Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Side 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRIL1983. 15 Kjallarinn Þórunn Friðriksdóttir þyrftu að vinna fyrir sér sjálfar úti á vinnumarkaöinum. Eitthvaö annaö var þeirra hlutskipti. En fjárhagslegt sjálfstæöi hlýtur aö teljast meöal grundvallarmannréttinda hvers manns m.a. Þess utan vinna um 80% giftra kvenna utan heimilis. Eg hef aldrei þekkt (ef til vill er þaö tilviljun, þó held ég ekki) karl sem alinn hefur veriö upp meö þaö fyrir augum aö velja sér atvinnu og mennt- un sem samræmist vel heimilisstörf- um og barnauppeldi — en ég þekki ótal konur, sem bent hefur verið á aö hafa þetta til hliösjónar þegar hugsaö er til framtíöar. Ég þekki heldur enga konu sem feng- iö hefur að heyra í uppeldinu aö hún þurfi aö velja sér þannig vinnu aö hún geti séö sómasamlega fyrir manni og bömum. En ég þekkimarga menn sem þetta hef ur verið sagt viö. Þetta eru bara smádæmi af ótal- mörgum hvernig uppeldið markar kynjunum ólíkan reynsluheim. Þegar viö erum oröin fullorðin er sú reynsla sem viö höfum orðið fyrir ólík og reynsla karla og kvenna viö bams- burö er ólík — þó feður taki alveg þátt í uppeldinu og mótun barnsins heima fyrir, þá leggur samfélagiö ábyrgöina á konuna. Jafnvel þó aö konan sé launahærri en maöurinn — sjaldgæft en til — þykir þaö ekki sjálfsagt aö maðurinn gefi sig meir aö barninu — eöa gerist heima- vinnandi húsfaöir. Sá maöur þykir óeðlilegur og örugg- lega eitthvaö bogið viö hann — aö láta kerlinguna sjá fyrir sér. Hvaöa maður er aö því spurður við ráöningu í vinnu — hvort hann eigi bam — ef svo — hafi hann örugga barnagæslu — hvaö ef barnið verður veikt? Mætir hann þá í vinnuna? Vinnuveitandinn telur sér ekki koma þetta viö — þetta sé einkamál viðkom- andi starfsmanns. Annað vill oft veröa upp á teningnum þegar kona sækir um vinnu — þá er barneign ekki lengur einkamál — held- ur ókostur viö starfskraftinn — og skiptir þá stundum meira máli en reynsla og menntun. Þegar viö tölum um reynsluheim kvenna og aö hann sé ólíkur reynslu- heimi karla erum viö aö tala um aö samfélagiö móti okkur á ólíkan hátt — aö reynsla kvenna leiði af sér annaö verömætamat — önnur lífsgildi — og aö okkur finnst tími til kominn að reynsla okkar fái líka aö njóta sín. Þórunn Friðriksdóttir. Hægri stefna- aukin atvinna Skammsýn Sífellt heyrast þær blekkingarradd- ir aö allar hægri stefnur á borö viö stefnu Sjálfstæðisflokksins boöi at- vinnuleysi, en er þetta sannleikur? Nei, þvíferfjarri. Mikilvægt er hvort fólk horfir til skammstíma eöa lengritíma. Þeir sem segja aö ailar hægri að- geröir boöi atvinnuleysi horfa ein- ungis til skamms tíma og vitna gjaman til Bandaríkjanna og Bretlands en gleyma alveg Frakk- landi þar sem er engu minna atvinnuleysi og fer vaxandi, þó eru sósíalistar viö völd þar. Þeir hinir sömu gleyma hins vegar alveg Japönum sem beittu hægri aögerðum í efnahagsmálum og kom- ust langfyrstir út úr verðbólguvíta- hring olíuverðshækkananna og tókst aðauka straxatvinnuá sama tíma. Þeir hinir sömu og segja aö allar hægri aögerðir boöi atvinnuleysi horfa eingöngu til skamms tíma og gleyma að horfa til lengri tíma og gera sér ekki grein fyrir afleiðing- unum, langtíma atvinnuleysi og lélegum lífskjörum. Þeir vilja þá væntanlega halda áfram núverandi gjaldþrotastefnu stjórnvalda meö afleiðingum áfram- haldandi skuldasöfnunar, sem af- komendur eiga að borga, minnkandi samkeppnishæfileika .fyrirtækja og þar með minnkandi líkum á auknum kaupmætti launafólks og stóraukn- um líkum á atvinnuleysi til lengri tíma litið, vegna gjaldþrota fyrir- tækja. Þannig á að vera best aö velta vandanum á undan sér, sem stækkar eins og snjóbotti, í stað þess aö ráö- ast aö vandanum strax. BaldurPétursson Sumir vilja jafnvel halda uppi fullri atvinnu meö erlendum lánum, sem þeir ætla síöan afkomendum sínum að borga í framtíöinni, — skrýtin stefna þaö. Hægri stefna, aukin atvinna strax Nokkrum ríkjum hefur tekist meö hægri aögeröum aö auka atvinnu strax, bæöi til skamms tíma og lengri tíma, sem skiptir þó mestu máli. Japönum hefur tekist aö byggja upp eitt öflugasta efnahags- kerfi í heimi. Þeir beittu hægri aðgerðum í efnahagsmálum, með sérstakri áherslu á samkeppnishæfi- leika fyrirtækja og komust fyrstir út úr veröbólguvítahring olíuverös- hækkana og tókst aö auka atvinnu á sama tíma. Kaupmáttaraukning hefur veriö hvaö mest í Japan undan- farin ár og síðast en ekki síst eru laun verulega há þar sbr. TOYOTA en þar eru meðallaun um 170 kr. á tímann. í Japan hefur veriö hægri stjórn síöan 1955, og hefur atvinnuleysi ver- ið nánast óþekkt. Tæknivæðing — aukinn kaupmáttur Orsakir velgengni Japana eru sjálfsagt margar í smáatriöum, en gífurleg tæknivæöing atvinnuveg- anna er ein meginforsendan. Atvinnufyrirtæki eru hvött til fjár- festingar í erlendri og innlendri tækni svo sem kostur er og eru sköpuð rekstrarskilyrði til þess til að auka framleiöni fyrirtækjanna og verö- mætasköpun og stuöla þannig aö bættri samkeppnisaðstöðu þeirra, og auka þannig líkur á auknum kaup- mætti launafólks. Þetta kemur best fram i stórauknum útflutningi Japana t.d. á háþróuöum iðnaðar- vörum, bílum og fleiru, sem er aftur forsenda fyrir auknum kaupmætti launafólks. Einnig hefur aukin tækni skapað ný atvinnutækifæri og fólk hefur flust úr erfiöum störf um í léttari. Alþjóðleg samkeppni Islendingar eru háöir alþjóöa sam- keppni eins og aörar þjóðir, hvort sem okkur líka betur eöa verr og verðum því einfaldlega aö standa okkur ef viö ætlum aö viðhalda eða bæta lífskjör hér á landi. Þaö verður því aö skapa atvinnu- vegunum eðlileg rekstrarskilyröi til aö þau geti tæknivæöst og bætt sína samkeppnisaðstöðu og skapað þann- ig auknar forsendur fyrir auknum kaupmætti launafólks og forsendum fyrir aukinni atvinnu til lengri tíma litið. Hér á landi hafa stjórnvöld hins- vegar rekiö gjaldþrotastefnu meö afleiöingum minnkandi samkeppnis- hæfileika fyrirtækja, óöaveröbólgu, minnkandi kaupmætti launafólks líkum á langtíma atvinnuleysi, auk skuldasöfnunar erlendis handa af- komendunum. I komandi kosningum gefst þó kjósendum tækifæri til aö reyna aö snúa þessari þróun viö meö því aö kjósa stefnu eins og stefnu sjálf- stæðisflokksins ef kjósendur vilja breytingar. Baldur Pétursson SAIMDGERÐI Blaðbera vantar í Norðurbæ. Upplýsingar hjá umboðsmanni, simi 7684. á sínum stað Er það ekki notalegt aö geta gengið aö öllum hlutum á sínum staö? Fyrir suma, til daemis verslanir — lagera — skóla — spitala — verkstæði — vörugeymslur er hrein nauðsyn aö hafa allt á sínum staö. Með SCHÁFER hillukerfinu er þetta hægt. í þaö er hægt aö fá hirslur fyrir alla skapaöa hluti og engin hætta er á lausum skrúfum — því SCHÁFER hillukerfinu er bara smellt saman — engar skrúfur, boltar eöa rær. Meö SCHÁFER hillukerfinu sparar þú bæöi pláss — orku og tima, þaö er auðvelt í Uþpsetningu, og ef þér er sagt upp lagerplássinu þarftu ekki aö kaupa húsiö, þvi það er jafnvel auðveldara aö taka þaö niður. Með skrúfulausu SCHÁFER hiliukerfinu er allt á sínum staö, og ekki nauðsynlegt aö leita að skrúflyklinum inni í isskáp. Litið inn — hringiö eöa skrifið og fáið nánari upplýsingar. skrútulaust hUlukerfl fyrir alta hlub r r \f § 84^=^- VÉLAVERSLUN Ármúli 8 - 105 Reykjavík - « 91-85840 Jámsmíðavélar - Stálinnréttingar Fyrir verkstaaði, birgða- og vörugeymslur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.