Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Side 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUE19. APRlL 1983. DAGBLAÐIÐ-VÍSIR I , Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustióri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B.SCHRAM. Aðstoflarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMi 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR KF„SKEIFUNNI19. Áskriftarverð á mánuði 180 kr. Verö í lausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr. , Útkoma skoöanakannana Dagblöðin hafa birt niðurstöður þriggja skoðana- kannana á nokkrum dögum. Skoðanakannanir ber ekki að taka sem spá um kosningaúrslit, heldur eiga þær að segja, hvernig staðan er, þegar þær eru gerðar. Síðan geta enn orðið ýmsar tilfærslur á fylgi, í lok kosningabar- áttunnar. Góð reynsla hefur verið af þeim skoðanakönnunum, sem gerðar hafa verið með þeim aðferðum, sem DV styðst við. Hinn kunni Gallup hefur bent á, að helzt megi dæma, hversu vel takist í skoðanakönnunum, með því áð bera niðurstöður þeirra saman við úrslit kosninga. I því efni hefur DV-aðferðin komið mjög vel út. Nú hefur fyrir- tækið Hagvangur gert skoðanakönnun með öðrum að- ferðum. Þeir geta ekki vitnað til fyrri reynslu. Á vegum Helgarpóstsins var einnig gerð skoðanakönnun með öðrum aðferðum, þótt ekki hafi komið vel fram, hverjar þær voru. Munur er á niðurstöðum. Sitthvað er svipað í niðurstöðum DV og Hagvangs, en þó athyglisverður munur í nokkrum tilvikum. Hið sama kemur út hjá báðum að því er tekur til Alþýðuflokks og Kvennalista. En DV fær rúmu prósentustigi meira en Hagvangur fyrir Framsókn, einu prósentustigi meira fyrir Bandalag jafnaðarmanna, 1,9 prósentustigi meira fyrir Alþýðubandalagið en 3,9 prósentustigum minna fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 1 þessum samanburði er tekið fylgishlutfall framboðanna meðal þeirra, sem taka af- stöðu. Mikill munur er á þessu og niðurstöðum Helgar- póstsins. Hann fær út heilum 4,7 prósentustigum minna en DV fyrir Framsóknarflokkinn og 2,2 prósentustigum meira á Alþýðuflokkinn, svo að dæmi séu tekin. Menn grunar, að einhver vitleysa sé í könnun Helgarpóstsins, til dæmis að því er Framsókn varðar. Aðferðir þeirra standist ekki. DV hefur til viðbótar fengið Þorvald Búason eðlis- fræðing til að leitast við að nálgast það mikilvæga atriði, hvernig þeir, sem eru óákveðnir í síðustu DV-könnun, kynnu að skiptast milli framboðanna. Tilhneigingin hefur nefnilega verið sú, að til dæmis sjálfstæðismenn hafa ekki átt eins stóran hlut í röðum þeirra, sem hafa verið óá- kveðnir, og þeir hafa haft meðal hinna ákveðnu í síðustu skoðanakönnun fyrir kosningar. Framsókn og Alþýðu- bandalagið hafa hins vegar reynzt fá hærra hlutfall af hinum óákveðnu en þeir hafa fengið meðal hinna ákveðnu í síðustu skoðanakönnuninni fyrir kjördag. Með því að mæla þessi áhrif miðað við fyrri kannanir og úrslit þing- og borgarstjórnarkosninga, hefur Þorvaldur Búason reiknað formúlur, eins og DV greindi frá í gær, þegar blaðið birti niðurstöður síðustu skoðanakönnunarinnar. Reynist tilhneigingarnar nú hinar sömu og á fyrri árum, fengist útkoma, sem mundi gleðja framsóknar- og al- þýðubandalagsmenn en hryggja sjálfstæðismenn að sama skapi. Útkoman yrði þá, miðað við síðustu skoðanakönnun, að Framsókn gæti haldið fylgi sínu frá síðustu þing- kosningum. Sjálfstæöisflokkurinn næði ekki því fylgi, sem hann fékk 1979, og tap Alþýðubandalagsins yrði mun minna en stefnir í að óbreyttu. Aðalbreytingin hjá gömlu flokkunum frá kosningunum 1979 yrði eftir því sem áður feikilegt fylgishrun Alþýðuflokks. DV greindi í gær frá þessum niðurstöðum ásamt með óbreyttum niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Les- endur ættu líka að hafa þetta í huga, þegar þeir velta fyrir sér líklegum niðurstöðum kosninganna. Haukur Helgason. Þaö er mál manna aö flestir Is- lendingar fagni vori, líka þeir sem ekki græða peninga á vori, eins og til aö mynda færamenn og grásleppu- karlar. Innra meö okkur vakir þrá eftir vori, nagandi eins og tóbaks- hungur. Er þá átt viö þaö vor, sem fer inn- undir húðina á Islendingum; vor sem glitrar í bárufaldi, syngur í fjöll- unum og glampar í fuglsauga, en ekki vor til aö græöa peninga, sér- staklega, meö hrokkelsi eöa öðru. Það virtist einmitt stefna í svo- leiðis vor í byrjun seinustu viku. Kvöldið drakk daginn hægt og regnið þvoði jöröinni mýkilega í framan. Einhver heyrði lóusöng í Breiðholts- jökli. En þetta varði ekki lengi. Veöur- guðinn reif sængina sína rétt einu sinni. Þaö byrjaði aö snjóa og brátt var komin alhvít jörö á suöurlág- lendinu aftur og draumur okkar um voriðfraushægt. A laugardag var æöi vetrarlegt um aö litast. Komiö var noröaustan hvassviöri meö hríö, eöa renningi. Bjarga varö fólki úr bíl á Breiðadals- heiöi og aðalf undi Kaupfélags Króks- fjaröar var frestað, en í þaö síðar- nefnda þarf nú talsvert, því þaö kaupfélag er í varplandi, þar sem náttúrunnar vorverk byrja snemma. Aimanaksfræðin segir okkur hins- vegar, að sumariö komi ekki á morg- un, heldur hinn, eins og sagt er, og þeir sem fara meö opinbert veður standa jafn ráöþrota í ótíðinni og varpfuglinn, sem veröur aö halda í sér eggjunum. En þetta með aðalfundinn í kaup- félaginu í Króksfjarðarnesi leiöir einmitt hugann aö einu umræöuefni helgarinnar, en þaö er ársreikningur Kaupfélags Austur-Skaftfellinga á Homafiröi, sem nú var meö nýstár- legu sniði. Kaupfélagiö var rekiö meö 3 milljóna hagnaöi, þrátt fyrir mikinn halla. Gróöi kaupfélagsins fannst með nýjum reikningi í þaki frystihússins. Þannig aö ef borga á út arð eftir þessum merkilega reikn- ingi, veröa hluthafar góðfúslega sjáifir að draga hann út með kúbeini, eða naglbít úr þakinu góöa. Kúbeinsbókhald þetta kemur aö sunnan, og kemur að fullu í staöinn fyrir gamla bókhaldiö, sem snérist um alit aöra hluti, sumsé að breyta gróða í tap, og láta svo menn skera lauk áöur en þeir lásu reikninginn, grátandi fyrir bændur. Gamla bókhaldiö var aö vísu gott til síns brúks, en hentaöi á hinn bóg- inn ekki eins vel í kosningum. Framsókn þarf nefnilega einnig sin kúbein, naglbíta og meiðslatól til aö draga til sín atkvæði í komandi kosningum. Þá er betra að hafa stundað góöan reikning í kaupfélag- inu. Nógur er voöinn samt. Kjallarinn Jónas Gudmundsson Og satt að segja undrast maður, að ríkissjóöur skuli ekki hafa komið sér upp þaksperrureikningi Hornfirð- inga, í staðinn fyrir laukskurðar- plöggin, sem notast hefur verið viö til þessa. Aö venju leiðum viö hjá okkur stjórnmáUn, en auðvitað voru þau aðalumræðuefni manna þessa helg- ina, og þá sér í lagi skoöanakönnun Hagvangs. Hún er mjög í anda þeirr- ar könnunar, er Helgarpósturinn lét gjöra, en gengur hinsvegar þvert á skoðanakönnun Tímans í gamastöö- inni og á húölager Sambandsins. Viö erum ekki óvön því, aö það kosti sitt, svona atkvæðalega séö, að stjórna Islandi. Þingmenn og ráö- herrar veröa alltaf að borga fyrir þaö úti í kjördæmunum, aö hafa leyst lífsgátuna í Reykjavík. Þá vekurþaö athygli, að fjöldi kjósenda virðist vera óráöinn, en óákveöni og fálm hefur til þessa veriö einskonar sér- grein atvinnustjórnmálamanna en ekki kjósenda. Og svo tókum við líka eftir því, aö ný framboö virðast ætla aö hljóta nokkum hljómgmnn, ásamt stjómaraöstöðudeild Sjálf- stæðisflokksins. Lítur því út fyrir spennandi helgi, fyrst í Sjónvarpinu, sem verður með alþjóða söngkeppnina Europvision; — svona á undan voðasöngnum, sem gjöra má ráö fyrir á kosninganótt- ina, þegar atkvæðin veröa talin, en þeirri keppni verður sjónvarpaö beint líka. Annars bíöa víst flestir eftir skoðanakönnun DV, ef hún þá veröur unnin að þessu sinni. DV könnunin hefur til þessa reynst furðulega ná- kvæm; hefði stundum getað komiö í staðinn fyrir kosningamar sjálfar, eins og einhver oröaði þaö. Þriöja málið, sem rætt var um helgina, var sprengjutilræðiö viö bandaríska sendiráöiö. Þar eð út- varpið hefur einkum og sér í lagi áhuga á sprengjum í E1 Salvador voru fremur litlar fregnir af spreng- ingunni í útvarpinu. Þessi sprenging þykir vera í meira lagi duiarfull. Þetta var öflug sprenging, og í raun og veru mikU mildi, aö hún olli ekki slysi eða líftjóni. Hvaö heföi skeð, ef svona bomba heföi t.d. spmngiö fyrir framan dyrnar á fjölmennu sendiráöi, til dæmis sendiráði Sovétrikjanna? Og svo er það hitt. Hver sprengdi? Virkir hernámsandstæðingar em nú um 40 talsins, og er þá vitnað til vorfundarins viö Alþingishúsið (miönefndin þá talin með). Viö afskrifum því það liö. En við teljum hinsvegar, að ef Is- lendingar fara aö beita sprengjutil- ræðum, þá verðum viö aö hafa þann nútíðarlega hátt á, aö dularfull rödd í síma gangist viö tilræðinu. Ættu íslenskir öfgamenn aðhugleiöa þaö. Meö öðru móti veröa pólitískar sprengjur óvirkar, þótt þær springi. Laugardagurinn leiö meö renningi og noröanvindi. Það söng drauga- lega í símastaurunum, og oröin uröu aö fara varlega eftir strengjunum, sem vindurinn notaöi í þennan eilífa strokkvartett, í skjólleysinu. Og viö spurðum eins og grafarinn, sem leit uppúrgröf sinni: — Ætlar þessu aldrei aö ljúka? Hittumst í kaupfélaginu, stóö á bílnum, sem ók framhjá. Jónas Guðmundsson rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.