Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Síða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUK19. APRlL 1983. 13 ERNEMAVON AÐ ALMENNINGIBLÖSKRI Undanfarin þrjú ár hef ég lítiö sem ekkert sótt stjórnmálafundi og að mestu leyti fylgst með pólitíkinni með augum áhorfandans. Ég hef fylgst með reiptoginu á alþingi, blöskrað aðgerðaleysi ríkisstjómar- innar og æði oft orðið vonsvikinn með frammistöðu stjómarandstööunnar. Ég hef betur en áður skilið vantrú kjósenda á getu stjórnmálamanna og fundið hvemig fólk hefur fjar- lægst flokkana, uppgefið og hneyksl- að. Þingið veslaðist upp í vetur, Vil- mundur stofnaði bandalag til höfuðs skapara sínum, ráðherrar stóðu í innbyrðis illdeilum og helstu tals- menn þingflokkanna fengu útreið í prófkosningum. Sjálf ríkisstjómin skilur land- stjórnina eftir í rjúkandi rúst, Gunn- ar dregur sig í hlé með bitmm orðum og Steingrímur Hermannsson „hugs- ar til þess með hryllingi, að þurfa að sitja í ráðherrastól fram til hausts- ins”. Þetta er ástandið þegar blásiö er til kosningabaráttu. Érlendar skuld- ir hrannast upp, undirstöðuatvinnu- vegunum er bjargaö meö fátækra- styrkjum og nýjustu þjóðhagsspár mæla 110% verðbólguhraða. Er nema von að almenningi blöskri? Er nema von að kjósendur fussi og sveii? Hvað á launamaðurinn að gera, sem sér launaumslagið brenna upp á örfáum dögum? Eða leigjandinn, þegar leigan hækkar um 50% í einu stökki? Hvers virði er ríkisstjórn, sem ekkert getur og hvers vegna að kjósa flokka eða frambjóðendur til þings, sem allir hafa með einum eða ööram hætti valdið vonbrigðum? Þetta era spurningarnar sem leita á allan almenning í dag. Fólk situr biturt, þreytt og leitt, bölvar í hljóði og tekur kosningaræðum með fyrir- varar. Fagurgali virkar sem öfug- mæli, loforð eins og brandarar. Hin þunga undiralda Þannig kemur hinn pólitíski veru- leikimérfyrirsjónir,þegarég mæti á stjórnmálafundiánýjanleik. Einhver kann að snúa út úr þessum oröum mínum og halda því fram, að þetta sé einasta vitnisburð- ur um móttökumar sem frambjóö- andi Sjálfstæðisflokksins fær. Þaö er aö vísu misskilningur. Á vinnustöð- um og öðrum kosningafundum hef ég mætt kurteisi, skynsömum spurning- um og eölilegri gagnrýni. Svo er sjálfsagt um aðra frambjóðendur, flestra ef ekki allra flokka. En hin þunga undiralda segir til sín og ef stjórnmálaflokkamir vilja horfast í augu við staðreyndir, þá er angist og ótti ríkjandi á Islandi. Ef- inn er sterkari en vissan um að betri tímar séu framundan. Og í þessu andrúmslofti vonbrigða og vanefnda eiga flokkamir undir högg að sækja. Þá á ég ekki viö grandvallarstefnur þeirra, heldur það sem snýr að tiltrú ogtrausti. Uppgjöf fólks er ógnvænleg og hún erkannske versta og erfiðasta hindr- unin fyrir hvaða flokk sem er, þegar leitað er fylgis og nýtt kjörtímabil hefst. Þreytan er svo langvarandi, tortryggnin svo innbyggð í huga fólks að ábyrgð og heiðarleiki á bein- línis í vök að verjast. Kjósendur setja ekki lengur samasemmerki milli orðaogefnda. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er þetta skýringin á þeirri dæmalausu stöðu, að skynsemisfólk talar um þaö í fullri alvöra að kasta atkvæði sínu á Vilmundarbandalag- ið. Kasta, segi ég, því hverjum dett- ur í hug að Bandalag jafnaðarmanna leiði þjóðina út úr efnahagsvandan- um eða breyti pólitíkinni? Brosleg kokhreysti I þessum mótvindi bítast flokkam- ir um atkvæðin. Og þeir era lífseigir — það mega þeir eiga. Nýjar glans- myndir eru dregnar upp. Alþýðubandalagið býður upp á ein- ingu um íslenska leið, Framsókn flaggar slagoröunum: festa, sókn og framtíö og Alþýðuflokkurinn kann betri leið en aðrir til bættra lífskjara. Sjálfstæðisflokkurinn vill snúa blað- Kjallarinn EllertB. Schram inu við frá upplausn til ábyrgðar. Allt er þetta stuðlað og stafaö af einskærri bjartsýni og ekkert nema gott um það að segja. Ekki verður það lastað ef stjómmálaflokkarnir trúa sínum eigin orðum og ágæti. Einhvem veginn hefur mér þó fundist það fífldirfska og að minnsta kosti brosleg kokhreysti af núver- andi stjómarflokkum, að fara fram á þaö við kjósendur, að þeir veiti þeim áframhaldandi brautargengi. Eg minnist þess frá því í gamla daga í fótboltanum, að þegar lið tapaði, eða leikmaður stóð sig illa, þá varaðeins eitt ráð við því. Það var skipt um leikmenn. Aörir voru valdir í stað- inn. Sama lögmál gildir auðvitaö ann- ars staðar í mannlífinu. Ef ríkis- stjóm mistekst, þá á önnur að taka við. Þegar verðbólga mælist yfir 110% og þjóðfélagið allt er komið á herjarþröm, þá verður að breyta um stefnu og störf. Svo einfalt er það. Mál málanna Eitt af því, sem mér hefur fundist athyglisverðast í kosningabarátt- unni, er sú staðreynd, að nánast eng- inn minnist á breytta kjördæma- skipan. Það mál er ekki á dagskrá. Tilraunir eru gerðar til að draga Reagan og Thatcher, Alusuisse og leiftursóknina inn í umræðuna, svo ekki sé talað um hinn þjóðkjöma for- sætisráðherra Bandalagsins! Þetta era hins vegar ekki mál mál- anna. Allra augu beinast aö verð- bólgunni. Fólk gerir sér grein fyrir, að meðan verðbólgan æðir áfram á 110% hraða, þá er allt annaö unniö fyrir gýg. Vextir og verðtrygging verða ofviða, laun verölaus, gengi stjórnlaust, atvinnuvegir á heljar- þröm, spamaöur enginn, lífskjör óbærileg. Þá mun fátæktin og atvinnuleysið knýja dyra og siðleysi og spilling komast í hásæti. Þá mun hefðbundin verkalýðs- og hagsmunabarátta veröa átök. við vindinn og allsherjar- upplausn halda innreið sína. Þá fyrst munu lýöskramarar og loddarar blómstra eins og gorkúlur á fjós- haug. Ómerkilegur málflutningur Hvað ætlið þið þá að gera? spyr fólk. Boðar íhaldið krakk í kjara- samninga og stórfellt atvinnuleysi? fjennilega er það ómerkilegasti málflutningur þessarar kosninga- baráttu, þegar því er haldiö fram, að Sjálfstæöisflokkurinn vilji kalla at- vinnuleysi yfir þjóðina. Enginn flokkur getur leyft sér slíkt. Hvorki Thatcher í Bretlandi né Reagan í Bandaríkjunum frekar en jafnaðar- menn og sósíalistar í Danmörku, Sví- þjóð, Frakklandi, Vestur-Þýskalandi eða Spáni hafa viljandi kallað at- vinnuleysi yfir þjóðir sínar. ' Atvinnuleysi er ekki afsprengi hægri stjóma. Það er böl sem hinn vestræni heimur hefur búið við um nokkurt skeið, vegna alþjóðlegrar efnahagskreppu. Islendingar hafa getað bægt því böli frá sér og munu gera þaðáfram. Hins vegar mættu menn spyrja hvers viröi sú atvinna er, sem ekki skilararöi; semer atvinnubótavinna í skjóli fyrirtækja, sem rekin era meö botnlausu tapi og erlendri skuldasöfnun? Og hvers virði era launin fyrir þá vinnu, í 110% veröbólgu? Það er kominn tími til, að f lokkarn- ir skilji, að kjósendur era uppgefnir á innbyrðis karpi og sleggjudómum hvers í annars garð, þar sem hrætt er meö atvinnuleysi og kjaraskerö- ingum á víxl. Auðvitað verður verðbólgan ekki leyst með einhliða krakki í kjara- samninga, frekar heldur en að hún verði kveðin niður, öðravísi en aö af- skipti af kaupgjaldsmálum verði einn þáttur allsherjar uppskurðar. Sá frambjóðandi sem heldur öðru fram er að skrökva — og það sem meira er: á ekkert erindi inn á glímupaU verðbólgunnar. Hver að verða síðastur Hvað sem menn segja um þjóð- kjörinn forsætisráðherra, reynslu- heim kvenna, húsnæöismál ellegar kjördæmaskipan, þá er ekkert áhorfsmál að efnahagsmálin era prófsteinn um framtíð stjórnmála- flokkanna og reyndar islensku þjóðarinnar. Og það er hver að veröa síðastur. Langlundargeð þjóðarinnar er að bresta. Eftir kosningar verður að mynda ríkisstjórn, sem þorir að segja fólk- inu umbúða- og afdráttarlaust hvað hún hyggst gera til vamar verð- bólgu. Að því leyti þarf hún að vera svo sterk að kjarkurinn bresti ekki, þótt þungur verði róðurinn. Og nú duga engar bráðabirgðaráðstafanir. Þá stjórnarstefnu má leggja fyrir þjóðina í nýjum kosningum einhvem tímann fyrir haustmánuði, ef ástæða þykir til að kjósa eftir nýrri stjómar- skrá. Islendingum liggur hins vegar meira á að koma verðbólgunni niður fyrir hundrað prósentin heldur en að bæta þrem þingmönnum á launa- skrá. Það hef ég sannfærst um í yfir- standandi kosningabaráttu. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.