Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 28. APRIL1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Til aö verjast „utanaökomandl áhrifum” eru tveir starfsmenn lokaðir inni við áfyilingu lyf jahylkja. glugga á hurðunum sáum við tvær „verur” að störfum. Reyndust þar vera tvær stúlkur að blanda dufti í lyfjahylki. Við fyrstu sýn virtust þetta vera tvær geimverur. Þær voru hvít- klæddar frá hvirfli til ilja, grímur fyrir andlitunum og með hanska á höndum. Þeir starfsmenn sem inna þetta verk af höndum hver ju sinni eru lokaðir inni allan daginn, aðeins sleppt úr „geim- farinu” í matar- og kaffihléum. Hver deildin af annarri var að baki, á langri göngu. Kynningardeild, þróunardeild, gæðaeftirlit og pökk- unardeild, til viðbótar því sem áöur er getiö. Samkvæmt upplýsingum Ottós Olafssonar framkvæmdastjóra starfa sautján manns í verksmiöjunni. Fram- leiddar eru þar um 60 töflutegundir og 7—8 tegundir af mixtúrum. Fyrirtækið flutti í núverandi húsnæði í Hafnarfirði í janúarmánuði nú í ár. Allt þar innan dyra ber þess vott að nýtt sé af nálinni. — Eftirlitsmenn koma reglulega Að gefnu tilefni er spurt um opinbert eftirlit með verksmiðjunni og fram- leiðslunni. „Hingaö koma eftirlits- menn frá Lyfjaeftirliti ríkisins reglu- lega, sem og í aörar lyfjaverksmiöjur á landinu. Á sínum eftirlitsferöum hafa þeir að sjálfsögðu aðgang að öllum gögnum og framleiðslu. Það hefur aldrei komið upp að þeir hafi gert athugasemdir við okkar fram- leiðslu,” svaraði Ottó Ölafsson fram- kvæmdastjóri. Mikil samkeppni er í lyfjaiðnaði í heiminum. Að sögn Ottós er innlend framleiðsla um 16% af heildarneyslu lyfja í landinu, út frá verðmætum metið. Lyfjaiönaður á íslandi er greinilega vaxandi iðngrein, og að minnsta kosti skortir ekki eftirspum eftir framleiðsl- unnl Litla ögnin, sem Karl J. Lillien- dahl fann í magnylpillunni sinni þegar hann braut hana i tvennt, varö tilefni fróðlegrar heimsóknar. Vonandi samt að fleiri slíkar agnir hrelli ekki neyt- endur aftur. Þegar heimsókn lauk og við hengdum hvítu sloppana á sinn stað, hvarflaði að okkur sú hugsun, að þrátt fyrir fullkomna tækni, strangar kröfur og eftirlit koma alltaf ófyrir- sjáanleg atvik upp, sem lítið er ráðið við. Eins og ögnin í magnyl-pillunni sannar. -ÞG. Viö gæðaeftirlit vinna þrir hjá fyrirtækinu. Hér er Jón Bergsson lyf jafræöingur aö störfum. er „púði” og úr honum hefur að lík- indum kvarnast sú litla ögn sem barst 1 magnyl-pillu upp á Akranes. Þegar skafan var barin augum, var þessu slegið föstu. Tekiö skal fram aö allur fyrirvari er á ályktun þessari, verður að taka fram að ekki setjum við okkur í spor eftirlitsaðila né fag- manna. Þetta er aðeins leikmanns sjónarmið. En fagmennirnir á staðnum töldu einnig þetta einu mögu- legu skýringuna á aðskotahlutnum. Undir þetta tóku einnig lyf jafræðingar sem starfa við gæðaeftirlit hjá Delta. En gæðaeftirlitið er sérstök deild innan fyrirtækisins og þar eru þrír starfs- menn ífullu starfi. „Geimverurnar" með hylkin I þessu völundarhúsi komum við að einum læstu dyrunum enn, í gegnum I Á þessari mynd er hluti af töfluvélinni. í gegnum gler mátti greina sköfuna sem kemur við sögu. Frá Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans Skólaárið 1983—1984 verður boðin fram kennsla fyrir 5 ára nemendur, sem búsettir eru í skólahverfinu, eins og verið hefur undanfarin ár. Innritun fer fram í skólanum til 5. maí nk. SKÓLASTJÓRI. HANS PETERSEN HF GLÆSIBÆ - AUSTURVERI - BANKASTRÆTI MEIRA EN 500 HLEÐSLUR Rafhlöður meö hleðslutæki fvrir. Útvarpstæki, vasaljós, kassettutæki. leifturljós, leikföng, vasatölvur og margt fleira. Paö er margsannað, að SANYO hleðslutæki og rafhlöður spara mikið fé. I stað þess að henda ' rafhlöðunum eftir notkun eru SANYO CADNICA hlaðin aftur og aftur meira en 500 sinnum. Pess vegna segjum við: ,Fáðu þér SANYO CADNICA i eitt skipti fyrir öll". .Ég hef notað SANYO CADNICA rafhlöður i leifturljós mitt i þrjú ár og tekið mörg þúsund mvndir. Min reynsla af þessum rafhlöðum er þvi mjög góð'. Gunnar V Andrésson (GVA) þósrn Dagblaðið og Vísir ^SANYO CADNICA STIGATEPPI Úrvalið hefur aldrei verið meira af stiga-, skrifstofu- og gangateppum. Einnig mikið úrval af herbergja- og stofuteppum. VERÐIÐ SÉRLEGA GOTT. . Síðumúla31. — Sími 84850.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.