Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR 28. APRIL1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL — Fljúgandi furðuverur umgangast menn á svipaðan hátt og við gerum gagnvart dýrum, segir Ólafur Steinn Pálsson, sem kannað hefur FFH um árabil. Mynd: BH \ Fljúgandi furðuverur mega ekki drepa! — samtal við Ólaf Stein Pálsson Ölafur Steinn Pálsson heitir ungur maöur, sem árum saman hefur lagt stund á FFH-fræöi og hefur nú næstum fullgert rit um þessi málefni, sem vænta má á bókamarkaðinn áöur en langt um líöur. Ölafur kvaöst aldrei hafa séö fljúgandi furöuhlut sjálfur, svo aö óhyggjandi væri og út af fyrir sig heföi hann ekki sérstakan áhuga á mörgum þeim ljósfyrirbærum á himni, sem oft væru kennd viö þessi fræði, heldur legði hann öllu meira upp úr frásögnum af nánum kynnum manna og furðuvera. „Mönnum veröur oft ekki um sel aö hitta fyrir þessar furöuverur, en þaö er líka mála sannast aö þær verða ekki síður skelkaöar oft á tíðum þegar menn koma aö þeim aö óvörum. Svo er hitt auðvitað h'ka til að þær komi til móts viö menn og vilja kynnast þeim aö fyrra bragöi. Þær virðast samt ekki geta tjáð sig með venjulegu tungumáli, eins og því sem við eigum aö venjast heldur viröast þær beita hugsana- flutningi; mönnum finnst þá eins og þeir fái boö frá þeim í huganum. En þegar verurnar reyna aö tala á okkar máta, þá verður úr því gelt eöa ýlfur eöa önnur þau hljóð sem áþekktust eru dýrahljóöum, jafnvel hjá þeim verum sem líkjast okkur mjög nákvæmlega. Þær virðast ekki hafa nein tungumál í þeim skilningi sem viö þekkjum,” sagöi OlafurSteinn. — Nú hefur þaö borið viö aö menn hafa verið teknir um borö í fljúgandi furöuhluti. „Já, þaö kemur fyrir og líklega miklu oftar en almennt er taliö því aö yfirleitt er þaö svo aö fólk man hrein- lega ekki eftir sér þennan tíma. Þaö er engu líkara en minningin hafi verið þurrkuö út og verður þá aldrei uppvíst um þessa heimsókn nema fyrir tilvilj- un eða dáleiöslu eða öðrum skyldum aðferðum. Það er eins og dáleiðsla komist í gegnum þessa hindrun sem sett er fyrir minnið. Annars er það mjög eftirtektarvert að fólk, sem tekið er um borð í fljúgandi furðuhlut, gengst þar venjulega undir ítarlega hkamsrannsókn og er þá skoðað í krók og kring. Oft eru tekin blóðsýni, venju- lega úr f ingri, og ýmsum tólum beitt og búnaöi sem viö kunnum engin skh á. Yfirleitt er fólki ekki sýndur neinn fjandskapur um borð en þaö er með- höndlað ópersónulega og án allrar um- hyggju, rétt eins og við myndum hand- fjalla dýr sem viö værum að skoöa — algerlega kalt og tilfinningalaust. Oft viröast verumar ekkert skeyta um þótt menn finni til sársauka við rann- sóknina, en það em þó til undantekn- ingar, verur sem sýna mönnum tillits- semi og umhyggju.” Gamlir kunningjar birtast aftur — Nú hefur manni oft fundist einkennilegt hvaö sjónarvottum ber illa saman um útht þessara vera. „Já, þaö er eitt af furðum þessara fyrirbæra hvaö þær eru gífurlega mis- munandi, en þó má oft greina sömu verumar eða þá samskonar verur gera vart viö sig á mismunandi stöðum og tímum. Ég hef einmitt lagt mig sér- staklega eftir því að safna tegundum, eins og ég kalla þaö, að greina sömu tegundina þar sem hún birtist aftur og aftur. Til dæmis geta sömu verurnar komiö við hjá frumstæðum þjóðflokki í Brasilíu og húsmóöur í Bretlandi. Þar er útilokað aö vitnin viti hvert af öðru, það eru engin tengsl á milli en lýsing- um þeirra ber nákvæmlega saman. Það geta samt liöið mörg ár á milli þessara atburða en þetta er afar athyghsverö staöreynd og sýnir að hin- ar fjölskrúðugu lýsingar sjónarvotta gefa ekki til kynna neinn óáreiöan- leika þeirra, heldur eru verurnar í reyndinni af mörgum og margvísleg- um tegundum. Þó eru viss einkenni nokkuð sameiginleg; til dæmis eru þær yfirleitt lágar vexti. Meðalhæðin er stundum tahn ekki meiri en 120 senti- metrar og þær eru oft gráar eða grásilfraöar á hörund, rétt eins og þær sem hann Burt í Löðri átti í höggi við. Yfirleitt eru þær sköllóttar með stór augu sem hggja oft út til hliðar og hafa þar af leiðandi víðara sjónarhorn en mennirnir. Þær hafa lítiö nef og eyru og munnurinn er varla nema rifa á andlitinu, án nokkurra vara.” Fáar Ijósmyndir — Nú er það líka íhugunarvert, hve lítið er til af ljósmyndum af þessum furðuverum, þótt töluvert magn af myndum hafi verið tekið af furöuhlut- unum sjálfum. „Já, en það á sér nokkuö eölilegar skýringar. Oft hafa þær frumkvæöi aö því aö gefa sig aö mönnum og eru þá gjaman úti á víðavangi, fjarri manna- byggðum þar sem ekki er líklegt að menn hafi myndavélar handbærar. Mörg þeirra vitna, sem áreiðanlegust em talin, hafa verið ómenntuð og ekki átt neinar myndavélar. Þá er það algengt að ljósmyndir, teknar í nám- unda við fljúgandi furöuhluti, veröa algerlega hvítar og sést ekkert á þeim og kenna þaö sumir sterkri . geislun frá hlutnum. Oft vilja myndavélar bila við þessar aöstæður vegna þess að raf- hlöður virka ekki frekar en endranær, þegar þessi fyrirbæri gerast,” sagði ÖlafurSteinn. Rafmagnið bregst —þegar FFH eru nærri Sérstök rit hafa verið sett saman um áhrif Fljúgandi furðuhluta á raftæki, en þaö sætir ef til vhl nokkurri undmn, hve mjög vitnum ber saman um þetta atriöi. Svo virðist sem FFH hreinlega þurrki út rafmagn nálægt sér eða geri það á einhvern hátt óvirkt; bifreiðar drepa á sér, sömuleiðis flugvélar, heimihsáhöld og sjónvarpstæki og ljósmyndavélar sem eru útbúnar raf- kerfi. FFH hafa sést yfir háspennulín- um og þess munu dæmi að þá hafi mælst feikileg rafnotkun á viðkomandi svæði. Að sögn Ölafs Steins Pálssonar eru þessi áhrif, sem hér er lýst, ekki alls kostar einhht. Hann hefur sjálfur safnað saman frásögnum af áhrifum FFH á vélar og tæki og gert þá mikils- veröu uppgötvun að þeir trufla ekki gang dísibifreiða eða þrýstiloftsvéla. Þetta stafar af því aö brunarúm dísil- bíla og þrýstiloftsflugvéla notar ekki rafkveikingu, heldur háhita eða stöðugan loga. Hins vegar dofna ljós í mælaborðum og farþegarými þegar FFH fara nálægt þeim. Yfirleitt er vandræðalaust að ræsa hreyfil bifreiðar eftir að FFH er farinn á braut, en þess munu dæmi að raf- geymirinn hafi hreinlega tæmst og sé ónothæfur. Svo virðist sem rannsóknum á FFH- fyrirbærum hafi fleygt mjög fram á síöustu árum, gagnrýni á vitnisburð- aukist til muna og yfirleitt séu menn famir að nota þróaöri aðferðir til þess aökanna framburð vitna. Þessi framför sannar vitaskuld ekki neitt í sjálfu sér, en þó er þaö athyglis- vert hve vitnum ber oft saman um til- tekin atriði varðandi FFH, einkum áhrif þeirra á rafbúnað hverskonar. Vert er aö benda á ritið „Vehicle Interference Project”, sem gefiö er út af BUFORA, bresku FFH-rannsókna- nefndinni, en þar er greint frá fjöl- mörgum atburðum í þá veru. m ■ - > Geimskip kvikmyndanna verða æ tílkomumeiri ásýndum og raunar ólikt svipmeiri en þeir ávölu furðu- hlutir sem hér er um fjallað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.