Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 1
^^sgss^^SSBBSSSBSBBKBSB^ 40.000 EINTÖK PRENTUÐ í DAG. DAGBLADID — VISIR 61.TÖLUBLAÐ — 73.og9.ARG. — MÁNUDAGUR 14.MARS 1983. w. í Karvel sigradi J á 24 atkvædum — óvíst hvort Sighvatur tekur sætí á lístanum Karvel Pálmason alþingismaður fékk 24 atkvæðum meira í fyrsta sæti en Sighvatur Björgvinsson alþingis- maður í prófkjöri Alþýðuflokksins á Vestfjörðum. Karvel fékk 442 atkvæði enSighvatur418. Alls kusu 937 manns í prófkjörinu, þar af 250 utankjðrfundar. 866 atkvæöi reyndust gild. 71 atkvæði reyndist ógilt sem er óven ju mikið. I síðustu alþingis- kosningum fékk flokkurinn 1188 atkvæði í kjördæminu. Að sögn Kristjáns Jónassonar, for- manns kjördæmisráös, kusu milli 240 og 250 Bolvíkingar i prófkjörinu en 368 Isfirðingar. Hann taldi ástæðu hinna fjölmörgu ógildu atkvæða mega rekja til uppsetningar kjörseðilsins. Fólk hefði ekki haft nægilega aðgát þegar það greiddi atkvæði. Margir hefðu ekki áttað sig á aö greiöa átti atkvæði um öll sætin þrjú. Sighvatur Björgvinsson fékk 694 atkvæði alls í annað sæti. Þriðji frambjóðandinn var Gunnar R. Pétursson, Patreksfirði. Hann hafnaði íþriðjasæti. Ovíst er hvort Sighvatur tekur annað sæti listans. Hann hyggst biða með að taka ákvörðun fram að næstu helgi. ,,Eg vil láta leiða það alveg í ljós hvernig úrslitin voru ráðin," sagði hann í samtali við DV. A bls. 3 eru viötöl við þá Karvel og Sighvat. Þar segir Sighvatur meðal annars að andstæðingar Alþýðu- flokksins hafi ráðið úrslitum í próf- kjörinu. -KMU. sjáeinnigbls.3 Hvað fellur þérillaífari kvenna? — sjá S viðsi jósið ábls.44og45 • Tvbfalthjá Þrótturum — sjá 8 síðna biaðauka um íþróttir Péturheldur blaðamanna- fundíLeifsbúð — sjá Sandkorn ábls.43 • Húsið, trúnaðarmál — sjá leikdóm ábls.43 'i %). Jl*' ........ I FaraallirÞing- vallahringinn réttsælis? — sjá Lesendur á bls. 16 og 17 • Stúdentaráðs- kosningar ámorgun — sjábls.2 Opinber heimsókn forseta í Árnessýslu: Heimamenn flykktust að til að heilsa upp á Vigdísi Forseti Islands, Vigdís Finnboga- dðttir, heimsótti Arnessýslu núna um helgina. A laugardag leil hún víð í Þorlákshbfn, á Selfossi, á Eyrar- bakka, Litla Hrauni, Stokkseyri og Flúðum. Aðvaranótt sunnudags gisti hun á Eystra-Geldingaholti, þarsem hún var í sveít mörg sumur sem lítíl stúlka. Þaðan var haldiö í gær til Skál- holts. Kirkjan var skoðuð og að því loknu snæddur hádegisverður i boði Lýðháskólans í Skálholti. Þá hlýddi forsetinn og fylgdarliö hans. á messu i Skálholtskirkju. Frá Skál- holti varhaldiðí Aratungu. Þar bauö Biskupstungnahreppur upp á kaffi og kökur. Kvenfélag sveitarinnar haföi staðið við bakstur undanfarna daga. Ekki veitti af, allir sem vettlingi gátu valdið úr sveitinni komu til þess að heilsa upp á forset- ann og þiggja kaffi; jafnt ungbörn sem öldungar sveitarinnar. Að lokinni kaffidrykkju var haldið á I/fiugarvatn. Þar skoðaði forsetinn skólana fimm á staðnum og þáði að því loknu kvÖMverð. Á öllum þeim stöðum sem forseti sótti heim kepptust heimamenn við að sýna örlítið brot af þeirri menningu sem á staðnum blðmstrar. Hun skoðaði söfn, hlýddi á leikrit, Ijóöalestur og söng og spjallaöí við heimamenn. Þó veðrið værí leiðinlegt, þoka, suddi og jafnvel éljahraglandi, var mál manna að ferð forseta hefði heppnast prýðilega. Myndir sem teknar voru fyrri dag heimsóknar- innar eru á bls. 4 og 5 í blaðinu í dag. Myndir sem teknar voru seinni daginn verða siðan í blaðinu á morgun. -DS. Vigdls Finnbogadóttir í hinum sögufrægu göngum undir Skálho/tskirkfu. Hún sagöi að sár hefði þótt ákaflega gaman að sýna kirkjuna og göngin ferðamönnum þegar hún varstarfandileiðsögumaður. DV-myndBj. Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.