINGAR
ÞRIFILL SF.
Sími82205
allan BÆ HVty