Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1983, Blaðsíða 10
10'
DV.FÖSTUDAGURll. MARS1983;
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Hægar breytingar í Grikklandi:
Papandreou svíkur
kosningaloforðin
1 Grikklandi er einn maöur aðal-
leikarinn í pólitíkinni, Andreas
Papandreou forsætisráöherra. Ekki
er sú fréttasending í útvarpi og sjón-
varpi sem ekki hefst meö viðtali viö
hann. Dagblööin í Aþenu segja frá
því, hvað Papandreou gerir eða gerir
ekki, meö fyrirsögnum sem minna á
stríðsfréttir. Mest er nú rætt um
tvennt: sambandið viö Bandaríkin,
og hættuna frá Tyrklandi. Um þessi
tvö mál, sem eru mjög samtvinnuð,
skeggræða menn í fjölmiölum og á
kaffihúsum.
Fyrir kosningamar 1981, var það
stefna Papandreous að Grikkland
skyldi segja sig úr EBE, eöa þá aö
þjóðaratkvæðagreiðsla skvldi haldin)
um málið. Nú er þaö ekki rætt, enl
aðoins það að Grikkland þurfi að fál
inn í samningana við bandalagið
ákveðin skilyröi. Þá var það stefna
Papandreous aö Grikkland skyldi
yfirgefa Nato, en nú hefur sú stefna
breyst svo að Grikkir skuli nú vinna
að því pólitískt að bæði hernaðar-
bandalögin skuli leyst upp.
Herstöövarnar
Og nú virðist sem þriðja krafan
fyrir kosningar, sem einnig eins og
hinar gekk út á að leysa Grikkland
undan áhrifum erlendra stórvelda,
skuli gleymd: krafan um brottvikn-
ingu bandaríska hersins með stöövar
sínar af grískri grund. Það virðist
sem sú krafa koðni niður í það að
verða gjaldmiðill í viðskiptum.
Stöðvamar fá að vera enn um sinn,
gegn því aö Bandaríkjamenn auki
hemaðaraðstoð sína við Grikki í því
hlutfalli að hernaðarjafnvægi haldist
milli Tyrklands og Grikklands.
En samningaumræður um þetta
hafa dregist á langinn og margir
efast um að Papandreou nái fram
samningum um tímamörk á tilveru
herstöðvanna, sem er einmitt það
sem ríkisstjórn Pasok hefur sett á
oddinn. Og ástandiö hefur versnað
fyrir það að Bandaríkjastjórn hefur
aukiö hernaöaraðstoö sína viö
Tyrkland. Og Grikkir kosta þegar
miklu til landvama, meiru en þeirra
fátæka land getur með góöu móti
borið.
Gagnrýnendur stjórnar Papand-
reous, bæði til hægri og vinstri, halda
því einnig fram aö ástæðan fyrir því
að hann lemur nú hertrommur svo
fast og ræðir svo mjög hættuna frá
Tyrklandi sé sú að hann vilji leiða
athygli manna frá slæmu ástandi
innanlands.
Efnahagsástandið
Stjóm Papandreous hefur ekki
náð tökum á efnahagsvandanum og
ekki getað efnt loforð um aö bæta
lífskjör almennings. Verðbólga er
mikil, um 22%, og þrátt fyrir þaö að
allar launahækkanir hafi veriö bann-
aðar, hægist ekki á henni. Verðlag
hækkar stöðugt og atvinnuleysi
færist í vöxt og er nú 8%. Pólitísk óró
hefur vitanlega aukist við þetta.
Þessi pólitíska kreppa hefur breytt
því svigrúmi, sem Papandreou hafði
til aðgerða,í skrúfstykki. Þess vegna
leggur hann svo mikla áherslu á ógn-
unina frá Tyrklandi, segja and-
stæðingarhans.
Fjöldi loforða Papandreous fyrir
kosningar hefur ekki veriö efndur.
Hann lofaði ýmsum breytingum á
félagsmálasviði. Nokkrar hafa verið
gerðar, svo sem breytingar á hinni
fornlegu hjúskaparlöggjöf og nokkur
skref hafa verið stigin í átt til vald-
dreifingar. En heilsugæslumál eru
enn í ólestri og Grikkir sjálfir halda
því fram, aö hvað varðar heilsu-
gæslu, séu þeir síst settir allra
Evrópuþjóða. Og kosningalöggjöfin,
sem Papandreou gagnrýndi sjálfur
harkalega í kosningabaráttunni,
stendur óbreytt enn. Og innan Pasok
hefur Papandreou verið gagnrýndur
fyrir ólýðræðislegar stjórnar-
aðferðir, og er nefnt sem dæmi aö
þingflokkur Pasok hefur aöeins
veriö kallaður saman til funda
tvisvarsinnum eftir kosningar.
Erlend kreppa
Papandreou hefur variö sig fyrir
þessari gagnrýni með því aö benda á
erfitt efnahagsástand um allan
heim. Þess vegna, segir hann, hefur
ekki verið ráðist í neinar þær breyt-
ingar, til dæmis í félagsmálum, sem
kosta mikla peninga. Breyting á hjú-
skaparlögum kostar ekkert, en full-
komið heilsugæslukerfi kostar
stórfé.
En, segja gagnrýnendur frá
vinstri, stjórn hans hefur engar
áætlanir gegn vandanum. Og meö
aðgerðaleysinu svíkur Papandreou
sín kosningaloforð, meðan efnahags-
aögerðir hans, gengislækkanir,
launastöövun, hækkanir á veröi
rafmagns og vatns og síma, koma
beintniður á þeim fátækustu.
Og hægri andstæðingar stjóm-
arinnar benda á aö aögerðir stjórn-
arinnar leiði til þess aö fjármagns-
eigendur f áist ekki til að festa fé sitt í
framleiðslugreinum, og iðnaður er
að dragast saman. Á meðan minnkar
fylgi Pasok, en kommúnistar unnu á
í síðustu kosningum
David Cornwell eða John le Carré staddur í Aþenu til aö
kynna sér staðhætti fyrir sögusvið nýjustu bókar sinnar.
sinnis voru drengirnir sendir til dyra
til að ljúga fyrir föðurinn, þegar
lánardrottna bar að og skuldheimtu-
menn. I skólanum reyndi drengurinn
að dylja fyrir félögum sínum hvernig
heimilishögum hans var háttaö.
Fimmtán ára fór hann til náms í
Sviss til þess að flýja föðurinn en
slapp raunar aldrei undan lyga- og
svikabrallinu.
I andstæðu við þessa æsku er
David Cornwell heimakær faöir.
Hann hefur verið kvæntur Jane
Eustace, fyrrum ritstjóra stór-
útgáfufyrirtækis í Bretlandi, (sem
gefið hefur út bækur hans). Hún er
hans hægri hönd, ritari, umboðs-
maður og fleira. Þau eiga einn son,
Nicholas. — Cornwell heldur góðu
sambandi viö böm sín þrjú frá fyrra
hjónabandi. Um endalok þess segir
hann að frægöarljósið hafi varpað of
sterkri birtu á brestina.
Hann er sagður undirbúa sig ræki-
lega fyrir hverja bók og kynna sér til
dæmis ítarlega staðhætti. Til dæmis
dvaldi hann lengi í Hong Kong áöur
en hann skrifaði bókina „The
Honourable Schoolboy”, sem gerist
að míklu leyti þar eystra. Um þessar
mundir vinnur hann að nýrri bók,
„The Little Drummer Girl”, þar sem
skiptir algerlega um umhverfi, enda
kemur Smiley, er var sérfræðingur í
Evrópu, hvergi við sögu. Sú bók
byggir á átökum Israela og Pale-
stínuaraba í Austurlöndum nær og
hefur Cornwell dvalið lagtímum í
Beírút til þess að kynna sér and-
rúmsloftiö.
Sigurgleði — Papandreou vann sigur með loforðum um breytíngar.
Grikkir eru nú orðnir þreyttír á þvi að biða.
HÖFUNDUR NJÓSNA-
ÞÁTTANNAVAR SJÁLP
UR NJÓSNARIBRETA
David Cornwell þekkja fáir, en
hinir munu næstum jafnfáir, sem
ekki þekkja John le Carré, og er
þetta þó einn og sami maðurinn. Híö
síðara er aöeins höfundarnafn.
Islenska sjónvarpið hefur nú
byrjað sýningar á framhaldsþáttum,
sem það kallar „Endatafl”, en þeir
eru einmítt gerðir eftir einni njósna-
bók le Carré, „Smileys People”.
„Njósnarinn sem kom inn úr
kuldanum” var bókin, sem gerði le
Carré heimsfrægan, og síðan hafa
streymt frá honum njósnasögurnar,
sem hver af annarri hafa orðið met-
sölubækur. Bestar hafa þótt sög-
urnar um George Smiley, sem sir
Alec Guinness leikur í „Blindskák”
og framhaldinu „Endatafl”. — Þær
eru þó ekki væntanlegar fleiri í bráð,
því að höfundurinn taldi sig hafa
skrifað síðasta kaflann um Smiiey,
þegar hann skrifaði „Smíleys
People”. Þó segir hann ekki alveg'
loku fyrír það skotið að hann síðar
skrifi einhverjar sögur, sem gerasti
eigi á fyrri árum njósnaferils
Smileys.
Þeir, sem David Comwell þekkja,
segja hann líkjast einni af söguper-|
sónum sínum, Peter Guíllam,
fyndinn gáfaöur og sjálfsöruggur
fulltrúi yfirstéttar-Breta. En rétt
eins og sú leyniþjónustupersóna er
Cornwell ekki allur þar sem hann er
séður. Hann hefur eins og huliö
margt úr fortíð sinni reykskýi eða
felulitum, og hugsar að því leytí til
eins og njósnari. Sem er nokkuð
skiljanlegt.
Breska leyniþjónustan hefur æ
ofan í æ borið á móti því aö Cornwell
hafi starfað sem njósnari sjálfur á
hennar vegum fyrr á árum. En fyrr-
verandi njósnarerindrekar halda því
fram að Cornwell hafi einmitt veriö
einn úr þeirra hópi og starfað bæði
fyrir M.I.5 (sem var gagnnjósna-
deildin) og SIS (Secret Intelligence
Service, eins og leyniþjónusta Breta
hét, þótt í daglegu tali væri einfald-
legakölluðM.1.6).
m
Umsjón:
Guðmundur
Pétursson
Cornweil hefur sjálfur alltaf farið
undan í flæmingi, þegar gengið hefur
verið á hann beint. „Eg hef svo sem
fetað mig í njósnaheiminum, en það
var fyrir löngu, löngu.”
Tímaritið „Newsweek” gerir
honum nýlega mikil skil í umfangs-
mikilli grein og heldur því fram að
Cornwell hafi komist í snertmgu við
njósnir aðeins 17 ára að aldri, þegar
hann lærði þýsku og bókmenntir! við
Bern-háskóla í Sviss • Segir blaöið að
19 ára hafi hann veriö að fullu starf-
andi í leyniþjónustunni og sendur
1952 til Austurríkís, þar sem hann
hafi verið á þönum á milli Vínar og
Graz á vegum ieyniþjónustunnar. Til
dæmis mun hann hafa tekið þátt í að
yfirheyra þær þúsundir flóttamanna,
sem streymdu til Austurríkis frá
Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu, til
þess að fletta ofan af laumuerindrek-
um. Hann er sagður hafa átt á sínum
snærum njósnara, sem hann gerði út
austantjalds.
Cornwell er ekki yfir sig hrifinn af
þessum greftri í fortíð hans og segir
leitt aö þurfa að standa skil á tuttugu
ára gömlum gerðum sínum. Af
tvennu illu vill hann heldur vera
álitinn sem „rithöfundur, er eitt sinn
var njósnari, fremur en njósnarinn,
sem gerðist rithöfundur”.
Þeir segja að bemska hans og
æska hafi verið góður undirbúningur
fyrir njósnara. David Cornwell
fæddist 1931 í bænum Poole. Hann
þekkti naumast móður sína, sem
sdirgaf mann og börn (David og eldri
bróður hans Tony). Faðirinn,
Ronnie, var varasamur persónu-
leiki, aðlaðandi en óáreiðanlegur,
lyginn og ómerkilegur. Hann afplán-
aöi fangelsisdóma fyrir f jársvik. Oft-