Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Side 40
40
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRlL 1983.
F/utningur Fridu ti/ Lundúna hefur ekkiáhrifá störfABBA.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Betra að búa í
London en Svíþjóð
—segir Frida í ABBA
„Ég kann betur við mig í stórborg.
Mér finnst ég vera frjálsari þar sem
tiltölulega fáir þekkja mig.” Það er
Frida í ABBA sem segir þetta en hún
er flutt til Lundúna. Hún segir að fé-
lagar hennar í ABBA skilji vel
sjónarmið hennar og aö flutningur-
inn hafi ekki áhrif á störf hljóm-
sveitarinnar.
„Mér fannst ég vera svolítið þving-
uö í Svíþjóö og hugsaði með mér að
nú þegar ég er orðin 37 ára gömul sé
síðasti séns til að lifa lífinu lifandi. ”
Hún býr nú í Charles Street í May-
fair hverfinu, steinsnar frá Hyde
Park. Ekki svo að skilja að hún sé
eina poppstjama götunnar því Eric
Clapton, gítarleikarinn góökunni,
býr beint á móti.
Sem kunnugt er hefur hún gefið út
eina sólóplötu: Something’s going
on. Upptöku þeirrar plötu stjórnaöi
trommarinn Phil Collins. Hún valdi
hann fyrst og fremst vegna þess að
hún taldi mikilvægt að fá skilnings-
ríkan upptökustjóra vegna þess að
hún var nýskilin við Benny Anderson
og Phil sjálfur nýskilinn. Samstarfið
gekk svo vel að hún hy ggst fá hann til
að stjóma næstu sólóplötugerö sinni.
Þess má geta að Frida græðir stór-
fé á flutningunum vegna hagstæðari
skattareglna í Bretaveldi en í Svía-
ríki.
Samstarf Fridu og Phil Collins gekk sárlega vel er þau unnu að gerð plöt-
unnar Something's going on.
Nastassia Kinski, stórstjarnan þýska, leikuraðalhlutverkið ímyndinni
Tunglið i göturæsinu á móti vinsælasta leikara Frakka um þessar
mundir, Gérard Depardieu.
Fjórar myndir keppa
fyrir Frakka á Cannes
Frá Sigríði M. Vigfúsdóttur, frétta-
ritaraDVíParís:
Frakkar hafa valið þær fjórar
kvikmyndir sem munu keppa fyrir
hönd Frakka á kvikmyndahátíðinni í
Cannes sem haldin verður 7.—19.
maí næstkomandi.
Þar er fyrsta að telja Tungiiö í
göturæsinu eftir Jean-Jacques
Beineix, höfund Diva, með Gérard
Depardieu og Nastassia Kinski í
aðalhlutverki. Hún fjallar um
hafnarverkamann í hefndarhug
vegna þess að systur hans hefur
veriö nauðgað.
Peningarnir heitir mynd Robert
Bresson sem keppa mun á Cannes.
Hún fjallar um bankaræningja sem
sleppt er lausum úr fangelsi. Hann
umturnast við að fá frelsið aftur og
fremur hræðileg morð.
Þriðja mynd Frakka á Cannes
verður Morðsumar eftir Jean Beck-
er, með Isabelle Adjani í aðalhlut-
verki. Hún f jallar um unga konu sem
hefnir nauðgunar móður sinnar 20
árum eftir þann hræðilega atburö.
Fjórða myndin er svo Særði
maðurinn eftir Patrice Gérard. Hún
fjailar um hómósexúal mann sem
selur bliðu sina og samskipti hans
viö melludólginn. Athygli vekur að í
myndinni leikur Caroline Lang dótt-
ir Jack Lang, menningarmálaráö-
herra Frakka.
ás
Górard Depardieu.
Isabelle Adjani leikur aðalhlutverkið i mynd Jean
Becker, Morðsumar.