Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Page 38
38 DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRÍL1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL BYRJAÐISEM VARTA Allir þekkja söguna um mann- inn sem kom með froskinn á höfð- inu inn til læknis nokkurs. Þegar læknirinn spurði hvað væri að sagði froskurinn: „Þetta byrjaði sem smávarta á ilinni.” Þessi gamli brandari kemur upp í hug- ann þegar talað er við safnara. Eitthvert lítilvægt atvik, frí- merkjagjöf eða bók, einkennileg- ur hlutur, verður upphafið að óstjórnlegri söfnunarástríðu. í gegnum söfnunina verða safnar- amir svo oft fróðustu menn um menningarsögu, bókband, íþrótt- ir, tónlistarsögu, jarðfræði, arki- Safnarar Umsjón:SigurðurG. Valgeirsson tektúr eða hvað það er sem tengist söfnun þeirra. En það er hægt að safna fleiru en munum. Menn safna til dæmis skeggi, spiki og síðast en ekki síst auði. SÁÁ eru líklega frægustu safnendur landsins í dag. Líklega býr söfnunaráráttan í öllum í misjöfnum mæli. Þeir eru að minnsta kosti margir sem eiga einhvers staðar pínulítið frí- merkjasafn eða krækja sér stöku sinnum í bók og bók í safnið. Bjöm Halldórsson: „ÞETTA ER TIL, HELD r ' r EG, I FLESTUM MÖNNUM” Safnar steinum, bókum, barmmerkjum, póstkortum, gömlum munum ogfleiru „Ég byrjaöi á steinasöfnuninni 5 til 6 ára,” segir Bjöm Halldórsson, sem safnar steinum, bókum, barmmerkj- um, póstkortum, dálitlu af myntum og gömlum munum. Ibúö hans í Álf- heimum ber áhugamálum hans nokkurt vitni. I einu horni stofunnar eru skápar sem geyma hluta af steinasafninu. Viö hlið skápanna eru bókaskápar, í homi gangsins, inn af anddyri, em gamlir munir, kambar, svipur, ístað og fleira. Inni í svefn- herbergi er myndarlegur bóka- skápur og eitt herbergi í viöbót geymir bækur og þar töfrar hann fram póstkortasafn og sýnir myntir sem hann hefur safnað en vill þó ekki kalla myntsafn. Bjöm getur sýnt steininn sem hann fann og hóf söfnunina meö þegar hann var 6 eöa 7 ára og hann er merktur númer eitt í safni hans. — Er einhver sérstaklega sjald- gæfur steinn í safni þínu? ,,Eg er meö eldópal sem er fágæt- ur, hann er aö vísu lítill.” Bjöm sýnir undir lampa hvernig glampar á ópal- inn. „Þetta er sjaldgæfur steinn sem telsttil gimsteina. Hérna er ametyst, hann er fjólublár. Það hefur komiö smám saman aö söfnunin hefur oröið kerfisbundnari og fræðilegri. Eg hef fræðst af því að tala viö menn og lesa bækur. Viö vorum einu sinni þrír með sýningu aö Fríkirkjuvegi 11, kölluöum hana Náttúrugripasýn- ingu áhugamanna. Viö sýndum tvö vor.” — Hvernig hefuröu safnaö stein- unum? ,,Eg fór áöur í feröalög til aö safna. Núna fer ég meira í ferðalög til heilsubótar og lít eftir steinum um leið.” Góðir gripir Næst víkjum við aö gömlum mun- um. Póstkortin geymir Bjöm í myndaalbúmi. Á opnunni má sjá Matthias Jochumsson, Hannes Hafstein og fíeiri fræga menn. DV-myndS Bjöm fyrir framan hluta af steinasafninu. Hann heldur á ægisdrekku, einni stærstu skel við ísland. „Eg man eftir gömlum munum heima frá því aö ég var aö alast upp. Munum sem ég haföi ekki nógan áhuga fyrir, steinkolum og asklokum sem nú eru glötuð. Ég hef aðallega fengið gamla muni á seinni árum úr dánarbúum og fomverslunum.” — Nú ert þú líka bókasafnari. Hverj u saf nar þú aðallega ? „Þaö eru íslenskur fróöleikur. Þaö er nú býsna breið lína,” segir Björn kankvís. „Þaö eru margar sjaldgæf- ar bækur.” Björn tekur bók út úr. hillu: ,Jíér er til dæmis fyrsta bók Hiö íslenska bókmenntafélags, gef- in út 1817, Sturlunga saga, þetta er gott eintak.” Bjöm blaðar í bókinni og sýnir fleiri góöa gripi, t.d. ridd- arasagnasafn sem er handskrifaö af Magnúsi Jónssyni, Tjaldanesi í Döl- um. Bókin er skrifuö 1904. — Hvernig hefur þú fengið þessar bækur? „Á uppboðum og fombókasölum.” — Þarftu ekki aö fara á milli verslana og athuga hvaö er til? Jú, Bjöm ber ekki á móti því, en segir þaö hafa minnkað. Bjöm á nokkurt safn skrifaðra rita sem hann segist hafa haft mestan áhuga á um tíma og bækumar séu raunar þaö sem hann safni mest í dag. Allt heimiliö er fullt af góöum gripum sem hægt er að sýna og eiga sér langa sögu. Björn er gæddur þolin- mæöi og rósemi safnarans og sýnir hverja bókina á fætur annarri. Ein er handskrifuö meö f jööurstaf, önnur er myndskreytt og heitir Rímur af Flór- usi svarta og sonum hans, skrifuö af Strandfellingi. Ein myndin í bókinni er af dreka, önnur af mönnum sem berjast og í baksýn er bardagi. Teikningamar em skemmtilega bemskar. — Hvers vegna gerast menn safn- arar? „Það er algengt að böm fara aö safna servíettum, frímerkjum og fleiru. Þetta er til, held ég, í flestum mönnum og ef maður byrjar þá vill þetta stundum veröa þannig að farið eraðsafna fleiritegundum.” Viö veröum aö fara fljótt yfir mikla sögu. Uppi á vegg í einu her- berginu hangir grænn dregill meö barmmerkjum af ýmsum geröum. Björn sýnir lýðveldismerkin sem hann á eiginlega öll, sundmerki og fleira. „Þaö er ekki svo langt síöan farið var aö gera merki,” segir hann. — Hvernig hefur hann safnað þeim? „Eg hef tínt þau saman sjálfur, jafnóöum og þau hafa komiö út. Svo hef ég keypt og skipt á merkjum. Ég byrjaði aö safna merkjunum fyrir um f immtán árum.” Tíukrónu gullpeningur Að lokum komum viö að póstkort- unum og Björn sýnir albúm sem fyllt eru af póstkortum sem sýna bæði fræga, sögulega atburöi, merka Is- lendinga og staði, til dæmis í Reykja- vík, þar sem allt er nú breytt. Á einu kortinu er mynd af risavöxnurn sjó- manni í stefni báts. Hann gerði Ríkharður Jónsson myndhöggvari úr snjó á Lækjartorgi og síðan var söfn- un fyrir framan til styrktar ekkjum sjómannanna sem fórust í Halaveör- inu. Eitt sýnir Odd sterka á Skagan- um, annaö vindmyllu í Bankastræti og fleira. „Þaö er margt hægt aö fræðast um af póstkortum, sem ekki er hægt að sjá öðru vísi,” segir Bjöm. Aö lokum sýnir hann nokkrar myntir sem hann hefur safnaö en gerir lítiö úr safninu. Þaö eru skild- ingar, tíu krónu gullpeningur frá 1876, brauðpeningur sem gefinn var út af verslun á Eyrarbakka og var jafngildi brauös. Spjallinu lýkur frammi í eldhúsi þar sem boðið er upp á kaffi og meö því. Bjöm segir meöal annars að þaö sé ef til vill hægt aö ná meiri árangri í söfnun með því aö safna einum ein- stökum flokki en fjölbreytnin sé meiri skemmtun og ánægja fyrir ein- staklinginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.