Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 28. APRlL 1983, Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Samt var ekki sama hvaðan flótta- mennirnir komu. Strax í maí 1945, í lok styrjaldarinnar, flýðu til Svíþjóð- ar 167 baltar, flestir frá Lettlandi, og báðu þar um hæli. Flestir voru þeir komungir, sumir varla myndugir, — en allir höfðu þeir barist með þýska hemum gegn Sovétmönnum. Þeir töldu sig hafa ýmislegt sér til málsbóta , — m.a. höfðu margir þeirra verið þvingaðir til herþjón- ustu, aðrir höfðu gengiö í liö meö Þjóöverjum af fúsum og frjálsum vdja, þar sem þeir töldu sig hafa harma að hefna. Sovétmenn höfðu lagt undir sig hin sjálf stæðu ríki Eist- land, Lettland og Litháen á árinu 1940 og gerðu sig líklega til að halda þeim til frambúðar. Baltamir töldu sig vera að heyja sjálfstæðisbaráttu með því að veita Þjóðverjum lið móti Sovétmönnum. Undén að kenna Meöan Svíar veltu fyrir sér hvað þeir ættu að gera við þessa óvenju- legu flóttamenn, fóm Sovétmenn fram á að fá þá afhenta. Sænska ríkisstjómin brást vel við þeirri málaleitan, smalaði saman böltun- um og þann 25. janúar 1946 hélt sovéskt skip áleiðis til Lettlands með fullan farm örvæntingarfullra balta, vitandi hvað beið þeirra. Þeir höfðu veitt viðnám fram til þess síðasta, PerAlbin Hansson, f.v. forsætisráðherra Svia. östen Undón, f.v. utanrikisráðherra Svía. Umsjón: Aðalsteinn Ingólfsson og fylgdu fyrstu þreifingum sínum eftir með æ meiri kröfum. Seinni partinn í janúar 1946 kom svo sovéska skipið Beloostrov til Trelle- borgar til að sækja baltana. í lok frásagnar Zalkmanis er lítið eftir af æru sænskra embættis- manna. Gunther, sem var utanríkis- ráöherra í stríðslok, hafði lítinn áhuga á böltunum og virtist nokkuö sama hvað um þá yrði. Östen Undén var að vísu einu sinni staöinn að því aö mótmæla afhendingunni, er hann var formaður utanríkismálanefndar, en virtist þó ekki hafa teljandi áhuga á afdrifum baltanna sem hann kallar hvaö eftir annaö „Letháa” (Litháa). Er hann var orðinn utanríkisráð- herra reyndi Undén oftsinnis að rétt- læta ákvöröun stjómarinnar m.a. meö því aö vísa til réttlætiskenndar Sovétmanna og hins óvilhalla dóms- kerfis íríkiStalíns. Reikningurinn ógreiddur Á hinn bóginn liggur ekki ljóst fyrir hve mikinn þátt Per Albin Hansson forsætisráðherra átti í af- hendingunni þrátt fyrir þau rök sem Per Olov Enquist leggur fram. Vissulega hlýtur hann sem forsætis- ráðherra að bera ábyrgð á gerðum stjórnar sinnar, og á ríkisráðsfund- inum þann 15. júní 1945, þegar ákvörðun var tekin um að afhenda baltana, var Per Albin í forsæti. En í fundargerð þess fundar örlar ekki á mótmælum frá Undén. Hefði hann eindregiö lagst gegn afhendingu hefði ekki af henni orðið, einkum þegar þess er minnst að nokkrum dögum fyrir ríkisráðsfundinn hafði Per Albin látið í ljós vissa samúð með böltunum. Undén veröur því enn að teljast einn helsti ábyrgðarmaður þessa harmleiks þótt hann hafi notið hjálpar annarra. Að lokum má geta þess aö Sovét- menn báöu Svía að útvega böltunum fatnað og vistir fyrir „heimförina” til Liepaja í Lettlandi, sem þeir og gerðu. Seinna var Sovétmönnum sendur reikningur fyrir þessari þjón- ustu, samtals 553.696 sænskar krón- ur, sem var drjúgur peningur í þá daga. Þennan reikning greiddu Sovétmenn aldrei, þótt eftir greiðslu værigengið. AI/Lundi í lófa lagið að neita Þarna var því í fyrsta lagi ekki um pólitískan þrýsting aö ræða, eins og áður hafði verið haldiö fram, — í öðru lagi haföi mikill meirihluti balt- anna flúiö til Svíþjóðar áður en Þjóð- verjar gáfust formlega upp (Kl. 00.16 þann8.maí 1945). Því var Svíum í lófa lagiö aö virða tilmæli Sovétmanna aö vettugi. Hefði sænsku ríkisstjórninni hins vegar verið í mun aö losna viö baltana, til að reita ekki Sovétmenn til reiði, gátu þeir auðveldlega gert það meö öðrum hætti. Þeim bar engin skylda til að afhenda baltana beint í hendur Sovétmanna, þeir gátu ráðið stað og stund. I flestum borgum Þýskalands höfðu bandamenn sett upp nefndir sem einmitt höfðu með þau þjóðar- brot að gera sem barist höfðu gegn Sovétríkjunum. Hægðarleikur hefði verið að senda baltana til Liibeck eöa annarrar hafnarborgar við Eystra- salt. En þetta datt Svíum ekki í hug, svo hræddir virðast þeir hafa verið við að styggja hinn volduga ná- granna sinn í austri. Dómskerfi Stalíns hrósað Sovétmenn sáu þegar hvað klukk- an sló og Svíar voru eftirgefanlegir komið fram um það sem ræddar hafa veriðífjölmiölum. Engar málsbætur Sagnfræðingur af lettneskum ætt- um, Janis Zalkmanis, hefur nýverið gefið út bók um atburðinn („Baltut- lámningen 1946 i dokument”) og rit- höfundurinn Per Olov Enquist, sem árið 1968 skrifaöi skáldsöguna Mála- liðarnir sem byggð var á örlögum baltanna, birti um daginn langa grein í Expressen um þetta mál. Hvorugur þessara höfunda finnur sænsku ríkisstjórninni nokkrar máls- bætur. Zalkmanis kemst aö því að hún hafi nánast tekið upp hjá sjálfri sér að afhenda Sovétmönnum balt- ana, og Enquist er sannfæröur um að Östen Undén beri ekki höfuðábyrgð- ina, eins og áöur hefur verið talið, heldur sé sökin Pers Albin Hansson, forsætisráðherra í þá tíð, en meöal sósíaldemókrata er hann eitt af stóru átrúnaðargoðunum. Zalkmanis, sem m.a. hafði aðgang að skjölum sænska utanríkisráðuneytisins, bendir á að Sovétmenn hafi ekki gert formlega kröfu til baltanna, þeir hafi einungis sent óljóslega orðuð tilmæli um að fá afhenta þá balta sem gegnt hefðu herþjónustu í þýska hernum og flúiö hefðu til Svíþjóðar eftir uppgjöf Þjóðverja. Baltarnir veita viðnám á hafnarbakkanum er sænska lögreglan rekur þá um borð i sovóskt skip íjanúar 1946. AFHENDING BALTANNA Mesti smánarblettur á sænskri utanríkisstef nu eftir stríð Eins og kunnugt er var Svíþjóð hlutlaust land í síöustu heimsstyrj- öld. Þrátt fyrir hlutleysi sitt fóru Sví- ar ekki alveg varhluta af ýmsum harmleikjum sem stríðinu tengdust, og stöðugur straumur flóttamanna vitnaði um ofbeldi Þjóðverja víða um lönd. reynt að flýja sænsku lögregluna en allt kom fyrir ekki. Einn þeirra fyrir- fór sér á hafnarbakkanum, til hinna spuröist ekki meir. Þessi atburður hefur af mörgum verið talinn einhver mesti smánar- blettur á sænskri utanríkisstefnu eft- ir stríð og hingað til hafa menn skellt skuldinni á lítilsigldan embættis- mann, öster Undén, sem var for- maður utanríkismálanefndar og síð- ar utanríkisráðherra. „Baltamálið” er nú aftur í s viöslj ósinu hér í S víþjóð þar sem frekari upplýsingar hafa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.