Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Page 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRÍL1983.
3
Vegir víða um land lokaðir og veður hamlar snjómokstri:
UTLAR AHYGGJUR AF OFÆRDINNI
— segir ritari landskjörstjómar
,,Ég get ekki séð að það sé ástæða til
aö hafa áhyggjur af ófærðinni. Við
verðum að athuga það aö kjörstaðir
eru margir og stutt að fara hjá
flestum,” sagði Friðjón Sigurðsson,
ritari landskjörstjórnar, í samtali við
DV.
Undirkjörstjórn getur frestað
kosningu, jafnvel eftir að hún er hafin,
ef hún telur óviðráðanlegar aðstæður
eins og óveður, hindra kosningu enda
komi til samþykki yfirkjörstjómar.
Kjósa verður þá aftur innan viku.
Sé kosningu frestaö má talning ekki
fara fram annars staöar. Kosningu
verður að vera lokið hvarvetna.
, .Aðalerfiðleikamir verða nú varla
við að komast á kjörstað. Kjör-
deildimar em margar og sjálfsagt
búið að dreifa öllum kjörgögnum. Það
tekur kannski lengri tíma aö safna
þeim aftur saman. En þaö kemur eftir
kosningar. Svo ég hef nú ekki miklar
áhyggjuraf þessu.
Við eram nú að vona að samgöngur
verði komnar í sæmilegt lag á kjördag.
Búið er að lýsa því yfir aö allt verði
gert til aö ryöja vegi. Ég var að vísu aö
heyra að menn gerðu ekki ráð fyrir að
tækist að ryöja heim að hverjum bæ.
En þar með er ekki sagt að fólkið geti
ekki komist á kjörstaö. Ég held að það
hljóti aðrætastúr þessu. Það eru nú
nokkrir dagar enn til kosninga,” sagði
Friöjónígær.
Hvernig er f ærðin
á landinu?
Samkvæmt upplýsingum Arnkels
Einarssonar vegaeftirlitsmanns var
færð á landinu í gær sem hér segir:
Á Snæfellsnesi var víða þungfært og
fjallvegir ófærir. Vegir á sunnanverðu
nesinu vora opnaöir í gær vegna
framboðsfunda og í dag á að opna
Kerlingarskarð og Fróöárheiði.
Vestan Búðardals var ófært í gær en
í dag á aö ryðja úr Dölum í Reykhóla-
sveit.
Ofært var úr Gufudalssveit vestur í
Vatnsfjörð. Barðaströnd var fær
stórum bílum og j eppum en Kleif aheiði
lokuö. Hún verður væntanlega mokuð í
vikunni.
Frá Patreksfirði var fært á flug-
völlinn og til Bíldudals en lokað í Ketil-
dalahrepp og Rauðasandshrepp og
óvíst um mokstur fy rir kosningar.
Leiðin milli Þingeyrar og Flateyrar
var mokuð í gær. Breiðadalsheiði og
Botnsheiði voru ófærar og óvíst um
Séra Sigurður lætur af störfum
Séra Sigurður Pálsson, Vígslubiskup Skálholtsbiskups-
vígslubiskup Skálholtsbiskups- dæmis varð hann 1. september 1966.
dæmis, hefur sagt starfi sínu lausu Prestar í biskupsdæminu munu velja
frá og með 31. júlí nk. Séra Sigurður eftirmann hans úr sínum hópi, og
hefur verið starfandi prestur í 50 ár, mun það verða gert áður en langt um
en hann var vígður til Hraungerðis- líður.
prestakalls í Ámesprófastsdæmi 28. -klp-
mai 1933.
mokstur. Stefnt er þó að þvi aö moka
þær heiðar fyrir kjördag, ef veður
leyfir.
Ff á Isafiröi var í gærmorgun mokað
til Bolungarvíkur. Unnið var að því að
moka leiðina inn í D júp og stefnt að því
aö opna veginn alla leiðina að Reykja-
nesi. Ennfremur var hafinn mokstur á
Langanesströnd.
1 Strandasýslu voru allir vegir ófærir
í gær. Stefnt er aö því að moka til
Hólmavíkur í dag, ef veður leyfir. Ekki
verður mokað í Arneshrepp heldur
treyst á flugið. Ovíst er um aðra vegi á
Ströndum.
I Húnavatnssýslum var töluverð
öfærð. Unnið var að raðningi á ýmsum
leiðum í gær til að liðka fyrir
framboðsfundum. Holtavörðuheiði var
ófær en verður mokuð í dag.
I Skagafirði var unnið töluvert aö
mokstri. Vatnsskarð, Norðurlands-
vegur og leiðin til Siglufjarðar, en
mjög snjóþungt var í Fljótum, voru
meðal annars mokuð.
Öxnadalsheiöi var fær. I gær var
mokaö frá Akureyri til Dalvíkur.
Ölafsfjarðarmúli var ófær. Mokað var
frá Akureyri til Grenivíkur og um
Víkurskarð til Húsavíkur.
Leiðin um Dalsmynni var ófær þar
sem snjóflóð tók af brú yfir Græfilsgil.
Frá Húsavík var unnið að mokstri til
Mývatnssveitar og á vegum í Mývatns-
sveit. Vegna veðurs í gær var ekkert
átt við vegi á Tjörnesi né á Norðaustur-
landi.
Á Fljótsdalshéraði var þungfært.
Fagridalur var mokaður í gær en aðrir
fjallvegir á Austurlandi vora ófærir,
svo sem Oddsskarö og Fjaröarheiði.
Milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs-
f jarðar var einungis jeppum og störam
bílum fært. Þar fyrir sunnan og
meðfram allri suðurströnd landsins
var greiöfært til Reykjavíkur. Þó var
sandbylur á Mýrdalssandi.
-KMU.
Dönsk skrifborð
gP* Hagstætt verð ^
BÓLSTRUNINGÓLFS
Aða/stræti 7, við Hallærisplan — Sími27090.
FERÐASKRIFSTOFAN
Mallorka__________________
Paradís ájörð
Santa Ponsa
Santa Ponsa er næsta strönd vestan við
Magaluf og er einn allra vinsælasti dvalar-
staður á Mallorca. Santa Ponsa er dæmi-
gerð sólbaðsströnd, með hvítum ylvolg-
um sandi, tærum sjó og allri þeirri þjón-
ustu sem hægt er að hugsa sér. Santa
Ponsa er um 18 km vestan við höfuð-
borgina Palma.
Puerto de Andraitx
SAGA býður nýstárlega gistiaðstöðu á
Mallorca sem er tvímælalaust með því
besta sem þar þekkist. Þetta er fjöldi smá-
hýsa (bungalows), íbúða og hótela sem
heita einu nafni Mini Folies og standa
rétt við undurfagurt þorp, Puerto de
Andraitx, skammt vestan við Magaluf
ströndina. Smáhýsi þessi eru byggð í
spönskum lúxus villu stíl og er hvert
þeirra á tveimur hæðum.
Jardin del Sol
SAGA býður gistingu á Jardin del Sol
sem er nýtt og sérlega glæsilegt íbúðahót-
el er var opnað í júlí 1982.
BROTTFARARDAGAR:
11. og 27. maí — 15- júní — 6. og 27 júlí
— 17. ágúst og 7. september.
Amsterdam______________________
Borgin sem kemur á óvart
Þessi borg — Feneyjar norðursins — er
ótrúlega fjölskrúðug af mannlífi, lista-
söfnum, veitingastöðum, verslunum og
skemmtunum.
SAGA býður mikla möguleika á ferða-
úrvali til Amsterdam. Má þar nefna helg-
arferðir, vikuferðir eða lengri ferðir, flug
og bíll og möguleika á sumarhúsum í Hol-
landi.
BROTTFARARDAGAR:
Alla þriðjudaga og alla föstudaga.
Zurich_______________________
Nýr áfangi hinna vandlátu
SAGA býður uppá sérskipulagðar ferðir
um mörg fegurstu héruð Sviss. Ferðast er
með fyrsta flokks hópferðabifreiðum
undir leiðsögn íslenskra fararstjóra.
BROTTFARARDAGAR: 22. maí, 29. maí
og 5. júní.
Veitum alla almenna ferðaþjónustu,
flugfarseðla um allan heim, bílaleigubíla,
hótelpantanir, lesta- og ferjuferðir.